Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 17
T
LÍFIÐ í LANDINU
LAVGARDAGUR 9.MAÍ 1998 - 33
Getuleysi, eða ófullnægjandi stinning limsins, ereittaf
kynlífsvandamálum karla. Mikill minnihluti leitarsér
hjálparvið vandamálinu, einungis um tíundi hluti,
enda meðferðarúrræði ekki við allra hæfi. En nú hotfir
bjartara við þarsem nýtt lyfí töfluformi erkomið á
markað. Kynferðisleg örvun erþó þungamiðjan
eigi lyfið að virka.
Valur Þór Marteinsson þvagfærasérfræðingur hefur kynnt sér nýju getuleysispilluna, Viagra. Hann segir hana mikla framför og að
gjarnan heyrist að hún sé jafn mikil byiting og getnaðarvarnarpillan var á sínum tíma. mynd: bös
Kynferðisleg örvnn
er þungamiðj an
Valur Þór Marteinsson þvag-
færasérfræðingur á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri hefur
fylgst vel með þróun lyfsins sem
ber nafnið Viagra. Hann segir
tilkomu þess marka tímamót fyr-
ir karlmenn með stinningar-
vandræði, en mikill fjöldi manna
eigi við það vandamál að stríða.
„Oft er sagt að helmingur
karla sem er kominn yfir fimm-
tugt eigi við kynlífsvandamál að
stríða og þá oftast á einhvern
hátt tengt getunni. Þetta er gríð-
arlega stór hópur en einungis
lítið brot af honum leitar sér
hjálpar. Þar er talað um tíunda
hluta þessara manna. Getuleysi
er miklu minna vandamál hjá
yngri mönnum og þar er þá
gjarnan um að ræða tengsl við
ákveðna sjúkdóma í innkirtlum,
meðfædda sjúkdóma, bólgusjúk-
dóma í blöðruhálskirtli eða ann-
að slfkt. Hjá fertugum karl-
mönnum eru um 5 til 10 pró-
sent sem eiga við kynlífsvanda-
mál að stríða."
Ekki fyrr en allt er dautt
Orsakir getuleysis eru annars
vegar líffræðilegar og hins vegar
sálrænar, en stundum eru fleiri
orsakaþættir samtímis sem máli
skipta. Þeir karlmenn sem
haldnir eru sálrænu getuleysi
geta oft rakið ástandið til ákveð-
ins atburðar í sínu lífi, sbr. ást-
vinamissis, þunglyndis eða
streitu. Líffræðilegt getuleysi
tengist hins vegar aðallega sjúk-
dómum eins og t. d. æðakölkun,
taugasjúkdómum, sykursýki og
Iyfjagjöf, en blóðþrýstingslyf,
bjúgtöflur og geðlyf geta haft
þau áhrif. Valur segir menn yfír-
leitt fínna fyrir vandamáli sem
getuleysi smám saman, á
nokkrum mánuðum eða árum,
og þeir leiti sér sjaldnast lækn-
ingar fyrr en vandamálið sé
komið fram á hamarinn. Allt sé
dautt.
„Menn eru feimnir að leita sér
aðstoðar en meiri og betri upp-
lýsingar, það að menn viti meira
um vandamálið og meðferðarúr-
ræði þess hjálpar mildð til.
Hingað til hafa ekki verið til
töflur við getuleysi sem hefur
dregið úr mönnum. Þeir vilja
allir einfalda lausn.“
Ein tafla fyrix samfarir
Nú horfír öðruvísi við þar sem
nýtt lyf við getuleysi er komið á
markað í Bandaríkjunum, en
það mun gera meðferð við
vandamálinu mun auðveldari en
áður. Lyfið, sem er í töfluformi,
mun að öllum Iíkindum koma á
markað á Islandi í lok þessa árs
eða byrjun þess næsta. Um
mikla framþróun er að ræða að
sögn Vals en hann segir einnig
brýnt að ítreka að áfram verði
nauðsynlegt að skoða sjúklinga
til að meta hvort aðrir sjúkdóm-
ar séu til staðar, sem bregðast
þurfi við með öðrum hætti. Sér-
staklega þurfi að athuga karla
yfir fimmtugu, en meiri hætta sé
hjá þeim á krabbameini í grind-
arholslíffærum og þá sérstaklega
blöðruhálskirtli, sem aftur geti
valdið minnkandi kyngetu.
