Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 7
 LAVGARDAGUR 9. MAÍ 1998 - 23 að fá drykk í glas eða Iætur klippa þig fyr- ir þúsund kall, þá er fjögurra ára mennt- un bak við það. Það skiptir mildu máli að fólk sem vinnur í búðunum hafi þekkingu og reynslu. Svoleiðis fólk er ekki í lág- launabiðstofunni. Eg talaði lengi og mik- ið um nauðsyn á námi fyrir fólk í smá- sölubúðum í hópi kaupmanna, en fyrir fremur daufum eyrum,“ segir Jóhannes. Jóhannes í Bónus ákvað að verða svart- listarmaður, prentari. Það var ættgeng iðn, Sigurður föðurbróðir hans og Eyjólf- ur sonur hans voru í prentfaginu. Jó- hannes fékk samning í Odda, sem þá var enn fremur lítið fyrirtæki. Og að námi loknu var hann Ientur á Mogg- anum innan um marga góða menn, Matta Jó, Styrmi, Bjarna Ben. og fjölmarga góða blaðamenn, auk ótal margra dugmikilla prentara. Hann segir að vissulega hafi prómillin í blóði prentara og blaðamanna stóra blaðsins gert óskunda á síðum blaðs- ins. Einhverju sinni stóð allt kruðerf- ið í hálsi ritstjórans við morgunverð- arborðið, þegar hann sá að búið var að setja kross andlátsdálksins á af- mælisbörn dagsins. Ritstjóranum þótti það lítið fyndið. Brennivínið og sígarettan ég hafi ekki verið orðinn 18 eða 19 ára þegar ég bragðaði fyrst brennivín. En ég var fastur fyrir gegn sígarettunni og byrjaði ekki að reykja fyrr en 32 ára gamall. Við vorum að detta í það strákarnir, þegar ég var að læra prentið í Odda og það var plag- siður á blöðunum á þessum tíma að áfengi var notað um of. Eitthvað talsvert vorum Hð að sulla saman strákarnir. I þá daga var drukkið á vinnustöðum, en það líðst hvergi lengur," segir Jóhannes. Hann viður- kennir að áfengið hafi orðið sér visst vandamál. Hann hafi ákveðið að fara meðferð. Það hafi gefið góða eða snjósema sem kallað var. Jóhannes segist hafa verið heillaður af framsýni Sæmundar bónda og Aslaugar, hann hafi alla tíð haft gaman af slíku fólki. „Einna þekktastir urðum við félagi minn og vinur í sveitinni, Þórarinn Sveinsson, núna hámenntaður yfirlæknir á Landspftalanum, þegar við vorum eitt sinn sem oftar sendir með mjólkurbrús- ana út á brúsapallinn við þjóðveginn. Við þurftum að fara yfir á sem var nú ekki annað en smáspræna, en það var ruðn- ingur sem lá ofan í hana. Annað vagn- stjóri í stærstu kjörbúð keðjunnar og kom aldrei aftur nálægt prentverki. Hann þótti flinkur kaupmaður. En líka hér kom að endalokum. - Frá SS fórst þú kannski dálitið brenndur á sálinni með uppsagnarbréf í höndum? „Auðvitað var þetta rosalegt sjokk að vera sagt upp störfum, kominn nálægt fimmtugu. En ég get fullyrt það núna að ég var ekki kvalinn á nokkurn hátt. Eg hafði verið í stjórnunarstöðu í stóru fyrir- tæki og þekkti ekki til í nýrri öld tölvunn- Jóhannes Jónsson í Bónus æfir í Planet Pulse, heilsuræktarstöð Jóntnu Benediktsdóttur Strandakonu, en þar herða menn sig upp fyrir átök hversdagslifsins. - mynd: þök. í raun. Reyndar dugi slík meðferð vel jafnvel þótt ekki sé um áfengisvanda að etja. „Eg hætti alveg að nota áfengi í fimm ár. Þetta var orðið of mikið, flótti frá ein- hverju, og satt best að segja skapaði þetta mikla spennu heima fyrir. Aðallega notaði maður þetta um helgar, þótti gott að fá sér í staupinu, ekki síst í sveitasæiunni. Eg byggði sumarbústað í Kjósinni þegar ég var enn kornungur og þangað fer ég flestar helgar með fjölskyldunni frá því í maí og fram á haust.