Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 09.05.1998, Blaðsíða 18
HL- LAUGARDÁGVR 9. Ití A f 1996 POPPLÍFIÐ t LANDINU Tötrastúlkan Tori Amos, eöa Myra Ellen Amos, eins og „íslandsvinurinn" heitir fullu nafni. Komin með nýja og áleitna plötu. Prestdóttirinn og að einum fjórða indíáninn Tori Amos hefur með sinni ljúfsáru söngrödd og sérstæðum pí- anóleik, skapað sér nokkuð einstakan feril á þeim sjö árum eða svo er hún hefur verið á stjái. Hún sló strax í gegn með fyrstu plötunni sinni undir eigin nafni, Little Earthquakes 1991 og er nú svo komið að í Bandaríkjunum einum hefur hún selt þá plötu og hinar tvær sem á eftir hafa komið, í um átta milljónum eintaka. Henni var strax í upphafi líkt við hinar ýmsu tónlistarkonur, t.d. hina skosku Kate Bush og hina kanadísku Joni Mitchell. Mun sitthvað vera til í því, en með sínum djarfa hætti í textasmíðum (sem sumir hafa hreinlega kallað dónalega), einföldum en oftar en ekki djúpstæðum laga- smíðum, hefur henni hins vegar ótvírætt tekist að móta sinn eig- in stíl. Þótt hún hafi ekki verið lengur að en raun ber vitni segir eitt frægt tilfelli kannski alla söguna um það hve vel henni hefur tekist að skapa sinn eigin stíl og hefur haft greinileg og djúpstæð áhrif. Þar er auðvitað átt við Alanis Morrisette, sem ekki aðeins þykir feta í fótspor Tori hvað tónlistarsköpun snertir, heldur þyk- ir líka hafa sótt í smiðju til hennar hvað varðar hina ytri ímynd (þó deila megi reyndar um það). Imynd Tori Amos þykir einmitt hafa átt sinn þátt í framgangi hennar, sem frjálsrar og óháðar ungrar en jafnframt reiðrar konu, sem klædd er nánast í „tötra“ - gamlar gallabuxur og þunnan bol. Hljómar kannski ekki hrífandi en hefur samt haft áhrif. Nú er svo komin út fjórða plata þessar- ar 35 ára gömlu „tötrastúlku" og nefnist gripurinn From the choir girl hotel. Þar kennir ýmissa grasa, ljúfra sem kraftmeiri laga, þar sem textarnir fjalla meðal annars um þá bitru reynslu höfundarins að hafa misst fóstur fyrir rúmu ári. Er því án efa á ferðinni áhrifarík skífa sem vert er að gefa gaum, rétt eins og fyrri verkum Tori Amos. Eins og vera ber þegar vorið er komið og sumarið er að nálg- ast, eru hinir fjölbreytilegustu tónleikaviðburðir um alla Evr- ópu farnir að taka á sig mynd. Flestir þekkja stórhátíðir á borð við Hró- arskelduhátíðina í Danmörku (sem í ár verður að venju glæsileg með u.þ.b. 150 þátttakendum) Glostonbury, T in the park, Reading o.fl. hátíðir í Englandi, sem mjög eru að jafnaði áberandi og hafa fengið mikla umQöIIun. Um þessar hátíðir og aðrar verður kannski fjallað hér síðar, en til að bijóta aðeins upp formið nú, er ekki úr vegi að minnast á stórviðburð fyrir unnendur þyngra rokksins, en hann mun fara fram í Milton Keyns Ball í Englandi 20. júní nk. og kemur að nokkru í stað Gamla rokkkempan Ozzy verður á fullri ferð i sumar á Milton Keynes... hinnar margfrægu Donningtonhá- tíðar, sem legið hefur niðri í að minnsta kosti tvö ár. Það er sjálfur „myrkrahöfðinginn" Ozzy Osbour- ne sem m.a. verður þar í aðalhlut- verki og má segja að um framhald af Ozz-fest sé þama að ræða. Asamt gömlu félögunum í Black Sabbath mun Ozzy verða þarna í sviðsljósinu ásamt mörgum af helstu nöfnunum í harðara rokk- inu. Þarna verða einnig