Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1998, Blaðsíða 1
H E L G A R U T G A F A Verð í lausasölu 200 kr. Laugardagur 28. febrúar 1998 Harðasta gagnrýnin frá Islenduigiun Ræðux utanríMsráð- herra og umhverfis- ráðherra á Norrænu umhverfisráðstefn- unni vekja blendin viðbrögð og mesta andstöðu hjá íslensk- um þingmönnum. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Guðmundur Bjarna- son umhverfisáðaherra reyndu að afla stuðnings við sérstöðu Is- lands varðandi útblástur gróður- húsalofttegunda á Norrænu um- hverfísráðstefhunni í Gautaborg sem Iauk í gær. Halldór kynnti sérstöðu Islands í sérstakri fram- söguræðu sem hann flutti og benti á að útfærsla Kyoto-sátt- málans væri jafnframt spurning um hvort Islendingar gætu yfir- höfuð aukið fjölbreytni í atvinnu- Halldár Ásgrímsson: Reynir að afla „sérstöðu" íslands stuðnings. lífí. Það væri grundvallaratriði að útfærslan á hinu svokallaða „fs- lenska ákvæði" væri ásættanleg. Halldór stakk upp á því að í smá- um efnahagskerfum mætti hugsa sér að einstakar verksmiðjur yrðu teknar algjörlega út fyrir sviga. T.d. að ef ein tiltekin verksmiðja yki heildarútblástur um meira en 3%, þá reiknaðist hún ekki með í heildarútblásturstölum viðkom- andi ríkis. Steingrímur J. S/gfússon: Harðasta gagnrýnin frá þeim Hjörleifi. íslensk stjómvöld neikvæð Erindi Hallórs fékk misjafnar undirtektir, en það vakti athygli að harðasta gagnrýnin á afstöðu íslenskra stjórnvalda kom frá al- þýðubandalagsmönnunum ís- lensku, Steingrími J. Sigfússyni og Hjörleifí Guttormssyni, sem sögðu íslensk stjórnvöld vera nei- kvæð og reyna að sneiða framhjá ákvæðum Kyoto sáttmálans. Halldór tók gagnrýninni óstinnt Imiiveður um helgína Helgin framundan verður ekki nein útivistarhelgi, því veður- stofan gerir ráð fyrir ákveðinni norðanátt og auknu frosti í dag. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Islands, má gera ráð fyrir að frostið verði 20 stig inn til lands- ins og mest í dag. Þetta er aðeins minna frost en búist var viö í köldustu spá fyrir helgina. Næstu daga má búast við minna frosti, en kalt verður áfram og ekki séð fyrir endann á norðanáttinni. Það er því um að gera fyrir fólk að njóta tóm- stundaiðkunar innan dyra um helgina. Bókasöfnin og mynd- bandaleigurnar eru góður kostur fyrir þá sem vilja verja helginni með heitan drykk undir hlýrri sæng, meðan veðrið guðar á gluggann. Helgarblað Dags er líka góður kostur fyrir þá sem vilja njóta notalegrar inniveru meðan kuld- arnir ganga yfir. — hh Þetta unga par er vel undirbúið undir inniveru helgarinnar. Myndbönd og lesefni ýmis konar er tilvalið til að stytta mönnum stundir í kuldunum sem nú ganga yfir. - mynd: bös mmmmm . og 82. árgangur -41. tölublað upp og sagði stefnu stjórnvalda þvert á móti jákvæða. Óásættanlegt Halldór sagði að Kyoto sam- komulagið eins og það er nú án útfærslu og túlkana væri óásætt- anlegt og að óbreyttu gætu Is- lendingar ekki orðið stofnaðilar, en undirskrift sáttmálans er fyrir- huguð í haust. Fram kom hjá ut- anríkisráðherra að Island, Noreg- ur, Bandaríkin og fleiri ríki í svokölluðum „Regnhlífarhópi“, hygðust funda í Washington í byijun mars og ræða þar um áframhald Kyoto-sáttmálans, verslun með kvóta og fleira. Guðmundur Bjarnason kvaddi sér einnig hljóðs og undirstrikaði sérstöðu Islands varðandi gróð- urhúsalofttegundir. I samtali við Dag sagði Guðmundur að íslend- ingar væru ekki búnir að setja á blað hvernig sérstaða þjóðarinnar yrði útfærð. Hann vonaðist til að það yrði fljótlega og jafnvel í næstu viku. — BG/bþ Guðmundur Bjarnason umhverfisráð- herra: Landsvirkjun hefði átt að virða ferlið í heild. Landsvirki- un hefði átt að bíða Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra segir að Lands- virkjun hefði átt að „virða ferlið í heild“ í stað þess að gera samn- ing um Búrfellslínu strax. Ráðherra vísar til þess að Landsvirkjun hafi kært úrskurð skipulagsstjóra um umhverfis- mat til ráðuneytisins, og því hefði farið betur á að bíða eftir að ljúka því ferli áður en ráðist var í að semja um línuna. Hann segist þó skilja að Landsvirkjun liggi á. Málið er á borði Guðmundar eftir að skipu- lagsstjóri úrskurðaði að áformuð Búrfellslína þyrfti að fara í um- hverfismat aftur, þar sem hún væri nú áætluð stærri en áður. Þann úrskurð kærði Landsvirkj- un til ráðherra. Hann vill ekki segja hvenær úrskurður hans komi, né hvers efnis hann verði. - bg/sjh Friðarviðræð- ur til Reykja- víkur? Breskir og írskir ráðamenn hafa rætt þann möguleika að viðræð- ur um frið á Norður-írlandi verði haldnar hér á landi. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra írlands, hafa fundað um að flytja viðræðurnar um frið á Norður-írlandi frá Belfast. Breska blaðið Daily Telegraph fullyrðir í netútgáfu sinni í gær að Reykjavík sé meðal þeirra staða sem komi til greina. Hels- ingfors og Vín eru líka nefndar til sögunnar sem hugsanlegir fundarstaðir. Gabríol4í (höggdeyfar) QSvarahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 Premium miðlarar BUCKSiDECKER JjjuiibLerkfæri SINDRI -sterkur í verki =o 'o BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 in I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.