Dagur - 08.05.1998, Qupperneq 7

Dagur - 08.05.1998, Qupperneq 7
 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Almaimahagsmunir gegn sérhagsmimum ÁGÚST EIN- ARSSON ALÞINGISMAÐUR i ÞING- FLOKKI JAFNAÐAR- MANNA SKRIFAR Nú er fólki nóg boðið. Því blöskr- ar gjafakvótakerfið, siðblindan í þjóðlífinu og framsal miðhálend- isins til fámenns hóps. Fólk er einnig búið að fá nóg af Iöngum vinnudegi, biðlistum í heilbrigð- iskerfinu, lélegu menntakerfi, valdahroka og valdníðslu. Gj afakvótakerfið Það hefur tekið jafnaðarmenn mörg ár að fá fólk til að átta sig á þvi ranglæti sem felst í því að auðlindum sjávar er skipt upp meðal fámenns hóps sem fær ár- lega réttinn til veiða án þess að greiða nokkuð fyrir. Gjafakvótakerfið sem jafnaðar- menn beijast gegn er pólitísk ákvörðun Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks. Veiðileyfagjald er greitt í ís- lenskum sjávarútvegi en einungis í viðskiptum milli útgerðar- manna. Þeir borga marga millj- arða í veiðileyfagjald á ári en að- eins til annarra útgerðarmanna sem fá heimildunum úthlutað ókeypis. Almenningur, eigand- inn, fær ekkert. Þetta er óréttlátt og ósanngjarnt kerfi og lýsir sið- blindu valdhafanna. Kerfið er til vegna þess að stjórnmálamenn í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki hafa slegið um það skjaldborg. Ef 60% af þjóðinni kýs áfram þessa flokka mun gjafakvótakerfið vera við lýði mörg ár í viðbót. Breytingar á samfélagi eru pólitískar en verða ekki sjálf- krafa. Tilefni breytinga er þó oft reiði almennings og almenningur vill þetta kerfi í burtu. Siðblmdan Sama er uppi á teningnum í Landsbankamálinu. Þar kom upp spilling á yfirborðið, sóun á almannafé og hroki gagnvart al- menningi. Það mál er hins vegar aðeins toppurinn á ísjakanum. Gefið hefur verið í skyn að m.a. ráðherrar hafi brotið lög, og ekki er hægt að láta svo alvarleg- ar ásakanir sem vind um eyrun þjóta. Oft hefur verið sagt um siðferðismál hérlendis að hneykslismálin komi upp en gleymist fljótt aftur. Dropinn holar steininn og Iík- lega hefur þetta mál holað stein- inn. Almenningi er ofboðið og hann vill hreinsa til í opinberu lífi. Fólki líkar ekki sjálftaka valdastéttarinnar og hefur enga ástæðu til að sætta sig við hana. Það má ekki gleyma því að Landsbankinn er eign almenn- ings. Enn og aftur eru framsóknar- og sjálfstæðismenn sem Ieika að- alhlutverkin. Það er engin tilvilj- un. Þetta eru flokkarnir sem hafa setið við kjötkatlana í hálfa öld og skipt bróðurlega með sér völd- um, áhrifum ogpeningum. Þetta er nefnilega allt eftir bókinni og á ekki að koma á óvart. Nú verða Nú er verið að afgreiða frumvörp um skiptingu miðhálendisins, tæpum helmingi landsins, milli A2 fámennra sveitarfélaga sem liggja að því. - mynd: gva fleiri að gera hreint fyrir sínum dyrum og það á jafnt við um op- inbera aðila og einkaaðila. Fyrirtæki geta ekki skorast undan vegna þess að um sé að ræða einkafyrirtæki. Tugþúsund- ir manna eiga stóru félögin, Eim- skip, Flugleiðir og Islandsbanka, og lífeyrissjóðir eru stórir hlut- hafar. ÖIl þessi fyrirtæki verða að gera hreint fyrir sínum dyrum og birta sambærilegar upplýsingar og opinber fyrirtæki gera í kjölfar fyrirspurna á Alþingi. Ætla menn að bíða þess að