Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 9
rD^ir LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998 - 9 • tálbeitur Auðbrekku i Kópavogi. - mynd: e.ól ég hef sinnt störfum mínum í deildinni og leitað var logandi Ijósi að hugsanlegum brotum, en ekkert fannst,“ sagði Arnar. -Hvaðan eru ásakanir sem þess- ar sprottnar. Kannski úrfíkniefna- heiminum sjálfum? „Það hefur komið fram í rann- sókn Atla Gíslasonar sem ég hef auðvitað kynnt mér sem sakborn- ingur, að heimildarmenn, fólkið með ásakanirnar, hafa verið fyrst og fremst fólk úr fíkniefnaum- hverfinu sjálfu. Við þekkjum vel stríðið í þeim heimi. Þar eru öll hugsanleg meðul notuð til að klekkja á andstæðingum. Ríkis- saksóknari komst að þeirri niður- stöðu að ásakanir þingmanna í ut- andagskrárumræðu í mars í fyrra hafi verið órökstuttar. Þær urðu þó til þess að hafin var lögreglu- rannsókn.11 -Og hvar stendur ávana- og fíkniefnadeild í dag? Er ekki kom- in upp óskastaða þeirra sem standa í fíkniefnaviðskiptum? „Ef ég væri dópdíler, innflytj- andi, þá væri ég auðvitað himin- sæll yfir því að vígtennurnar væru dregnar úr starfsemi lögreglunn- ar. Við stöndum uppi í dag með deild sem þarf töluverðan tíma til að vinna sig upp í fyrri styrk, það tel ég alveg ljóst. ég fagna orðum flestra þeirra þingmanna sem til máls tóku á þingi um þetta mál í fyrradag, að nú væri nóg komið, enda ýmsar aðgerðir hafnar sem miða að því að laga það sem bet- ur má fara við rannsóknir fíkni- efnamála," sagði Arnar. Óeðlilegt álag, stutt viðvera í deildinni -Álagið á örfáa starfsmenn deildar- innar hlýtur að verða óeðlilega mikið? „Jú, álagið er gífurlega mikið. Vinnutíminn helgast af því hvað Iögreglumenn eru að rannsaka. Þú getur ekki ákveðið hvernig þú ætlar að vinna á morgun. Starfs- menn deildarinnar og yfirmenn lögreglunnar stóðu sífellt frammi fyrir því að velja á milli mála, en það hefur alla tíð verið ógjörning- ur að sinna öllum þeim upplýs- ingum um fíkniefnaviðskipti sem borist hafa. Það voru erfiðar ákvarðanir að velja á milli.“ Amar, þú hvarfst af vettvangi fikniefnanna eftir 6 ára staif árið 1990. Það er ekki langur tími. Hvers vegna? Varstu biíinn af fá nóg af þeim sálarlausa ógeðslýð sem stundar viðskipti með eitur handa æskunni i landinu? „Þegar ég hætti var ég satt að segja búinn að fá nóg. Það var ekld þannig að ég væri neitt yfir mig þreyttur líkamlega eða and- lega, bara Jsreyttur á þessum málaflokki. Eg vildi breyta til, bú- inn að fá nóg. Þetta eru krefjandi rannsóknir og þær reyna á. Þetta eru spennandi mál og vinnan skemmtileg með góðum sam- starfsmönnum. A þessum tíma margfaldaðist málafjöldinn og starfsmönnum fjölgaði. En það er rétt, það var Iéttir að skipta um starf.“ -Það hlýtur að setja mark sitt á menn að vinna við sEk mál...? „Já, því er ekki að neita að það setur mark sitt á menn að vinna við þau skilyrði sem ég var að lýsa hérna áðan, þessu mikla álagi, óreglulegum vinnutíma sem við- gengst í þessari deild, þessari mannlegu brenglun, sem menn eru stöðugt að eltast við, eldd síst vegna óöruggs lagaumhverfis varðandi óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir. Þetta hefur sett mark sitt á margan góðan mann- inn sem að málunum hefur kom- ið. Dæmin eru mörg, og ending fólks í starfi hjá ávana- og fíkni- efnadeild er yfirleitt ekki löng. Menn verða þreyttir og þurfa að losna úr streitunni," sagði Arnar. -Hverjir eru það sem flytja inn og dreifa ftkniefnum á Islandi? Eru það stereótýpurnar í bíómynd- unum, sem sitja ósnertanlegir í glæsihöllum sinum? Oft heyrist fólk orðað við fíkniefnasölu ef það efnast hratt. Er eitthvað hæft í slíkum áburði? „Nú hef ég ekki fylgst með í ná- vígi síðustu árin. En það var mín reynsla að þarna væri enginn einn stór og mikill aðili á ferðinni. Við erum Iítið þjóðfélag. Um leið og einhver verður stærri en aðrir veit lögreglan um það mjög fljótlega með samböndum sínum inn í þetta umhverfi. Það er oft að upp- Iýsingar berast um nýríkt fólk, ábendingar um að líldegt sé að fólkið hagnist á dópsölu. Það reyndist oftast nær