„Það er ekki til sá sjúklingur
sem ekki spyr fyrst um Iyf í
töfluformi við getuleysi. Þvf
miður hefur það ekki verið
þannig en þetta lyf, Viagra, sem
upphaflega var þróað út af
kransæðasjúkdómum, ræður
loks bót á því. Lyfið virkar
þannig að ein tafla er tekin um
klukkustund fyrir áætlaðar sam-
farir og það er algjör þungamiðja
í þessu að menn séu á einhvem
hátt kynferðislega örvaðir. Það
er ekki nóg að setjast niður, lesa
blaðið og búast við því að eitt-
hvað gerist.“
50 til 90 prósent
fá betri reisn
„Það er ákveðið boðefni sem
hefur áhrif á slétta vöðva og
æðakerfí í limnum þannig að
æðaútvikkun verður sem aftur
veldur eða viðheldur stinningu
hans. Virka efnið í Viagra sér til
þess að æðaútvíkkun heldur
áfram í limnum, niðurbroti boð-
efnisins er hamlað með lyfínu,
þannig að hann helst stinnur á
meðan samfarir eru.“
Aðspurður um aukaverkanir
segir Valur þær fáar og ekki al-
varlegar. Reyndar hafí verið var-
að við því í upphafi að karlar
sem noti ákveðin Iyf við
kransæðasjúkdómum geti fengið
brjóstA'erki en það sé sennilega
h'tið vandamál. Almenn óþæg-
indi séu fátíð, hausverkur og
svimi komi fyrir og hjá sumum
brenglun í lit- eða sjónskyni,
sem vari einungis meðan lyfíð
\irki. Arétta beri þó, að lítið eða
ekkert sé vitað um hugsanlegar
aukaverkanir til lengri tíma litið.
„Svo virðist vera að lyfið hafi
áhrif hjá stórum hópi karla með
sálrænt- og Iíffræðilegt getu-
leysi. Þar er verið að tala um 50
til 90 prósent sem er gríðarlega
mikið. Það getur verið að sann-
leikurinn komi í ljós síðar, að
áhrifin verði ekki eins góð, því
alltaf er eitthvað um sýndar-
áhrif. En þetta lofar góðu og það
er hiklaust hægt að tala um
verulega framför fyrir stóran
hóp karla."
Gæti virkaó á kyndeyfð
kvenna
Lyfið er tekið um klukkutíma
fyrir áætlaðar samfarir. „Það er
hægt að reikna með því að verk-
un sé innan ldukkutíma sé mað-
ur ertur eða áhuginn á kynlífi
vakinn. Það virðist þurfa þann
tíma. Verði ekki af samförum
geta menn fróað sér ellegar að
risið hættir þegar menn hætta
að hugsa um kynlíf. Þá brotna
niður ákveðin efnasambönd sem
viðhalda stinningu og limurinn
Iippast niður og allt er búið.“
Talað er um að menn geti haft
stinningu í einhverjar klukku-
stundir eftir samfarir en Valur
segir það einstaklingsbundið.
Menn geti haft sístöðu, en
minna sé um það af þessari
meðferð en ýmsum öðrum. AI-
mennt vari stinningin ekki leng-
ur eftir að fullnægingu er náð
eða samförum lýkur.
Spurningar hafa vaknað hvort
konur geti nýtt sér Viagra töfl-
una og eru rannsóknir bafnar á
því. „Það er verið að kanna hvort
lyfið hafí áhrif á kynlíf kvenna,
auki áhuga þeirra, hvort þær
komi frekar til og áhrif lyfsins á
fullnægingu. Það er of snemmt
að segja til um hvað kemur út úr
þeim rannsóknum og hvort lyfíð
muni gagnast konum. Fræðilega
séð er það möguleiki, út frá
verkun lyfsins, konur hafa
þannig blóðflæði í kynfærin að
lyfíð verkar á sléttu vöðvana."
Byltingarkennd framfðr fyr-
ir menn á miðjum aldri
Valur segir lyfið hiklaust verða
ákveðna lausn fyrir eldri karl-
menn sem og hugsanlega yngri í
völdum tilfellum, er eigi við
getuleysi að stríða. „Séu karl-
menn um sjötugt spurðir að því
hvað hafí áhrif á lífsgæði þeirra,
varðandi meðferð við sjúkdóm-
um o.fl., þá vegur sá þáttur oft
þyngst hvaða áhrif meðferðin
hafi á kynlíf og kyngetu. Þeir
vilja síst skerða það sem þegar
er orðið. Það er því viðbúið að
lyfið muni gagnast þessum hópi
mjög vel. Verða jafnvel bylting-
arkennd framför. Það á þó eftir
að koma betur í ljós með auka-
verkanir á eldri rnenn."
Lofíð á Viagra getuleysispill-
una er mikið en Valur segir það
að öllum Iíkindum alls ekki of
mikið. „Það er ekkert hægt að
segja um lyfið á þessari stundu
annað en því fylgi framför því
þetta er fyrsta lyfið með þessa
verkun í töfluformi. Líklegt er
að fleiri lyf komi á markað innan
nokkurra ára. Maður skildi síst
ætla að of miklar vonir séu
bundnar við það og þetta virðist
því engin venjuleg forsíðufrétt
sem ekkert verður úr.“ HBG