Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 6
6-LAUGARDAGUR 21.FEBRÚAR 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir gubmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.680 kr. á mánuh Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarbl® Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: (Reykjavík)563-161 5 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Keiko velkomiim í fyrsta lagi Lifandi hvalur er langtum meira virði fyrir íslenskt þjóðarbú en dauður. Það er staðreynd sem sumir Islendingar eiga erfitt með að sætta sig við, en staðreynd engu að síður. Þessi merki- legu dýr, sem sum hver búa í hafinu umhverfis okkur, snerta viðkvæmar taugar hjá almenningi víða um heim. Framtaks- samir menn á ýmsum stöðum á landinu hafa þegar sýnt í verki að það er gróðavænlegur atvinnuvegur að virkja þennan mikla áhuga með því að bjóða ferðamönnum upp á hvalaskoðunar- ferðir. Tekjur af þeirri starfsemi eru þegar orðnar meiri en nemur því sem tapast vegna hvalveiðibanns. í öðru lagi Umræðan um háhyrninginn Keiko, sem varð frægur víða um heim fyrir stjörnuhlutverk sitt í Hollywood-kvikmynd, gefur e'nn áhrifameiri mynd af þeim heitu tilfinningum sem hvalir vekja í brjóstum fólks nú á dögum. Þeir aðilar sem tóku að sér fyrir nokkrum árum að bjarga hvalnum frá ömurlegri vist í Mexikó og reyna að láta hann snúa aftur til bernskuheim- kynna sinna í Norður-Atlantshafi, hafa fengið mikinn fjár- stuðning vestra til að reyna að þjálfa Keiko svo hann geti lifað frjáls. Enn er alls óvíst að þeim takist að gera hann sjálfbjarga. Hins vegar er ljóst að milljónir manna munu fylgjast með framtíð háhyrningsins af mildum áhuga, einkum gegnum fjöl- miðlana. f þriðja lagi Það veit enginn í dag hvort Keiko kemur nokkru sinni til ís- lands. Bandaríkjamennirnir sem sjá um Keiko hafa leitað til þriggja landa við Norður-Atlantshaf um hugsanlegt athvarf fyrir háhyrninginn. íslensk stjórnvöld hafa tekið þeirri mála- leitan vel. Það er rétt stefna. Með því að bjóða Keiko velkom- inn hingað sýna Islendingar að þeir unna náttúrunni og vilja gera sitt til að vernda hana. Um leið er viðurkennt í verki að tími hvalveiða við íslandsstrendur sé endanlega liðinn. Elias Snæland Jónsson. Japanska knatt- spyman? Garri er útundir sig og duló þegar hann er upp á sitt besta. En Garri hefur v'erið slappur upp á síðkastið, átt erfiða drauma og bylt sér mikið. Kötturinn sefur við höfðalagið og er orðin þrælmyglaður og grautfúll á morgnana. Garri bölvar í svefni. Það er eitthvað sem liggur í loftinu á nóttinni. Arnsúgur vængja. Mikil andagift. Orðgnótt. Látið fjúka í kviðlingum og kerskni í bland við hrifningu. Farið á kostum. „Hvíííííílík til- þrif“ hljómar með ískrandi ánægju í kvörn- um Garra þegar hann vaknar. Getur verið að...? Garri ef nefnilega svo næmur. Samúel Örn: Getur það verið? Slökkt Garra dreymir drauma. Á með- an starir þetta rauða auga í næturmyrkrinu í stofu Garra. Rauða augað á sjónvarpstæk- inu. Og þarstýringin á sófa- borðinu fær titring þegar Iýs- ingarorð leita hana uppi gegn- um ómælisvíddir rafeinda- heimanna: „Stóóórórkostlegt" er eitthvað sem rauða augað grunar og svartur skerm- urinn horfir mæðulegur á húsbóndastól Garra sem þegir þumbaralega á móti. Getur það verið? Garri umlar í svefni og reynir að bægja frá spennunni sem ásækir hverja taug. Getur það verið? Nei, það getur ekki verið, en samt... Múrariim frá Austuxríki Þegar hljóðnar í húsasundum, gluggar þagna og götuljósin blikka engum til gangs fer þessi rafstraumur um ljósv'ak- ann sem umlykur okkur öll. Sálir fara á flakk, gamlir vísu- botnar fá vængi og Garri byltir sér með murrandi frið- Ieysiskurrið í kettinum: hún liggur í loftinu þessi brakandi snilld. „Hvííííííílk tilþrif!!!!!" og ískrandi gleði yfir þvi' þegar múrarinn frá Austurríki renn- ur gegnum snjómugguna og birtist undan auglýsingaskilti á mörkum þessa heims og ann- ars meðan Garri reynir að sofa. Garri er svo næmur. Það smýgur gegnum merg og bein og draum og veruleika þetta sem Iiggur í næturloftinu. Samt er slökkt á tækinu í stofuhorninu. V ______________________ Nei. Garri veit betur. Það er ekkert sem kemur að handan þegar nóttin ríkir ein og sálir þrá frið í skjóli sinna drauma. En samt. Það ásækir og geng- ur hart að, þetta ískrandi tal, þessi skerandi óp, þessi taum- lausa hrifning - þetta sem ríð- ur röftum heima hjá Garra svefnlausa hverja einustu nótt. Og Garri gefst upp. Það