hluthafi standi upp á aðalfundi Eimskips, og spyrjist fyrir um „kruðeríið" og þjóninn sem fylgir laxveiðimönnum Eimskips eftir í Þverá og hvað slíkt kostar? Fólk- ið vill strangari siðareglur; er reiðubúið að fara eftir þeim og gerir kröfur til annarra, hvort sem það eru stjórnmálamenn eða aðrir. Þeim sem skilja þetta ekki verður sópað í burtu með einum eða öðrum hætti og farið hefur fé betra. Vitaskuld er hér verið að ráðast á valdastéttir sem snúast til varn- araf mikilli hörku. Siðbót hefur aldrei gengið átakalaust fyrir sig. Persónulegir hagsmunir eru allt of miklir til þess að breytt verður um stefnu og lífsstíl baráttulaust. Enn og aftur er þetta spurning um pólitík. Hvetjir veija þetta kerfi og hveijir eru helstu þátt- takendur í þvf? Auðvitað fram- sóknar- og sjálfstæðismenn, ekki óbreyttir kjósendur, heldur valdastéttin í floldmnum tveim- ur. Þessir tveir flokkar gera allt til að vernda þetta spillta kerfi. Miðhálendið Þriðja málið er af sama meiði. Nú er verið að afgreiða frumvörp um skiptingu miðhálendisins, tæpum heimingi landsins, milli 42 fámennra sveitarfélaga sem liggja að því. Það á að útiloka þéttbý'lisbúa, 2/3 hluta þjóðar- innar, frá því að koma að skipu- lagningu miðhálendisins sem er sameign þjóðarinnar og mesta perla framtíðarinnar. Hér er mætt þröngum hagsmunum sveitanna sem eiga sterkar rætur í Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki. Stjórn og stjórnarandstaða standa hér hvor andspænis annarri. Hér endurspeglast m.a. umhverfisvitund almennings. Al- menningur vill að meira tillit sé tekið til umhverfisins og gerir kröfur til þess. Afgreiðsla miðhálendismálsins er ein afdrifaríkasta ákvörðun síðustu áratuga. Ekki verður aft- ur snúið. Jafnaðarmenn hafa Iagt til að miðhálendið verði sérstakt „Það er ekki hægt að breyta þessu nema í kosningum. Það þýð- ir ekkert að kvarta yfir gjafakvóta, sið- blindu og afsali mið- hálendis og kjósa síð- an sðmu flokkana, Sjálfstæðis- eða Fram- sóknarílokk, sem standa fyrir fram- kvæmd núverandi stefnu.“ stjórnsýslu- og skipulagssvæði með sérstakri stjórn. Það er sanngjörn krafa að fólk fái að ræða þetta mál til hlítar al- veg eins og í gagnagrunnsmálinu sem var frestað til að hægt væri að fara betur í saumana á því. Miðhálendið er enn stærra mál en hér takast hagsmunir á, ann- ars vegar sérhagsmunir hinna fáu og hins vegar almannahags- munir þjóðarinnar. Þeir sem verja sérhagsmunina eru sömu flokkarnir og fá 60% fylgi f kosningum. Þeir eru því fulltrúar meirihlutans en nota þennan meirihluta til að veija hagsmuni hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Valdniðsla og vanhæfi ráðherra Oft er sagt að vald spilli og algert vald gerspilli. Mörg dæmi eru um að valdhafar hérlendis hafa stjórnað Iengi þótt vitað hafi ver- ið að þeir hafi ekki valdið hlut- verki sínu en verið verndaðir af pólitískum flokkum. Mörg slík dæmi eru í núverandi ríkisstjórn. Frammistaða Þorsteins Páls- sonar hefði fyrir löngu dugað til að knýja fram afsögn erlendis. Þorsteinn ber ábyrgð á misfellum í rannsókn fíkniefnamála, sýnir ótrúlegan valdhroka f sýslu- mannsmálinu og gerir gróf mis- tök í ÞÞÞ-málinu. Allt eru þetta dæmi um embættisafglöp sem ráðherra ber ábyrgð á. Finnur Ingólfsson, sem