Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 28.03.1998, Blaðsíða 2
2 —LAUGARDAGUR 28. MARS 1998 Dáypfír FRÉTTIR Pottasögurnar gerast nú mergjaðar: Staðhæft er í póltískum bakherbergjum að bankaráð Búnaðarbank- ans sé búið að gera starfs- lokasamning við Stefán Pálsson bankastjóra - sem væntanlega hættir þá störf- uin mjög bráðlega. Stefán Pálsson. Plottið innan Framsóknar er að setja Guðmund Bjamason í Búnaðarbank- ann, en áður hafði verið í farvatninu, og er enn hjá sumum, að liann fari í Seðlabankann. Líkur á því hafa minnkað - vegna inn- grips úr síður en svo óvæntri átt (að því er Pott- verjar segja). Það sem vegur þungt er að Stein- grímur Hermannsson, sem lætur af störfum í sumar, vilji endilega fá Helgu Jónsdóttur borgar- ritara þangað sem eftirmaim sirni. Guðmundur Bjarna- son. Gangi plottið upp er komið að því að Valgerður Sverris- dóttir geti fengið ráðherra- stól og jafnvel Guðni Ágústsson líka - en eins og hinn þjóðfélagslega skyggni pottur hefur áður skýrt frá er talað um í fúlustu alvöru ... . „ Valgerður Sverr- að fjolga raðherrum um tvo isdóttir. fyrir hvem einn sem fer út. Þessum safariku tómötuin er hér með kastað á helgargrillið! Færð á vegum Fært er um alla helstu þjóðvegi landsins, en í öllum landshlutum er hálka, hálkublettir og snjóþekja á heiðarvegum, og einnig mjög víða á vegum með ströndinni, þó einna síst á suð-vestur og Vesturlandi. Hvassviðri er undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi er hætta á sandstormi. Kettir fagna sigri og Sigríðuc Heiðberg formaður Kattavinafélagsins er kampakát -1 orðsins fyiistu merkingu. Reykjavík Akureyri NV2 SSA1 ANA3 A3 ASA2 VSV3 A3 NA3 A3 VSV2 VSV3 NA3 NA3 ASA3 SV3 VNV3 ANA3 ANA3 Stykkishólmur Egilsstaðir VNV2 SA1 ANA4 ANA3 ASA2 SV4 ANA4 NA6 A4 Bolungarvík V1 VNV2 NNV2 NNA3 NNA2 V2 V4 NA5 NNA4 Kirkjubæjarklaustur VSV2 NNA1 ANA3 ANA3 ASA1 VSV2 NA3 NA4 ANA2 V1 VNV1 A3 ANA3 ANA2 VNV3 SSA1 ANA5 ANA4 Blönduós Stórhöfði VSV1 V1 NA2 ANA2 ASA1 SV2 N2 NA3 ANA2 VNV4 S3 A6 A5 A4 V5 ASAS ANA7 A6 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Norðaustan gola eða kaldi en stinnings- kaldi austan til. Snjókoma á Norðaustur- landi, él á Norðurlandi en annars þurrt. Réttlætid sigraði MiMl hamingja á Katt- holti eftir að kettir íiimu erfðamál. Formaður Kattavinafélagsins vonast til að vegalausum kisum verði sleppt við erfðafjár- skatt. Sigríður Heiðberg, formaður Katta- vinafélags Islands, fagnar því mjög að Hæstiréttur hafí snúið dómi undirrétt- ar í erfðamáli, þar sem niðurstaðan er sú að kettirnir á Kattholti sem og starf- semi Kattavinafélagsins hljóta 14 millj- ónir króna í arf frá aldraðri konu á Blönduósi. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafi fyrr dæmt að lögerfingi, systurdóttir konunnar, hlyti arfinn, en skv. erfðaskrá ánafnaði konan eigum sínum Kattavinafélagi Akureyrar eða Kattavinafélagi Reykjavíkur. Hvorugt félagið er til, en Hæstiréttur taldi sannað að konan hefði viljað að kettir á landinu nytu góðs af. Mikil hamingja „Það er mikil hamingja hjá köttunum og mér. Eg er ánægð með að réttlætið náði fram að ganga, enda sé ég fyrir mér þessa gömlu konu og síðasta vilja hennar. Hún hefur eflaust verið svolít- ið öðruvísi en aðrir, við sem erum svona mikið í kringum dýrin erum ekki áíltaf eins og fólk er flest. Hún var að hlynna að þessum dýrum og eins og lögmaðurinh sagði, líf hennar fór að öðlast tilgang," segir Sigríður. Veit að hún er alsæl Sigríður segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Hæstiréttur sneri dóminum, en hefur hún ekkert sam- viskubit gagnvart lögerfingja. „Nei en ég hugsa hlýtt til hennar. Eg veit að gamla konan, Elísabet Ragnheiður Lárusdóttir er alsæl núna. Þetta er dá- samlegt." Næg verkefni framundan Af nógu er að taka að sögn Sigríðar til að ráðstafa fénu, enda hafi starfsemin staðið höllum fætí. Húsið að Stangar- hyl 2 liggi undir skemmdum og það verði æ erfiðara að halda líknarstarfinu áfram. En er ekki viðbúið að kettirnir þurfi að að borga erfðafjárskattr „Ja, það er spurningin. Eg vona að svo verði ekki. Mér finnst erfitt að taka toll af vegalausum dýrum. Þeir geta ekki skrifað undir neitt, þannig að þetta gæti orðið svolítið snúin staða... Nei, það er enginn formaður hérna í katta- hópnum heldur reyni ég bara að gera mitt besta sem talsmaður þeirra," segir Sigríður og kímir. Var talin bláfátæk Þess má að lokum geta að konan frá Blönduósi bjó í afar fábrotnu húsnæði og kom það flestum í opna skjöldu þeg- ar vænar fúlgur fundust inni á reikn- ingi hennar í KEA. Hún var af flestum talin eignalaus. —BÞ i I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.