Dagur - 28.03.1998, Side 6

Dagur - 28.03.1998, Side 6
ÞJÓÐMÁL A Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 600 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Að bjarga útgerðar- möimiun frá sjálfum sér I fyrsta lagi Hinar pólitísku víddir sjómannadeilunnar birtast nú með enn skýrari hætti en fyrr. Með því að taka afstöðu með sjómönnum reynir ríkisstjórnin að forða útgerðarmönnum frá sjálfum sér - frá því að lenda í harðvítugasta stéttastríði síðari áratuga. Komi til þess stríðs mun sægreifaveldið ekki standast samein- aða atlögu þeirra afla sem vilja það burt. Sjómenn fóru fyrst og fremst í verkfall til að berjast gegn einu birtingarformi þess: kvótabraskinu, sem er staðreynd, en lítill hluti af útgerð í land- inu. Hefðu útgerðarmenn borið gæfu til að snúast gegn fáum en slæmum tilvikum væri staðan öll önnur. Þess í stað kusu þeir að fara með stál í stál. Utgerðarmenn eru ekki í neinni stöðu til að fara í stríð og því verður ríkisstjórnin að hafa vit fyrir þeim. í öðm lagi Lög á verkfall sjómanna eru í grundvallaratriðum röng. Póli- tíska lausnin er hins vegar rétt frá sjónarhóli ríkisstjórnarinn- ar. Hún metur stærri hagsmuni meira en smærri, bakar sér óvinsældir útgerðarmanna sem þjóðin hefur litla samúð með, en „bjargar“ um leið kerfinu sem hún trúir á fyrir horn - með litlum stæl. Þessi pólitíska aðgerð er of sein, illa unnin og prinsipplaus til að geta talist annað en örvæntingarfull, en nauðsynleg neyðaraðgerð þegar allt er í óefni. 1 þriðja lagi Við skulum ekki forsmá kveinstafi útgerðarmanna: auðvitað er út í hött að keyra mikilsverðar breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu í gegnum þingið sem skyndilausn fyrir helgi. Gagn- vart sjómönnum og mismunandi útgerðum erum við að tala um arðskiptingu af takmarkaðri auðlind. Ætla menn að leysa deiluna um mjög afmarkað vandamál (kvótabrask) með því að krukka í kerfi sem kallar á enn meira krukk og deilur innan tíðar? Framganga ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í deilunni er í hvívetna ámælisverð, allt frá upphafi... til þess enda sem eng- innsérfyrir. Stefán Jón Hafstein. Þeir sem landið munu erfa „Hún elskaði þessi kvikindi og við því var ekkert að segja,“ sagði sýslumaður Húnvetn- inga fyrir dómi, þegar hann var spurður hvort kona nokkur hefði verið fær um að arfleiða á skynsamlegan hátt. Kona þessi arfleiddi Kattavinafélag Akureyrar sem ekki var til að nokkrum milljónum. Sem bet- ur fer reyndist vera til katta- vinafélag á landinu sem var til- búið að taka við þessum aur- um. Whiskas í hvert mál Hinn djúpvitri sýslu- maður benti líka dómendum í máli ■ sem reis af ágrein- B ingi um erfðaskrána, á nístandi afstæði þeirrar spurningarinnar um það hvað sé skynsamlegt. Sýslumaðurinn hefur áður þurft að leggja fagurfræðilegt mat á útisamkomur Stuð- manna og komst þá að þeirri niðurstöðu að þeir væru lista- menn. Garri er þeirrar skoð- unar að svona eigi sýslumenn að vera; heimspekilega þenkj- andi og þess meðvitaðir að undirstöður allrar skynsem- innar eru loðnar og teygjanleg- ar. Garri er líka mikill kattavin- ur og gleðst í hjarta sínu yfir því að nú geti umkomulausir kettir fengið húsaskjól og Whiskas í hvert mál. Kettir virðast vera sú dýrategund að manninum meðtöldum sem þroskast hraðast í honum heimi. Þannig áttu Akureyr- ingar til skamms tíma stór- listakött sem gott ef ekki bar höfuð og hnakkadramb yfir aðrar listaspírur bæjarins. Köttur þessi sá að ekki var búið við menningarlega fátækt landsbyggðarinnar og stundar nú listalífið í Reykjavík af kappi. Kettir og lífs- leikiiiii Kannski verður þessi óvænti arfur til þess að Kattavinafélag Islands veitir í fyrsta sinn listakattalaun og telur Garri að slíkt mætti verða til þess að auðga menningu þjóðar- innar. Friðrik mikli sagði einhvern tím- ann að eftir því sem hann kynntist mönnunum betur, þess betur kynni hann við hundinn sinn. Garri tekur undir þetta, en kýs ketti frem- ur en hunda. Nýjasta tískan í uppeldi og menntun þjóðarinnar er lífs- leikni sem Björn Bjarnason ætlar að kenna þjóðinni. I þeirri list eru fáir færari en kettirnir, einkum þó þeir sem ekki hafa verið geltir af eig- endum sínum. Garra finnst það ráð að menntamálaráðu- neytið hefji þegar viðræður við Kattavinafélag Islands um skipulag slíkrar þjálfunar fyrir þjóðina. Þannig vaknar með Garra sú von að þjóðin megi í nánustu framtíð mala sæl og ánægð, hvað sem allri skyn- semi líður. ~rm. f f 1 JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Venslatengsl geta verið mikið pró- blem. A Húsavík hefur nýlega verið lögð fram stjórnsýslukæra vegna