Dagur - 01.04.1998, Page 3

Dagur - 01.04.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 - 19 Ifc^ur LÍFIÐ í LANDINU Það er ekki sjálfgefid að ró og friður ríki í kennsiustund. Ýmsar aðferðir eru tiitækar til að skapa það vinnuandrúmsioft sem er forsenda árangursriks skóiastarfs. myndir: bös. Að halda ró í bekk Oftfermikill tími og orka í það eitt að skapa þau skilyrði í kennslu- stofu að vinnufriður ríki. Kennaranemar á Akureyrí rannsökuðu skilyrði þess að ró og fríðurríki í kennslu- stundum. Á dögunum var haldin málstofa á vegum kennaradeildar Háskól- ans á Akureyri þar sem fjallað var um bekkjarstjórnun. Það voru kennaranemar á þriðja ári undir stjórn kennara síns Ingólfs Á. Jóhannessonar lektors sem stóðu fyrir þessu málþingi og var það opið starfandi kennurum, fagfólki og öðrum þeim sem áhuga höfðu á efninu. „Við gengum út frá því þegar við völdum þetta verkefni að finna okkur eitthvert verkefni sem myndi nýtast okkur beint sem verðandi kennarar, segir Sólveig K. Magnúsdótttir einn nemanna sem stóðu að þessu málþingi. „Þess vegna völdum við bekkjarstjórnun, fremur en að fást við aga eins og hann snýr að öllum skólanum. Við skoðuð- um hvaða þætti við gætum und- irbúið, til þess að skapa grund- völl fyrir árangursríkt starf í skólastofunni.11 Vinnuff iöur er ekki sjálfgefum Bryndís Snæbjörnsdóttir skóla- systir Sólveigar segir hópinn hafa unnið þetta í sameiningu, þannig að einn hópur flutti stutt erindi um efnið meðan aðrir sáu um að stýra umræðunni. „Við skoðuðum fyrst hlutverk kenn- arans, svo skoðuðum við hvernig tíminn nýtist í kennslustofunni og þvínæst vorum við með fræðilegan fyrirlestur um bekkj- arstjórnun." „Það er ekki sjálfgefið að það sé vinnufriður í bekk og þess vegna vildum við skoða þetta sérstaklega," bætir Sólveig við. „Það kom líka í ljós þegar við fórum að skoða rannsóknir um þetta, að þar sem bekkjarstjórn- un var í góðu lagi var í rauninni ekki brugðist öðruvísi við vanda- málum sem upp komu, heldur komu slík vandamál sjaldnar uPP-“ Hvada þættir reyndust hafa mest að segja um stjómun hekkja? „Það kom í ljós að það sem hefur mest áhrif á það hvernig til tekst með stjórnun bekkjar er upphaf. og endir kennslustund- ar,“ segir Sólveig. „Það að skipu- leggja þessa þætti getur skipt sköpum um það hvemig gengur að halda góðum vinnuanda í kennslustofunni. Þetta er hægt að gera til dæmis með því að vera búinn að skrifa fyrirmæli á töfluna og að úthluta verkefnum til nemenda í byrjun kennslu- stundar, hugsanlega bara fyrstu fjórar mínúturnar, meðan verið er að undirbúa það verk sem á að fara að vinna í kennslustof- unni. Þannig að það skapist ekki dauður tími sem býður upp á óróleika." Kennari hafi húmor „Einfalt atriði, eins og að kenn- ari sé kominn inn í kennslustof- una á undan bekknum. Svona atriði sem í fljótu bragði virðast ekki skipta mildu hafa ótrúlega mikið að. segja,“ segir Bryn.dís. Nú heyrir maður oft þumal- puttareglur eins og kennari eigi að vera strangur í wpphafi og megi siðan slaka á þegar líður á veturinn. Sumir segja að kennar- ar eigi ekki að brosa fram að jól- um. „Einn af þeim punktum sem við komum inn á er nauðsyn þess að kennari hafi húmor og það að vera grafalvarlegur fram að áramótum er ekki rétta leiðin til að ná árangri. Ég held að þetta sé einhver goðsögn," segir Bryndís og bætið því við að ógn eða ótti séu ekki góð stjórntæki, heldur sé mikilvægt að nemend- urnir skynji ákveðið öryggi. Sólveig tekur í sama streng og segir það ekki vænlegt fyrir kennara að búa til mynd af sjálf- um sér sem hann haldi ekki út til lengdar. „Strax frá upphafi er æskilegt að nemendur taki þátt eða séu kynntar þær reglur sem gilda og viðurlögin við þeim. Grundvallaratriðið er að kennar- inn sé samkvæmur sjálfum sér, þannig að sama gildi í dag og á morgun. Beglurnar þurfa að vera fáar og einfaldar, þannig að þeim sé fylgt.“ Ekki sama hvemig stofan er yfirgefiii Bryndís segir að ramminn verði að vera aðgengilegur, þannig að börnin fái skýr skilaboð um það hvernig ganga eigi um og hvern- ig eigi að hegða sér. Lok kennshistundar skiptir líka máli samkvæmt athugun ykkar. Hvemig endar maður kennslustundina? „Þegar kemur að lokum kennslustundar er gott að láta nemendur vita að nú fari að líða að lokum kennslustundarinnar," segir Sólveig. „Það er líka mikil- vægt að gefa sér tíma í Iokin til að draga saman það sem gert var í kennslustundinni og svo að kennslustofan sé yfirgefin með einhverjum ákveðnum hætti, t.d. þannig að yngri börnin standi fyrir aftan stólana sína.“ „Það kemur í ljós að atriði sem manni finnst að eigi kannski ekki að skipta máli eins og t.d. lágmarks samstuð \að húsgögn eða aðra nemendur skipta í raun mildu um það hvort ró haldist í kennslustof- unni,“ segir Bryndís. Þær segja að hópurinn hafi verið búinn að fara vel í gegnum fræðilega hlið málanna, en til- gangur málstofunnar hafi verið að fá tækifæri til að ræða við þá sem reynslu hafa af stjórnun í bekk. „Við Iögðum til fræðilegu vinnuna og fengum til baka við- brögð frá þeim sem reynsluna hafa af vettvangi. Þessi umræða var því mjög gagnleg fyrir báða aðila,“ segja þær Bryndís og Sól- veig að lokum. HH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.