Dagur - 28.02.1998, Side 10

Dagur - 28.02.1998, Side 10
o r> a v 10 LAUGARDAGUR 28. FEBRUAR 1998 AKUREYRARBÆR JAFNRETTISNEFND STYRKIR TIL VERKEFNA SEM HAFA ÞAÐ MARKMIÐ AÐ JAFNA STÖÐU KYNJANNA Markmið jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla á Akureyri og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta það lagalega jafnrétti sem er til staðar. Einnig er víða í áætl- uninni kveðið á um mikilvægi þess að stuðla að bættum samskiptum kynjanna. Þetta á við hið margþætta líf: atvinnulíf, fjölskyldulíf, menntun, félagslíf o.s.frv. Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar og jafnréttisfulltrúi vinna að ýmsum aðgerðum í þessu sambandi en vilja auk þess hvetja bæjarbúa; fyr- irtæki, stofnanir, einstaklinga og hópa til að vinna að jafnri stöðu og bættum samskiptum kynjanna. Sérstaklega vill nefndin hvetja skóla á öllum stigum til dáða í þessu sambandi. í því sambandi er boðið upp á ráðgjöf og fjárstuðning allt að kr. 100.000.- til einstakra verkefna. Umsóknum skal skila ekki síðar en 16. mars nk. til jafnréttisfulltrúa, Glerárgötu 26, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem fást á sama stað. Upplýsingar hjá Jafnréttisfulltrúa í síma 460 1458. Netfang: ragnhild- ur@ak.is UTBOÐ F.h. Strætisvagna Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í leigu á auglýsingarými á vögnum SVR. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: miðvikudaginn 25. mars kl. 11.00 á sama stað. svr 21/8 F.h. Byggingardeiidar borgarverkfræðings er óskað eftir til- boðum í gler í ýmsar fasteignir Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri á kr. 1.000,-. Opnun tilboða: fimmtudaginn 19. mars kl. 14.00 á sama stað. bgd 22/8 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands er óskað eftir tilboði í verk- ið „Endurnýjun gangstétta og veitukerfa - 4. áfangi 1998, Melar og Hagar.“ Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, leggja stren- gi fyrir Landssíma íslands og annast jarðvinnu fyrir veitustofnanir í Hátúni, Nóatúni, Borgartúni, Háteigsvegi og Álftamýri. Helstu magntölur: Skurðlengd 5.800 m Lengd hitaveitulagna í plastkápu alls 8.700 m Lengd plaströra fyrir L.í. 3.600 m Lengd strengja fyrir L.í. 7.000 m Steyptar stéttar 300 m2 Hellulögn 300 m2 Þökulögn 600 m2 Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá miðvikudeginum 4. mars 1998, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: fimmtudag- inn 19. mars 1998 kl. 11.00 á sama stað. hvr 23/8 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 I I I I arsiminn o 7080 ÞJÓÐMÁL Ekki er séð að neitt afþeim markmiðum sem sett voru fyrir endurskoðun iaga hafi náðst fyrir strjálbýlustu héruðin - nema þá kannski peningalegur sparnaður fyrir ríkið, segir greinarhöfundur. Fækkun dýralækna á landsbyggðinni JÓN PÉTURSSON HÉRAÐSDÝRALÆKNIR i AUSTURLANDS- UMDÆMI NYRÐRA SKRIFAR Nú liggur fyrir Alþingi stjórnar- frumvarp um dýralaekna og heil- brigðisþjónustu við dýr. Þar koma fram miklar breytingar frá núgildandi Iögum og þær veiga- mestar að ríkið telur sig ekki lengur bera skyldu til að tryggja almenna dýralæknisþjónustu á landinu öllu í sama mæli og ver- ið hefur. Fækkun úr 31 í 13 I sem skemmstu máli gengur frumvarpið út á það að fækka héraðsdýralæknisembættum úr 31 í 13 auk þess sem vaktsvæð- um þar sem greitt er fyrir helgar- vaktir fækkar úr 27 í 14 og þau stækka að sama skapi. I greinar- gerð með frumvarpinu kemur fram að stjórnvöld búast við að í stað þessara 18 héraðsdýralækna komi sjálfstætt starfandi dýra- læknar sem hafi Iaun einvörð- ungu af aðgerðagjöldum. I grein- argerðinni eru sjálfstætt starf- andi dýralæknar sagðir 15 í dag þar af 6 í Reykjavík, en mér telst tíl að þessir dýralæknar séu í dag einungis 6 á landsbyggðinni og sumir þeirra einungis í hluta- starfi við dýralækningar og sem dæmi er einn sagður starfa í því embætti sem ég sinni, ekki hef ég orðið var við hann. Þetta eru upplýsingarnar sem ráðherra ber