Dagur - 08.05.1998, Page 6

Dagur - 08.05.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 ro^ftr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Sfmar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Yfirburðastaða I fyrsta lagi Nýjustu skoðanakannanir staðfesta enn og aftur yfirburða- stöðu Reykjavíkurlistans í höfuðborginni. I könnun DV í gær sagðist góður meirihluti allra þeirra sem lentu í úrtakinu ætla að kjósa R-listann, eða 53.3 prósent. Aðeins 28.7 prósent þátt- takenda voru ákveðnir í að kjósa D-lista Sjálfstæðisflokksins. Nýju framboðin, Húmanistaflokkurinn og Launalistinn, komust rétt svo á blað. Það gerir þessa niðurstöðu enn meira afgerandi að einungis 16,7 prósent sögðust vera óákveðnir eða neituðu að svara. Langflestir borgarbúa eru greinilega búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera á kjördag. Góður meirihluti þeirra ætlar að veita Reykjavíkurlistanum áframhaldandi um- boð til að stjórna borginni næstu Ijögur árin. í öðru lagi Þessi og aðrar kannanir að undanförnu sýna að kosningabar- áttan hefur ekki skilað Sjálfstæðisflokknum auknu fylgi. Þvert á móti hefur munurinn á milli R-Iistans og D-listans aukist á milli kannana. Þótt telja megi víst að bilið á milli stóru fram- boðanna í höfuðborginni verði minna á kjördag en kannanir nú gefa til kynna, bendir fátt til þess að sjálfstæðismenn eigi raunhæfa möguleika á sigri. Ef R-listamenn gera engin af- drifarík mistök næstu daga virðast úrslitin í höfuðborginni því fyrirsjáanleg. tþriðjalagi Að ýmsu leyti minnir staða R-listans í höfuðborginni á vin- sældir Olafs Ragnars Grímssonar í síðustu forsetakosningum. Þær komu pólitískum andstæðingum hans mjög á óvart og sýndu að þjóðin sættir sig ekki lengur við að láta stjórnmála- menn binda sig niður eftir gömlum flokkslitum. Eins er það nú í höfuðborginni. Verulegur meirihluti borgarbúa ber sýni- lega mikið traust til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og vill að hún fái að halda áfram sem borgarstjóri næsta kjörtímabil, hvað sem líður flokkapólitík. Svo einfalt er það. Elías Snæland Jónsson. Vituð ér enn.... Daginn eftir að Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi banka- stjóri, kveðst „hættur flugelda- sýningum“ í bili, birtist enn ein greinin eftir hann í Morgun- blaðinu í gær. Þar er hann á goðafræðilegu nótunum og sækir í Völuspá og kallar grein sína „Vituð ér enn - eða hvat?" Þó fátt nýtt komi fram í þessari grein Sverris er hún engu að síður merkileg. Meðal annars býsnast hann yfir því að eng- inn skuli virða hann svars og helst er að sjá að hann skilji ekkert í því hvers vegna Davíð Oddsson er ekki búinn að reka mann og annan úr ríkisstjórninni og hvers vegna Halldór Ás- grímsson er ekki búinn að taka af Finni Ingólfs- syni allar mannvirðingar í flokknum. Þögnin er augljóslega ekki að skapi Sverris. Sverrir Her- mannsson. Ragnarök En Sverrir Iætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn. Garri getur ekki skilið Völu- spártilvitnanir hans öðru vísi en svo að hann telji sig nú vera kominn í hlutverk völvunnar sjálffar, sem spyr þjóðina: „þor- ið þið að heyra meira?