Dagur - 19.03.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 19.03.1998, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Ðwpir LÍFIÐ í LANDINU Byggöastofnun Byggðastofnun hefur á undanförnum árum veitt styrki vegna atvinnuþróunarverkefna á landsbyggðinni. Áárinu 1998er það fjármagn sem til ráðstöfunar er svo knappt að aðeins verður hægt að sinna takmörkuðum fjölda fyrirliggjandi umsókna. Afgreiðsla þeirra umsókna sem síðar kunna að berast fer eftir því hvort stofnunin fær rýmri fjárráð til styrkveitinga. AKUREYRARBÆR m m Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 23. mars 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Heimir Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjar- stjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Fimintudagirin 26. mars gefur Dagur út veglegt blað um páska og fermingar. Auglýsingapantanir í blaðið þurfa að berast 1 síðasta lagi mánudaginn 23. mars. 01 láUmmm Ef þú hefur stöðugt á tilfinning- unni að þú sért svangur/svöng, þó svo þú hafir borðað, þá er ráðið kannski að borða epli eða perur daglega. Rannsókn sem gerð var í Brooke Army Medical Center í San Antonio stað- festi að meltanlegar trefjar í hýði ávaxta geri það að verkum að fólki finnist það satt lengur. 74 menn voru látnir drekka appelsínusafa og fékk hluti þeirra safa sem innihélt 20% af þessum treijum. Það kom í Ijós að þeir sem fengu slíkan safa fundu mun lengur fyrir fyllitilfinningu en hinir, jafnvel stór- an hluta dagsins. Þannig, að viljir þú halda matarlystinni í skefjum, þá skaltu borða epli fyrir mat. HVAÐ Á É G A Ð GERA Ungur karlniaöur Ég er í þeirri undarlegu stöðu að vera einhleypur og barnlaus ungur karlmaður (35 ára) og það virðist fara alveg óskap- lega í taugarnar á fólki. Ég er ósköp venjulegur, þykir konur yndislegar og er alveg tilbúinn til þess að eiga í stuttum samböndum, en ekki að binda mig til frambúðar. Ég hef góðar tekjur, lifi góðu lífi og get farið og komið eins og mér sýn- ist og sé enga ástæðu til að breyta því. Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu, sé sjálfur um getnaðarvarnir, því ég kæri mig ekki um slysabarn. En þessi pressa með að stofna til fjölskyldu er dáb'tið óþægileg, hvernig er hægt að sannfæra fólk um að mér líði bara vel? Aumingja þú. Lifir þessu fína Iífi og svo vill fólk fá þig til að breyta því. Þú hefur alla mína samúð. En einhvem veginn er það svo í þessu samfélagi okkar að eðlilegt hefur talist að fólk stofni til fjölskyldu á aldrinum 18-30 ára og eignist börn. Reyndu bara að láta sem ekkert sé og í versta falli að segjast vera forfallinn piparsveinn þeg- ar fólk spyr. Það er erfítt að útskýra þetta fyrir fólki sem sér veröldina á annan hátt og ekki hvað síst ef þetta sama fólk er ofurlítið öfundsjúkt út í þig fyrir að lifa þessu „ljúfa lífí.“ Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Afgangateppi Það vilja safnast fyrir garnafgangar hjá þeim sem prjóna mikið. Ein leiðin til að nýta slíka afganga er að prjóna teppi eins og það sem á myndinni sést. Það er prjónað á grófa prjóna og garnið haft ein- falt, tvöfalt eða jafnvel þrefalt eftir atvik- um. Prjónarnir eru númer 7 og einfalt garðapijón er notað þannig að ekki þarf neina sérstaka kunnáttu til. Og af því að teppið er allt prjónað í röndum, þá er auðvelt að hafa verkið með sér og nota Iausar stundir þegar verið er að bíða eftir einhverju, tii dæmis lækni eða strætó. I hverri rönd eru 24 L og til að fá teppi sem er um það bil 130 x 170 sm. þá þarf 8 rendur í þeirri breidd. Rendurnar eru svo annaðhvort saumaðar saman eða heklaðar. Vegna rangrar myndbirtingar í síðustu viku birtum við aftur þennan pistil og nú með réttri mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Heilsufræði heimilaima Iðnú var að gefa út bók sem heitir Heilsufræði heimilanna og inniheldur sú ýmis hollráð við algengum kvillum. Bókin er ætluð sem uppflettirit og sem slík auðveld til notkunar, efnisyfirlit gott og ráðin öll þess eðlis að þau gagnast flest- um. Til gamans koma hér nokkur ráð úr bókinni. Magaverkur: • Reyndu sódavatn því það og aðrir kaffínlausir drykkir draga úr melting- artruflunum. • Þú skalt drekka ávaxtasafa ef þú ert með magaverki, uppköst eða niður- gang. Avaxtasafi bætir upp kalíumtap og önnur næringarefni sem líkaminn missir. • Pipar er þekkur fyrir að erta melting- arfærin og þess vegna er rétt að prófa að minnka piparinn eða sleppa hon- um alveg. Osennilegt að hann hafi nokkur áhrif ef einkennin lagast ekki. • Drekktu að minnsta kosti 6 til 8 vatnsglös á dag til að hjálpa melting- unni. • Sumir fá magakveisu af eplum og melónum. Taktu eftir þ\'í hvort þannig er með þig. Ef svo er, skaltu sleppa þessum ávöxtum. • Reykingar eru einn af áhættuþáttum magasárs. Tóbaksreykur er ertandi fyrir meltingarfærin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.