Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998- 31 LÍFIÐ í LANDINU Framboðsfötin Frambjóðendur í bæj- ar- og sveitarstjómar- kosningum hljóta að hugsa vel um útlitið í kosningabaráttunni. Eða hvað?Dagur spurði bæjarstjóraefn- in áAkureyri hvortút- lit ogfatnaður skipti þá miklu máli þessa dagana og bað þá einnig að velja séreitt ,frambjóðendadress “ sem þeim líkarvel við. Að fólk sjái mig eins og ég er Asgeir Magnússon skipar fyrsta sætið á Akureyrarlistanum. Frambjóðendadressið hans er „þægileg vinnuíöt" eins og hann segir. „Eg vildi vera eins og ég er oftast í vinnunni, í þægilegum vinnufötum. Það er þá annað hvort buxur og jakki eða buxur og peysujakki. Að mínu mati er það eðlilegt að frambjóðendur séu huggulegir og þægilega ldæddir þannig að þeir stingi ekki í augun fyrir leiðinlegan klæðnað. Einnig að þeir séu snyrtilegir." Aðspurður um það hvort hann velji sér föt á kvöldin með það í huga hvað hann þurfi að gera daginn eftir játar hann því. „Það þarf að gera. Ef ég er að fara á stóra fundi þá fer ég ekki í galla- buxum og peysu. Ég þigg líka góða ráð frá eiginkonunni." Asgeir segist ekki gera sér grein fyrir því hvort kjósendur spái i útlit hans því hann sé ekki vanur að hugsa um fólk á þann hátt. Oneitanlega hafi umbún- aðurinn eitthvað að segja en hann voni að það sé innihaldið sem menn horfi í þegar þeir velji forystusveit fyrir bæinn. Hann keypti sér ein jakkaföt fyrir kosningabaráttuna og segir það hafa verið tímabært. „Ég reyni ekki að skapa mér ein- hvern kosningastíl. Ég hef minn stíl og vil að fólk sjái mig eins og ég er.“ Engin persónuleikasldpti í gangi Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins. Hann valdi sitt fram- bjóðendadress í samræmi við tíðarfarið. „Ég á mér engin upp- áhaldsföt, nema það helst að mér líkar vel við þessa peysu mína. Mamma prjónaði hana og ég valdi peysuna fyrir hana. Mér þykir mjög vænt um þessa peysu." Kristján segist klæða sig eftir aðstæðum hverju sinni og hann velji sér fatnað með það í huga að honum líði vel. „Mér finnst töluvert mikilvægt að menn al- mennt klæði sig snyrtilega. Mál- ið er bara að snyrtilegt fyTÍr einn er það ekki endilega fyrir aðra. Smekkur manna er mjög mis- jafn.“ Hann segist stundum hugsa um það kvöldið áður í hvað hann eigi að fara daginn eftir og hann kvelji konuna sína iðulega með því hvað hann eigi að velja. Allur gangur sé hins vegar á því hvort börnin hjálpi honum. Kristján er ekki mikill fatamaður og segist stundum hálfgerður vandræðamaður í þeim efnum. Hann eigi sér þó ráðgjafa sem hann leiti til, Ragnars í JMJ, og fyrir kosningabaráttuna hafi hann keypt sér einar buxur þar sem farið var að sjá í gegnum hinar. „Maður breytir sér ekki fyrir kosningar og ég vona bara að ég taki engum persónuleika- skiptum þegar þetta er búið.“ Ekkert að breyta mér Oddur Helgi Halldórsson er bæjarstjóraefni L-listans, lista fólksins. Hann kom í buxum og skyrtu með bindi og sagðist líða vel í þessum fötum. „Ég kom ekki í jakka því ég er ekki mikill jakkamaður enda vel einangrað- ur. Ég er svo heitfengur að mér verður of heitt ef ég er í jakka,“ segir hann. Oddur er sammála Ásgeiri og Kristjáni Þór að það skipti máli fyrir frambjóðendur að vera vel til hafðir í kosninga- baráttunni sem og alltaf. Hann vinni hins vegar þannig vinnu að ef hann skjótist á kaffi- stofufundi þá fari hann bara í vinnugallanum. Það gerist nánast aldrei að Oddur ákveði það kvöldið áður í hvað hann ætlar næsta dag þar sem vinnan hans er þess eðlis að hann skellir sér bara í vinnugall- ann. Það Iendir þvf ekki mikið á makanum að leiðbeina við fata- valið. „Hún er samt alltaf fús til að hjálpa mér og ég spurði hana t.d. áður en ég kom hingað hvort ég ætti að fara í bláu eða gulu skyrtuna. Hún valdi þá bláu og þess vegna er ég í henni.“ Annars segist Oddur leggja á það áherslu að komast inn í bæj- arstjórn í þeim fötum sem hann notár dags daglega. „Ég er ekk- ert að breyta mér og dressa mig upp. Því er hins vegar ekki að leyna að ég hef stækkað svo mikið undanfárið að flest fötin mín passá ekki lengur á mig. En eitt af stefnumálum L-listans átti líka að vera það að ég færi undir 100 kílóin á kjörtímabil- inu.“ Oddur eyðir því ekki miklu í föt. „Ég hef keypt mér eina skyrtu. Ég er þannig vaxinn að hálsinn á mér er breiðari en hausinn og frá því að ég man eftir mér hef ég aldrei átt skyrtu sem ég hef getað hneppt í háls- inn. Ég ákvað núna að hneppa en það þýðir að ég get haft fjöl- skylduna með mér undir hönd- unum.“ Ekki fatað mig sérstaklega upp Jakob Björnsson bæjarstjóri er í fyrsta sæti á lista Framsóknar- flokksins. Hann valdi sér föt sem honum líkar vei við. „Ég er búinn að nota þessi svolítið og líður því vel í þeim. Mér er nefnilega illa við ný föt. Ég þoldi t.d. ekki þennan jakka þegar ég keypti hann 1995. Núna kann ég vel við hann. Þetta er einhver ónáttúra í mér.“ Jakob er á þM að frambjóðendur eigi ekki að vera öðruvísi til hafðir í kosn- ingabaráttunni en í annarri tíð. „Það skiptir alltaf máli að vera snyrtilega til fara. Fyrir mig skiptir fatnaðurinn miklu máli en ég legg mest upp úr því að hann sé þægilegur. Ekki beint hvað er akkúrat í tísku.“ Jakob segir að ef eitthvað sér- stakt sé á döfinni hjá sér taki hann til föt kvöldið áður. Venju- lega passi hann sig hins vegar meira á því að buxurnar séu pressaðar og ekki óþarfa blettir í þeim. Aðspurður um það hvort eiginkonan hjálpi honum við fatavalið segir hann að hún geri það gjarnan. „Hún er svo sem ekki að skipta sér stöðugt af því en ef ég spyr hana þá gefur hún góð ráð. Hún er h'ka útsjónar- söm að velja saman liti og þess háttar." Jakob á það sammerkt með hinum þremur frambjóðendun- um að hann hefur ekki sérstak- lega keypt sér föt fyrir kosninga- baráttuna. „Það er að vísu ekki langt síðan ég keypti mér jakka- föt. Það voru ein að ganga úr sér sem ég átti enda mæðir mikið á þeim. Ég hef ekki fatað mig sér- staklega upp.“ — HBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.