Dagur - 02.04.1998, Síða 11
Tfe^ur
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 - 11
ERLENDARFRÉTTIR
HEIMURINN
ísrael fellst á lirottílutn
herliðs frá Líbanon
.EL - Israelska ríkisstjómin viðurkenndi í
gær ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 425, þar
sem þess er krafist að herlið Israels verði flutt
brott frá landsvæðinu f Líbanon sem Israel
hernam árið 1985. Benjamín Netanjahu, for-
sætisráðherra Israels, sagði í gær að þau skil-
............. yrði fylgdu að Líbanon tryggði að öryggi Israels
enjamin—etarya u. værj stofnað í hættu vegna brottflutnings
herliðsins. Líbanon hefur sagt að þetta skilyrði
sé óásættanlegt, engan veginn sé hægt að tryggja slíkt og hvenær sem
er gæti komið upp atvik sem yrði ísraelsmönnum tylliástæða til að
hertaka landsvæðið að nýju.
Nýjasta tækniundrið: GSM-truflari
ÍSRAEL - ísraelskt fyrirtæki hefur fundið upp lítið tæki sem sendir
út merki á lágri tíðni sem slekkur á öllum GSM-símum sem nærri
eru. Tækið er einkum hugsað til notkunar þar sem GSM-símar geta
verið til óþæginda eða jafnvel hættulegir, svo sem á veitingastöðum,
í leikhúsum eða um borð í flugvélum.
Fangauppreisn í Tyrklandi
TYRKLAND - Hundruð fanga í 10 fangelsum í Tyrklandi hafa gert
uppreisn og halda rúmlega 50 fangelsisstarfsmönnum sem gíslum.
Fangarnir eru meðlimir í byltingarsinnuðum stjórnmálaflokki sem
verið hefur bannaður í landinu. Krefjast þeir þess að þeir verði allir
fluttir saman í eitt faneelsi í stað þess að vera dreifðir um fangelsi um
land allt.
Jeltsín ræðir við Dnmuna
RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
hefur látið undan kröfum Dúmunnar, neðri
deildar þingsins í Rússlandi, um að ræða við
þingmenn um skipan Sergeis Kirijenkós í emb-
ætti forsætisráðherra. Hyggst Jeltsín mæta
ásamt Kirijenkó á fund með forsetum beggja
þingdeilda. Meirihluti þingmanna er ósáttur
við skipan Kirijenkós í embættið.
Boris Jeltsín.
100 fréttamenn í fangelsi
ÞÝSKALAND - Samtökin „Fréttamenn án landamæra“ skýrðu frá því
í gær í Þýskalandi að um heim allan sætu nú meira en 100 frétta-
menn í fangelsi. Á síðustu tíu árum hafa 600 fréttamenn verið myrt-
ir, annað hvort meðan þeir voru við störf eða vegna þess sem þeir
hafa skrifað í fjölmiðla.
Landamæraeftirlit lagt niður
Á miðnætti í fyrrinótt féll niður allt landamæraeftirlit milli Þýska-
lands, Austurríkis og Ítalíu, og er það í samræmi við ákvæði
Schengen-samkomulagsins.
NORÐURLOND
Danir fái glaðning ef þeir samþykkja
Amsterdamsamninginn
DANMÖRK - Hugmyndir eru uppi um að danskir kjósendur fái
sendan heim til sín glaðning frá upplýsingamiðstöð Evrópusam-
bandsins í Danmörku ef niðurstaðan í kosningunum um Amsterdam-
samninginn verður sú, að samningurinn verði samþykktur. í pakkan-
um eiga að vera vínflaska frá Frakklandi, kexpakki frá Bretlandi og
ólífur frá Grikklandi. Kosningarnar verða þann 28. maí næstkom-
andi.
Lppgiör við Færeyjar
. nerur fallist á að lengja til 30. júní
Danske Bank vill u
DANMÖRK - Den Danske Bank EeTur fallist á að lengja til 30. júní
frest þann, sem gefinn var til þess að leggja fram skaðabótakröfur
vegna tapsins í Færeyjamálinu með því skilyrði að gert verði endan-
legt uppgjör vegna þess taps sem varð vegna sölunnar á Færeyja-
banka. Fresturinn átti að renna út þann 30. apríl, en nú hefur Ed-
mund Joensen, Iögmaður Færeyja, boðað til kosninga einmitt þann
dag. Færeyingar hafa því farið fram á það að fresturinn verði fram-
lengdur.
Eggjnm kastað í ráðherra frá íran
SVIÞJÖÐ - Doktor Mohajerani, menningarmálaráðherra í íran, hef-
ur verið í heimsókn í Svíþjóð og sótt þar ráðstefnu Unesco. Á mið-
vikudag varð ráðherrann fyrir því að maður nokkur kastaði eggi í höf-
uðið á honum. Lögreglan yfirbugaði manninn, en hann hrópaði að
ráðherranum: Þið hafið drepið fjölskylduna mína.
KA menn
verða h]á okkur___
föstudaginn 3. apríl kl. 15 -17:30
Þeir taka á móti og afgreiða
gesti Kaffibakkans á 2. hæð.
Einnig bregða þeir á leik
með viðskiptavinum í
versluninni og gæti
leikurinn borist út úr húsi
ef veður leyfir.
Opið mánud. - föstud.
kl. 9-17
Gerðu þ é r f e rð - þa ð borgar s i g!
Sími: 460 3500
[
$SUZUKI
-.
Kynnstu töfram Suzuki
Finndu hve rýmið er gott
Baleno Wagon
hefur allt að
1.377 lítra
farangursrými!
Þægilegur og
óvenju rúmgóður,
bæði fýrir bílstjóra
og farþega.
Baleno 4x4 hefur einstaklega góða aksturseiginleika.
SUZUKI
AFL Gi
ÖRYGGI
BSA hf.
Baleno
3d = 1.140.000,-
4d = 1.265.000,-
4d, 4x4 = 1.495.000,-
Wagon 4x4 = 1.595.000,-
Laufásgötu 9 • P.O. Box 358 • 602 Akureyri
Símar: 462 6300 & 462 3809 • Fax 462 6539
SUZUKI SWIFT BALENO CIMMa