Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 7
Xfe^ur. LAIPBARDAGUR ■9: 'MA’Í 1998 *- 7 RITS TJÓRNARSPJALL Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs og núverandi bankaráðsmaður og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í kaffi á Hótel Borg síðdegis á fimmtudag með Sverri Hermannssyni, fyrrverandi bankastjóra. Haltukj amkarameUa Á miðvikudag kom maður inn á ritstjórn DV í Reykjavík. Hann sagðist vera með grein til birting- ar. Venjulega er slíkum mönnum tekið af kurteislegri yfirvegun, rennt yfir skrifin og þeim sagt svona nokkurn veginn hvenær vænta megi að greinin geti birst. Ekki í þetta skipti. Sá sem tók við greininni fyrir hönd DV sagði að hún væri ekki birtingarhæf. Þessi grein var samansúrraður svívirðingaflaumur um Sverri Hermannsson. Allar voru svívirð- ingarnar upp úr hans eigin skrif- um um aðra menn. Þessi starfs- maður á DV sagði að blaðið gæti ekki birt skrifin, en einhvern veginn spannst það orð af orði að annað blað sérhæfði sig í birt- ingu svona greina. Greinarhöf- undur fór inn á Morgunblað. Klukkustund síðar hringdi greinarhöfundur í þennan starfs- mann DV. Hann sagði að á Morgunblaðinu hefðu menn orðið ögn kindarlegir, þeir væru með greinina til athugunar. Hún er þar enn. Til athugunar. Nema hún hafi birst í blaðinu í dag. Margt til athugunar Þessi litla saga minnir okkur á að það er margt til athugunar þessa dagana. Til dæmis hvað þoli dagsins Ijós. Helstu ráðamenn landsins eru að spá í hvað þoli dagsins Ijós. Og hafa í hótunum hver við annan. „Þessi grein er bara smjörþefurinn Finnur,“ eru þau orð sem eftirminnilegust eru úr hinni magnþrungnu „Ég ákæri“-grein Sverris Hermanns- sonar fyrir viku. Allt hitt, dylgj- urnar, ákærurnar og svívirðing- arnar eru bara hjóm hjá þessari litlu yfirlætislausu setningu. Grein Sverris var ekki til þess að gera hreint íyrir dyrum, opna al- menningi sýn á spillt kerfi. Að yf- irbragði var hún það. En hún var fyrst og fremst hótun. „Við vitum hvað er í húfi strákar." Sverrir var að minna á Iögmál íslenska kerfisins: samtrygginguna. Hættan Af nákvæmlega sama meiði er hin berorða hótun forsætisráð- herra í garð Alþýðubandalagsins: Ef þið hafið ykkur ekki hæg skal ég rifja upp hvernig Landsbank- inn var látinn taka skuldir Þjóð- viljans. Davíð Oddsson er með blaðaúrldippur frá níu árum um það mál undir höndum. Allt í Iagi gamle ven: við skulum þá bara rifja upp hvernig þú, Björn Bjarnason og fleiri fínir pappírar voru losaðir úr feni Almenna bókafélagsins með hjálp Kol- krabbans og þjóðbankans. Og fleiri hótanir liggja í hinu lævi blandna lofti þjóðfélagsins þessa dagana. Hver skuldbreytti fyrir hvern, og hvers vegna? Halda menn að Þjóðviljinn og AB séu einu svörtu sauðirnir í Ijárhúsi þjóðbankanna sem töpuðu 14 milljörðum í afskriftum á síðustu fimm árum? Það sem Sverrl gengur til Það sem Sverri gengur til er ekki að draga eins marga með sér í fallinu og mögulegt er. Væri sá tilgangurinn værum við búin að sjá miklu meira. Sverrir vill að menn virði Ieikreglurnar. I hans heimi fórna menn ekki mönn- um. Allra síst mönnum sem hafa alltaf Ieikið samkvæmt venju og aldrei brugðist trausti. Mönnum eins og honum. Sverrir vill ekki hefnd. Sverrir vill fá borgað. Blaðaskrif hans eru sölu- mennska. Hann er að sýna varn- inginn, ekki þjóðinni, því honum er andskotans sama um hana, heldur þeim sem eiga að borga honum stöðumissinn, ærutapið og valdaleysið. Hann á þetta nefnilega alls ekki skilið. í spor Sverris Setjum okkur í spor Sverris: Það sem kom fyrir hann er óhapp, slys, sem á ekki að geta gerst. Menn eiga ekki að þurfa að taka pokann sinn, allra síst plastpoka merktum Landsbanka Islands. Enginn veit betur en Sverrir Hermannsson að allt kerfið og öll samtryggingin gengur út á að koma í veg fyrir að svona lagað gerist. Sverrir Hermannsson Iítur réttilega á að sér hafi verið fórn- að út úr neyð til að verja stærri hagsmuni fyrir minni. Þeir stóru hagsmunir eru: allt sem falið er í skúffum bankans, orðstír og álit framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, einkavinar Davíðs Oddsonar og formanns banka- ráðs öll sukkárin, sem og staða framsóknarráðherra bankamála sem ríkisstjórnin má ekki við að gengið sé í skrokk á. Það er mjög að vonum að Sverri finnist þetta léleg framkoma. Eftir allt sem hann hefur gert. Allt sem hanii hefur gert Það eina sem Sverrir gerði var það sem ætlast var til af honum: hann tók þátt í því sem hann hneykslast á öðrum fyrir núna og leysti þau verkefni með prýði. 