á borð fyrir Alþingi. I greinargerðinni er síðan gert ráð fyrir að 4 bætist við eftir lagabreytinguna auk hinna 1 1 héraðsdýralækna sem hætta hjá ríkinu. Allt er þetta í miklum spádómsstíl. Rétt er að Dýra- læknafélag Islands hafði óskað eftir því að lög um dýralækna yrðu endurskoðuð enda sá félag- ið ýmsa ágalla á gildandi Iögum miðað við breyttar þjóðfélagsað- stæður ekki síst kröfur um bætt vinnuumhverfi og vinnutíma sem nálgaðist eitthvað gildandi Iög þar um. Ég er þess Iíka full- viss að með þessari ósk gerðu dýralæknar sér grein fyrir þvf að þar með opnaði félagið á þann möguleika að hagræða og spara enda hið besta mál þar sem því yrði viðkomið, þannig að þjón- ustan skertist ekki og vinnuálag á starfandi dýralækna ykist ekki enda víða nóg fyrir. Meðal margra dýralækna var einnig veruleg óánægja með að kostnaður landbúnaðar-ráðu- neytisins sem hlaust af EES- samningnum og varðaði embætti yfirdýralæknis skyldi fjármagn- aður af fjárframlögum til al- mennrar dýralæknisþjónustu meðan á sama tíma náðist ekki að manna strjálbýlustu embætt- in. A það skal bent að dýralækn- ar hafa í gegnum tíðina Iagt sitt af mörkum til að það markmið næðist að dýralæknisþjónusta væri til staðar um land allt og má þar til dæmis nefna samþykkt á punktakerfi Iandbúnaðarráðu- neytisins sem gengur út á það að þeir dýralæknar sem sinna strjál- býlustu héruðunum vinna sér inn punkta sem gilda við ráðn- ingar í önnur embætti, á kostnað hinna. Hvað sparast? En hvað sparast? Eftir kostnað- arútreikninga fjármálaráðuneyt- isins er árlegur sparnaður áætl- aður 9 milljónir króna. Eftir stendur mikið vinnuálag á þeim héraðsdýralæknum sem eiga bæði að sinna eftirlitsstörfum og almennum dýralækningum og ekki séð að neitt af þeim mark- miðum sem sett voru fyrir end- urskoðunina hafi náðst fyrir strjálbýlustu héruðin nema þá kannski peningalegur sparðnað- ur íyrir ríkið. I greinargerð með frumvarpinu sjást setningar eins og: - Vitað er að vinnuálag á sumum dýra- læknum er langt umfram það sem hæfir. Með þeim breyting- um sem í frumvarpi þessu felast verður unnt að dreifa álagi á milli dýralækna meira en verið hefur, m.a. með því að greiða öðrum dýralæknum en héraðs- dýralæknum fyrir vaktir. Avinn- ingur verður m.a. sá að dýra- læknar eigi frjálsar stundir og rýmri möguleika til viðhalds- menntunar og aukinnar sérhæf- ingar miðað við þarfir einstakra svæða - hljóma sem hreinn brandari í eyrum mínum sem hef þjónað sem héraðsdýralæknir í strjálbýli í brátt íjóra áratugi. Ég spyr hvort menn séu virkilega svo glámskyggnir að ætla að þetta gangi upp alls staðar á landinu með þessu frumvarpi? Samtímis eru sett ný lög og reglugerðir sem til muna auka eftirlitsskyldur héraðsdýralækna og vaktsvæðum fækkað um nær helming. Dýralæknisþjónusta í strjálbýli í gegnum síma Ráðherra nefndi það nokkrum sinnum í umræðum um frum- varpið að gert væri ráð fyrir sér- stökum greiðslum til að greiða niður ferðakostnað dýralækna í strjálbýli. Þetta Ieiðir einungis til aukins vinnuálags á viðkomandi dýralækna sem hafa nóg fyrir og er engan veginn sambærileg þjónusta við bændur og gert er ráð fyrir að náist á þéttbýlustu landbúnaðarsvæðunum. En reyndar mátti skilja landbúnað- arráðherra á þann veg í umræð- unum um frumvarpið að dýra- læknisþjónustu í strjálbýli megi sinna í gegnum síma, enda hefðu Norður-Þingeygingar, Bakkfirðingar og Vopnfirðingar fengið þannig þjónustu að und- anförnu og ráðherra talið það fullnægjandi. Háskólamcnntuðu fóUd fækkar Að endingu þetta. Mér þykir það skjóta nolckuð skökku við að sá ráðherra sem reynir nú að flytja háskólamenntað fólk frá höfuð- borgarsvæðinu skuli jafnframt vinna að þ\a að fækka dýralækn- um á landsbyggðinni, þeirri stétt háskólaborgara sem síst hefur séð ofsjónum yfir því að búa og starfa úti á landi. Allt tal um að hér verði engin breyting á ef þetta frumvarp verður að lögum er óskhyggja ein.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.