Dagur - 08.05.1998, Page 10
10-FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998
D^ur
ÞJÓÐMÁL
Framtíðarsýn í Himáþíngi?
ÁGÚST
JAKOBSSON
/ 7. SÆ77 Q-LISTA /
HÚNAÞINGI
SKRIFAR
Vitur maður sagði eitt sinn að
þegar lagt væri af stað í ferðalag
gæti verið gott að vita hvert mað-
ur ætlaði að fara. Við sem búum
á því svæði sem kallað er Húna-
þing erum einmitt í þann mund
að leggja af stað í ferð til fram-
tíðarinnar. En í upphafi skyldi
endinn skoða. Og því er það að
við tímamót eins og þessi, þegar
litlu sveitarfélögin okkar eru að
sameinast og ætla að ganga
þennan veg saman, er ekki úr
vegi að huga að þvi hvernig við
viljum að framtíðarmynd héraðs-
ins verði máluð. Við skulum því
bregða okkur í ferðalag fram í
tímann og slást í för með fólki
sem kemur að skoða héraðið
okkar.
Það er árið 2020. Jón og Jóna
eru 25 ára hjón í Reykjavík. Þau
eru vel stæð, ágætlega menntuð
og eiga tvö börn á leikskólaaldri.
Nú ber svo við að þau hjóna-
kornin hyggjast Ieggja leið sína á
ættarmót norður í Húnaþing því
að Jón á rætur að rekja þangað.
Foreldrar hans höfðu flutt í
burtu með hann þaðan þegar
hann var 6 ára og síðan hefur
hann ekki komið norður.
Borgames
Þau leggja af stað úr Reykjavík í
dumbungi og kulda og keyra við
slíkar aðstæður upp í Borgarnes
þar sem þau stoppa og fá sér
pylsu. I Borgarnesi er blómlegt
um að litast. Það er einn af þeim
stöðum á landsbyggðinni sem
hefur haldið velli. Enda hefur
Borgarnes haldið þeirri stöðu
sinni að vera öflugur þjónustu-
kjarni. En hjónin okkar halda
ferð sinni áfram í þokunni eins
og leið liggur yfir Holtavörðu-
heiði. Þegar ekið er niður heið-
ina að norðanverðu léttir þok-
unni og fegurðin í kringum hina
margrómuðu „Landsbankaá"
fyllir þau einhverri torræðri gleði
og þau hugleiða hvort um sig
hvort þau gætu hugsað sér að
setjast að í þessu héraði. Hins
vegar taka þau fljótt eftir því á
Ieið sinni um Hrútafjörð að það
er mikill munur á þessari sveit
og t.d. sveitunum kringum Borg-
arnes því að hér eru margar góð-
ar bújarðir í eyði. Þau velta
þessu fyrir sér en gengur illa að
finna viðhlítandi skýringar.
Kvöldsól á Húnallóa
Það er áliðið kvölds og þau dást
að því hvernig kvöldsólin roðar
sveitina. Hún baðar sig í
Húnaflóanum og slær gullnum
bjarma á Strandaljöllin. Jú, það
er sannarlega fallegt í Húna-
þingi. Þau koma fljótlega til
Laugarbakka, en þar skal ættar-
mótið haldið. Laugarbakki
stendur á fallegum stað við Mið-
íjarðarána sem liðast um grösug-
an dalinn og skartar sínu feg-
ursta f kvöldsólinni. I þorpinu
sjálfu er hins vegar lítið líf að sjá.
Þar er annaðhvert hús í eyði,
engin börn að leik og enginn á
ferli. Þau reka hins vegar augun
í að hér er að finna heitt vatn og
það minnir þau á að náttúruauð-
lindir finnast víðar en á suð-vest-
urhorninu. Það er einhver ein-
kennileg ættjarðarást sem grípur
Jón þarna sem hann stendur í
kvöldkyrrðinni og honum finnst
sem hann skynji sterk tengsl við
þessa sveit.
Hvaimnstangi
Þau slást í hóp ættingjanna og
blanda geði við þá. Fljótlega
kemur eldri maður að máli við
þau. Maður þessi býr hér í hér-
aðinu og er föðurbróðir Jóns.
Hann ákveður að sýna þeim um
í héraðinu svo þau setjast upp í
bílinn og aka sem leið liggur til
Hvammstanga. Hann segir þeim
að á Hvammstanga búi um 300
manns. Þarna eru einkennilega
mörg hús miðað við það en þau
virðast mörg vera í eyði og þarna
er sömu sögu að segja og á Laug-
arbakka, það er lítið líf og enginn
á ferli. Hjónin furða sig á hvetju
þetta sæti. Frændinn upplýsir
þau um að hér sé fátt eftir af
ungu fólki. Þetta er deyjandi
hérað. Af einhverjum ástæðum
flytja þeir fáu unglingar sem eft-
ir eru burt að loknum grunn-
skóla og það fæst ekkert ungt
fólk til að flytja hingað. Það
hleypur eitthvað einkennilegt
kapp í Jón, hann verður gripinn
Iöngun til að snúa þessu við,
reisa þetta ættarhérað sitt úr
rústum, og hann nefnir það við
Jónu hvort þau eigi ekki bara að
flytja hingað.
