Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
HEILSULÍFIÐ í LANDINU
ly^ur
í
Náttúrunni geta orðið á mis-
tök og böm getafæðst hvor-
ugkyns, eins og stundum
myndi vera kallað, þannig að
óljóst er hvors kyns þau em.
Þetta erhægtað laga.
Snemma á fósturstiginu er ekki hægt að greina sundur stúlkur og drengi þvi frumstæð kynfærin eru svo
lík. Hvað ytra útlit varðar er það sami eða sams konar vefur sem myndar tippi á drengjum og snip á
stúlkum en það eru hormónarnir sem ákveða hvort verður út frá þeim skilaboðum sem þeir fá frá
kynlitningunum.
Þegar náttúran gerir mlstök
Þegar börn fæðast er
strax kannað hvors
kyns þau eru enda er
það gríðarlega mikil-
vægt með tilliti til
þess hvernig lífi þau
koma til með að lifa og hvaða kynhlutverk
þau læra. I einstaka tilvikum, og það er
sem betur fer örsjaldan, er óljóst hvors
kyns barnið er. I þessum tilfellum eru
kynfærin óþroskuð og ógreinilegt að sjá
kynið. Kvenkyns fóstur getur til dæmis
fæðst með „strákaleg" ytri kynfæri. Auk
þessa getur verið um meðfæddan galla að
ræða. Astæðurnar geta verið ójafnvægi í
hormónum líkamans, afbrigðileika í litn-
ingum eða fósturæxli. Þetta síðastnefnda
er afar sjaldgæft.
Hefur bæöi eirikennin
Til að skilja hvernig lítið barn getur haft
einkenni drengs og stúlku við fæðingu er
rétt að taka fram að við getnað, þegar sæði
kemst inn í egg konunnar verður til fóst-
urvísir með 23 litningapörum. Eitt þeirra
er kynlitningurinn sem ákvarðar hvort um
dreng eða stúlku eða að ræða. Næstum
allar stúlkur hafa tvo X litninga í pari en
drengirnir hafa X og Y. Þessir Iitningar
gefa línuna um þróunina, hvort það verða
eggjastokkar eða eistu sem myndast í
barninu.
Snemma á fósturstiginu er ekki hægt að
greina sundur stúlkur og drengi því að
frumstæð kynfærin eru svo lík. Hormónar
líkamans ákvarða hvernig kynfærin þróast
áfram. Hvað ytra útlit varðar er það sami
eða sams konar vefur sem myndar tippi á
drengjum og snip á stúlkunni en það eru
hormónarnir sem ákveða hvort verður út
frá þeim skilaboðum sem þeir fá frá kyn-
litningunum. I allri þessari þróun geta átt
sér stað „mistök" í þróun líkamans og kyn-
færi barnanna ná einfaldlega ekki að þró-
ast alla leið eða í rétta átt.
Ákveður sjálft hvort kyniö verður
Ef kyn ungabarns er óljóst geta læknar
greint hið rétta kyn þannig að hægt sé að
leiðrétta mistök náttúrunnar. Ekki er þó
víst að mistökin uppgötvist strax því að
kynfæri fóstursins eða barnsins gefa ekki
endilega rétta mynd af kyninu. Læknarnir
geta með tíð og tíma leiðrétt mistökin, til
dæmis með aðgerðum á ytra útliti og
þvagfærum og stundum er notuð horm-
ónameðferð.
Ekki er í öllum tilvikum víst að kyninu
verði breytt strax því alltaf er hætta á að
barnið hafi á tilfinningunni síðar á ævinni
að það sé af röngu kyni. Það eru nefnilega
fleiri hlutir sem hafa áhrif á kynið en bara
kynfærin, til dæmis litningar, menning og
jafnvel heilastarfsemi. Þess vegna getur
verið gott að bíða og láta börnin ákveða
sjálf af hvaða kyni þau telja sig vera.
Unnið upp úr gögnum Mayo stofnunar-
innar í Bandaríkjunum.
Kynlíf án sanifara
Margir nota orðin náið
samband og kynmök jöfn-
um höndum og skilgreina
þar með kynræna tján-
ingu og nána tjáningu á
sama hátt. Svo er ekki.
Náin samskipti fela miklu
meira í sér en kynmökin
ein. Hugsum okkur kynlíf
sem krydd, t.d. kanil. Ef
við erum með skál, sem
við setjum örlitla klípu af kanil í ásamt
ótal öðrum efnum, gefur kanillinn örlítinn
keim í lokaútkomuna, en er engan veginn
öll uppskriftin. Það sama má segja um
kynlífið. Segja má að sönn og náin kynræn
tjáning sé afleiðing frekar en orsök heil-
brigðra og innilegra samskipta.
Tjáning væntumþykju
Innileg samskipti hafa verið skilgreind
sem tengsl tveggja einstaldinga sem þykir
vænt hvoru um annað og stunda opin og
einlæg tjáskipti, hafa vilja til að viðhalda
tengslum, treysta hvort öðru og sýna gagn-
kvæma virðingu í samskiptum sínum.
Þegar allt er í sómanum auka þau ham-
ingju, ánægju og fullnægingu beggja aðila,
bæta samskipti þeirra, viðhorf, gagn-
kvæma ást og að sjálfsögðu kynlífið.
Fátt stuðlar meira að andlegu jafnvægi
en tíð líkamleg snerting við aðra mann-
eskju. Þetta þekkir ástfangið fólk vel.
Kossar og faðmlög eru jú stór þáttur í
samskiptum okkar í tilhugalífinu og marg-
ir eru það Iánsamir að ná því að halda
þessari tjáningu á væntumþykju sinni og
virðingu í löngum samböndum.
