Dagur - 09.05.1998, Page 6

Dagur - 09.05.1998, Page 6
VI -FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1998 4 SDnpr MINNINGARGREINAR Ingíbjörg Friðgeirsdóttir Hofsstöðum Ingibjörg Friðgeirsdóttir fædd- ist í Borgarnesi 14. október 1906 og lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Friðgeir Sveinbjamarson, f. 25. júní 1876, d. 4. september 1933, bóndi í Selmóum í Álfta- neshreppi og verslunarmaður í Borgarnesi um skeið, og kona hans, Ingibjörg Lífgjarnsdóttir, f. 10. september 1881, d. 26. október 1906. Ingibjörg ólst upp á Ytri- Bauðamel í Eyjahreppi, og voru fósturforeldrar hennar bjónin Gestur Guðmundsson, f. 9. september 1878, d. 25. júní 1962, og Ólöf Guðný Svein- bjarnardóttir, f. 30. ágúst 1878, d. 10. maí 1968. Ingibjörg giftist hinn 16. apríl 1927 Friðjóni Jónssyni, bónda á Hofsstöðum í Alfta- neshreppi, f. 7. nóvember 1895, d. 15. febrúar 1976. Börn þeirra Ingibjargar og Friðjóns: 1) Gestur, svæðis- stjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, búsettur í Keflavík, f. 27. júní 1928, kvæntur Nönnu Jó- hannsdóttur, f. 20. apríl 1936. Þau eiga fjögur börn. 2) Ólöf, f. 21. janúar 1930, húsfreyja í Eystri-Leirárgörðum, gift Guð- mundi Hannesi Einarssyni, f. 20. mars 1920. Þau eiga þrjú börn. 3) Friðgeir, ýtustjóri í Borgamesi og stundaði búskap um skeið, kvæntur Sigríði Björk Einarsdóttur, f. 1. mars 1943 (skildu). Þau eiga Qögur börn. 4) Jón, f. 16. september 1939, bóndi á Hofsstöðum, ókvæntur. Ingibjörg átti heima á Hofs- stöðum frá 1927 til dauðadags. Hún hafði á löngu árabili margvísleg afskipti af félags- málum, meðal annars á vegum Hestamannafélagsins Faxa, Kvenfélags Alftaneshrepps og Byggðasafns Borgarfjarðar. Ljóðskáld. Hefur meðal annars verið birt efni eftir hana i nokkrum safnritum. Útför Ingibjargar fór fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 28. apríl síðastliðinn, og var jarðsett að Alftanesi síðdegis sama dag. Sá sem til skamms tíma hefur átt orðastað við Ingibjörgu á Hofsstöðum eða Immu, eins og hún var jafnan stuttnefnd af góð- vinum, gat að líkindum orðið fyr- ir þeirr reynslu að gleyma því að hér var nokkuð öldruð kona á ferð miðað við þá mælistiku sem Iögð er á mannsævina á flestum tímum. Þessu hafa eflaust valdið fleiri eðlisþættir en einn, en leiftrandi glaðværð hennar og meitluð eða kannski öðru fremur langþjálfuð tjáningargáfa gera það að verkum að persónan gleymist ekki þó árin líði. Ingibjörg var góður fulltrúi þeirrar æsku sem var að vaxa úr grasi þegar fyrsti fimmtungur yf- irstandandi aldar hafði lokið göngu sinni. En rás tímans skap- aði ný hlutverk, ólík aldagömlum venjum og hlýtur að koma til greina að gera því skóna að ef til vill hafi enginn níutíu ára aldurs- flokkur sögu okkar náð að verða áhorfandi og þátttakandi þvílíkra breyinga á þjóðarhögum sem þeir er fæðst hafa á öndverðri öld og eru næstum komnir að því að sjá henni ljúka. Þegar Ingibjörg minntist upp- runa síns á góðum stundum mælti hún margoft svo með bros á vör að hún væri „þorpari". Hér kom sú endurminning við sögu að Borgarnes, sem á tíð okkar er nú lifum hefur verið vaxandi þéttbýlisbyggð, var einu sinni lít- ið þorp. Og við þann mannlífs- grunn kenndi Ingibjörg sig af svo miklum gáska í hinni umgetnu tilvitnun. Þar fæddist hún hinn 14. október 1906. Það má segja að ættstofninn hafi staðið traustum fótum á Mýrunum Ianga hríð, þó Ieiðirn- ar hafi einnig legið til fleiri átta, til dæmis inn í Hnappadalinn. Friðgeir Sveinbjarnarson, faðir Ingibjargar, var Alfthreppingur að uppruna, sonur Sveinbjarnar