Dagur - 28.02.1998, Qupperneq 6

Dagur - 28.02.1998, Qupperneq 6
 6-LAUGARDAGUR 28.FEBRÚAK 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir gibmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i,680 KR. Á MÁNUD Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarbl® Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: [REYKJAVÍK5563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingádeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Eiin ein byltmgin í fyrsta lagi Saga íslenska húsnæðislánakerfisins einkennist af endurtekn- um róttækum breytingum sem yfirleitt hafa verið mjög um- deildar. Stundum hefur nýtt kerfi reynst vel en í öðrum tilvik- um illa og endað í vandræðum sem hafa kallað á njija upp- stokkun. Nú er komið að enn einni byltingunni með þeim til- lögum sem Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, kynnti í fyrra- dag. Núverandi fyrirkomulag félagslega húsnæðislánakerfisins er orðið alltof þungur baggi á mörgum sveitarfélögum. Flestir munu því sammála ráðherranum um að breytinga sé þörf. Hins vegar er augljóslega verulegur ágreiningur um hvort hug- myndir stjórnarflokkanna um breytt kerfi séu þær réttu. í öðru lagi Málið er flókið og viðamikið. Meginatriðin eru þó ljós. Hús- næðisstofnun verður lögð niður og öllum sem þar starfa sagt upp frá næstu áramótum. Núverandi félagslega húsnæðiskerfi verður lokað frá sama tíma. I staðinn kemur sjálfstæður Ibúðalánasjóður sem Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóð- ur verkamanna ganga inn í. Þessi sjóður á að standa undir eig- in rekstri. Afgreiðsla húsbréfa, greiðslumat og veðmat verður fært til bankanna. Með breytingunni er öllum í reynd vísað út á hinn almenna markað. Þeir sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að kaupa húsnæði geta sótt um viðbótarlán á mark- aðsvöxtum. Félagsleg aðstoð verður veitt með vaxtabótum sem greiddar verða fjórum sinnum á ári. í þriðja lagi Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hefur gengið lengst í gagnrýni á tillögur stjórnarflokkanna og fullyrð- ir að með breytingunni á félagslega kerfinu sé verið að úthýsa 600 fjölskyldum á ári. Ráðherra mótmælir þeirri fullyrðingu. Þar sem hér er verið að fjalla um lífskjör margra þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu er afar mikilvægt að kanna ræki- lega allar afleiðingar breytinganna áður en Alþingi tekur end- anlega ákvörðun. Elías Snæland Jónsson. Kona hring ir í Garra (reið) Símtólið hjá hinum þjóð- kunna Garra var rauðglóandi af heilagri bræði konunnar sem hafði komist yfir leyni- númer Garra. „Hvers konar djöf...“ - en það var bara byrj- unin. „Hvernig dirf...“ og var þó meira í vændum. Garri var í þann veginn að komast inn í hugarheim íslensku ofurkon- unnar. „Heldur þú að samviskubitið yfir því að sinna börn- unum okkar sé ekki nóg þó að þú sláir ekki upp á forsíðu að við eig- um að baka líka!“ Garri var klossbit. Garra fannst bara nokkuð smellið að gera forsíðu- frétt úr því að spara mætti 33 þúsund krónur á ári fyrir fjögurra manna fjölskyldu með því að baka fjögur brauð á viku. Konan var tryllt. Froðan lak úr sfmtólinu. Garri komst að: „Það segir ekkert um það að konan eigi að baka, það gæti verið karlm...“ og nú sprakk konan. „Hver heldur þú að baki á heimilinu ef einhver bakar yfirleitt!" Og konan öskraði: „Heldur þú að ég hafi ekki nóg samviskubit yfir því að KAUPA öskudagsbúning á barnið, þó ég fái ekki móral yfir því að BAKA ekki Iíka.“ Garri þagði. Garri hefur aldrei saumað á börn. Garri sagði að hann hefði þó bakað og kynni það og ef hann hefði ekki svona mikið að gera sem þjóð- kunnur pistiahöfundur þá... V Konan gjörsamlega fríkaði út: „Og EG! Hvað er ég! Kannski enginn Garri en ég vinn mína vinnu og...“ Garri vissi að hann hafði ékki ýtt á réttan hnapp. Hagsýna húsmóðirm Það var Garri sem hafði setið á ritstjórnarfundi og lagt til að blaðamaður hringdi í Kolbein Kristinsson hjá Myllunni og spyrði af hverju hagsýna húsmóð- irin gæti bakað ódýrara brauð en hann. Og bless- aður Kolbeinn sagði að enginn væri hagsýnni en hagsýna húsmóð- irin, og enginn stæðist henni snúning, og ef hún virkilega ætlaði sér, þá gæti enginn iðnjöfur keppt við þá frómu konu. Konan í símanum ætlaði að ganga af göflunum: „33 þús- und kall á ári! Hvað haldið þið eiginlega að ég hafi í kaup?!!