Dagur - 02.04.1998, Síða 5
Xfc^Hr
FIMMTUDAGUR 2.APRÍL 1998 - 5
FRÉTTIR
i.
Helmingur íslenskra
hrossa hefur sýkst
Hestarnir hans Ármanns Sigurðssonar hafa eins og önnur norðlensk hross sloppið
við hrossasáttina alræmdu og vonandi skemmir hun ekki fyrir hestamönnum /ands-
mótið a Akureyri í sumar. mynd: bös
Landsmót verður
haldið, en í skugga
hrossasóttarinnar.
Aðstandendur segja
stórskaðlega umræðu
hafa farið fram.
„Það má vel vera að landsmót
hestamanna á Melgerðismelum
verði haldið í einhverjum skugga
þessarar veiki og eflaust hefur
sóttin einhver áhrif á aðsókn. Við
teljum samt nauðsynlegt að
takast á \að þetta og senda þau
skilaboð til útlanda að hér sé
ekki um mjög alvarlegan sjúk-
dóm að ræða,“ segir Sigríður
Björnsdóttir, dýralæknir og sér-
fræðingur í hrossasjúkdómum, á
Hólum.
Veðurfar hefur áhrif
I fyrrakvöld var ákveðið á fundi
hestamanna á Akureyri að stefna
að landsmóti, að áeggjan yfir-
dýralæknis. Enn gildir bann við
hrossaflutningum en með sumr-
inu, e.t.v. aðeins nokkrum dög-
um fyrir mótið, er stefnt að því
að opna Iandamærin. „Það er
ljóst að veðurfarið hefur mikil
áhrif á hestana og veikin mun
ekki verða illvíg yfir sumartím-
ann,“ segir Sigríður. Landsmótið
hefst 8. júlí og hafa forráðamenn
búist við metaðsókn.
40.000 hxoss sýkst?
Þrátt fyrir að sóttin hafi fyrst
greinst 9. febrúar hefur veiran
ekki verið greind, en Sigríður
segir að aukinn kraftur verði enn
settur í veirurannsóknir enda sé
ákaflega mikið í húfi að veiran
greinist. Talið er að 30-40.000
hross hafi sýkst, sem nemur um
50% allra hrossa á Iandinu. Stað-
fest er að veikin hefur komið upp
í Reykjavík og nágrenni, Arnes-
sýslu og Rangárvallasýslu og
leikur grunur á að veiran hafi
numið land á bæ nálægt Akra-
nesi.
En er ekki spá manna að sótt-
in fari yfir allt landið? „Jú, ég
held að við verðum að sætta okk-
ur við að fyrr eða síðar geri hún
það og þess vegna erum við að
reyna að stjórna tímasetning-
unni,“ segir Sigríður.
Stórskaðleg imiræða
Sigfús Helgason, sem stjórnar
undirbúningi landsmótsins, seg-
ist mjög ánægður með að ákveð-
ið hafi verið að halda að settu
marki. Fullur stuðningur sé við
störf yfirvalda en vissulega sé
brýnt að fá greiningu sem fyrst.
„Við höfum fundið fyrir ótta hjá
útlendingum enda hefur umræð-
an verið hreint með ólíkindum.
Fréttir frá Þýskalandi hafa hermt
að hér séu hross að drepast í
þúsundatali. Það er umræðan
sem er að skaða okkur en ekki
það sem er að gerast í raun,“ seg-
ir Sigfús. I ályktun fundarins er
minnt á að íslenski hesturinn sé
sá hraustasti í heimi en opinber-
ir aðilar eru hvattir til að taka
höndum saman við fram-
kvæmdastjórn landsmótsins og
hrinda af stað öflugu kynningar-
starfi heima sem utan Iandstein-
anna til að kveða niður ranghug-
myndir. —BÞ
Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri
Myiiunnar: „Yfirlýsingin sýnir alls ekki
að við höfum búist við því að úrskurð-
ur Samkeppnisráðs yrði með þessum
hætti."