Sig- urðssonar og Þórdísar Guð- mundsdóttur í Selmóum og bóndi þar um skeið. Þetta býli, sem byggðist um 1890 en hefur nú í hálfan níunda áratug heyrt sögunni til, snerti upphafsár Ingibjargar þó eilítið meira, því þar bjuggu fósturforeldrar henn- ar fáein ár. Friðgeir var á tímabili verslunarmaður í Borgarnesi. Móðir hennar og nafna, Ingi- björg Lífgjarnsdóttir, átti upp- runa sinn einnig á svipuðum slóðum. Var hún næstelsta barn foreldra sinna, Lífgjarns Hall- grímssonar og Ingveldar Jóns- dóttur, og eina dóttirin sem upp komst ásamt fjórum bræðrum. En það átti ekki fyrir henni að liggja að skapa sér farsæla ævi í hlutverki eiginkonu og móður. Einungis tólf dögum eftir fæð- ingu dótturinnar sem nú er að kveðja, var hún öll, nálega hálf- þrítug að aldri. Lífgjarn, afi Immu, bjó víða, eins og títt var um bændalið. Um átta ára skeið, síðustu árin fyrir aldamót, bjuggu þau hjónin í Syðri-Hraundal ásamt afa mín- um og ömmu. Var þar náin vin- átta með frændsemi og svo mikill samgangur milli hinna tveggja bæja að stundum mun hafa verið líkara því að um eina fjölskyldu væri að ræða. Ingveldur, kona Lífgjarns, var bóndadóttir frá Klettakoti, enn einu smábýlinu sem nú er horfið úr byggð, en það stóð spölkorn suður af túni á Grímsstöðum. Við hin snöggu umskipti er orðin voru við fráfall Ingibjargar Lífgjarnsdóttur gerðist það að mágkona hennar, Olöf Guðný Sveinbjarnardóttir, tók ásamt manni sínum, Gesti Guðmunds- syni að sér meyjuna ungu, bróð- urdóttur sína, og það ekki til neinna bráðabirgða. Þau Olöf og Gestur áttu eftir að búa saman á Ytri-Rauðamel tæp fimmtíu ár, og þar ólst Ingibjörg upp til full- orðinsára. Víst var að æskustöðv- arnar voru henni kærar, og ræddi hún jafnan með innilegum hlý- leika um þau mótunaráhrif er hún öðlaðist á þeim árum. Ingibjörg giftist tvítug að aldri Friðjóni Jónssyni, bónda á Hofs- stöðum, og stóð brúðkaup þeírra 16. apríl 1927. Friðjón var sonur hjónanna Jóns Samúelssonar og Sesselju Jónsdóttur, búenda á Hofsstöðum. Hann lést á önd- verðu ári 1976. Þau Hofsstaðahjón eignuðust fjögur börn. Elstur er Gestur, svæðisstjóri hjá Vinnueftirliti rfk- isins, búsettur í Keflavík, þá Ólöf, húsfreyja í Leirárgörðum, síðan Friðgeir, vinnuvélastjóri í Borgar- nesi, Iátinn fyrir fjórum árum, og Jón bóndi á Hofsstöðum. Þá mynda nú yngri ættliðir fjölskyld- unnar íjölmennt lið sem Ingi- björgu var mjög kært. Hér verður ekki fjölyrt um störf Ingibjargar sem húsmóður, sem öll voru unnin með prýði, en skylt að geta þess að nokkru sem hún gaf af sér í félagslífi fyrir sveit sína og hérað. Allir sem þekktu hana vissu að hún unni hestum og hestamennsku, og þá um- gekkst hún eftir föngum meðan orka leyfði. Málefni bestamanna í heimahéraði studdi hún, og þar kom að hún var kosin heiðursfé- lagi Hestamannafélagsins Faxa. Frá persónulegum sjónarhóli finnst mér það skemmtilega táknrænt að þegar Ingibjörgu bar fyrir augu mín í fyrsta sinn leit ég hana á hestbaki. Mun það hafa verið við kirkjuathöfn á Ókrum. Þá var hún fulltrúi Sambands borgfirskra kvenna í stjórn Byggðasafns Borgafjarðar um árabil, og þegar að því kom að rudd væri braut fyrir stofnun Kvenfélags Alftaneshrepps var hún kvödd til að takast for- mennskuna á hendur. Þetta var árið 1962, en á sama tíma, um miðjan maí það ár, stofnuðu kon- ur í Hraunhreppnum kvenfélag sitt, eins og nýlega hefur verið getið í minningargrein um fyrsta formann þess. Með mánaðar millibili hefur því fyrsti formaður hvors þessa nágrannafélags um sig horfið af sviði mannlífsins, en öruggt er að upphafstíð þessara