Dagur - 02.04.1998, Page 7

Dagur - 02.04.1998, Page 7
Xk^Mr FIMMTUDAGUR 2. APRlL 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Núerkomiðað sjómöimimi! „í leiðinni ætia ég að benda fólki á að Kristján Ragnarsson er trúlega dýrasti maður íslandssögunar því það er enginn sem hef- ur jafn mörg verkföll á samviskunni (ef hann hefur einhverja) fyrir jafn ómerkilega hluti og hefur verið tekist á um í kjaradeilum sjómanna og útvegsmanna undanfarin ár.“ - mynd: bús Nú er nóg komið af því hve frjálslega menn geta farið með sannleikann, nú er það nýjasta að ekki er hægt að endurnýja fiskiskipaflotann vegna þess hve launakostnaður sjómanna er hár, allavega var það að skilja á Guð- brandi Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra UA, á aðalfundi félagsins. Eg spyr þá hvernig var hægt að kaupa þessi skip sem þeir eiga í dag því hlutaskipta- kerfið er búið að vera til frá örófi alda og UA tókst á síðasta ári að eyða fjárhæð sem svarar til eins frystitogara í kvótakaup, það skyldi þó ekki vera að þar lægi meinsemdin, en annars hafa út- gerðarmenn verið eins og Ragn- ar nokkur Reykás þegar þeir hafa þurft að koma með afsakanir vegan lélegs árangurs í rekstri. Ekki er langt síðan að fáránlegar úreldingarreglur ríkisins stóðu endurnýjun fyrir þrifum að sögn útgerðarmanna. Guðbrandur sagði að launa- kosnaður í Rússlandi væri ekki nema 20% af aflaverðmæti en 41% hjá ÚA. Skyldi þessi maður vera blindur þegar hann keyrir í vinnuna því á leið sinni keyrir hann niður gilið á Akureyri þar blasir við honum rússneskur tog- ari sem er búinn að liggja þar í nokkra mánuði, vegna þess að það eru ekki til peningar til þess að sinna eðlilegu viðhaldi á hon- um. Ef hann keyrir aðeins lengra sér hann þessi gömlu og úreltu íslensku fiskiskip t.d. Húsvíking (ex Pétur Jónsson) sem er með nýlegri skipum í flotanum ekki nema 4 ára. Nýr Pétur Jónsson kom í fyrra, ekki kvartar sá út- gerðarmaður yfir of háum Iauna- kostnaði. Ef hann heldur sem leið liggur sér hann Svalbak sem er nýjasta skip ÚA ekki orðinn 10 ára. Líti hann út um glugg- ann á skrifstofum ÚA, sem snúa í austur, sér hann Baldvin Þor- steinsson, allt gömul og úrelt skip. Yfirgengileg hækkun launa Einnig kom Guðbrandur inn á það að laun á Sléttbaki hefðu hækkað um 30,9% og á ísfisktog- urunum um 11-17% á síðasta ári. Hann hefur sagt upp hér um bil 50 sjómönnum á síðustu tveimur árum, þ.e.a.s. rúmlega 30% af öllum sjómönnum fyrir- tækisins og það væri nú munur ef allir atvinnurekendur gætu sagt þriðjungi starfsmanna sinna upp og aukið afköstin hjá hinum sem því nemur, en hvað skyldi mikið hafa orðið eftir hjá útgerð- inni við þessa fækkun. Það segir ekki alla söguna hvað launa- kostnaður er mörg prósent þegar ekki er vitað um aflaverðmæti og afköst. Bera þarf saman hækkun á launum og aflaverðmæti pr. úthaldsdag. Eg ætla að leitast við að út- skýra hvað ég á við, með því að bera þetta saman við þýsk skip þar sem ég var í 7 mánuði. Þor- steinn M. Baldvinsson sagði að launakostnaður á þýsku skipun- um væri 27% en á íslenskum 37%. Ef ég ber saman bestu af- köst á báðum stöðum pr. út- haldsdag þá fær Þorsteinn Már u.