veit Garri. Einhvern tímann, ein- hverja nótt þegar kötturinn kurrar og hvæsir og húsbónda- stóllinn hefst á loft undan kyngikrafti þess sem liggur í loftinu mun Garri staulast fram. Setjast í brakandi stól- inn. Teygja sig í fjarstýringuna og horfa blákaldur í rauða aug- að. Kveikja. Því Garri þarf að vita. Getur það verið? Að Sam- úel Örn sé vakandi á nóttunni? GARRI Franlín Steiner gengur laus. Sit- ur raunar á Litla Ilrauni en vofa hans leikur ljósum logum í þjóð- félaginu. Síðast á Þingi í vik- unni. Eitt er öruggt: Ef Franklín Steiner (dæmdur dópsali) hefði orðið kristniboði í Kongó eftir að yfirvöld létu hann Iausan „til reynslu" íyrr en hann átti rétt á, hefði aldrei orðið neitt havarí. Málið snýst sem sé EKKI um reynslulausn Steiners. Málið snýst ekki um „óhefðbundnar aðferðir" lögreglunnar. Nema að. þær hafa ekki enn verið skil- greindar. Málið snýst ekki heldur um... ...það hvort Halldór Ásgrímsson sé á móti eiturlyfjabarónum, eins og hann kýs þó að stilla málinu upp. Og ekki heldur um það hvort þingmenn Jafnaðarmanna vilji trufla fíkniefnalögregluna að störfum, eins og Þorsteinn Páls- Steiner gengur laus son kýs að snúa sig út úr málinu. Við skulum tala hreint út: það er reginhneyksli og ábyrgðarleysi að reyna að koma málinu í þann farveg hver „sé mest á móti eiturlyfjum". Reynslulausn Það getur vel verið góð aðferð í baráttu yfirvalda gegn fíkni- efnasölum að kaupa upplýsingar um starf- semi þeirra með því að fara mildari hönd- um en ella um þá sem ganga til samstarfs. En „reynslulausn" fel- ur í sér samning: fang- inn verður að hætta glæpaiðju sinni. Það gerði Franklín Steiner ekki. Hvað gerðu yfirvöld þá? Um það snýst þetta mál. Málið snýst um frammistöðu yfirvalda eftir að Frankín Steiner var látinn laus í verðlaunaskyni fyrir að koma að gagni í baráttu við starfsbræður. (Sem áhöld eru um að hann hafi gert.) Hvað gerðist? Hvað gerðist svo? 1) Frunklín Steiner hélt áfram að selja dóp. 2) Lögreglan vissi um framferði Steiners sem virðist kerfis- bundið um árabil. 3) Þegar upp komst um Steiner týndust skjöl um málið, engin skýring, engin ákæra, engin fangelsun. 4) Flelsti „andstæðingur" Steiners fyrir hönd almennings (yfirmaður í fíkniefnadeild) gekk í ábyrgð fyrir beiðni um byssuleyfi til þessa manns. Þorsteinn Pálsson: Hver ber ábyrgð? 5) Þegar hann var loks tekinn var að verki götulögreglan, en ekki þeir sem höfðu haft hann undir smásjá og vissu greinilega um at- hæfi hans. 6) Skýrsla Atla Gislasonar um starfshætti lögreglunnar á þessum tíma sýnir að störf hennar voru í molum. 7) Reglur um nauðsynlegar en „óhefðbundnar“ starfsaðferðir ftktiiefnalögreglu hafa ekki enn verið settar. Fyrirgefið dómsmálaráðherra: Hvað er það nákvæmlega sem þú ert svona ánægður með? Pólitísk áhyrgð Hver ber ábyrgð? Sá sem ber pólitíska ábyrgð á lögreglunni og störfum hennar. svarad Er rétt að banna dóntur- um að vera í leynifélög- um9 einsog til dæmis Frímúrarareglunni ? Valtýr Sigurðsson héraðsdótmri í Reykjtmk Þetta hefur verið mikið rætt meðal dómara á al- þjóðavett- vangi um hvort setja beri takmörk að aðild þeirra að fé- lögum og stjórnmálastarfi. Engar takmarkanir eru á þessu í dag en mikið hefur verið rætt um hvort setja beri þessar reglur, einkum vegna dómaranna sjálfra. Það er afstöðumunur hjá mönnum til opinna félaga, þar sem markmið eru ljós, og til Iokaðra félaga, þar sem starfað er undir leynd. Það er æskilegt að skýrar reglur verði settar þannig að menn geti starf- að öruggir um rétt sinn og skyld- ur. « Guðmundnr Ámi Stefánsson alþingismaður. „Eg hef verið þeirrar skoð- unar að slíkt sé óæskilegt. Ennfremur hef ég talið eðlilegt að t.d. stjórn- málamenn og jafnvel prestar hafi það „on record" kjósi þeir aðild að slíkum leynireglum.“ Ulfar Þormóðsson ritlwfundur. „Með því að sitja í ákveðnum emhættum missa menn ákveðin mannrétt- indi og þá er ég til dæmis að tala um forseta Is- lands, biskup, presta og dómara. Helst ættu þessir menn ekki að vera í neinum leynifélagsskap vilji þeir halda triiverðugleika sínum. Bara það að einhver maður er í leynifélagi gerir það að verkum að vafasamt er að treysta niðurstöðum verka hans, sérstaklega ef um tilhliðranir og ofurmannlegar \dllur í dómsnið- urstöðum er að ræða.“ Haraldur Ilaraldsson framkvæmdastjóri Andra hf. „Ekki spurn- ing. Menn geta ekki verið í bræðralags- hreyfingum á sama tíma og þeir sitja í dómara- sæti.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.