meints vanhæfis tveggja nefndarmanna við lóðaúthlutun. Oðrum nefndarmanninum er fundið það til foráttu að vera svili eins umsækjanda (sem hann reyndar studdi ekki) og einnig systursonur manns sem hefur viðskiptatengsl við fyrirtækið sem nefndarmaðurinn studdi við lóða- veitinguna. Þarna voru sem sé bæði ættar- og hagsmunatengsl hugsanlega á ferðinni. Hinn nefndarlimurinn var svo óhepp- inn að vera þremenningur við þá umsækjendur sem Ióðina fengu, þannig að möguleiki var á að ætt- ingjagæska réði afstöðu manns- ins í málinu. Dulin ættartengsl Að vera eða ekki vera hæfur, það er sem sé spurningin. Þetta. er auðvitað ekki stórkost- legt vandamál úti í hinum stóra Vanhæfisvaiidi og venslatengsl heimi. En þetta er stöðugt vanda- mál á Islandi, ekki sfst í smærri samfélögum, þar sem allir þekkja alla, flestir eru tengdir innbyrðis á einn eða annan hátt, í gegnum skyldleika, pólitík, atvinnu, mægðir, o.s.frv'. I smærri samfélögum er það regla en ekki undantekning að einhver tengsl séu til staðar á milli þeirra sem stjórna sveitarfélögum og taka ákvarðanir og þeirra sem ákvarðanirnar bitna. Og oft eru þessi tengsl dulin, þó ýmsir viti nú ýmsilegt. Þegar allir eru skyldir öllum „Hver er ekki skyldur hverjum í þessu sveitarfélagi og sumir jafn- vel skyldari ýmsum en margan grunar." Sagði ágætur sveitar- stjórnarmaður eitt sinn í umræð- um um vanhæfi. Oopinber tengsl sem allir vita um eru oft meiri og sterkari en hin opinberu sem hið opinbera veit um og byggir ákvarðanir sínar á. Þannig getur sveitarstjórnar- maður verið dæmdur vanhæfur í tilteknu máli, þar sem náfrændi hans kemur við sögu, en hæfur til að taka ákvörðun í máli hálfbróð- ur síns. Munurinn aðeins sá að tengslin við frændann eru opin- ber, en ekki við hálfbróðurinn, þó allir í plássinu viti um þessi nánu tengsl. Nefndarmeim í DNA Verður farið að krefjast þess að tekin séu DNA sýni úr sveitarstjómarmönnum og t.d. Ióðaumsækjendum, til að fá meintan skyldleika á hreint? Verða gamlar falleraðar konur að mæta fyrir rétt og bijó- ta áratuga þegjandi samkomulag um að minnast ekki á gamalt ást- arævintýri og framhjátöku í hjónabandi? Þurfa þær að standa fyrir framan dómara og benda skjálfandi fingri á miðaldra nefndarmann og segja: „Faðir hans er ekki faðir hans, heldur annar.“ Frændum verstir Raunar er það svo að það er hugsanavilla fólgin í því að dæma vanhæfi út frá ættartengslum og ganga út frá því sem vísu að flest- ir séu hallir undir nepótisma. Frændur eru oft frændum verstir. Og menn eru misjafnlega ætt- ræknir. Og nefndarmenn eru oft- ar en ekki betur í stakk búnir en óskyldir til að taka úpplýstar ákvarðanir um málefni sem sner- ta nána ættingja sína, því þeir vita betur en aðrir hvílíka drullusokka eða sómamenn við er að eiga. Svo er alveg hugsanlegt að reik- na með þeim möguleika að menn sem veljast til trúnaðarstarfa séu traustsins verðir. En sjálfsagt er til of mikils ætlast að fólk leggi al- mennt trúnað á slík firn á þessari rorrandi laxveiðiöld. spurpái svarad Heldur þú að Fríðrík Sophusson sé á leið úr ríkisstjóm? ísólfur Gylfi Pálmason þingmaður Framsóknaiflokks. „Já, ég hef trú á því. Veður- og garnaspá- maður í mínu kjör- dæmi, Suð- urlandi, hvíslaði að mér á dög- unum að hann muni fara frá fyr- ir miðjan apríl. Að sjálfsögðu tek ég mark á mínum mönnum í kjördæminu." Krtstján Pálsson þitigmaður Sjálfstæðisflokks. „Það er búið að tala lengi um að Frið- rik sé á leið út úr ríkis- stjórn. Sjald- an lýgur al- mannaróm- ur, segir mál- tækið - og eftir því sem ég best veit hefur Friðrik gefið í skyn að hann sé að hætta, en ég hef reyndar enga staðfestingu fengið frá honum né Davíð Oddssyni um þetta. En verði þetta raunin mun ég sakna Friðriks því hann hefur reynst farsæll og ráðagóður stjórnmála- maður. Alltaf slæmt að missa menn með slíka eiginleika - sem Friðrik hefur - en væntanlega mun þjóðin fá að njóta þeirra þó á öðrum vettvangi sé.“ Svavar Gestsson þingmaðurAlþýðubandalags. „Já, það held ég. Hinsveg- ar held ég að það liggi ekki fyrir hvað hann muni fara að gera þegar hann fer héðan úr þinginu.“ Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaður jafnaðarmanna. „Lengi hefur allt bent til þess að Frið- rik muni hætta á þessu þingi. LítiII fugl hvíslaði að mér dagsetn- ingunni 10. apríl - sem er reyndar föstudag- urinn langi en ekki uppstigning- ardagur svo ég veit ekki hvort fuglinn fer með fleipur. En það er hinsvegar ekkert fuglafleipur að Friðrik er kominn með full líf- eyrisréttindi og er á leiðinni út, sem sannast mun á næstu dög- um eða vikum.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.