Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 4
4 -LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 Mótmæli vegna hálendis Táknræn mótmæli verða við Kjarvalsstaði í dag til að leggja áherslu á áskoranir til stjórnvalda um að fresta afgreiðslu á frumvarpi ríkis- stjórnarinnar sem varðar stjórnsýslu á hálendinu. Listamenn og fræðimenn koma saman og flytja dagskrá um hálendið. Dagskráin hefst kl. 15:30. „Höfum ekkert að fela“ Formenn hrossaræktarsamtaka á Norður- og Austurlandi hafa farið fram á opinbera rannsókn á því hvernig hrossasóttin komst norður í Skagafjörð og vilja atbeina lögreglunnar í málinu. Asta Sigurbjörns- dóttir á Flugumýri í Skagafirði telur að tíðar gestakomur í hesthús tengdasonar síns, Páls Bjarka Pálssonar, séu valdur að smitinu. Hún vísar því alfarið á bug að hross hafi vísvitandi verið smituð. „Hér hafa menn ekkert að fela. Enginn af bænum hefur farið á sýkt svæði nema einu sinni á jarðarför til Reykjavíkur. Hingað hafa hins vegar komið margir gestir og þá sérstaklega í hesthús tengdasonar míns. Ég get ekki séð annað en að smitið hafi borist með einhverjum gesti,“ segir Asta. — BÞ ro^ir FRÉTTIR KísiHdjan við Mývatn nýtur stuðnings meirihluta heimamanna. Georg lögreglustjóri Dómsmálaráðherra hefur sett Georg Kr. Lárus- son varalögreglustjóra til að gegna störfum lög- reglustjórans í Reykjavík í veikindaleyfi Böðvar Bragasonar frá og með deginum í dag og til 15. nóvember. Georg tók við embætti varalögreglustjóra fyrir nokkrum dögum en var áður sýslumaður í Vest- mannaeyjum. Hann sagði ( viðtali við Dag þeg- ar hann tók við að brýnasta verkefni sitt væri að bæta ímynd lögreglunnar. Hún hefur beðið nokkurn hnekki eftir að uppvíst var um mál sem týndust og að fíkniefni sem lagt hafði verið hald á fundust ekki vörslu lögreglunnar. I skýrslu Ragnars Hall um týndu fíkniefnin er bent á að ábyrgðin í því máli hljóti að vera Böðvars Bragasonar en dómsmálaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvemig brugðist verði við þeirri niðurstöðu. Bætur stéttarfélaga óháðar tryggiiigabótum Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm að bætur tryggingafélags vegna slyss geti ekki lækkað á þeim forsendum að hinn slasaði hafi fengið bætur úr Iífeyrissjóðum og sjúkrasjóði stéttarfélaga. Með dómnum var Tryggingamiðstöðinni gert að greiða einstaklingi 2,2 milljónir króna auk dráttarvaxta. Einstaklingurinn í málinu slasaðist í bílveltu og hafði Trygginga- miðstöðin samið við hann og greitt honum bætur, en vildi draga frá greiðslur sem maðurinn hafði fengið úr þremur Iífe)TÍssjóðum og sjúkrasjóði stéttarfélags. Hæstiréttur snéri úrskurði undirréttar við, en í Héraðsdómi Reykjavíkur hafði Tryggingamiðstöðin verið sýknuð. - FÞG Þóruirn Bergsdóttir skóla- stjóri Luudarskóla Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að ráða Þórunni Bergsdóttur, skólastjóra á Dalvík, skólastjóra Lundarskóla á Akureyri að fengnu samhljóða áliti skólanefndar 4. maí sl. Jón Ingi Cæsarsson (A) óskaði að bókað yrði að hann teldi Þórunni Bergsdóttur og Sigmar Olafsson jafn hæf en með tilliti til jafnréttisstefnu Akur- eyrarbæjar og umsagnar kennararáðs mæli hann með ráðningu Þórunnar. Ráðningu skólastjóra Brekkuskóla var frestað. Ein umsókn barst, frá núverandi skólastjóra Sveinbirni Njálssyni, sem vill að jafnframt verði gerður við hann sérstakur samningur. Göngu- og hjólreiðastígar í Kjama Bygginganefnd hefur falið byggingafulitrúa í samráði við skipulags- deild og umhverfisdeild að hefja undirbúning að lagningu göngu- og hjólreiðasti'gs milli lóðar Verkmenntaskólans og útivistarsvæðisins í Kjarnaskógi. Útivistarsvæðið í Kjarnaskógi er mjög vinsælt sumar sem vetur. Þangað kemur fólk sem vill njóta útiveru og hreyfingar í fallegu og notalegu umhverfi. Aðkoma að svæðinu að norðan er hins vegar óviðunandi nema fyrir akandi gesti. Mývetningar styoja Kísiliðju Heimafólk gerir könn- un í Mývatnssveit uin viðhorf til Kísiliðju. Iðnaðarráðherra kraf- inn svara. Sigfríður Steingrímsdóttir og Gunnar Ellertsson, íbúar í Reykjahlíð í Mý\'atnssveit, eru frumkvöðlar að undirskriftalista sem farið hefur inn á hvert heim- ili í Mývatnssveit til stuðnings Kísiliðjunni. Samkvæmt örugg- um heimildum Dags er niður- staða fengin og eru 60% heima- manna á kosningaaldri fylgjandi því að Kísiliðjan verði starfrækt áfram. 