veitti Alþingi óafvitandi rangar upplýs- ingar, er borinn þungum sökum um mútur í fjölmiðlum. Hann gerir ekkert til að draga fram sannleikann og enginn veit hver sannleikurinn er. Finnur hyglar sínum mönnum og vill halda í völdin og nýta þau í sína þágu. Ef til vill er Finnur skýrasta dæmið um þá stjórnmálamenn sem vaxa upp úr helmingskiptakerfi fortíð- arinnar, hagsmunagæslumaður og barn kerfisins framar öllu. Ráðherrarnir eru þó sterkir innan sinna flokka og svona vilja- stjórnarflokkarnir hafa þetta. Góðærið slær slikju á allt þetta og þreyta og vanhæfni ríkis- stjórnarinnar sést ekki eins vel og ætla mætti. Hagsmtmir hinna fáu og hinna mörgu Þjóðfélag okkar er orðið miklu óvægnara en áður. Sjálfstæðis- flokkurinn setur alls staðar verð- miða á samfélagsþjónustuna á sama tíma og þess er gætt að ekki sé hróflað við hagsmunum hinna ríku. Allt snýst þetta um baráttu um hagsmuni og hún kristallast í baráttunni um sérhagsmuni og hagsmuni almennnings. Sérhagsmunirnir eru hjá út- gerðarmönnnum sem fá gjafa- kvótann. Sérhagsmunirnir eru hjá stjórnendunum sem nýta op- inbert fé sem einkarisnu. Sér- hagsmunirnir eru hjá fámennum hópi sem ætlar að ráða miðhá- lendinu. Sérhagsmunirnir eru hjá stórfyrirtækjunum sem vilja búa við fákeppni, skipta kökunni á milli sín og auðga sig og sína. Sérhagsmunirnir eru hjá þeim sem eiga fé til að geta keypt sig framar á biðlistana og tryggt börnum sínum einkakennslu þegar almennir skólar og heil- brigðiskerfið verður orðið svo lé- legt að réttur hinna ríku verður alls ráðandi, fyrst erlendis síðan hérlendis. Sérhagsmunirnir eru hjá flokk- um framsóknar- og sjálfstæðis- manna sem færast sífellt nær hvor öðrum í framsóknarhyggj- unni, forræðishyggju fyrir al- menning og sérreglum fyrir þá og vini þeirra. Andspænis þessu eru almenn- ingshagsmunir sem eru að fisk- urinn í sjónum verði sameign allra og arðurinn af auðlindinni skiptist réttlátlega á milli allra landsmanna. Það eru almenningshagsmunir að spilling sé ekki ríkjandi í sam- félaginu. Það eru almenningshagsmunir að við getum öll gengið um land- ið, miðhálendið og annars staðar, af fullri reisn. Það eru almannahagsmunir að allir eigi rétt til sömu heilbrigðis- þjónustu og menntunar án tillits til efnahags, búsetu, kyns eða aldurs. Nú er nóg komið Ahnenningur er búinn að fá nóg. Tveir stórir fundir, annar á veg- um Samtaka um þjóðareign um Landsbankann, siðblindu og sameignir þjóðarinnar og hinn á vegum útivistarfólks um miðhá- lendið, sýna að nú er nóg komið. Á hvorum þessara funda mættu milli 200 og 300 manns og sýndu samstöðu í verki. Það er ekki hægt að breyta þessu nema í kosningum. Það þýðir ekkert að kvarta yfir gjafa- kvóta, siðblindu og afsali miðhá- Iendis og kjósa síðan sömu flokk- ana, Sjálfstæðis- eða Framsókn- arflokk, sem standa fyrir fram- kvæmd núverandi stefnu. Breytingar krefjast pólitískra lausna. Samfylking jafnaðar- manna og félagshyggjufólks fyrst í sveitastjórnarkosningum og síð- an í Alþingiskosningum er ávísun á breytingar. Það er stóra tæki- færið. Fólkið er tilbúið og vill breytingar með nýju sameinuðu stjórnmálaafli jafnaðarmanna, alveg eins og hefur gerst um alla Evrópu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.