enginn fótur fyrir slíku. Þessu kynnist ég líka í núverandi starfi mínu, oft er þetta öfundartal." Lögreglumenn sem lifa og hrærast innan um fíkniefnafólk eiga líka ýmislegt á hættu. Til dæmis hótanir um limlestingar, jafnvel morðhótanir. Arnar Jens- son segist kannast við þetta. Sjálf- ur hafi hann orðið fyrir slíkum hótunum og það hafi félagar sínir líka gert. Ekkert hafi orðið úr framkvæmd þeirra, en óþægilegt sé það engu að síður að verða fyr- ir þeim. „Það kom í ljós að þeir sem hótuðu höfðu jafnvel kynnt sér heimilisaðstæður, börn, skóla, leikskóla og svo framvegis. Ég þekki svona dæmi og það var tek- ið mjög alvarlega." Alþingi skoðar ríkissaksóknara -Nú hefur þú og aðrir þeir sem fengu þann vafasama stimpil „grunaður", fengið eins konar sýknun eftir miklar rannsóknir. Þið hljótið að fagna þvi? „Jú vissulega. En það er nú svo skrítið að þegar ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niðurstöðu að við höfum engin afbrot framið í starfi okkar, þá skilst mér að alls- herjarnefnd Alþingis ætli að fara ofan í rannsóknarniðurstöðurnar og þá jafnframt niðurstöðu ríkis- saksóknara og velta þessu öllu upp aftur. Er það nú ekki alvar- legt ef ríkissaksóknari kemst að niðurstöðu í sakamáli sem þing- mönnum líkar ekki, að hann skuli eiga það yfir höfði sér að þeir taki málið inn í þingið til enn einnar skoðunar? Tilgangurinn held ég að hljóti að vera af pólitískum toga, alla vega í þessu máli.“ Vísindin, hassiö og brennivínið -Á leiðinni hingað til þín i Kópa- voginn mátti heyra i morgunfrétt- um ríkisútvarpsins sagt frá hávís- indalegri niðurstöðu í virtu vís- indablaði. Hún er á þá leið að kannabis sé snöggtum skárra en tóbak og áfengi, löglegu vímuefn- in. Finnst þér þetta ekki skrítin vísindi, Arnar? Eða voruð þið að vinna ógagn með því að fletta ofan af hasssmyglurum? „Þetta heyrist af og til. En það hefur verið ákveðið af yfirvöldum að hass sé ólöglegur vímugjafi þar sem áfengi er löglegur. Ég held að ef áfengi og tóbak væru að koma fyrst fram í dagsljósið nú, þá væru bæði þau efni á listum yfir bönnuð fíkniefni. Menn geta svo deilt um hvort sé verra. En þróunin er sú, og það get ég full- yrt, að þeir sem eru farnir að sprauta sig reglulega, fólk sem er komið á botninn, hefur gjarnan byrjað ungt að drekka áfengi. Næsta stig er oft hass, síðan leið- ir eitt af öðru þangað til spraut- unni er náð, - og þar með botni mannlífsins." -Hvar stendur unga fólkið i dag, er öll tilveran eitruð? „Nei, ekki er það nú. En of margir unglingar lenda í þessari gryfju, oft fólk frá brotnum heim- ilum, eða með Iéleg samskipti við foreldra. En þetta er þó alls ekki einhlítt. I dag stendur unga fólkið frammi fyrir miklu flóknara vali á vímuefnum en áður. Það er líka hrikalegt að sjá að aldur þeirra sem reykja, drekka og neyta vímu- efna færist stöðugt neðar. Dalsraut 1 • 600 Akureyri Símí461 1188 Óskum eftir að ráða starfsmann í pússningu og sprautuvinnu. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar á staðnum. AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í áfanga III B í Giljahverfi. Tilboðið nær til gerðar 150 lengdarmetra af götum og 300 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi holræsa- og vatnslögnum. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 5.000 m3 Lagnaskurðir 280 m Lengd fráveitulagna 470 m Lengd vatnslagna 170 m Fylling 3.500 m3 Skiladagur meginhluta verksins er 29. maí 1998, en alls verksins 12. júní 1998. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri frá og með þriðjudeginum 24. febrúar 1998 á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtudaginn 12. mars 1998 kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. — EIMSKIP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 12. mars 1998 og hefst kl. 14.00. --------- DAGSKRÁ --------- 1. Adalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagssins. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 4. mars til hádegis 12. mars. Reykjavík, 28. Janúar 1998. STJÓRIM HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.