Dagur - 02.04.1998, Side 6
-t
6 FIMMTUDAGUR 2.APRÍL 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Simar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöiuverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Netfang auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
ornar@dagur.is
460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Fréttir allan daginn
I fyrsta lagi
Nýr, öflugur miðill hóf göngu sína á Netinu í gær. Vísir heitir
hann og flytur landsmönnum fréttir, skemmtiefni og margvís-
lega þjónustu. Að baki fréttavefnum standa ritstjórnir þriggja
blaða, Dags, DV og Viðskiptablaðsins, og starfsmenn Vísis.
Sameiginlega er þetta því stærsta fréttastofa landsins og hún
mun flytja notendum stöðugar fréttir frá morgni til miðnætt-
is. Vefurinn er öllum opinn.
í öðru lagi
Rafræn fréttamiðlun af þessu tagi er að stíga sín fyrstu skref
hér á landi um þessar mundir, en víða erlendis hefur hún ver-
ið að þróast í nokkur ár. Fjölmörg dagblöð og fréttastofur út-
varps- og sjónvarpsstöðva eru núna með slíka fréttaþjónustu á
Netinu. Islendingar eins og allir aðrir tölvunotendur geta
fundið þar nýjustu fréttir jafnt í alþjóðamálum sem í málefn-
um einstakra landa. Auk þess bjóða þessir vefir upp á marg-
háttaða þjónustu og skemmtiefni. Það er líka reyndin með
Vísi, en þar er hægt að fara inn á sextán ólíka vefi af ýmsu tagi.
í þriðja lagi
Dagur og önnur dagblöð sem nýta sér með þessum hætti
möguleika Netsins til að koma fréttum af málefnum dagsins á
framfæri, telja að með því geti þau bætt þjónustu sína við al-
menning. Netútgáfan er viðbót við daglega útgáfu blaðanna,
en kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir dagblöðin. Þvert á
móti má búast við að fréttir Dags á vefnum auki enn frekar
áhugann á að lesa blaðið sjálft, enda er boðið upp á miklu
meira og fjölbreyttara efni af margvíslegu tagi í hinni prentuðu
útgáfu. Blaðið sem kaupendur fá heim til sín að morgni dags
er því enn sem fyrr það sem mestu máli skiptir. Vísisvefurinn
gefur hins vegar Iesendum Dags eins og öðrum landsmönnum
kost á því að fylgjast með nýjustu fréttum allan daginn á tölvu-
skjánum sínum.
Elías Snæland Jónsson.
Friörik og Garri
Garri hitti Friðrik fyrst í Há-
skólanum. Frikki var fínn.
Þegar kommarnir og mussurn-
ar voru að hamast í partíum
gegn Frikka sagði Garri alltaf
eina gullvæga setningu:
„Frikki er lúnn náungi.“ Svo
Iúnn var Friðrik að þegar hann
fékk útborguð hæstu námslán
sem greidd höfðu verið út í
sögu hins óverðtryggða
og vaxtalausa Lána-
sjóðs íslenskra náms-
manna var það Garri
sem fékk tebolla í
Stúdentakjallaranum
með Frikka. „Gott er
nú Frikki að ómegðin
hreki ekki framgjarna
menn frá námi,“ sagði
Garri. Friðrik þagði en
það var sem skepnan
skildi. Orð voru óþörf.
Lífeyristryggða
patisanderkyn-
sióðin.
Þak yfir höfuðm
Þegar Garri og Friðrik voru að
hamast í flokknum og annar
kominn með formennsku í
SUS í magann og Garri stýrði
glæsilega kosningum Frikka
gegn Birni Bjarna var kosn-
ingaslagorð Garra: „Frikki er
lúnn.“ Og við unnum. Og þeg-
ar við vorum báðir komnir
með húsnæðislán á 1,5% vöxt-
um í 95% verðbólgu var það
Friðrik sem bauð Garra fyrst-
um heim og bauð upp á vodka
í kók meðan við hlustuðum á
plötuna með Kaffibrúsa-
körlunum áður en við fórum í
Klúbbinn. Við vorum komnir
með þak yfir öll höfuðin.