“ Jóhannes og Ása Ásgeirsdóttir kona hans eiga tvö hörn, Jón Asgeir, sem hætti námi eftir að þeir feðgar stofnuðu Bónus. Hann var í Verzlunarskólanum en Jó- hannes segir að hann hefði örugglega ekki farið í háskólanám, þótt Bónus hefði ekki komið til. Kristín systir hans er lög- fræðingur og býr í Danmörku og bætir við lögfræðimenntunina. Jóhannes hlær þegar blaðamaður rifjar það upp að ein- hveiju sinni talaði hann um „háskóla- skaðaða heila". Hann segir að hann hafi fengið orð í eyra frá dóttur sinni varðandi þau ummæli. Aftnn rukkaði ekki blanka Jóhannes segir að heimsóknir til móð- urafa síns og nafna á Oldugötu 34, Jó- hannesar Þórðarsonar, hafi verið ævintýri fyrir unga menn. Hann var hændur að heimili afans og ömmunnar. Afinn var nokkuð bæklaður, hafði dottið af baki fyrr á árum og fótbrotið vitlaust sett saman. Hann gerði við tæki og tól, smíðaði vagn- hjól og öll sín áhöld framleiddi hann sjálfur. Rennibekkurinn var fótstiginn, smíðaður af Jóhannesi smið og hannaður með sérþarfir hans vegna fótbrotsins í huga. Það var sagt um Jóhannes smið að hann hafi verið lélegur rukkator. Ef fólk átti ekki pening rukkaði hann ekki neitt. Sveitin heillaði Jóhannes ungan. Hann fór í sveit til ættingja sinna í Mýrdalnum, að Sólheimahjáleigu hjá Sæmundi Jóns- syni og Aslaugu Magnúsdóttur. Búið var mjög frambærilegt og vel rekið og allt hið snyrtilegasta. Þar var vatnsklósett, hitakútur og sturta, sem þótti óvenjulegt á sveitabæ í þann tíð og gerðu grannar grfn að. Og þannig er það enn í dag. Þar þurfti fólk að vinna og komst ekki upp með neitt hálfkák. Ef það var rigning þá fann Sæmundur eitthvað til að snudda, til dæmis að skafa fjósveggi og kalka það hjólið lenti þarna uppi á árbakkanum fyr- ir klaufaskap okkar. Við áttum að láta Grána gamla um að stjórna ferðinni, en reyndum að stjórna sjálfir við Þórarinn, og því fór sem fór. Við snérum heldur sneypulegir heim en áin mjólkurlit eftir þetta afrek okkar, og við auðvitað haug- blautir eftir baðið í ánni.“ - Þií hefur ekki verið bóndaefni? „Nei, ég var það nú ekki. En ég hef alla tíð verið hlynntur bændum og umhugað um afkomu þeirra. I þeirra hópi eru fjöl- ar, hafði haft aðstoð við slíka hiuti. Ég var vissulega hræddur og illa staddur. Tóm- leikinn sem maður fylltist á morgnana er ólýsanlegur og ég var uppfullur af kvíða. Oft fannst mér ég vera að vakna til einskis. Ég fór nú samt að dunda við að koma á fót Pokasjóðnum fyrir Kaup- mannasamtökin. Það tókst án mikilla mótmæla og verður öllum til blessunar því óhófleg plastnotkun hefur minnkað. En það má alveg segja það að Sláturfélag- ið gerði vel \áð sína starfsmenn, bæði föð- armiði að leggja varlega á, en selja þeim mun meira. Við tölum um gróða en ekki græðgi. Þetta er sú pólitík sem við völd- um okkur í upphafi og ég held að hún hafi gengið bærilega upp og allir uni vel við sitt. Það skiptir miklu máli hvernig smásöluverslunin er rekin. Ef rétt er að hlutum staðið getur hún orðið óbein launahækkun fyrir almenning, og það hefur Bónus reyndar gert.“ - Þú talar eins og sannur sósíal- demókrati, hugsar um hag þinna minnstu bræðra. Þú ert líklega krati inn við beinið? „Ég byrjaði nú í Alþýðuflokknum ungur. Föðurbróðir minn, Sigurður var mikill krati, og það voru synir hans, Eyjólfur og Oli Kr. En ég hef verið í Sjálfstæðisflokknum í 30 ár eða meira, var formaður ungra sjálf- stæðismanna í Kópavogi, og síðar formaður sjálfstæðisfélagsins á Sel- tjarnarnesi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft aflið. Hann hefur tínt upp ýmis málefni Alþýðuflokksins og komið þeim á koppinn. En mér finnst hins vegar mannlífið eigi að vera þannig að allir hafi það gott. Samt má ekki hefta þá sem eru að leggja meira á sig en aðrir. Núna er Alþýðuflokkurinn í mörgum málum meira til hægri en Sjálfstæðisflokkur- inn að mínu mati, Jón Bald\in vildi meira frjálsræði í viðskiptum.