Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGVR 21. FEBRÚAR 1 3 V « Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóður- inn 1.500.000,- kr. til ráðstöfunar. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. ítarlegar umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. mars 1998. Stjórn Barnamenningarsjóðs 19. febrúar 1998. AKSTUR í HLÍÐARFJALL Akureyri - Skíðastaðir Helgidaga Glerárgata n/íþróttavallar.... ..kl. 09.30... —kl. 13.00 Suðurendi göngugötu ..kl. 09.32... ....kl. 13.02 Heimavist M.A ..kl. 09.34... —kl. 13.04 Shell Kaupangi -kl. 09.37... —kl. 13.07 Brauðgerð Kr. Jónss. Hrísal. ..kl. 09.42... ....kl. 13.12 Esso Veganesti ..kl. 10.05... ....kl. 13.35 Verslun Sunnuhlíð ..kl. 10.06... ....kl. 13.37 Verslun Móasíðu ,.kl. 10.16... ....kl. 13.39 Brattasíða -kl.10.07.... ....kl. 13.40 Verslunin Síða ..kl. 10.09... ....kl. 13.42 Ekið frá Skíðastöðum ..kl. 12.40... ....kl. 16.45 Hver ferð kostar 100,- kr. Eyðing meindýra Námskeið Námskeið um notkun eiturefna- og hættulegra efna við eyðingu meindýra verður haldið dagana 2. og 3. apríl 1998. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum vegna starfa við meindýraeyðingar. Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálfkrafa rétt á leyfisskírteini til kaupa á efnum í X og A hættuflokkum og verður að sækja um það sérstak- lega. Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til að starfa sem meindýraeyðir. Þátttökugjald fyrir námskeiðið er kr. 12.000,- Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík. Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en 7. mars 1998 til Hollustuverndar ríkisins í síma 568 8848. Hollustuvernd ríkisins Rannsóknastofnun landbúnaðarins Vinnueftirlit ríkisins BELTIN IUMFERÐAR RÁÐ l^ir Græjur, tölvur og heimilistæki lækka i verði þegar stórmarkaður hefur göngu sína. Samkeppni verður mun harðari en áður ef að líkum lætur. Lofar lægra verði en áður hefur sést Fyrsti raftækjastór- markaður laudsins verður með 811 þekkt merki og lofar lægra verði en áður hefur sést á íslandi. „Stórmarkaður þýðir: Miklu meira vöruúrval og lægra verð og þetta verður líka í Elko. Þú átt að geta fengið þarna öll helstu merki í raftækjum og á hagstæð- ara verði en hingað til hefur verið í boði. Auk þess bjóðum við upp á þægilegt umverfi og afgreiðslu- tíma til klukkan 8 á kvöldin“, sagði Sigurður Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Elko, fyrsta ís- Ienska stórmarkaðarins með raf- tæki sem opnar á Islandi. Elko, sem er í eigu Byko opnar í 2 þús- und m2 húsnæði á Smáratorgi eftir viku, Iaugardaginn 28. febr- úar. Þrjár deíldir Markaðurinn skiptist í þrjár deildir; tölvudeild, sjónvarps- og hljómflutningstæki og deild með heimilistæki, jafnt stór og smá. En af hverju getur Elko boðið mun hagstæðara verð en Byko hefur gert til þessa? „Þetta er allt öðru vísi. Elko er í samstarfi við Elkjöp, sem er stærsta keðja á Norðurlöndum á sviði rafvöru. Við tengjumst þeirra innkaupa- keðju og kaupum þessi tæki það- an. Það eru þessi magnviðskipti sem gera þetta mögulegt. Verður verðlagið í Elko kanns- ki álíka og Elkjöp á Norðurlönd- um? „Ég get ekki svarað því. En við ætlum að bjóða eins hagstætt verð og við getum, miðað við þann markað sem við erum að horfa á í dag. Og það þýðir veru- lega verðlækkun", svaraði Sigurð- ur Arnar. í Kópavoginn í stað Keflavik- ux? Verður þá kannski óþarft fram- vegis að fara lengra en í Kópavog- inn, í stað þess að nota hvetja ferð um Fríhöfnina? „Við erum vonandi að tala um einhveija verulega verðlækkun, svo það er kannski ekki svo óraunhæft - án þess að ég vilji fullyrða um það“, svaraði Sigurður Arnar. Hvað snertir viðgerðir og aðra þjónustu sagði hann að þjónustu- samningar hefðu verið gerðir við íslenska umboðsmenn velflestra þeirra tækja sem seld verða í Elko, hvort sem þau verða keypt frá þeim eða Elkjöp. Fyrir merki sem ekki eru seld annars staðar reki Elko sína eigin viðgerðar- þjónustu. — HEI Pólitískur kjarkur Á næstunni verður Laugavegi á milli Frakkastígs og Barónsstígs iokað fram á mitt sumar vegna endurbóta. María Mariasdóttir, eigadi versiunarinnar Drangeyjar hefur beðið lengi eftir þessum framkvæmdum. - mynd: hilmar Endurbætur á hluta Laugavegar fyrir 160 miljónir. Lokað fyrir uuiferð fram á mitt sumar. Ekki hægt að hugsa allt út frá kosn- ingiim, segir horgar- stjóri. „Það getur þessvegna verið pólit- ískur kjarkur. Ég hef ekki hug- Ieitt það og hef ekki viljað miða aðgerðir mínir í borgarkerfinu við kosningar,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Skjálfti Eftir helgina byrja framkvæmdir við endurnýjun Laugavegar á milli Frakkastígs og Barónsstígs. Verklok eru áætluð í júlí í sumar og á meðan verður þessi hluti Laugavegar lokaður fyrir um- ferð. Vart hefur orðið við smá skjálfta í röðum stuðnings- manna R-listans sem telja að Iokun götunnar kunni að vera pólitískt óheppileg á meðan kosningabaráttan um borgina er í algleymi. I því sambandi er m.a. bent á að töluverð fýla varð meðal sumra borgarbúa þegar Aðalstræti og Austurstræti voru Iokuð um tíma vegna endurbóta sem gerðar voru á þeim. Andlitslyfting Borgarstjóri segir að það sé ekki hægt að hugsa allt út frá kosn- ingum. Þar fyrir utan verður að gera ráð fyrir því að fólk skilji að endurbæturnar á Laugaveginum sé mikil andlitslyfting fyrir mið- borgina. Hún minnir einnig á að endurnýjun á þessum hluta Laugavegar sé löngu tímabær framkvæmd. Auk þess hafa kaupmenn á svæðinu lagt mikla áherslu á þessar endurbætur og raunar orðnir ansi langeygðir eftir þeim. Hitalögn og tré Aætlaður kostnaður vegna þess- ara framkvæmda á Laugavegin- um er um 160 miljónir króna. Hitalögn verður undir hellulögð- um gagnstéttum og malbikaðri götunni. Sett verða upp tré og hringtorg verður á gatnamótum, auk þess sem ný lýsing kemur í götuna. Bílastæðum mun eitt- hvað fækka vegna þess að þau munu liggja á ská. Þá verður ak- reinin afmörkuð með lágum kanti. Verktaki er ístak hf. - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.