Garri lítur af
Svo fór Garri í framhaldsnám
og þegar Garri kom aftur heim
var Friðrik eitthvað svo fjar-
lægur og kaldur. „Hvað er að
Friðrik?" spurði Garri gamli og
reyndi að vera lúnn við sinn
gamla samherja. „Báknið
Garri, það er báknið, skilurðu
ekki að við verðum að fá bákn-
ið burt!“ Garri reyndi að vera
áfram lúnn: „Við höfum nú
aldrei haft áhyggjur af smá-
munum Frikki, en ef þú vilt
vera virkilega harður, og nú
mæli ég ekki með því, þá væri
kannski ráð að kíkja á lífeyris-
sjóð alþingismanna." Frikki
varð dapur: „Það er
miklu meira Garri,
miklu meira, við getum
ekki staðið í svona
smámunum."
„Þú meinar að við
verðum að taka lífeyris-
sjóð ráðherra líka
Frikki?" spurði Garri
áhyggjufullur af þess-
um harðlínutendensum
hjá Frikka gamla lúnn.
Undir palisanderveggjum
Garri og Frikki hafa alltaf
haldið góðum kontakt þótt
annir séu miklar hjá báðum.
En það vill þyrma yfir Frikka.
Ráðherrakoníakið verður svo
eikardimmrautt þegar
palisanderinn litar það gegn-
um kristalinn. „Those were
the days Garri,“ segir Frikki,
og Garri veit að senn er komið
að Ieiðarlokum hjá hinum
gamla samherja sem þjóðlífið
herti í eldi sínum. „Þú getur
nú kvatt ánægður Frikki, þú
getur nú aftur orðið lúnn er
það ekki?“ spyr Garri varfærn-
islega.
„O nei, því miður, þessu Iýk-
ur aldrei," segir gamli Frikki
og hlustar á hlátur barnanna í
vorleik á götunni. „Enn er verk
að vinna.“ Orð eru óþörf.
Gamli Frikki eitt sinn lúnn og
samherji Garra þarf að skera
atvinnuleysisbæturnar. Fyrr
unir hann sér ekki biðlauna.
GARRl
V
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Annað veifið skjóta upp kollin-
um orð eða hugtök sem öðlast
skjótt slíkt vægi í umræðunni að
enginn er maður með mönnum
nema hann brúki þessi hugtök í
tíma og ótíma og endar gjarnan í
misbrúkun. Og oftar en ekki eru
áhöld um raunverulega merk-
ingu viðkomandi hugtaka og
skilningur jafnvel óljós í huga
þeirra sem mest slá um sig með
tilteknum orðum.
Svoddan hugtak er einmitt
orðið sjálfbær eða sjálfbært.
Guðbergur Bergsson gat þess í
blaði á dögunum að rollur í
Grindvík í gamla daga hefðu
gjaman verið snemmbærar en
lítt hefði verið rætt um að þær
væru sjálfbærar. Enda hugtakið
ugglaust tilkomið eftir að Guð-
bergur óx úr grindvísku grasi.
Sjálfburðug samfélög
Nú er óskaplega mikið talað um
Sjálfbær blærtnn
sttýkur vanga
sjálfbæran landbúnað, sjálfbæra
ræktun, sjálfbær samfélög, sjálf-
bæra end-
urnýjun,
sjálfbærar
veiðar,
sjálfbæra
mannrækt
og sjálf-
bært ditt-
en og
datten.
Þetta
hljómar
allt af-
skaplega
gáfulega
og það
sem meira
er, jákvætt
og upp-
byggilegt.
Allt sem
er sjálfbært er af hinu góða, en
það sem er „ósjálfbært" er óæski-
Sjálfbær mynd.
legt og lítið á slíku að byggja.