“ - Hfl/fl kratar ekki einmitt stutt þig meira en þínir eigin flokksmenn? „Ja, Alþýðuflokkurinn, eða fulltrú- ar hans, urðu til þess að hægt var að opna þessa Bónusbúð í Skútuvogi. Það var atkvæði Bryndísar Schram í hafnarstjórn Reykjavíkur sem réði úrslitum um að hægt var að opna búðina hérna, hverfið er skilgreint sem hafnarsvæði,“ segir Jóhannes. Hann segir að Bónusbúðin á Nesinu eigi líf sitt að launa atkvæði núver- andi forsetafrúar í bæjarstjórn Seltjarnar- Jóhannes fékk sína fyrstu uppfræðslu hjá Sigrúnu Aðalbjarnardóttur haustið 1947 í barnaskólanum Grænu- borg sem ísak Jónsson átti. Svo vill til að Sigrún er enn að kenna við Skóla ísaks Jónssonar, og meðal nem- enda hennar núna, rúmlega hálfri öld síðar, erÁsa Karen, sonardóttir Jóhannesar. mynd: e.ól. margir hörkuduglegir menn og við marga þeirra á ég ágæt viðskipti í dag og á árum áður starfaði ég fyrir samvinnufélag sem sunnlenskir bændur eiga, Sláturfélag Suðurlands. Það sem ég hef gagnrýnt eru samtökin sem eru í kringum BændahöII- ina, ég held að þar sé fjós sem mætti moka út úr. Það yrði bændum til fram- dráttar." Dagar kviða og tómleika Ur prentsmiðju blaðs allra Iandsmanna lá leiðin fljótlega í verslun SS í Hafnar- stræti. Jóhannes vann sig fljótt upp mannvirðingarstigann og varð verslunar- ur minn og mig sjálfan. Ég hafði þann skilning á sínum tíma að SS þyrfti að skipta upp. Fyrirtækið gat ekki mikið Iengur setið beggja vegna borðsins, selt kaupmönnum vöru og keppt við þá jafn- framt. Þegar kaupmenn fóru að keppa í verðlagi, þá var ljóst að Sláturfélagið sem framleiðandi matvara gat ekki orðið sam- ferða öðrum. Eftir það máttum við vera til, en alls ekki vera ódýrastir." - Hvemig stóð á því að þú fórst að selja fólki kostinn á lægra verði en tíðkaðist? Var þetta ekki slæm latína af kaupmanni að vera? „Við kusum það frá viðskiptalegu sjón- Blankheit og rikidæmi - Jóhannes hefur kynnst því hversu ömur- leg kjör sumir meðbræðra og systra okkar eiga við að glíma. Þekkirðu tilfinninguna að vera blankur? „Já, ég þekki hana. Ég var peningalaus áður en við stofnuðum Bónus, en ég átti heimili og Ijölskyldu. Og ég var virkilega peningalaus þegar Von Veritas meðferðar- heimilið í Danmörku fór yfir um. Það var afar erfiður skellur fyrir mig og aðra sem stóðu að þessari tilraun. Það var hug- sjónaglýja í augunum á okkur félögunum, við héldum að þarna mætti flytja út þekk- ingu sem íslendingar höfðu öðlast. Svo reyndist ekki vera.“ - Og þú þekkir tilfinninguna að vera ríkur? „Mér fannst ég vera ríkur í gamla daga, þegar ég fékk draum sovéska verkamanns- ins, Pobeda-bíl í happdrætti DAS, daginn eftir að ég tók bílprófið austur á Mýrdals- sandi. Þann bíl seldi ég og andvirðið fór upp í íbúðarkaup. Mér fannst ég líka ríkur þegar við frændurnir, Eyjólfur og ég, vor- um að gefa út Bennabækurnar og Sayon- ara varð metsölubók í Bókaútgáfunni Loga. Ég var líka að braska við að byggja, fékk þtjár lóðir í Kópavogi og hélt alla vega að ég yrði ríkur. Og auðvitaö kvarta ég ekki yfir laununum hjá Bónus.“ - Þú ert sumsé ekki gráðugur maður, Jó- hannes? „Nei, ég er ekki gráðugur maður. En ég vil vera öruggur með eigin tilveru og fyrir- tækisins. Kannski gæti Bónus hækkað álagninguna um nokkur prósent án þess að fólk tæki eftir því, það væri græðgi. En okkar markmið er að lækka hana frekar en hækka. Með núverandi rekstri höfum við það aldeilis prýðilegt. En ef það er orðið lífsfylling að græða meira og meira í staðinn fyrir að hætta á réttum tíma með ágætan lífeyri og njóta efri áranna, þá finnst mér það varhugavert. Ég hef séð menn vera að safna til elliáranna alveg fram á grafarbakkann. Auðvitað er þetta spurning um hvenær menn eiga að byrja að slaka á og láta aðra um vinnuna. Sjálf- ur er ég alveg inn á því að fara að taka líf- inu með meiri ró. Það eru mörg skemmti- leg áhugamál sem bíða. Það hefur verið sagt að það sé ekkert keppikefli að verða ríkasta líkið í kirkjugarðinum. Ég tek undir það!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.