Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 8
8- LAVGARDAGUR 21. F E l! R Ú A R 1998 FRÉTTASKÝRING i. Amar Jensson er 42 ára aðstoðaryfirlög- regluþjónn viö þá deild ROdslögreglunn- ar sem fjallar um „hvítflibbabrotin“ sem svo hafa verið kölluð, efnahags- og auðgunarbrot. Á sex ára tímabili stýrði Amar ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík. Það starf fylgdi honum eft- ir eins og draugur eft- ir að bann fór til ann- arra starfa. Nýlega hafði Ariiar réttar- stöðu „grunaðs manns“ í lögreglu- rannsókn sem sneri að uppljóstraranum Franklin Kristni Steiner. Arnar Jensson tók ungur við stjórn Iítillar lögregludeildar um áramót 1984-85, ávana- og fíkni- efnadeildar eftir 7 ára starf í al- mennu Iöggæslunni. Oumdeilt er að sú deild náði umtalsverðum árangri undir hans stjórn. En starfið dró dilk á eftir sér. Störf Arnars við fíkniefnadeild á sínum tíma hafa orðið til þess að í vetur stóð hann uppi sem sakborning- ur í sakamáli. A slíku átti hann naumast von. Nú hefur hann og fjöldi annarra löggæslumanna verið fríaður af áburði, sem olli þeim og fjölskyldum þeirra and- streymi. Störf Arnars Jenssonar voru rannsökuð í bak og fyrir. Per- sónuleg fjármál voru vandlega yf- irfarin. Samsæriskenningar voru á fleygiferð um þjóðfélagið á síð- ustu misserum vegna starfshátta fíkniefnadeildar í tfð Arnars og eftirmanns hans, Björns Hall- dórssonar. Asakanir hafa gengið á bæði borð. Þær hafa beinst gegn ýmsúm starfsmönnum lögregl- unnar, allt upp í þrjá ráðherra dómsmála á síðari árum. Málum hefur verið stillt upp sem spill- ingu, samsæri, mútuþægni og öðrum afbrotum. Arnar segir í upphafi viðtalsins að hann geti án efa ekki leyst úr öllum spurningum blaðamanns, þekki hann blaðamenn rétt. Hann hafi aldrei og muni aldrei bregðast trúnaði við neinn, jafn- vel þótt það þýði að hann komi oft ekki vörnum við. Gjörsamlega háðir uppljóstrunun -Aðferðir erlendra lögreglumanna sem vinna við fíkniefnamál eru margvt'slegar. Þeim hefur þií kynnst af eigin raun, hinum svo- nefndu „óhefðbundnu" aðferðum við að upplysa mál. Hverjar eru þær? „Þar má nefna samskipti við uppljóstrara, notkun á tálbeit- um, hlustanir og hleranir, skygg- ingar, sem felast í að fylgjast með grunuðu fólki. Þá má nefna af- hendingu á fíkniefnum undir eft- irliti, þ.e. að hleypa efnunum áfram til endastöðvar til að freista þess að ná aðalmanni. Fleira mætti nefna,“ sagði Arnar Jens- son. Sumar þessara aðferða hafa orðið tilefni mikilla blaðaskrifa og æsilegrar umræðu víða í þjóðfé- laginu. Verður þá oft vandséð hvort fólk er með bófunum eða á móti. „Það hefur reynt á sumar þess- ara aðferða fyrir dómstólum, til dæmis beiting tálbeitu. Hæsti- réttur Islands hefur komist að raun um að réttlætanlegt sé að beita tálbeitu við vissar aðstæður. Þessi mál hafa því fengið umfjöll- un dómstóla á Islandi. Það þýðir ekkert fyrir lögregluna að aka um borgina og horfa út um gluggann eða labba um götur. Þessi vinna er ekki eins og taka menn á rauðu Ijósi eða bíða eftir kæru. I þessum málaflokki er frumkvæðið nánast allt hjá lögreglunni," sagði Arnar. „Lögreglan er gjörsamlega háð uppljóstrunum í þessum mála- flokki. Markmiðið og meginá- herslan frá því ég kynntist þessu starfi fyrst hefur verið að rann- saka mál sem tenjgjast innflutn- ingi og dreifingu. A þetta var lögð sérstök áhersla af yfirstjórn lög- reglumála, þegar ég byrjaði í fíkniefnadeildinni. Með þessu móti tekst vonandi hvort tveggja, að leggja hald á fíkniefnin og ná höfuðpaurunum. Til að hægt sé að rannsaka slík mál verður lög- reglan að hafa aðgang að upp- ljóstrurum. Aðeins fáir vita hvað er að gerast." Engin afbrot í skjóli lögreglu -Nti er vitað mál að Franklins Steiner var uppljóstrari lögregl- unnar. Kom hann af sjálfsdáðum til lögreglunnar og bauð upp á þjónustu sína og samstarf við lög- regluna? „Það veistu alveg örugglega að lögreglan getur aldrei svarað spurningunni um hvort tiltekinn einstaklingur er uppljóstrari eða ekki. Við höldum trúnað og sá trúnaður er skilyrðislaus." -Þú getur þá ekki sagt mér hvort upplýsingar