Dagur - 02.04.1998, Page 1

Dagur - 02.04.1998, Page 1
Verð í lausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur - 64. tölublað Rl AFt I Verkalýðsformgj ar deila imi ðlfusborgir Lögmannsálit segir að félagi jámiðnaðar- manna sé ekki heimilt að taka jiátt í hyggingu 30 milljóna króna stórhýsis í Ölfashorg- um. Halldór í Dags- hrún segir að haldið verði áfram nema sett verði löghann á hygg- inguna. Formenn tveggja stórra verkalýðs- félaga, Dagsbrúnar og Félags járniðnaðarmanna, deila hart um 30 milljóna króna framkvæmd í Olfusborgum. Funda- og ráð- stefnuhöll sem rísa mun á orlofs- svæðinu hefur orðið til þess að fulltrúar Félags járniðnaðar- manna hafa ákveðið að selja sum- arhús samtakanna í Olfusborg- um. Om Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, mót- mælir byggingunni og segir í bréfi til Dagsbrúnar í síðustu viku að félagið telji sig óbundið af skuld- bindingum um lántöku vegna hennar. Örn ítrekar í bréfinu að tafarlaust verði gerður eigna- skiptasamningur fyrir orlofssvæð- ið. Aðalfundur Rekstrarfélags Ölf- usborga samþykkti í júní á síðasta ári að hefja framkvæmdir við hús- ið og samþykkti að heimila stjórn- inni að taka 30 milljóna króna lán vegna þeirra. Örn Friðriksson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, leitaði til Jóhanns Níelssonar lögfræðings og fékk álit á því hvort það gæti Iagalega séð verið verkefni félags- ins að standa fyrir framkvæmdum þessum. Jóhann Níelsson og Ása Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður telja sýnt að svo sé ekki. Lög sjóðsins leyfi ekki slíkt. Fram- kvæmd þessi samrýmist ekki til- gangi félagssamnings Rekstrarfé- Iags Ölfusborga. Eigi að verða Halldór Björnsson, formaður Dags- brúnar: Leitt að standa í skítkasti út af svo sjálfsögðu máli. breyting á þurfi samþykkt allra fé- lagsmanna. Ennfremur er bent á að talsverður vafi leiki á um skattalega og samkeppnislega stöðu fyrirhugaðs reksturs í Ölf- usborgum. Verkamannafélagið Dagsbrún er stærsti eigandinn í Ölfusborg- um með 8 hús, en ræður einu at- kvæði í stjórn orlofsheimilasjóðs eins og aðrir eigendur. Halldór Björnsson segir að í Ieynilegri at- kvæðagreiðslu hefði verið ákveðið með miklum meirihluta að fara í þessar framkvæmdir sem mikil þörf væri fyrir. Af 24 mögulegum atkvæðum voru 18 greidd, - 12 samþykktu, 4 á móti og 2 seðlar auðir. „Ef menn halda að þetta sé ein- hver skyndileg hugdetta að byggja þetta hús, þá er það nú ekki svo. Hugmyndin er áratuga gömul. Það er leitt að standa í slu'tkasti við sína félaga út af svona sjálf- sögðu framfaramáli. Og senda síðan á mann lögfræðing. Verka- lýðshreyfingin á að standa þétt saman í staðinn fyrir að sundra sér stöðugt,11 segir Halldór Björns- son. „Eg er búinn að segja þeim að við höldum framkvæmdum áfram, nema að þeir setji á okkur Iögbann. Við vitum ekki og getum ómögulega séð að við séum að bijóta nein Iög,“ sagði Halldór Björnsson. — JBP Vísir vinsæH Mikill fjöldi fólks heimsótti Vís- is-vefinn á fyrsta degi í gær, en hann var formlega opnaður af Halldóri Blöndal, samgönguráð- herra, síðdegis við athöfn í Borg- arleikhúsinu, að viðstöddu fjöl- menni. Við opnunina naut samgöngu- ráðherra reyndar aðstoðar er- lendra stórmenna, þeirra Bill Clintons Bandaríkjaforseta sem talaði í gegnum gervihnött frá Afríku þar sem hann er á ferð og Bill Gates, framkvæmdastjóra Microsoft, sem óskaði Islending- um til hamingju með „visir.is" frá aðalstöðvum sínum í Seattle. Þetta innskot var reyndar í anda dagsins í gær - 1. apríl - því bandarískir „tvífarar“ þessara merkismanna fóru með hlutverk þeirra og töluðu frá Bandaríkj- unum. Almenningi gafst kostur á að komast inn á vefinn strax í gær- morgun og um miðjan dag höfðu meira en sex þúsund manns náð sambandi og leitað að fréttum, upplýsingum og skemmtiefni á nýja vefnum sem er öllum opinn. vírtr Halldór Blöndal samgönguráðherra opnaði nýjasta vefinn - V ísi - í gær við athöfn í Borgarleikhúsinu, en vefurinn hefur heldur betur slegið í gegn og þúsundir heimsóttu hann fyrsta daginn. - mynd: hilmar Friðiimiur hættir „Jú, þetta er rétt, ég get staðfest það að ég er alveg búinn að kúpla mig út af Húsavíkurlistanum. Astæðurnar eru persónulegar og ég vil ekki tjá mig nánar um þær. Það hefur lengið legið fyrir að svona gæti þetta farið og svona fór þetta,“ sagði Friðfinnur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík. Fyrir skemmstu stefndi allt í að Friðfinnur tæki baráttusæti list- ans, 5. sætið, en eftir að listinn var nánast frágenginn mun hann samkvæmt heimildum blaðsins hafa beðið um 7. sætið. í gær hætti Friðfinnur svo alfarið við að ljá listanum nafn sitt. Víkurblaðið greindi frá því í gær að 6 efstu sætin væru þessi: 1. Kristján Ás- geirsson, 2. Jón Asberg Salo- monsson, 3- Tryggvi Jóhannsson, 4. Gunnar Bóasson, 5. Grímur Kárson og 6. Erla Sigurðardóttir. - BÞ FáaHir biðlaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann úrskurð að starfsmenn Lyljaverslunar ríkis- ins, sem var einkavædd og breytt- ist í Lyfjaverslun Islands hf., skuli fá biðlaun úr ríkissjóði, þar sem þeir hafi ekki fengið sam- bærileg störf í nýja fyrirtækinu. Héraðsdómur dæmdi í málum fimm starfsmanna, sem fá sam- kvæmt dómunum allt frá 417 þúsund upp í 1,3 milljónir króna í biðlaun. Friðgeir Björnsson dómari taldi að þar sem sömu ráðningarsamningar og -kjör hefðu ekki gilt við hlutafélags- væðinguna væru störfin ekki sambærileg og kemur t.d. fram að biðlaunaréttur fylgi ekki í nýja starfinu og lífeyrisréttindi önnur. Við hlutafélagsvæðinguna og endurráðningarnar virðist ekki hafa verið rætt um biðlaunarétt- inn. — FÞG WILO \ Mp ’oj Hringrásardælur SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.