Við viljum sjálfbærar laxveiði-
ár. Sjálf-
bæra
banka.
Sjálfbær
fiskimið.
Sjálfbæra
Ioðdýra-
rækt. Sjálf-
bæra rit-
höfunda.
Sjálfbær
orkuver.
Sjálfbært
heilbrigðis-
kerfi. Og
svo fram-
vegis og svo
framvegis.
Það er
næsta víst
að í kosn-
ingabaráttunni sem framundan
er mun mikið verða japlað og
jamlað á aðskiljanlegustu sjálf-
bærum atriðum. Sjálfbærir fram-
boðslistar munu lofa sjálfburði á
öllum sviðum sveitarfélagsins í
þágu sjálfbærs samfélags, þannig
að það verði sjálfburðugt til að
takast á við framtíðina.
Sjálfbært ljóð
Aðeins á einu sviði hefur orðið
sjálfbært ekki skotið upp kollin-
um síðustu misserin, það er að
segja í ljóðlistinni og er tími til
kominn að bæta úr því:
Sjálfbær blærinn
strýkur
vanga minn.
Sjálfbær ærin
hjalar
við lambhrútinn.
Sjálfbær skærin.
Því horfinn
er rakarinn.
FÁgíi sveitarfélög aðfara
að tilmælum Tóbaks-
vamanefndar og ráða
ekki til sumarstarfa
unglinga sem reykja eða
nota tóbok?
Elsa B. Valsdóttir
frjálsliyggjumaður og læknaJtandídat
viðFSA.
„Venjulegum at-
vinnurekendum
á að sjálfsöðgu
að vera í sjálfs-
vald sett hvaða
skilyrði þeir
setja fyrir ráðn-
ingu starfsfólks.
Hið opinbera
getur hinsvegar ekki leyft sér að
gera upp á milli starfskrafta eftir
atriðum sem hafa ekkert með
starfið sjálft að gera.“
Sigríðui Stefánsdóttir
bæjaifidltníi á Akureyri.
„Það er sjálfgef-
ið að meðferð
tóbaks sé bönn-
uð í vinnunni.
En hvort fram-
kvæmanlegt er
að eftirlit nái
lengra en það -
finnst mér
spursmál. Eg hef Iitið á
unglingavinnu sem þátt í uppeldi
og myndi hugsa mig tvisvar um
áður en ég myndi neita ákveðn-
um hópum þar um vinnu. Frekar
vildi ég efla í unglingvinnunni
fræðslu, t.d. um skaðsemi ávana-
og fíkniefna."
Heimir Már Pétursson
framkvæmdastjóriAlþýðubandaiags-
ins.
„Þessi áróður er
fáránlegur. Al-
veg eins má
skora á sveitar-
félög að ráða
ekki i vinnu
krakka sem eru
feit, asmaveik,
hölt og á allan
hátt öðruvísi en draumabarn Tó-
baksvarnanefndar. Vinnuskólar
banna væntanlega öllum að
reykja við vinnu sína - en hvað
þau gera utan vinnutíma kemur
engum við. Vinnuskólarnir eru
skólar og á þá ekki að banna
unglingum sem reykja aðgang að
skólakerfinu, einsog áður hefur
verið á bent í þessari umræðu.
Ofgarnar í þessum áróðri eru
komnar yfir öll siðferðismörk."
Einar Njálsson
bæjarstjóri á Húsavík.
„Það er ómögu-
Iegt fyrir sveitar-
félög að komast
að því hvaða
unglingar reykja
og hverjir ekki.
Þess vegna er
þetta ekki fram-
kvæmanlegt.
Við fyrstu sýn hljóma þessar
hugmyndir einsog mismunum
gagnvart unglingunum; að neita
þeim um vinnu sem reykja en
veita þeim sem reyklaus eru
vinnu. I grundvallaratriðum er
þó mikilvægt að stemma stigu
við reykingum barna og unglinga
- en ég hygg að þetta sé ekki bar-
áttuaðferðin til þess.“