Samsölu
bakarí var
tryggt
Samkeppnisstofnun hefur fengið
það staðfest að við kaup Myll-
unnar á Samsölubakaríinu af
Mjólkursamsölunni hafi verið
gerður baksamningur um að það
yrði Mjólkursamsölunni að skað-
lausu ef samruni fyrirtækjanna
yrði úrskurðaður ógildur. „Ég vil
ekki tjá mig um þetta mál, en get
staðfest að við höfum fengið þau
gögn sem við báðum um,“ segir
Guðmundur Sigurðsson hjá
Samkeppnisstofnun.
Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar, segir
ekkert óeðlilegt \ið slíka yfirlýs-
ingu. „Hún sýnir alls ekki að við
höfum búist við því að úrskurður
Samkeppnisráðs yrði með þess-
um hætti, langt í frá, úrskurður-
inn kom ekki bara okkur heldur
öllum á óvart. Það sem ég skil
hins vegar ekki er hvers vegna
Samkeppnisstofnun er enn að
safna gögnum. Það bendir helst
til þess að stofnunin hafi mótað
úrskurð sinn á of litlum upplýs-
ingum,“ segir Kolbeinn. - FÞG
l’ramsóknarinemi
deila enn nm hálendið
Framsóknarmeim hafa
enn ekki náð sam-
komulagi uin frum-
varp til sveitarstjóm-
arlaga sem gerir ráð
fyrir að stjómsýsla á
miðhálendinu verði í
höndum aðliggjandi
sveitarfélaga.
Framsóknarmenn hafa enn ekki
náð sáttum varðandi þá grein í
frumvarpi Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra til sveitar-
stjórnarlaga, sem snýr að yfirráð-
um yfir miðhálendi landsins. I 1.
grein þess segir að allt Iandið
skiptist í sveitarfélög og um það
eru menn ekki á einu máli. Þau
Siv Friðleifsdóttir, Hjálmar Arna-
son og Olafur Orn Haraldsson
hafa öll sett sig upp á móti þessu
atriði. I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að þeir 40 hreppar sem
Iiggja að miðhálendinu fari með
alla stjórn þar efra. I þessum 40
hreppum búa 4% þjóðarinnar.
Siv Friðieifsdóttir hefur sannfærst enn
meira en áður um að nauðsynlegt sé
að sk/puleggja miðhálendið sem eina
heiid.
Nú er frumvarpið um það bil að
koma út úr félagsmálanefnd Al-
þingis og er sáttaleiða Ieitað.
„Ég hef ekkert skipt um skoð-
un. Þvert á móti hef ég sannfærst
enn meira en áður um að nauð-
synlegt sé að skipuleggja miðhá-
lendið sem eina heild en ekki að
sveitarfélögin ein skipuleggi það
en ég fellst á að þau komi sterkt
þar að,“ segir Siv.
Hún segir að í 12. grein skipu-
lags- og byggingalaga séu ákvæði
um svæðaskipulag og Guð-
mundur Bjarnason umhverfis-
ráðherra hafi á fundi sl. mánu-
dag bent á að ein leið væri að
styrkja 12. greinina, sem gerir
ráð fyrir að í heildar svæðis-
skipulagi væri komið til móts við
sjónarmið þeirra sem vilja skipu-
leggja miðhálendið sem eina
heild. Siv segir að verið sé að
skoða hvort þar sé að finna milli-
lendingu.
Ólafur Örn þorir ekki að segja
til um hvort samkomulag takist
við félagsmálaráðherra um þetta
deilumál. Hann benti hins vegar
á að þeim tillögum sem hann og
fleiri hafa lagt fram, hafi ekki
verið hafnað.
Sjálfstædismeim sáttir
Kristján Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Reykja-
nesi, sagðist sáttur við frumvarp
félagsmálaráðherra. Stefna sjálf-
stæðismanna sé skýr, þeir vilji að
sveitarfélögin sjái um skipulag
alls landsins. Hann bendir á að
hægt sé að fara með hvaða mál
sem er fyrir úrskurðarnefnd, séu
menn ekki sáttir og finnist sinn
réttur fyrir borð borinn. -S.DÓR
Svartsýni í Stykkishólmi
„Það vill koma svartsýni í Pétur
og Pál þegar atvinnuástandið er
ekki í nógu góðu standi," segir
Einar Karlsson, formaður Verka-
lýðsfélags Stykkishólms.