“ Garri reyndi að reikna í hug- anum. 4 brauð á viku, sinnum 125 krónur, það gerir 500 kall. Kannski rúmlega það ef hún fer í Bónus. Garri lagði ekki í að minnast á Bónus eft- ir að hann lenti í biðröðinni þar um árið. Enda komst Garri ekki að. „Skiljið þið ekki snápar og þjóðkunnu dálka- höfundar að frelsi konunnar er frelsið til að kaupa brauð í plastpoka?" Myllukolbeinn Kristinsson fær stuðning. Mengun skal bönnuð Eins og allir vita er mikið af eit- urefnum í umhverfi okkar og oft lítil aðgát höfð á því hvar þeim er sleppt og menga loft, láð og lög. Mikilli fræðslustarfsemi og áróðri er haldið að fólki til að kenna því að varast skaðleg efni og stórar kröfur eru uppi um að margs kyns efnasamsetningar verði bannaðar til að vernda líf og heilsu manna og dýra. Nýverið gerði stúdent í Banda- ríkjunum könnun meðal há- skólamanna um hvort leyfa ætti notkun efnisins hydrogen monoxide, sem veldur ýmsum verkunum, svo sem svita og óþægindum. Það getur kæft fólk og það finnst í krabbameins- frumum. Við efnabreytingar get- ur efnið orðið mjög eldfimt. Rúmlega fimmtfu manns tóku þátt í könnuninni og 90% þeirra vildu banna efnið með öllu. Nokkrir tóku ekki afstöðu, en einn viðmælenda stúdentsins glotti og taldi að rétt væri að leyfa notkun efnisins áfram. Skaðlegt efni Sá eini sem taldi að nota ætti hydrogen monoxide áfram áttaði sig á að efnið sem spurt var um er vatn. Stúdentinn notaði ein- faldlega vísindaheitið á efninu, eins og gert er um fjölmargar aðrar efnasamsetningar og frum- efni þegar fjallað er um þær á ráðstefnum og í fjölmiðlum. Þessi litla saga, sem er dag- sönn, því hún er inni í háskóla- tölvunni, segir sitthvað um skoð- anakannanir og skoðanamynd- un. Efni sem er í krabbameins- frumum og hægt er að umbreyta í vetni og bombur hlýtur að vera stórvarhugavert. Þarf ekki ann- arra vitna við og því skal það bannast. Þá liggur ljóst fyrir hvernig hægt var að fá 90 af hundraði aðspurðra til að mynda sér þá skoðun, að banna ætti vatnsnotkun. Með því að nefna vatnið með viðurkenndu vísinda- heiti og sýna fram á að það getur komið fram svita og jafnvel kæft fólk, er efnið orðið skaðlegt heilsu og lífi. Slík efni heimtar maður auðvitað að séu bönnuð. Auðvelt er að mynda samtök um að banna efnanotkun og bjarga tegundum frá útrýmingu og er það óspart gert og ijölmiðl- ar heimsins láta nota sig til hvers kyns heimskupara undir því yfir- skyni að verið sé að bjarga lífrík- inu. Keikófárið er hluti af þeirri hysteríu. Hvar er guð? Varla fyrirhittist sá fáráðlingur, að hann beri ekki allgott skyn- bragð á gróðurhúsaáhrifin og getur jafhvel tekið sér í munn orð eins og koltvísýringur og ver- ið gáfulegur í framan. Vafalítið mundi mikill meirihluti láta banna koltvísýring ef spurt væri hvort ekki ætti að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum. Gott ef fréttaskýrendur túlkuðu ekki niðurstöður eiturráðstefnunnar í Kyoto eitthvað á þann væg. Athyglisvert er hve orð sem maður skilur ekki geta haft mikil áhrif. Séu þau sett í samband við sótt og dauða, svo sem svita og köfnun, eru þau skaðleg og þarf ekki að hyggja nánar að því. Vel er hægt að trúa því að hydrogen monoxide beri dauðann í sér og samtímis að vera viss í sinni sök um að vatn sé undirstaða alls Iífs á jörðinni. Kannski best að snúa sér að þeirri trú og fullvissu forfeðra okkar og mæðra, að Iíf okkar og örlög séu í guðs hendi. Það er varla verri skoðun en sú, að heilaþvottur nútímans eigi eitt- hvað skylt við þekkingarleit og rökræna hugsun. Krafan um að banna vatnið ætti að færa heim sanninn um að hvorki spyijend- um né þeim sem svara er treystandi til að mynda eða hafa skoðun. _ Dugur Boðaðar eru miklarverð- lækhanir á raftækjum um kelgina kjá stóru raf- tækjaverslununum í Reykjavík. Ætlarþú út að gera góð kaup? (Neytendum er boðið til veislu um helgina með opnun nýs raftækjmnark- aðar og afslátturkjörum hjá keppinaut- um hans.) Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjórí Neytendasamták- atina. „Nei, í fyrsta lagi vantar mig engin ráftæki þessa dagana og varla er hag- kvæmt fyrir mig að kaupa raf- tæki bara vegna þess að þau eru á lægra verði. Sú aukna samkeppni sem er á þessu sviði er hinsvegar fagnaðarefni og ég vænti þess að sú verðlækk- un sem á sér stað á þessum markaði í dag muni haldast áfram þannig að neytendur muni nú - og í framtíðinni - njóta góðs af.“ Jón Ólafsson tónlistarmaður. „Ég hafði ekki hugsað mér neitt sérstaklega að gera góð kaup um þessa helgi, enda er ég alltaf að gera góð kaup.“ Helgi Pétursson markaðsstjóri hjá Samvinnuferðum- „Ég hef svo sem ekki ákveðið neitt af því tagi. En hinsvegar fagna ég þessari þró- un og þetta hlýtur að hafa mikil áhrif á lífskjör 1' landinu. Hér á bæ höfum við haft forystu um að lækka verð á ferðalögum og við fögnum ef aðilar á fleiri sviðum ætla að taka á því með okkur - þó á öðrum sviðum sé.“ Landsýn. Margrét Blöndal dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni. „Þegar ég sá stóra auglýs- ingablaðið sem fylgdi Mogganum sá ég þrjá drauma mína rætast þar sísona. Mig vatnar uppþvotta- vél, þurrkara og frystikistu. En ég verð að tala við þjónustufull- trúann minn í bankanum og fá hana til að samþykkja þetta, því þú verður að fatta að konur á mínum aldri eru hættar að spá í stráka - heldur standa þær á öndinni yfir heimilistækjum." i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.