“ eða „vituð ér enn eða hvað“, eins og það er orðað í kvæðinu. Hinn augljósi boðskapur bankastjórans er að ragnarök séu í nánd. Orsakir ragn- arakanna eru þó ekki einhlítar. Þannig er ljóst að þau stafa að- eins að hluta til af hinu „sið- lausa samsæri“ Ríkisendur- skoðunar, Alþingis, viðskipta- ráðherra, bankaráðsformanna, forsetans, blaðamanna og nkis- stjórnar gegn Sverri. Að hluta til stafa þau líka af kvótakerf- inu, „ógnarlegasta ógæfumáli frá 1662“, eins og Sverrir orðar það. Eins og menn vita var Kópavogsfundurinn þetta ár þar sem gengist var undir ein- veldisskuldbindingu íslands. Og völvan Sverrir gefur lesend- um raunar innsýn í hvert kvótakerfið leiðir: „Helsi, sem leiða mun til skelfilegs ófarn- aðar ef ekki tekst að snúa við á þeirfi braut þegar í stað.“ Skrífað irndir grátandi? Garri getur ekki annað en fagn- að því að Sverrir hefur nú tek- ið að sér hlutverk Völv- unnar í íslensku þjóðfé- Iagi og að Morgunblaðið gerist vettvangur þessar- ar nýju Völuspár. Hins vegar hlýtur það að telj- ast miður hversu lítið Sverrir hefur fjallað um baráttu sína gegn kvóta- kerfinu þegar hann var ráðherra í ríkisstjórnum nfunda áratugarins, sem tóku upp þetta kerfi, framlengdu það og endurnýjuðu. Garri ef- ast þó ekki eitt andartak að Sverrir, sem með tilfinningu hefur bent á Kópavogsfundinn til samanburðar, hefur ekki grátið minna þegar hann sam- þykkti þetta kerfi sem ráðherra, en þeir Arni Iögmaður Odds- son og Brynjólfur Sveinsson biskup gerðu í Kópavogi 1662. Þó það kunni að vera fram- hleypni getur Garri ekki stillt sig um að biðja um „óskagrein" í Moggann frá Sverri, þar sem hann lýsir þessu táraflóði og tregablandna sálarstríði sínu sem ráðherra. Slíkt myndi hik- laust þagga niður í þeim sem segjast ekki muna eftir mót- mælum Sverris sem ráðherra! GARRl. Marteinn Lúter var einn ódæl- asti munkur kirkjusögunnar og að áliti kirkjunnar siðspilltur úr hófi fram. Frami hans var skjót- ur eftir að hann gekk í munka- reglu Ágústína. Hann tók prest- vígslu og varð prófessor í fræð- unum á ungum aldri. Málsnilli Lúters varð snemma Ijós og var hann kjaftfor með af- brigðum. Hann var vel að sér í bókmenntum, en kristin fræði samtíðarinnar böggluðust fyrir bijósti hans, og kenningar reglu hans og kirkju áttu ekki upp á pallborðið hjá lífsnautnamann- inum, sem ávallt hugsaði vel um sjálfan sig og persónulegar þarfir sínar, og meinlætalifnaður var skapferli hans víðs Ijarri. Að því rak að Lúter var rekinn úr embætti, regla hans afneitaði honum og kirkjan bannfærði hann fyrir kjafthátt og ósiðlegt líferni. Þá kastaði fyrst tólfunum í siðbótarviðleitninni. Kjaftfor meistari siðbótariimar Ekki svaravert Afar okkar og ömmur lærðu Helgakver á sínum tíma og var kristilegt innræti eina gjöfin sem þau fengu við ferminguna. En kverið atarna er ekki annað en útleggingar bersyndugs munks á undirstöðu kristninnar, sem tald- ar eru mjög siðbætandi um norðanverða Evrópu. Marteinn Lúter er tal- inn einn af höfuðsnill- ingum þýskrar tungu. Biblíuþýðing hans og kristilegar útlistanir þykja einkar siðlegar. En karlinn var margbrotnari persónuleiki en svo, að fínn og siðlegur texti dygði honum til að koma skoð- unum á framfæri. Lúter hafi góða risnu og bauð vinum sínum til Ijörugra sam- sæta. Þar