Iívar eru skólarair?
En Jóna vill fá að vita um fleiri
Fjölskyldubingó
í Húsi aldraðra
laugardaginn 9. maí kl. 15
Góðir vinningar
Allir velkomnir
AKUREYRARLISTINN
/\íý>Út - né/t4- tímar'
„Hanrt segir þeim að á Hvammstanga búi um 300 manns. Þarna eru einkenniiega
mörg hús miðað við það en þau virðast mörg vera í eyði, “ segir Ágúst m.a. í grein
sinni þegar hann vísar til hugsanlegrar framtíðar Hvammstanga.
atriði. Hún spyr um skóla fyrir
börnin. Jújú, það er leikskóli á
Hvammstanga fyrir þessi 10
börn, sem þar eru á leikskóla-
aldri en þegar leikskóla lýkur
þurfa börnin að fara í grunn-
skóla fram á Laugarbakka. „Af
hverju alla leið þangað?" spyr
Jóna furðu lostin. „Jú, einu sinni
voru reyndar fjórir grunnskólar í
héraðinu, en það var svo dýrt að
hafa þá svona marga þannig að
mönnum fannst að best væri að
sameina þá í einn og hann var
staðsettur á Laugarbakka. Það
var nú annars dálítið merkileg
ákvörðun þar sem flest börnin
voru á Hvammstanga, en á
Laugarbakka var leikfimisalur og
svo var Hvammstangabúum al-
veg sama og því fór sem fór,“ seg-
ir frændinn og klórar sér í höfð-
inu. „En þá hvað með aðra þjón-
ustu við ungt fólk?“ spyr Jóna.
Frændinn bendir stoltur á bygg-
ingu með einkennilegum rang-
hala norðan við, svona u.þ.b.
6x26 metrar á stærð. „Þetta er
sundlaugin okkar og við hana
eru þolfimi og tækjasalir" segir
hann. „Þetta er opið um helgar,
nú og svo er ágætis leikfimisalur
á Laugarbakka." Við að heyra
þetta hefur Jóni smátt og smátt
orðið ljóst að taugar hans til hér-
aðsins duga ekki til. Eins og flest
ungt fólk nú á dögum vilja þau
búa í þéttbýli þar sem öflug
þjónusta er við hendina. Um
slíkt er hins vegar ekki að ræða
hér. Honum er orðið ljóst að
þetta er sannarlega deyjandi hér-
að.
Ekkigrm
Hvaða grín er nú þetta spyija lík-
lega einhverjir núna. En þetta er
ekkert grín. Sú mynd sem hér er
dregin upp gæti sem hægast ver-
ið orðin veruleiki innan 20 ára.
Nú þegar er aldursskiptingin í
Húnaþingi orðin ískyggileg.
Unga fólkið fer burtu í fram-
haldsskóla og fáir snúa heim aft-
ur. Og það sem verra er, mörgum
virðist standa á sama. Sá sem
þetta ritar er fæddur árið 1972. í
þeim árgangi hér í héraðinu voru
um 30 manns. Af þessu fólki búa
núna 4 hérna og svipaða sögu er
að segja um árgangana fyrir ofan
og neðan.
Hvernig fer fyrir héraði þar
sem endurnýjunin er með þess-
um hætti? Er þetta deyjandi
hérað? Nei ekki endilega, en það
er við mikla erfiðleika að etja, og
það er ljóst að ef ekki tekst að
snúa þessari þróun við þá gæti
þessi mynd blasað við eftir
óhuggulega skamman tíma. Það
ætti því að vera forgangsverkefni
fyrstu sveitarstjórnar Húnaþings
að reyna að komast að því hvað
það er sem veldur þessu og finna
leiðir til úrbóta. En því miður
virðist mörgum standa á sama.
Hægt andlát?
Menn virðast heldur vilja reyna
að hafa andlát héraðsins sem
hægast og sársaukaminnst fyrir
þá sem eftir standa en að reyna
að beijast á móti. Það virðist
vera takmarkaður áhugi fyrir
skoðunum þeirra sem eiga að
byggja héraðið í framtíðinni. Það
vill þó svo vel til að enn er nokk-
uð eftir af ungu fólki í héraðinu.