þ.b. 32% meira í vasann af is- lenska skipinu en því þýska. Þó eru Þjóðverjarnir 50% fleiri en íslendingarnir á sínu skipi og að- staðan eins og munurinn á Skoda og Benz þ.e.a.s. Þjóð- verjarnir á Benzinum. I hverju skyldi munurinn liggja? Launin á íslensku skipunum eru afkasta- hvetjandi, þ.e.a.s. laun miðast við afköst og það Ieiðir oft til þess að þegar vel fiskast eru staðnar frívaktir. Menn eyða frí- tíma sínum í vinnuna, þó það sé bannað með lögum og yfirleitt ekkert borgað fyrir það, á meðan laun Þjóðverjanna eru að stærst- um hluta fastakaup sá ég þá aldrei á frívakt. Afköst á heimsmælikvarða Það er allþekkt að afköst ís- lenskra sjómanna eru með þeim mestu í heimi og framleiðni í ís- lenskum sjávarútvegi er svipuð og í bandarískum landbúnaði sem er sú hæsta í heiminum í dag og þau eru 100% betri en hjá Norðmönnum. Þegar Kanadamenn fiskuðu svipað og Islendingar þá voru þeirra sjó- menn tíu sinnum fleiri. Hver skyldi vera leyndardómurinn á bak við þessi afköst? Hann er meðal annars sá að mönnum er sparkað um leið ef þeir standa sig ekki, vegna þess hve fáir við erum um borð og menn verða ekki mjög gamlir í þessu starfi. Eg hef aðeins verið með tveimur mönnum eldri en 50 ára á þeim 15 árum sem ég hef verið til sjós og er ég búinn að vera á nokkrum skipum á þeim tíma. Eigi að reka sjómann af skipi í Þýskalandi þá þarf að borga hon- um 4-6 milljónir í bætur og get- ur í reynd verið mjög erfitt að grípa til slíkra aðgerða vegna sterkrar stöðu stéttarfélaga, þar af leiðandi verða menn heldur eldri í starfi og búa við mun meira starfsöryggi en hér á landi í þessu starfi. Þannig hlýtur það að vera mjög gott fyrir íslenska útgerðarmenn að geta notað menn bestu árin úr starfsævi þeirra og rekið þá síðan. Mér þótti það forvitnilegt að sumir hásetarnir á þýsku skipun- um áttu 3 hæða einbýlishús með sundlaug í sínu heimalandi og sumarhús í öðru landi. Eg veit ekki til að einn einasti skipstjóri á Islandi búi við sambærilegar aðstæður hvað þá háseti. Þess vegna hefur það stungið mig þegar menn sem hafa aldrei á sjó komið eru að skrifa greinar um að útvegsmenn hafi ekki notið góðs af því þegar skipin hafa ver- ið betur útbúin eða verið meira tæknivædd, en það hefur flýtt fyrir því að frívöktum hefur fækkað og aukið afköst til muna. Eg tel að það eigi að koma á undan því að fækka í áhöfn. A sambærilegum skipum erlendis eru 40 til 60 menn en ekki 26 eins og er á flestum stærstu skip- unum hér. Mér þætti forvitnilegt ef Þor- steinn Már eða Guðbrandur myndu vilja útskýra fyrir mér hvernig þeir fá út þennan launa- kostnað á Islandi. Eftir því sem ég best veit þá fá sjómenn 31,5% af 76%, þ.e.a.s. 23,6% af 100%, þvf útgerðarmenn fá nefnilega 24% framhjá skiptum til að borga ýmsan útgerðarkostnað eins og til dæmis olíu. Eg get engan veginn komið 23,6% upp í 41% þó aukahlutum sé bætt ofan á. Lygar Kristjáns Ragnars- sonar Hver skyldi vera hvatinn að því að þessir menn eru með þessar yfiríýsingar? Er það vegna þess að sjómenn fóru í verkfall, eða eru þeir að reyna að öðlast sam- úð þjóðarinnar, svari nú hver fyr- ir sig. Sumir þeirra, eins og Kristján Ragnarsson, hafa ekki hikað við að ljúga framan í þjóðina og nefni ég sem dæmi að í Þjóð- arsálinni í desember sagði hann að sjómenn borguðu ekíd olíuna á skipin en síðan kemur fréttatil- kyning frá L.I.