frá Steiner hafi komið að gagni við uppljóstrun stórra fíkniefnamá la ? „Nei, þessari spurningu verður augljóslega ekki svarað. Hinsveg- ar voru ítrekað settar fram ásak- anir um að þessi einstaklingur sem þú nefnir hafi fengið að stunda fíkniefnaviðskipti í skjóli lögreglunnar. Það er alveg ljóst að enginn hefur nokkru sinni svo ég viti, fengið að brjóta af sér í skipt- um fyrir upplýsingar." Arnar segir að persónulega sýn- ist sér að umræðan um Steiner og fíkniefnin hafi oft verið nokkuð útblásin og reyfarakennd. „Þetta er einhver furðuleg umræða og tilgangurinn virðist mér skrftinn,“ sagði Arnar. Arnar Jensson, sem var yfirmaður fíkniefnadeiiar á árunum 1985 tii 1990, við núverandi vinnustað sinn hjá Ríkislögreglustjóra i Mönnum stillt upp við vegg „Eg fullyrði að rannsóknir á fíkni- efnamálum eru hvað erfiðustu lögregluverkefni sem ég hef kynnst. Hjá fíkniefnadeildinni hafa gegnum tíðina starfað marg- ir hæfustu menn lögreglunnar. Menn hafa verið sendir til mar- gra landa í skóla og á námskeið. Allir fastir rannsóknarlögreglu- menn á mínum starfstíma voru styrktir til að sækja sér menntun til að verða hæfir til að stunda þessar rannsóknir," sagði Arnar Jensson. Arnar segir það alveg ljóst að ýmis vinnubrögð sem gagnrýnd eru nú, hafi verið stunduð alla tíð með samþykki og þátttöku allra aðila. „Dómsmálaráðuneytið hef- ur Iátið gera myndbönd sem sýnd hafa verið milli þátta í sjónvarpi þar sem lögreglumenn koma fram og hvetja almenning til að gefa upplýsingar. Ollum er heit- inn fullur trúnaður. Bæklingar hafa verið prentaðir, límmiðar og annað, alls staðar er óskað upp- lýsinga gegn fullum trúnaði. Og þá verður lögreglan að standa tryggilega við loforð sín um trún- að.“ -En hefur lögreglan ekki ein- mitt verið að rjúfa trúnað. Greindi Sturla Þórðarson lögfræðingur lögreglustjóra ekki frá för ykkar tveggja til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir reynslulausn Franklins Steiners árið 1991? „Mér skilst að hann sé að ræða við blaðamenn sem einstaklingur og mæli ekki fyrir munn lögregl- unnar. Það er mikið áfall að ein- hver hefur ákveðið að rjúfa trún- aðinn. Mér hefur reyndar fundist í öllu þessu máli að um trúnaðar- rof hafi verið að ræða á ýmsum stigum málsins. Það var nú sett á fót lögreglurannsókn í þessu máli, sérstakur rannsóknarlög- reglustjóri skipaður. Hann kallar fyrir sig rannsóknarlögreglumenn fíkniefnadeildar meðal annars og yfirmenn embættisins í Reykja- vík. Þeir mæta allir sem sakborn- ingar. Hann leggur fyrir þá spurn- ingar um trúnaðarsambönd og krefur svara varðandi nafn- greinda uppljóstrara. Svari lög- reglumaðurinn þessum spurning- um er þar fólgið trúnaðarrof. Mér finnst satt best að segja hæpið að stilla mönnunum svona upp við vegg af Iögreglustjóra. Eg varð sjálfur að velja að úttala mig ekki, þrátt fyrir að vera sakaður um al- varleg brot. Það var í framhaldi af því að slegið var upp fyrirsögnum í blöðum að ég hefði kosið að þegja. Og það var sagt tortryggi- leg ákvörðun. Eg átti að vera að hylma yfir brot. Enn þann dag í dag er fjallað í fjölmiðlum um brot sem ég á hafa framið, alla vega eitthvað á gráu svæði eða siðleysi. Eg get ekki varið mig þar sem ég er bundinn trúnaði." Flknó situr eftir í sánun Arnar segir að það sé deginum ljósara að umfjöllunin um deild- ina hafi haft afar slæm áhrif á starfsemi hennar, hann hafi heyrt að það muni taka langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún hafði gegnvart ýmsum aðilum, sérstak- lega þeim sem þurfa að gefa upp- lýsingar. Traust deildarinnar út á við hafi dvínað. „Kannski má segja á móti að ýmislegt gott hafi gerst í þessu máli. Fram hefur farið gríðarlega nákvæm rannsókn á störfum mínum i langan tíma. Eg hef þurft að skila upplýsingum um einkafjármál mín, framtöl, eigna- myndun mín skoðuð nákvæmlega og svo framvegis. I blaði kom fram ásökun um að ég hefði þeg- ið greiðslur. Rannsóknarlögreglu- stjórinn taldi ástæðu til að kanna það sérstaklega, líka það hverni' JÓN BIRGIR PÉTURSSON SKRIFAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.