Hvers vegna er það ekki farið
líka? Ekki er það vegna þess að
betur sé búið að því hér en ann-
ars staðar, ekki er stórum tæki-
færum fyrir að fara og ekki er
þetta hálaunasvæði. Kannski er
ástæðan sú að þessu fólki þykir
vænt um héraðið sitt og vill veg
þess sem mestan. En eins og
kemur fram í sögunni hér að
framan dugir ástin á héraðinu
ekki alltaf til. Hér verða ákveðn-
ar forsendur að vera fyrir hendi.
En nú er kominn ífam hópur
fólks sem vill berjast. Ungt fólk
sem trúir því að hægt sé að snúa
þróuninni við og er reiðubúið að
taka áhættu til þess. Q-listinn er
ekki grínframboð heldur hópur
fólks sem vill skapa forsendur
fyrir ungt fólk í framtíðinni.
Okkar er framtíðin og við krefj-
umst þess að fá að eiga þátt í að
móta hana.
Akureyri í úrvalsdeild
ÞÓRARINN
E. SVEINS-
SON
FORSETI BÆJARSTJÚRN-
AR AKUREYRAR
SKRIFAR
Andlega hliðin er eitt af því sem
er afgerandi til þess að ná ár-
angri í íþróttum. Iþróttamenn
þurfa að vera jákvæðir, rólegir,
yfirvegaðir og trúa á sjálfa sig.
Trúa að hægt sé að ná árangri.
Það verður að koma til leiks af
festu og ákveðni. Það þýðir ekki
að agnúast út í allt og alla, dóm-
arann, áhorfendur eða aðra leik-
menn. Arangurinn er undir þér
og þínu eigin Iiði kominn.
Svona er þetta líka í pólitík og
þar með lífinu sjálfu. Við Akur-
eyringar megum ekki agnúast út
í aðra fyrir það sem „miður“ fer.
Þannig höfum við framsóknar-
menn unnið á þessu kjörtíma-
bili. Axlað ábyrgð og unnið að
málum, þó alltaf gætt þess að
kunna fótum okkar forráð. Sýnt
festu og staðfestu í fjármálum
sem öðru. Þannig viljum við
vinna áfram og biðjum því Akur-
eyringa um að fýlkja sér undir
forystu Jakobs Björnssonar til
áframhaldandi góðra verka
næsta kjörtímabil.
Yfirleitt hefur verið gott sam-
starf í Bæjarstjórn Akureyrar. I
flestum málum hafa allir flokkar
unnið saman og verið sáttir við
forystu Jakobs og okkar fram-
sóknarmanna. Aðeins hefur þó
borið á því að minnihlutaflökk-
arnir hafa verið með „málþóf1.
Sérstaklega eftir að fór að líða
nær kosningum og farið var að
senda bæjarstjórnarfundi út á
Aksjón. Það er sjálfsagt ekki
óeðlilegt. Sumir kalla það pólit-
ík. Mér finnst það leiðinleg
pólitík og frekar til minnkunar
þeim sem þannig talar. Sérstak-
lega ef í hlut á fólk sem búið er
að vera mörg, mörg ár í sveitar-
stjórnarmálum. Það ber vott um
stöðnun og málefnafátækt. Að
fara með hálfkveðnar vísur, vera
með aðdróttanir og segja ekld
alla söguna er ekki málflutning-
ur að mínu skapi. I Ameríku er
þetta kallað - láttu þá neita -
pólitík. Spinna upp og búa til
hluti, segja hálfar sögur, sem
hinir þurfa sífellt að vera að bera
af sér. A þessu ber einnig í ein-
hverjum af kosningablöðum
bæjarins. Gera menn tortryggi-
lega. Tala um aðra en segja
varla orð um það sem maður
ætlar sjálfur að gera. Það er
málflutningur sem dæmir sig
sjálfur þegar upp er staðið.
Þannig höldum við ekki Akureyri
í úrvalsdeild.
Það þarf sterk bein til að
standast þær freistingar að eyða
um efni fram. Nógu mörg og góð
eru málin. Bæjarfulltrúar eru
kosnir til þess að skipta skatt-
tekjum milli málaflokka, milli
rekstrar og framkvæmda. Bæjar-
fulltrúar eru líka kosnir til þess
að nýta kosti sveitarfélagsins og
halda fram ágæti þess til hags-
bóta fyrir íbúana. Nýta sóknar-
færin. Leita samstöðu og mála-
miðlana fyrir íbúana. Standa
vörð um hagsmunina hverju
sinni. Vera stoltur af sínu en
samt raunsær. Þannig höldum
við Akureyri áfram í úrvalsdeild.
Það lærist fljótt með réttri for-
ystu. Jakob Björnsson hefur vilj-
ann og kjarkinn og biður um
stuðning Akureyringa til að stýra
liðinu áfram.
Til þess þurfa kjósendur að
setja x við B á kjördag.