Ef einu samskiptin eru yfir morgunverði
sem Ijúka þarf í hvelli og þau sjást síðan
ekki fyrr en annar aðilinn liggur kannski
eins og poki í stól fyrir framan sjónvarpið
að loknum vinnudegi og eina augljósa lífs-
markið er að skipt er um rás á sjónvarp-
inu, er ástæða til að taka sér tak.
Að gefa sér tíma
Það íylgja því ýmsir kostir að kunna að
elskast án samfara. Oft koma þau tímabil í
Iífinu að fólk langar ekki eða getur ekki af
einhveijum orsökum stundað samfarir t.d.
vegna alvarlegra veikinda, uppskurða eða
annar aðilinn er að jafna sig eftir hjartaáfall,
en vilja engu að síður sýna hvort öðru ást
sína og væntumþykju. Þá eru ýmsar leiðir
færar, því ástin er jú miklu meira en kyn-
ferðislegt samband bundið kynfærunum
einum. Fólk getur elskast allan daginn með
því að snertast án þess að búast við meiri
háttar kynæsingi eða því að snertingin leiði
til samfara. Kossar og faðmlög sem hluti af
daglegu lifi t.d. þegar heimilið er yfirgefið,
þegar komið er aftur heim, eða bara að
ástæðulausu, hjálpa okkur til að finnast við
sérstök, elskuð og hafa þörf fyrir hvort ann-
að. Mikilvægt er að fólk taki sér tíma bara
hvort fyrir annað og geri eitthvað saman.
Ekki er nauðsynlegt að vera með mikla til-
gerð eða tilstand, en láta samt ekki hluti
sem vel geta beðið hafa forgang fýrir þess-
um stundum.
Mörg hjón virðast lenda inn í einhvers-
konar farvegi í hjónabandinu sem vinna
þarf sig út úr. Hjón/pör ættu af og til að
staldra við í lífsgæðakapphlaupinu og
minna sig á hversu heppin þau eru að eiga
enn hvort annað. Það er nú einu sinni
þannig að enginn er eilífur og blóm sem
ekki er vökvað visnar og deyr.
Halldóra Bjarnadóttir er hjúkrunar-
fræðingur og skrifar fyrir Dag um kynltf
Halldóra
Bjarnadóttir
skrifar
Vítarnín
og
mataræði
Appelsinuglas
gefur C vítamín
Vítamínin skipta heil-
miklu máli fyrir heilsu
manna en fæstir gera
sér grein fyrir að með
réttu mataræði er
hægt að afgreiða dag-
lega vítamínþörf á ein-
faldan hátt. Þannig
gefur stórt glas af
hreinum appelsínu-
safa dagskammtinn -
kaloríurnar eru aðeins
100 og drykkurinn
fitulaus. Safi úr greipávextinum er næst-
bestur hvað C-vítamín varðar og þriðji
bestur er safi úr ananas. Safi úr aprikósum
er sæmilega C-vítamín ríkur og sömuleið-
is úr vínberjum - eitt stórt glas gefur helm-
inginn af daglegri þörf en því miður er safi
úr þessum ávöxtum ekki ýkja algengur hér
á landi. Margir halda að eplasafi gefi mik-
ið af C-vítamíni en það er hins vegar mesti
misskilningur.
Minnið versnar við megrunina
Megrunin getur verið stórskemmtileg þeg-
ar kílóin hrynja af manni en því miður er
það ekki bara þyngdin sem hverfur. Rann-
sókn sýnir að í megrun versnar minnið og
viðbragðið minnkar. Hvers vegna þetta
gerist er ekki vitað en líldegt þykir að ein-
beitingin minnki þegar fólk hugsar stöðugt
um megrun.
Stórt glas af appel-
sínusafa gefur nóg
C-vítamín.
Herpes getur valdið
heHaskaða
Herpessýking er slæm
hjá þunguðum kon-
um, sérstaklega þegar
nær dregur fæðing-
unni og herpes-vörtur
eru í leggöngum. Sýk-
ingin getur valdið
heilaskaða hjá börn-
unum og þess vegna
Herpes i leggöngum er barnið tekið með
getur valdið keisaraskurði í flestum
heilaskaða þegar tilfellum þegar um
barn fæðist. slíkt er að ræða. í sum-
um tilfellum er þó ekki
vitað um herpesinn. Það er því mikilvægt
að konur noti smokk í samförum síðustu
mánuði meðgöngunnar, sérstaklega ef þær
vita af því að þær geti smitast af herpes í
samförunum.
AukamjólMn gefur kalkið
Kaffidrykkja er vandamál fyrir marga, sér-
staklega vegna þess að kaffi hefur áhrif á
starfsemi nýrnanna og kalkið minnkar í
líkamanum ef kaffidrykkjan er mikil. En
nú er Iausnin fundin. Ef aukamjólk er
drukkin með kaffinu verður þetta ekkert
vandamál. Kalkið úr mjólkinni bætir upp
það kalk sem fer með kaffidrykkjunni.
Betri til heHs-
unnar?
Bandaríska blaðið Self
alhæfir og segir að
fólk með reglulega
andlitsdrætti sé heil-
brigðara og í betra
formi en fólk með
óreglulegt andlit.
Þetta fólk þjáist
sjaldnar af þunglyndi
og höfuðverk en þeir
sem hafa óreglulega
andlitsdrætti. Hins
vegar hefur fegurð
engin áhrif. Þeir fal-
Iegu eru ekkert endi-
Iega betri til heilsunn-
ar.
Fólk með reglulega
andlitsdrætti ku vera
heilbrigðara og í
betra formi en þeir
sem hafa óreglulega
andlitsdrætti.