Hátt í 35 manns eru án at-
vinnu í Hólminum og er stærsti
hlutinn vegna uppsagna hjá
rækjuverksmiðju Sigurðar
Agústssonar sem er stopp í bili.
Astæðan fyrir því er sögð vera
gæftaleysi, verkfall sjómanna og
hátt verð á rækju til vinnslu mið-
að við afurðaverð. Ekki er búist
við að fólkið fá vinnu á ný í rækju
fyrr en f fyrsta lagi um næstu
mánaðamót. Þá er ætlunin að
rækjuverksmiðjan fari af stað á
ný. Þess utan er viðbúið að báta-
sjómenn verði einnig fyrir
skakkaföllum þegar hrygningar-
stoppið í þorskinum gengur í
garð á næstunni. -GRH
INNLENT
Valgerdux í heið-
urssæti
A-listi Alþýðu-
flokksins í Hafn-
arfirði hefur
samþykkt endan-
legan framboðs-
Iista sinn fyrir
bæjarstjórnar-
kosningarnar í
maí og vekur at-
hygli að Arni
Hjörleifsson bæj-
arfulltrúi er ekki
á listanum og að Valgerður Guð-
mundsdóttir bæjarfulltrúi skipar
heiðurssæti hans.
Valgerður tók ekki þátt í próf-
kjöri flokksins og um tíma var
því fleygt fram að hún myndi
skipa sér í raðir samfylkingar-
sinna á Fjarðarlistanum.
Arna gékk illa í prófkjörinu og
kenndi „kosningamaskínu Guð-
mundar Arna“ um það. Hann
Iýsti því yfir að hann myndi ekki
taka sæti á lista með Tryggva
Harðarsyni og var farið að ósk-
um hans við uppstillinguna.
Efstu sæti A-listans skipa:
Ingvar Viktorsson, Jóna Dóra
Karlsdóttir, Tryggvi Harðarson,
Ómar Smári Armannsson,
Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Unn-
ur Hauksdóttir og Eyjólfur Sæ-
mundsson. - FÞG
Dæmdur fyrir
nauðguu
Tæplega Timmtugur karlmaður
hefur verið dæmdur af Héraðs-
dómi Reykjavíkur í 3 1/2 árs
fangelsi fyrir að misnota dóttur
sína á árunum 1988 til 1995,
þegar hún var 9 til 16 ára. Við
meðferð málsins var hinn
ákærði látinn víkja úr dómnum
meðan stúlkan gaf skýrslu og við
vitnaleiðslur sögðu tvö vitni frá
kynferðislegri áreitni mannsins
gagnvart sér, auk þess sem móð-
ir stúlkunnar greindi frá kyn-
ferðislegum tilburðum manns-
ins gagnvart yngri dóttur þeirra.
Maðurinn hefur neitað því
statt og stöðugt að hafa mis-
notað stúlkuna kynferðislega, en
dómurinn taldi sök hans sann-
aða. - FÞG
Bætur ekki of
„Ég er einfald-
lega ósammála
fjármálaráð-
herra. Menn
ættu að skoða
aðeins samburð-
inn við ná-
grannalöndin. Ég
held að það væri
hollt,“ segir
Grétar Þorsteins-
son, forseti ASI.
Haft hefur verið eftir fjármála-
ráðherra að atvinnuleysisbætur
kunni að vera of háar og hvetji
fólk ekki til verða sér úti um
vinnu. Atvinnuleysisbætur fyrir
fólk með full réttindi eru um 60
þúsund krónur á mánuði. Grét-
ar segir að það blasi frekar við að
það þurfi að hækka atvinnuleys-
isbæturnar. I það minnsta sé
ekki auðvelt að sjá sér farborða
með því að hafa ekkert annað á
milli handa en þær. -GRH
lágar
Grétar Þor-
steinsson, for-
seti ASÍ.