Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 2
2 -bAVGARDAGUIl 9. MAÍ 19 9 8 Dwftí' FRÉTTIR Samkomulag um að bjarga Grenlæk Sú fræga sjóbirtings- veiðiá, Grenlækur í Með- allandi, er í stórhættu því húu er að þoma upp. Sömuleiðis er fuglalíf og allt lífríki neðan Eld- hrauus í hættu vegna lækkandi gnmnvatus- stöðu. Náðst hefur sam- komulag um aðgerðir til hjargar en fjármagn vaut- ar. Einhver fegursta og besta sjóbirtings- veiðiá landsins er Grenlækur í Meðal- landi í V-Skaftafellssýslu. Síðustu ár hefur vatn í læknum verið að minnka og er nú svo komið að hann og lífríkið neðan Eldhrauns eru í hættu. Nú virð- ist hins vegar hilla undir samkomulag milli landeigenda, landgræðslunnar, náttúrufræðistofnunar og Vegagerðar- innar um að bjarga vatnabúskap Gren- Iækjar og svæðisins neðan Eldhrauns. „Astand Grenlækjar er mjög slæmt í dag og það svo að við erum mjög hrædd um allt seiðauppeldi í læknum því hann nánast þornaði upp í vetur. En eftir marga fundi í vetur hillir und- ir sátt um að bjarga vatnabúskap lækj- arins. Samkomulagið gengur út á það að stýra vatninu úr Skaftá í Eldhraun með ákveðnum hætti þegar það er sem hreinast á vetrum og fram á sumar. Síðan verði hægt að loka fyrir rennsl- ið í hlaupum og þegar gruggið í ánni er sem mest. Með þessu móti teljum við að hægt verði að ná grunnvatnsstöð- unni það upp að Iífríkið beri ekki skaða af,“ sagði Hörður Davíðsson, bóndi í Efri-Vík, í samtali við Dag. Mikill kostnaðux Hann segir að þessi aðgerð kosti all mikla peninga enda um töluverð mannvirki að ræða. Hörður segir menn líta til fjárv'eitingavaldsins 'í þessum efnum enda ekki um einkamál heima- manna að ræða. Hann segir heima- menn vilja lengja Iíftíma Eldhraunsins. Þar sé um að ræða fágæta náttúrperlu og til þess að það sé hægt verði að fá vatn og að lausnin sé að stýra vatninu með fyrrgreindum hætti. Neðan Eld- hrauns er um að ræða einstakt lífríki og þar skartar hæst Ijölskrúðugt fugla- líf. Þetta allt er í hættu taki fyrir vatns- rennsli í lindarlækina á svæðinu og grunnvatnsstaðan heldur áfram að fara niður á við, eins og verið hefur um nokkurt skeið. Þá segir Hörður að upp- blástur og sandfok hafi aukist á gamla Landsbrots-hrauni um leið og grunn- vatnsstaðan lækkaði. Ýmsar orsakir Það eru fleiri en ein ástæða fyrir minnkandi vatnsrennsli þarna. Ein af þeim eru ýmsar framkvæmdir sem Vegagerð ríkisins hefur verið með og ekki var fyrirsjáanlegt að myndu hafa þessar afleiðingar. Sömuleiðis, og ekki síst, er ástæðan fyrir þessu sú að Eld- hraunið er að þéttast af náttúrunnar völdum. Undanfarin ár hafa komið mildu stærri og meiri hlaup í Skaftá en áður var. Hlaupin bera með sér aur og Ieir sem sest í hraunið og þéttir það þannig að lindarvatnið nær ekki í gegn. „Þess vegna þarf að stýra vatns- rennslinu ákveðnar leiðir út í Eld- hraun og að hægt sé að Ioka fyrir rennslið þegar áin er gruggug. Ut á þetta gengur það samkomulag sem gert hefur verið og við vonum að fjár- magn fáist til að hefja framkvæmdir," sagði Hörður Davíðsson. — S.DÓR Görnul og góð stofnun leggur upp laupana fyrir þessar kosn- ingar. Morgunblaðið hcfur ákveðið að hjóða ekki lesend- um sínum upp á fyrirspumir til borgarstjóra eins og gert hefur verið svo lengi sem elstu menn muna. Þess í stað vísar blaðið á kosningavef sinn á netinu. Mikil eftirsjá er að þessari góðu þjónustu blaðsins... Styrmir Gunnars- son ritstjóri: hætt- ir þá hæst ber. Og Morgun- blaðið er vin- sælt í pottin- um, sérstak- lega eftir að Sverrir gerðist þar blaðamaður. Nú benda pott- verjar á að þrátt fyrir stórvaxinn leiðara á dög- unum um að orðið „tíkarsonur" væri ahnennt íslenskt skammaiyrði virðist ákveðin ritskoðun á orðinu komin í gang, því í grein í Morgunblað- inu í gær vísar Sverrir til „Té-sona Dags“. Nema náttúrlega að Té-synir þýði eitthvað allt annað og sé t.d. skylt orðinu T-bcins stcik... Pottverjar nefndu í gær gamla grein um veiðimanninn Sverri Hermannsson í Frjálsri versl- un. „Margar veiðisögur af sjálf- um sér og öðmm kann Sverrir og segir þær svo unun er á að hlýða...“ segir í greininni og síðan bætt við að af inörgum góðum ám sé Hrúta í uppá- haldi, enda „alfarið ijölskylduiýrirtæki". Sjón- varpsáhorfendur geta kynnst sagnasnilld Sverris og íjölskylduiyrirtækinu á Stöð 2 annað kvöld. Sá böggull íýlgir skammrifi að lítið veiddist... Sverrir Hermannsson. VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Vestan og suð- vestan gola, en kaldi norðvestan til. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil súld við vesturströnd- ina. Víða Iéttskýj- að annars staðar, en hætt við skúrum síðdegis suðaustanlands. Hiti yfirleitt á bil- inu 5 til 10 stig. Færð á vegiim Hálka og hálkublettir eru víða á heiðum og hálsum fyrir vestan. Sömu sögu er að segja á Norðausturlandi. Sérstaklega á Möðrudals- og Mývatnsöræfum en einnig á heiðum íyrir austan. Að öðru leyti eru allir þjóðvegir landsins greiðfærir. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.