Dagur - 02.04.1998, Page 10
10-FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
íslandsmótsins í handbolta
Gunnar Níelsson lýsir leiknum
bæjarsjónvarpinu ^ v
í kvöld kl. 22:00
Leikurinn er i boði:
BÓKVAL
Coopers
&Lybrand
O
leikurinn verður endursýndur á föstudag kl. 19:00
FRÉTTIR
.Tfc^ur
Þvmguin ekki
fram sameiningu
Félagsmálaráðherra
segir það skyldu sveit-
arstj óniarinaiiua að
gæta þess að jaðar-
byggðir sameinaðra
sveitarfélaga verði
ekki útimdan.
Sú óánægja sem er að koma í
ljós vegna sameiningar sveitarfé-
laga, og Dagur hefur skýrt frá,
snertir að sjálfsögðu félagsmála-
ráðherrann Pál Pétursson meira
en aðra ráðamenn þjóðarinnar.
Hann var inntur álits á þessari
þróun.
„Þau tvö sveitarfélög sem Dag-
ur hefur tilgreint, Snæfellsbær
og Vesturbyggð, voru bæði sam-
einuð íyrir mína tíð sem félags-
málaráðherra. Eftir þvf sem ég
hef fylgst með þessu hefur sam-
einingin víðast hvar gengið vel
og ég hef ekki orðið var við óá-
nægju nema í þessum tveimur
sveitarfélögum og alveg sérstak-
lega í öðru þeirra," sagði Páll.
Gæta verður jaðarbyggða
Hann var spurður hvort hann
teldi það rétt að jaðarbyggðirnar
yrðu útundan í stórum samein-
uðum sveitarfélögum?
„Ég tel það skyldu sveitar-
stjórnarmanna að gæta þess að
jaðarbyggðirnar verði ekki út-
undan,“ sagði félagsmálaráð-
herra.
Um þá fullyrðingu bæjarstjóra
Vesturbyggðar að of miklar vonir
væru vaktar upp þegar menn
væru að vinna að sameiningu
sveitarfélaga, sagði Páll að hann
hefði alla tíð varast að vekja upp
óraunhæfar væntingar hjá fólki.
„Ég hef varast allt sem heitir
gylliboð hvað þá að vera uppi
með einhverjar hótanir ef sveit-
arfélög ekki sameinast. Ég tel
aðalatriðið að fólkið ákveði þetta
þvingunarlaust með lýðræðisleg-
um hætti hvort það vill samein-
ingu eða ekki. Félagsmálaráðu-
neytið aðstoðar við sameiningu
ef þess er óskað en þvingar ekki
fram sameiningu nema undir
þeim kringumstæðum að íbúar
séu orðnir færri en 50 í sveitar-
félaginu og skuldajöfnunarfram-
lög standa til boða eins og áður,“
sagði Páll Pétursson. — S.DÓR
Hollustuvernd hefur ekki fallist á stækkun Krossanesverksmiðjunnar við núverandi aðstæður þar sem stofnunin áiítur að með
því séu fremur iíkur á því að umhverfisvandinn sem fylgir starfseminni muni aukast. - mynd: bös
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
HILMAR S. EINARSSON
Sólbakka
Bakkafirði
sem andaðist föstudaginn 27. mars sl. verð-
ur jarðsunginn laugardaginn 4. apríl
kl. 11.00 frá Skeggjastaðakirkju.
Þórhalla Jónasdóttir,
Steinar Hilmarsson, Sjöfn Aðalsteinsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Freyja Önundardóttir
og barnabörn.
Eiginkona mín
ELÍSE HUSTAD EIRÍKSSON
andaðist þriðjudaginn 30. mars á Dvalarheimilinu Hlfð,
Akureyri.
Útförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal miðvikudaginn
8. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkað-
ir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á að láta
Hjálpræðisherinn njóta þess.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Gísli Eiríksson, Eyrarvík.
Stækkun getur
aukið vandann
Yfírlýsing frá Holl
ustuvemd ríkisins í
tilefni af umfjöUun í
blaðinu uin málefni
Krossanesverksmiðj-
imnar, þann 19. mars
1998.
1. Umbætur og fjárfestingar
Krossaness í mengunarvörnum
eru tilkomnar vegna þrýstings
íbúa og HoIIustuverndar ríkis-
ins. Hollustuvernd fór fram á
það á árinu 1996 að verksmiðjan
sækti um nýtt starfsleyfi þar sem
farið var fram á breytingar á
brennslu á útblæstri frá verk-
smiðjunni auk nokkurra annarra
atriða. Eldra starfsleyfi verk-
smiðjunnar var fellt úr gildi.
2. Starfsmenn Hollustuvernd-
ar ríkisins þekkja vel til búnaðar
verksmiðjunnar og hafa oft skoð-
að hana.
3. Staðsetning og aðstæður
fiskimjölsverksmiðju eru afar
mismunandi frá einum stað til
annars. Það er því Ijóst að stækk-
un einnar verksmiðju þýðir ekki
að samþykkja verði stækkun
annarar verksmiðju. Hvert til-
felli er skoðað sérstaklega. Að al-
mennt sé farið fram á aukna af-
kastagetu sérstaklega til að
bregðast við umhverfisvanda eru
vísindi sem Hollustuvernd þekk-
ir ekki.
4. Meginmarkmið þeirra laga
sem Hollustuvernd starfar eftir
er að vernda lífsskilyrði íbúanna.
Þess vegna tekur stofnunin
kvartanir ætíð alvarlega og reyn-
ir að meta vægi þeirra og um-
fang. Slíkar kvartanir hafa að
sjálfsögðu haft mjög mikil áhrif á
kröfugerð stofnunarinnar og af-
greiðslu starfsleyfa. Hefur það
m.a. komið fram í hertum tíma-
setningum úrbóta og jafnvel lok-
unum.
5. I Vestmannaeyjum hefur
verið gefið út starfsleyfi fyrir
verksmiðju sem er í endurbygg-
ingu og Hollustuvernd hefur all-
ar upplýsingar um hönnun og
framkvæmdir. Verksmiðja þessi
hefur ekki haft leyfi til sumar-
vinnslu undanfarin ár og verður
svo þar til framkvæmdum er Iok-
ið.
7. Hollustuvernd hefur ekki
fallist á stækkun Krossanesverk-
smiðjunnar við núverandi að-
stæður þar sem stofnunin álítur
að með því séu fremur Iíkur á því
að umhverfisvandinn sem fylgir
starfseminni muni aukast.
Krossanes nýtur þó þess réttar
að hafa starfsleyfi í gildi þrátt
fyrir óvenju óheppilegar aðstæð-
ur og miklar kvartanir íbúa.
Málsmeðferð stofnunarinnar
hefur heldur ekki á nokkurn hátt
verið lituð af einhverjum pers-
ónulegum tilfinningum gagnvart
forsvarsmönnum Krossanesverk-
smiðjunnar. Markmið laga um
hollustuhætti og mengunarvarn-
ir (nr. 7/1998) er að „búa lands-
mönnum heilnæm lífsskilyrði og
vernda þau gildi sem felast í
heilnæmu og ómenguðu um-
hverfi". Ibúar Akureyrar, þ.á m.
Holtahverfis, eiga skýlausan rétt
til að lögin nái til þeirra eins og
annarra landsmanna.
Hermann Sveinbjörnsson
firamkvæmdastjóri.