Foo fighters, Dave Grohl og hans kumpánar, Pantera, Soulfly, (nýja sveitin hans Max Cavalera fyrrum söngvara hinnar brasil- ísku Sepultura) Slayer og Fear factory á aðalsviði dagsins, en á öðru sem sérstak- lega er merkt tímaritinu vinsæla Kerrang verða svo nöfn á borð við Coal Chamber, Life of agony og Human waste project. Fyrir gamla „þungarokksblesa“ sem sakn- að hafa Donnington en vilja áfram kom- ast á eitthvað spennandi er þetta því kjör- inn valkostur. Bonn/e Raitt lætur nú að sér kveða með nýrri plötu eftir fjögurra ára h!é. Marglofuð merkiskona Hin framúrskarandi og margrómaða tónlistarkona frá Bandaríkjunum Bonnie Raitt, hefur ekki í um Ijögur ár sent frá sér nýja plötu, eða frá því að Longing in their hearts sá dagsins Ijós. Hún hefur þó aldeilis ekki setið auðum höndum heldur verið dugleg við að halda tónleika á þessum tíma og koma fram með öðrum og/eða spila með þeim inn á plötur. I hópi þessara lista- manna eru til dæmis Robert Cray, Buddy Guy, John Lee Hooker, Dr. John, Pops Staples og Maria Mudaur. Allt þekktir listamenn í blús, rokk, sál- ar og/eða sveitatónlist. Bonnie er margverðlaunuð fyrir sín verk, hefur t.d. fengið Grammyverðlaun oftar en einu sinni og sem „Slidegítarleikari" (leikið á gítarinn með gler- eða málm- hólki á fingrum þeirrar handar sem hvílir á gítarhálsinum) er hún auðvitað margverðlaunuð og viðurkennd sem einn sá færasti á því sviði. Bonnie hef- ur svo meðfram öllu ofangreindu sank- að að sér hugmyndum fyrir njju plöt- una og unnið hana í rólegheitum. Hún hefur nú litið dagsins ljós og ber heitið Funddamental. Þar kennir ýmissa grasa að vanda, blús, rokk, sveitarokk og allthvaðeina, eins og oftast áður, en nú þykir henni að mati margra gagn- rýnenda hafa tekist einkar vel upp. Er það gleðiefni ef rétt reynist, því fáir eru hressilegri en Bonnie Raitt á þessum vettvangi þegar að hún er í stuði. Sér til fulltingis á plötunni við lagasmíð- arnar hefur hún m.a. Los Lobos, John Hiatt, JB Lenoir auk þess sem allavega eitt laganna er samið af Bonnie með hinum látna blúskóngi WiIIie Dixon. Horfin á braut Eins og fram hefur komið í frétt- um á síðustu vikum hafa verið að kveðja þetta líf frægar persónur sem tengjast tónlistinni á ýmsan hátt. Þar er átt við sveitatónlistar- söngkonuna Tammy Wynette, sem Iést úr blóðtappa, Lindu McCartney og loks trommuleikarann Cozy Powell, sem lést eftir að hafa ekið bifreið sinni á tré fyrir nokkrum vikum. Með fullri virðingu fyrir konunum tveimur og þeirra að- standendum, verður fráfall Powells að teljast öllu meiri missir fyrir tónlistina en þeirra. Var Cozy Powell fallinn aldur fram. Það legt hann tvímælalaust einn af betri og virtari trommurum rokksins og af mörgum talinn einn af fáum sem náð hafði að móta sinn eiginn stíl. Cozy Powell gerði garðinn frægan með ófáum stórsveitum, m.a. Rainbow, Michael Schenker group, Black Sabbath o.m.fl. Síð- ast var hann svo ásamt fleiri góð- um mönnum með blúsgítarhetj- unni Peter Green í sveitinni Splinter. A sínum tíma valdi Powell á milli tónlistarinnar og að verða kappakstursmaður, en sem slíkur þótti hann mjög efnilegur. verður því að teljast nokkuð kaldhæðnis- hvernig andlát hans bar að garði. frá fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.