1 næstu viku gera þeir sem að listanum standa ráð fyrir að afhenda iðnaðarráðherra hann og biðja um upplýsingar um framtíð verksmiðjunnar. Sigfríður vildi ekki staðfesta þetta hlutfall og vildi lítið tjá sig um málið áður en hún næði eyr- um iðnaðarráðherra. Hún sagði þó að hugmyndin hefði kviknað við eldhúsborðið eftir að ráð- herra hafði lýst eftir vilja heima- manna. „Við viljum fá á hreint hvað á að gera. Fáum við að vera hér áfram eða á að koma okkur í burtu? Auðvitað vilja flestir að Kísiliðjan starfi áfram, en fyrst og fremst verðum við að létta á þessari óvissu," sagði Sigfríður. 308 manns eru á kjörskrá og ját- aði Sigbjörn Gunnarsson, sveit- arstjóri f Mývatnssveit, því að hann væri einn þeirra sem hefðu ritað nafn sitt á listann. Samkvæmt heimildum Dags gengur svipaður listi nú á Húsa- vík, enda eru hagsmunir þar mjög miklir vegna starfrækslu verksmiðjunnar. — bþ Ingólfnr fékk hærri sekt en Esra Dómur falliim vegna Sálumessu syndar- anna. Esra Pétursson læknir og Ingólf- ur Margeirsson rithöfundur voru í gær dæmdir til fésekta í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, en þeir voru fundnir sekir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs og Esra fyrir brot gegn þagnarskyldu lækna. Vegna þessara brota við útgáfu bókarinnar „Sálumessa syndara" fékk Ingólfur 450 þús- und króna sekt, en Esra 350 þús- und króna sekt. Athygli vekur að sektin skuli vera hærri hjá Ingólfi en hjá Esra, en fram kemur að fjölskip- aður dómurinn hafi metið það til þyngingar hjá Ingólfi „að hann gerði sér grein fyrir því að brot hans gæti raskað tilfinningum barna Áslaugar Jónsdóttur". Dómararnir töldu að brot ákærðu gegn persónufriði og einkalífi Áslaugar heitinnar Jóns- dóttur væri „stórfellt og siðferðis- lega mjög ámælisvert. Þá er á það að líta að brotið er framið í tengslum við útgáfu bókar sem ætla verður að varðveitist lengi“. I dómnum kemur fram sá vitnis- burður Ingólfs að þeir Esra hafi ekki beinlínis grætt á útgáfu bók- arinnar, því síðast er Ingólfur hefði vitað til hafi tapast 700 þúsund krónur á bókinni. - FÞG Yfirlýsing frá Matthíasi Degi barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Matthíasi Jóhannessen, ritstjóra Morgunblaðs- ins, undir heitinu „Klámhögg": „í Degi í dag er reynt að gera mig tortryggileg- an með því að benda á að ég hafi veitt með Sverri Hermannssyni í Hrútafjarðará og gefið í skyn að ég hafi verið þar boðsgestur. Af því til- efni skal það upplýst að ég hef veitt í Hrútu und- ir lok veiðitímans en aldrei f boði eins eða neins eða á annarra kostnað. Ég hef ævinlega greitt 'W"' mín veiðileyfi þar og uppihald úr eigin vasa.“ ritstjriri—orgun a sins. 90 mHljóiiir í Nýja bíó Ein tillaga hóps fjárfesta sem keypt hafa Nýja bíó á Akureyri gerir ráð fyrir að allt að 90 millj- ónum króna verði varið í upp- byggingu á húsinu. Þetta segir Haukur Grettisson, einn fimm aðila sem standa að kaupunum, en hann ítrekar þó að ýmsar áætlanir séu uppi á borðinu. Nýja bíó hefur staðið ónotað frá því að það brann í september árið 1996. Húsið var reist árið 1929 og setur mikinn svip á miðbæ Akureyrar. Fjárfestarnir, sem eru bæði frá Reykjavík og Akureyri, hyggjast nýta húsið sem kvikmyndahús eins og hlut- verk þess var áratugum saman, en þeir sjá einnig fyrir sér ráð- stefnuhald í húsinu. Eitt bíó er fyrir á Akureyri með tveimur söl- um, Borgarbíó. Nýja bíó þjónaði hlutverki skemmtistaðar síðustu árin sem það var notað. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.