40-50 milljónir í lax og viskí eru ekki neitt. Við erum að tala um 10 milljarða í tap á örfáum árum, ofan í annað og meira á undan. Við erum þar að tala um peninga sem brenndir voru á báli bankans sem Sverrir stjórnaði. Berorðar og krassandi Iýsingar Sverris úr hinu spillta ríki hans afhjúpa engan meira en hann sjálfan. Er maðurinn genginn af göflunum að játa þátttöku sína í öllu þessu frammi fyrir alþjóð? Nei. Honum er andskotans sama um hvað þjóðinni finnst. Hann vill fá borgað. Hann vill fá risa- stóra haltukjaftikaramellu frá vinum sínum. Þeir samningar eru nú komnir vel á veg. Þingið Getum við verið viss um að AI- þingi vilji leiða þessi mál til lykta? Hin raunverulegu Lands- bankamál? Hið raunverulega Landsbankamál er ekki persóna, risna, veiði og áfengi heim til Sverris Hermannssonar; ekki makadagpeningar og ekki heldur ánægjustundir Finns Ingólfsson- ar með Halldóri Guðbjarnasyni. Jú, annars. Þar tekur að glitta í hið raunverulega Landshanka- mál. Angi af því er hvernig her- fanginu er skipt. Munið þið hvers vegna Landsbankastjór- arnir eru þrír en ekki einn? Munið þið hvers vegna gamla bankaráðið sem var rænulaust öll gósenárin er svo ómissandi áfram? Hlutverk allra þessara er að valda stöður. Þótt einum sé fórnað, tveimur og jafnvel þrem- ur fyrir slysni, er ekki bara óþarfi heldur fullkomlega óverjandi að skilja bankann eftir óvaldaðan. Ovaldaðan fyrir þær samtryggðu fámennisklíkur sem ætla sér hann. Það er nákvæmlega þetta sem Sverrir er að fara. Mikið í húfi Framundan eru æsilegir tímar fyrir þá sem ætla sér þjóðbank- ann. Kjartan Gunnarsson og Morgunblaðið hafa náð saman um þau fínu áform að Islands- banki og Landsbanki renni sam- an í einkavæddum banka sem ásamt Vátryggingafélagi Islands sýslaði með lang stærsta hluta þjóðarauðsins. Valdataflið er um þau áform. Fyrir liggur loforð um að selja ekki þjóðbankana næstu fjögur árin - undir liggja sterkir straumar sem krefjast þess að sölu verði flýtt. Þótt ekk- ert liggi fyrir um annað en ríkis- stjórnin haldi áfram eftir kosn- ingar er ekki hægt að skilja við þau mál óafgreidd, ef... Kemur þá ekki útspil! Þjóðin má ekki til þess hugsa að enn einu sinni lendi allt í úti- deyfu, slappist útaf þegar nógu margir hafa þagað nógu lengi til að fjölmiðlarnir gefist upp, þing- ið fari í sumarfrí og Davíð á Þingvöll að skrifa. Hótanir liggja í loftinu. Sverrir hótar, Davíð hótar; hótunin er sú að sam- tryggingin rofni. Þjóðin hefur ærna ástæðu til að vantreysta stjórnmálaflokkunum í þessu efni. Rofar þá ekki til. I miðju þóf- inu kemur Margrét Frímanns- dóttir formaður Alþýðubanda- Iagsins og fer fram á úttekt á fyr- irgreiðslu Landsbankans við Þjóðviljann gamla. Spilin á borð- ið takk. Kannski kemur þar eitt- hvað safaríkt upp. En það er ekki málið, miðað við hitt að þar með er búið að aftengja hótun Dav- íðs, hótun allra Landsbanka- menna Iandsins. Hótunin hittir þá sjálfa. Þetta er óvænt og einstök ákvörðun sem hugsanlega kann að breyta öllu andrúmslofti í Þinginu, þar sem menn hafa leit- að leiða þessa vikuna. Margrét hefur séð að eina leiðin til að sigra í þessum leik er að taka ekki þátt í honum. Krafan um spilin á borðið fær raunverulegt innihald með frumkvæði hennar. Enga haltukjaftikaramellu hér. Þetta er eðlilegt framhald af af- sögn Jóhanns Ársælssonar úr bankaráði og setur þingflokk Jafnaðarmanna í þá stöðu að verða að slást í hópinn. Hvað sem það kostar í gömlum synd- um. Verkefni stjórnarandstöð- unnar næstu daga er að finna kröfu þjóðarinnar um raunveru- leg málalok hinn rétta formlega ogjringlega farveg. Áður en þingið fer heim verð- ur að liggja fyrir skýr kostur um hvernig málinu verði fylgt eftir og það rannsakað. Þegar sá kost- ur verður borinn upp í beinni út- sendingu frá Alþingi sjáum við hæstvirtan forsætisráðherra standa upp og ganga í pontu. Hann á þá kost að opna orma- gry'fjuna, eða, eins og líklegt er, segja sínum þurrasta rómi: „Herra forseti, ég legg til að þessari tillögu verði vísað frá“. Þá verður kosið að viðhöfðu nafnakalli. Þegar eitt ár er í al- þingiskosningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.