Ú. um að laun sjó- manna hefðu hækkað um 8% á síðasta ári vegna þess að verð á olíu á heimsmarkaði hefði lækk- að. Ekki var nefnt að árið þar á undan lækkuðu launin um 8% vegna hækkunar á olíu. Hvað er maðurinn að meina með þessu og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að hann kemst upp með þetta? Trúlega er það vegna þess að þekking fréttamanna er nán- ast engin á þessum hlutum. Eins segir þessi sami maður í blaða- grein að umbjóðendur hans þurfi ekki að fara eftir þeim kjarasamningum sem hann hafi undirritað fyrir þeirra hönd því L.I.Ú. sé ekki mamma útgerðar- manna og það sé ekki þeirra verk að sjá til þess að gildandi kjara- samningar séu haldnir. Síðan vogar þessi maður að skíta út sjómannaforystuna og segja að þeir séu svona tregir í samninga- viðræðunum vegna þess að þeir séu fallkandídatar í útgerð. Og að reyna að koma því inn hjá þjóðinni að einhverjir fáeinir út- valdir kunningjar forystumann- anna sem eru sjómenn hafi fengið kjörseðla er hreinasta firra því mikill meirihluti sjó- manna samþykkti verkfallsboð- unina. Það væri þá aldeilis stærðin á kunningjahópnum, enda lýsa þessi ummæli foráttu heimsku útgerðarmanna og það ætti hreinlega að lögsækja menn fyrir slíkan atvinnuróg. Þarna má segja að loksins hafi útgerð- armenn sýnt sitt rétta andlit og innræti í fjölmiðlum. Hvernig haldið þið að sé að semja við svona menn? Forystumenn sjó- manna voru löglega kosnir í þessi störf og það var löglega staðið að boðun þessa verkfalls og var það samþykkt af nánast öllum aðildarfélögum. Forystu- menn sjómanna eru eingöngu að gera það sem þeir voru kosnir til að gera. Það voru ekki sjómenn sem felldu miðlunartillöguna heldur útgerðarmenn. Ef Krist- ján Ragnarsson gagnrýnir laga- setninguna þá langar mig að benda honum á að í öll þau skipti sem lög hafa verið sett á sjómenn hefur aldrei neitt verið í þeim Iögum sem tekið hefur á baráttumálum sjómanna og hafa staðið út af borðinu eins og var gert fyrir útgerðarmenn núna. Traust og saungimi I Ieiðinni ætla ég að benda fólki á að Kristján Ragnarsson er trú- lega dýrasti maður Islandssög- unar því það er enginn sem hef- ur jafn mörg verkföll á samvisk- unni (ef hann hefur einhveija) fyrir jafn ómerkilega hluti og hefur verið tekist á urn í kjara- deilum sjómanna og útvegs- manna undanfarin ár. Því það er ekki verið að fara fram á neitt nema það sem útgerðarmenn hafa samþykkt í tveimur síðustu kjaradeilum og skrifað undir, en eru síðan jafnvel búnir að brjóta áður en blekið er þornað á samn- ingnum. Kristjáni fannst það jafnvel al- gjörlega ónauðsynlegt að hækka líftryggingu sjómanna en hún var ekki nema þriðjungur af því sem er hjá öðrum stéttum í þjóð- félaginu. Mig langar líka til að benda á það að í kjarasamning- unum 1995 var ákvæði um að endurskoða lög um sök þegar sjómenn verða fyrir líkamstjóni úti á sjó og verða algjörlega óvinnufærir, því sjómenn eru í þeirri aðstöðu að ef þeir slasast alvarlega úti á sjó og geta ekki kennt einhverjum félaga sínum um fá þeir litlar sem engar bæt- ur. Þetta mál var sett í nefnd sem í sátu einn aðili frá sjó- mönnum einn frá L.I.Ú. og einn frá ríkinu. Hvar skyldi þetta mál vera núna? Það er stopp vegna þess að maðurinn frá L.Í.Ú. er á móti því að breyta þessum lögum og sá sem situr fjTÍr hönd ríkis- ins getur engan veginn myndað sér skoðun á þessu sangirnismáli fyrir sjómenn 3 árum eftir að nefndin var sett á laggirnar. Hvernig er hægt að ætlast til að forystumenn sjómanna geti borið traust til viðsemjenda sinna núna eða í náinni framtíð?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.