Dagur - 02.04.1998, Qupperneq 16

Dagur - 02.04.1998, Qupperneq 16
Fimmtudagur 2. apríl 1998 S T E I K H Ú S WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/ Veðrið í dag... Austan og suðaustan gola, en kaldi eða stinningskaldi við suðurströnd ina. Súld með köflum suðaustanlands, en þurrt og bjart veður annarsstaðar. Vægt frost um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig. VEÐUR HORllIR Lmuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vin- dáttir og vindstig eru tilgreind íýrir neðan. Reykjavík A3 ANA2 NA2 NNA2 SV1 NA3 ANA3 ANA3 NNA3 Stykkishólmur 9 Fös Lau Sun Mán -10 5 0 ASA3 ANA2 NA2 NA2 NNV1 NV3 ANA3 ANA3 NA3 Bolungarvík____________ °9 Fös Lau Sun Mán mm -10 - 5 - 0 A1 NA2 NA3 NA2 SA1 NNV1 ANA2 NA3 ANA2 Blönduós c Fös Lau Sun Mán mm SSA2 ASA1 ANA2 NA2 SSA1 SSA1 A2 NA2 ANA2 Akureyri_______________ °9 Fös Lau Sun Mán mm -10 • 5 . 0 SA3 ASA3 A3 NNA2 S3 SA3 A2 A2 A2 Egilsstaðir______________ °9 Fös Lau Sun Mán mm5 -10 - 5 - 0 A3 ANA3 NA3 N3 A2 A4 ANA4 NNA4 NA3 Kirkjubæjarklaustur °9 Fös Lau Sun Mán mm ■10 - 5 - 0 ANA3 ANA3 NA3 NA2 ASA2 ANA4 ANA4 NA4 ANA2 Stórhöfði ío-öt Lau Sun Mán mm 6 ANA6 ANA6 NNA4 SSA3 ANA6 ANA6 ANA5 NA4 Benedikt í biðstoðu „Eins og staðan er núna veit ég ekki hvort ég þjálfa Grindavíkur- liðið á næsta tímabili. Það kem- ur væntanlega til með að ráðast af vilja nýrrar stjórnar. Ég tel að ég hafi sinnt mínu starfi vel og árangur liðsins þegar á heildina er litið er góður, þó vissulega hafi það verið áfall að falla út í fyrstu umferðinni í úrslitakeppn- inni,“ segir Benedikt Guð- mundsson, þjálfari Grindavíkur- Iiðsins í körfuknattleik, en allt virðist á huldu með hvort hann þjálfi liðið áfram. Einn fjölmiðill greindi frá því á veraldarvefnum í gær að Bene- dikt hefði sagt upp störfum, en hann segir það ekki vera rétt. Þá greindi Morgunblaðið frá því í gær að þjálfarinn hefði ekki komið til Grindavíkur, frá því meistaraflokkurinn féll út gegn IA í oddaleik liðanna í úrslita- keppninni og að forráðamenn körfuknattleiksdeildar félagsins hafi neyðst til þess að ráða aðra til að sinna þjálfun þeirra tveggja yngri flokka sem Benedikt hefur stjórnað í vetur. „Það er rétt að ég hef ekki komið til Grindavík- ur að undanförnu, en ég hef ver- ið í sambandi við stjórnarmenn. Hvað varðar þjálfun yngri flokk- anna, þá hafði annar þeirra lok- ið keppni og góður maður ætlar að þjálfa hinn flokkinn fyrir mig,“ sagði Benedikt. - En getur það verið að Bene- dikt verði áfram þjálfari Grinda- víkurliðsins? „Það er ekki bara undir mér komið. Það eru breytingar á stjórn körfuknattleiksdeildarinn- ar og ég veit ekki hvort þeir sem taka við hafa áhuga á því að fá mig aftur. Eg get því lítið annað en beðið. Ég vil þjálfa í úrvals- deild og er opinn fyrir Grindavík og það liggur beinast við að ræða við þá, áður en ég fer að tala við önnur lið.“ Grindarvíkurliðið hreppti þrjá titla í vetur, liðið varð Reykja- nesmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið datt út í undanúrslitum í deildarbikarn- um og í 8-Iiða úrslitum í úrslita- keppni Islandsmótsins. „Þegar ég lít til baka, finnst mér að ekki sé hægt að kvarta yfir árangrin- um. Þegar ég tók við liðinu voru þeir Páll Axel (Vilbergsson) og Jón Kr. (Gíslason) á förum frá liðinu og ljóst að Hermann Mayers yrði ekki áfram, síðan datt Unndór (Sigurðsson) út úr myndinni mest allt tímabilið vegna meiðsla. Eg þurfti að sjóða saman nýtt lið og vann að því að fá Grikkjann hingað. Eg held að menn hljóti að vera sáttir, liðið vann þremur titlum fleira en í fyrra, en það var vissulega aula- skapur að detta út í úrslita- keppninni," sagði Benedikt. Óráðið með þjálfaramál Guðfinnur Friðjónsson, stjórn- armaður í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, sagði að Benedikt hefði sinnt sínum skyldum hjá félaginu og körfuknattleiksdeild- in hefði ekkert yfir hans störfum að kvarta. „Eg get hins vegar ekki svarað því hvort hann verð- ur áfram með liðið. Samningur hans rann út þegar liðið féll út úr úrslitakeppninni og það verð- Bened/kt Guðmundsson stjórnaði Grindavíkurliðinu i vetur, en óvíst er hvort hann eigi sér framtið i Grindavik. ur verkefni nýrrar stjórnar að finna þjálfara," sagði Guðfinnur, en aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn síðar í þessum mán- uði. Guðfinnur sagðist búast fastlega við að ný stjórn þyrfti einnig að leita fyrir sér á leik- mannamarkaðnum að nýjum leikstjórnanda, því Helgi Guð- finnsson hefur hug á því að fara í atvinnumennskuna. Þá er ekki búist við því að gríski miðherjinn Konstantin Tsartsaris Ieiki ann- að tímabil með liðinu. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA Hefur þú fengið iðgjaldayfirlitið? Lrfeyríssjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. september 1997 til 28. febrúar 1998. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina desember 1997 til febrúar 1998 vanti á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamleg- ast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Skrifstofa sjóðsins er opin frá kl. 9.00-17.00. Húsi verslunarinnar, 4. hæð, 103 Reykjavík, sími 581 4033, fax 568 5092. Heimasíða: www.lifver.is Netfang: skrifstofa@lifver.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.