Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 2
2 -LAVGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1938 Thyptr FRÉTTIR Bíógestir geta vænst þess ad miðaverð iækki eitthvað í sumar þegar ríkið hættir að rukka inn 15% skemmtanaskatt af hverjum seidum miða. Kvikmyndahúsaeigendur reikna ekki meö því að ríkið leggi á nýjan skatt í staðinn. Verðlækkun á bíómiða í skoðirn Aliiíím 15% skemmtana- skatts gefur svigrúm til lækkunar. Miðaverð hækkaði uin 50 krónur iliii áramót. 85 þúsund hafa séð Titanic. „Eg reikna með því að menn muni skoða það hvort ekki sé ekki einhver slaki til lækkunar á verði bíómiðans. Það verður örugglega pressa á mönn- um og þeir verða að koma með góð rök ef þeir ætla ekki að hreyfa sig,“ segir Björn Sigurðsson í Regnboganum og formaður Félags kvikmyndahúsaeig- enda. 50 krónu hækkun Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður skemmtanaskattinn og kemur sú ákvörðun til framkvæmda um mitt sumar. Þessi skattur nemur um 15% af verði hvers bíómiða. Aðgöngumiðinn hækkaði um 50 krónur um síðustu áramót og kostar því 650 krónur. Þá hafa kvikmyndahúsaeigendur horfið frá því að vera með mismunandi verð eftir því hvort fólk kemur í bíó á kvöld- in eða um daginn, enda skilaði það engu. Hinsvegar eru sum bíóin enn með barnaverð og sérverð fyrir aldraða. Baráttumál í höfn Bjöm Sigurðsson segir að kvikmynda- húsaeigendur séu afar ánægðir með þessa ákvörðun ríkisstjórnar að fella niður skemmtanaskattinn. Það sé búið að vera baráttumál þeirra mjög lengi og því ástæða til fagna þessari niður- stöðu. Enda sé alveg nóg að borga 24,5% virðisaukaskatt af hverjum miða til viðbótar við Stef-gjöld og Menning- arsjóðsgjald sem er hvorttveggja um 1,5%. Hann bendir hinsvegar á að Fé- Iag kvikmyndahúsaeigenda hefur ekk- ert með verðákvörðun bíómiða að gera, enda sé allt samráð í þeim efnum ólög- legt. Hinsvegar fylgjast menn grannt með hvor öðrum í þeirri miklu sam- keppni sem rfkir á markaðnum. Af þeim sökum séu menn með svipuð verð. Titanic með met Það sem af er árinu gnæfir stórmyndin um Titanic uppi sem borgarísjaki í að- sókn. Þegar hafa um 85 þúsund manns séð myndina og viðbúið að áhorfendafjöldinn fari yfir 100 þúsund áður en yfir lýkur. Fyrra metið átti Júragarður Stevens Spielberg en alls sáu um 78 þúsund þá mynd. Athygli vekur að 75 þúsund manns sáu Djöfla- e)ju Friðriks Þórs sem er þriðja að- sóknarmesta myndin síðan Hagvangur tók að sér að mæla aðsóknina að kvik- myndahúsunum. -GRH MiMll reiðiskjálfti er komiim upp meðal starfsmamia Land- mælinga, sem kunnugt er, vegna meints misferlis for- stjórans. Sá er farinn í „veik- indafrí" og þegar einn pott- verja hringdi í stofnunina til að fá upplýsingar um starf- semina lenti hann á starfs- manni í vondu skapi. „Ef þú ætlar að fá upplýsingar um starfsemi stofnunar imiar þá er okkur fýrirskipað að vísa á ráð- herra,“ sagði starfsmaðurimi stuttur í spuna. Ráðherrann er auðvitað Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra, sem samkvæmt þcssu er tekinn við sem upplýsingafulltrúi Landmælinga ríkisins um stór mál sem smá. Pottvcrjanum þótti þetta miklum tíðindmn sæta og túlkaði þetta sem svo, að Guðmundur hefði sett starfs- menn stofnunarinnar í upplýsingabann að hætti Halldórs Blöndals í Flugráðsmálinu. í öllum hainaganginum um skýrslu Atla Gíslasonar lög- fræðings um fíknicfnalögregl una og Steiner hefur alveg gleymst að hann fékk það sem aukabúgrein að fara ofan í kæru ftknicfnalögreglumanna gegn Vikublaðinu. í Vikublað- inu 24. inars á síðasta ári birt- ist grem um samskipti h'kni- efnasala og löggæslumanna og þar var meðal annars haft eftir ónafngreindum löggæslu- manni aö grunur léki á að tveh til þrír starfs- menn fíknicfnadeildarinnar væru „á launaskrá" fíkniefnasala. Atli sendi niöurstöður sínar til Ríkissaksóknara, sem fyrir fáeinum dögum komst að Jieirri niöurstöðu að ekki þætti efni til frekari aðgerða í málinu. Guðmundur Bjarnason. V Reykjavík £ Sun Mán Þri Mið mm Akureyrí 9 Sun Mán Þri Mið mm 5 ————— ------ ----- -«■ SSV5 S2 VSV4 VSV3 NA3 SS NV3 SSV4 SSV3 Stykkishólmur 9 Sun Mán Þri Mið mm_ 5-TZ^—] I---1 I---1 I--1-15 0- -5- -10 m 0- -5- -10 SSA3 N3 NNA2 A3 NA4 S4 NA4 SSA3 NA4 15 -10 t Egilsstaðir °c Sun Mán Þri Mið mm I“15 -10 - 5 0 Ui SSV5 NA4 SV4 SV4 NA6 S6 NNA6 SSV4 A3 Bolungarvík__________ °9 Sun Mán Þri Mið mm 5-1—T—| |--1 |--Tf---H5 0- -5 -10 dl -10 -5- -10- -15- SSA3 SV4 VNV3 SA3 N4 SSV6 V3 SSV3 VNV2 Kirkjubæjarklaustur „9 Sun Mán Þri Mið mm íii* ikat S4 NA5 ANA4 A3 NA5 SA2 NA7 S3 NA6 iM SSV3 SSV2 VSV2 SSV2 VNV1 S4 SV4 SSV3 VSV3 Blönduós Stórhöfði 5- 0- -5- -10- -15- SSA4 NNA4 ANA2 A3 NA4 S4 NA5 S3 NA4 c Sun Mán Þri Mið mm -------—-----------------------15 -10 5 0 SSl/6 S6 VSV7 VSV6 V4 VSV7 SSV5 VSV6 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Norðan kaldi eða stinningskaldi með éljagangi eða snjókomu víða um landið norðanvert á morgun, en skán- ar víðast þegar Iíður á daginn. Hæg austanátt og léttskýjað sunnan til, en gengur í austan og suð- austan stinnings- kalda með snjó- komu á Suðvest- ur- og Vestur- Iandi síðdegis. Frost víðast á bil- inu 1 til 7 stig. Færð á vegum Snjóþekja og hálka er víðast hvar á öllum vegum, þó er hálkulaust á leiðinni frá Stöðvarfirði suður með ströndinni til Víkur í Mýrdal. Skafrenningur er á Vestfjörðum og snjókoma á annesjum norðanlands. 4-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.