flutti hann borðræður, kjarnyrtar og beinskeyttar, þar sem hann svívirti menn og mál- efni og sagði álit sitt á konum og ýmsu því sem andinn blés hon- um í brjóst í vímu bullandi orð- gnóttar. Mörgum þótti borðræð- urnar svívirðilegar og ekki svara- verðar af þeim sem fyrir skeytum urðu. Oðrum var skemmt. Kjamyrtur dóna- skapur Siðleysi Lúters tók út yfir allan þjófabálk. Hann lagði lag sitt við nunnur og giftist einni þeirra eftir að hann var búinn að sið- bæta samtímann. Var varla nema von að hann yrði rekinn úr embætti og afneitað af reglu sinni og bannfærður af kirkjunni, sem hann bar þungum sökum fyrir siðlaust fjármálabrall, þar sem hver áhrifamaðurinn af öðrum skaraði eld að eigin köku og kærði sig síst af öllu um umræðu um fjármálaumsvifin. Þess vegna var Lúter gerður útlægur og al- múginn varaður sterklega við að hlusta á rödd hans. Var auðvelt að vara við kjarnyrtum dóna- skapnum. En allt um það er Marteinn Lúter dáður og dýrkaður sem siðbótarhetjan milda, sem benti á veilur og siðlausa fjárplógs- starfsemi páfakirkjunnar. Hrak- inn frá embætti og reglu gerðist hann umsvilbmeiri í útlegðinni en nokkru sinni fyrr. Hann lagði sín Ióð á vogarskálar stjórnmál- anna og má lengi deila um hvaða siðbót var að þeim uppátækjum. Eftir stendur að áhangendur evangelísku kirkjunnar sem kennd er við bersyndugan munk, sem hafði munninn fyrir neðan nefið, álíta hann mesta siðbótar- meistara allra tíma, næst á eftir Kristi og má með sanni segja að oft ratast kjöftugum satt á munn. Eruð þið byrjuð á vorverhum? (Nokkrir þekktir garðeigend- ur teknir tali). „Já, og er nærri því bú- inn. Eg og konan mín klipptum ær- lega niður runnana í garði okkar og ætlum að láta þá vaxa upp að nýju. Nú og svo tókum við upp tré í garðinum hér á Sel- fossi - allt að fjögurra metra háar aspir - og settum niður í sumar- bústaðarlóðinni okkar sem er í hlíðum Vörðufells í Biskups- tungum." Geröur G. Bjarklind útvarpsþulur. „Svo sannar- lega. Við erum búin að klikka allt hekkið um- hverfis sum- arhúsalóð okkar í Bjarkarborg- um í Gríms- nesi. Sveinn, maðurinn minn, klippti hekkið en ég studdi stig- ann sem er verk sem ekki skal vanmeta. Svo eru vorlaukarnir farnir að stinga upp kollinum og hlúa þarf að þeim og öðrum við- kvæmum gróðri - ef gera skyldi hvítasunnuhret, einsog þeir í veðurklúbbnum á Dalvík eru að spá.“ Margrét Frímaimsdóttir fomiadurAlþýthibandahtgsins. „Ég er nú ekki langt komin en stundum gef ég mér tfma, eina og eina klukkustund þegar ég kem heim á kvöldin. Þá er garðvinnan ágætt ráð til þess að hreinsa hugann. Eg er svona byrjuð að hreinsa til í garðinum mínum heima á Stokkseyri og í litlu óupphituðu gróðurhúsi sem ég er með þar er allur gróður kominn vel af stað.“ Ragnar Sverrisson kaupmaður í Herradeild JMJ á Akureyri. „Við erum búin að taka tvær yndis- lega góðar helgar í það, þá grisjuðum við trjágróð- urinn í garð- inum sem ævinlega eru fyrstu vorverkin. En síðan bíða önnur vorverk þar til snjókomu hér norðanlands slotar - þannig að nær hefði verið hjá þér að spyrja mig hvort ég væri búin að moka af tröppunum fyrir utan húsið heima.“ Karl Bjömsson bæjarstjóri á Selfossi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.