athafnasömu félaga Iofaði þegar góðu undir stjóm þeirra. Ingi- björg varð síðar heiðursfélagi í kvenfélagi sveitar sinnar, og segir það allt um það hvers hún var þar metin. Þegar hið stórfellda sjóslys varð undan Mýrum haustið 1936 kom Ingibjörg á vettvang til hjálpar hinum öldruðu hjónum í Straumfirði og fóstursyni þeirra við hjúkrun eina skipverjans af Pourqio Pas? sem komst lífs af úr hinum grimmilegu fangbrögðum við hafið undan Mýraströnd. Og í hugum fólks hefur hún með ein- hvers konar dulræðum hætti tengst þessum atburði, en á þeirri stundu var það aðalatriðið í hugum þeirra sem að unnu að síðari þátturinn yrði gifturíkari hinum fyrri. Það tókst, maðurinn lifði og átti fjölmörg ár fyrir höndum í heimalandi sínu. Frá þessum atburðum, eins og þeir vissu við Ingibjörgu, hefur hún margoft skýrt, og aldrei liðu henni þessir átakaviðburðir úr minni. Þess var áður getið að Ingibjörg hefði verið mikil hestamann- eskja, og í „Faxa“, hinu frábæra riti Brodda Jóhannessonar um ís- lenska hestinn, segir höfundur, er hann kynnir ritgerð hennar, að hún sé „hestelskari og hestfærari en almennt gerist". En grein sú frá hennar hendi sem á eftir fylg- ir er birt undir yfirskriftinni „Brá hún af stalli stjórnbitluðum“. Þar segir hún að hestar og bækur hafi verið þau fyrirbæri sem tekið hafi hug hennar fanginn á bernskutíð. Og Ingibjörg var stílfær. Það get- ur hver og einn sannfærst um sem les þessa ritsmíð hennar. Annað atriði var orðfærnin, Iétt og leikandi framsetning í samtöl- um, krydduð hnyttinni gaman- semi, jafnt um Iiðna atburði og líðandi stund. Ljóðin lágu henni einnig á tungu, og vil ég sérstak- Iega minnast Lyngbrekkuljóðsins, sem ort var nokkru fyrir vígslu fé- Iagsheimilisins og flutt af henni sjálfri rétt um leið og hulunni var svipt af nafn hússins. í því ljóði er svo geislandi bjartsýni og eldleg hvatning að ekki væri Mýra- mönnum sæmandi annað en geyma sér það vel í minni. Ingibjörg var sömuleiðis ágæt- ur upplesari. Virtist hún hafa þann hæfileika að gera efni og rödd að óaðskiljanlegum eining- um í flutningi, og vil ég hér að- eins minnast þess er hún fór með fjörutíu erinda ljóðið „Stjörnu- fák“ eftir Jóhannes úr Kötlum á þorrablóti fyrir fjölmörgum árum. Sá lestur hygg ég að gleymist engum er á hlýddi. Síðustu árin urðu Immu erfið, en heima naut hún stöðugrar umönnunar Jóns sonar síns, þar til þrek hennar dvínaði að því marki að dvöl á sjúkrahúsi hlaut að verða fyrírliggjandi áfangi. Og rétt um sama leyti árstíma og hún gekk til brúðkaups sfns forðum lauk hún veru sinni hér, án efa sátt við tilveruna og lífið í heild. Mér koma að lokum í hug vís- ur hennar tvær, sem mér finnst staðfesta vorhug hennar og það hugboð mitt að á þeim árstíma hefði hún helst getað hugsað sér að birta sína síðustu kveðju: Alltaf hefur birtan betur, burtu hrekur sortaský. Eftir kaldan klakavetur kemur sól og vor á ný. Hækkar þor mót heiðíkjunni, Hún Anna var til grafar borin 30. apríl, langt um tíma fram, að okkar mati sem kynntumst henni vel í starfi, eins og við félagarnir í Vinafélagi Sjúkra- húss Reykjavíkur gerðum. En Anna var stofnfélagi og í stjórn fyrstu fimm árin, auk þess sem við nutum þess vegna krafta Atla einnig og síðar Astu Atladóttur og Gunnars Atlasonar, en þau unnu með okkur um nokkurra ára skeið eftir að Anna og Atli fluttu til Bandaríkjanna. I félagi þar sem öll vinna er unnin sem sjálfboðastarf er brennandi áhugi og geta til að draga aðra með sér í verkefn- um alveg ómetanleg, og þannig var Anna alla tíð. Verk hyljast spor sem vetur olli. Upp úrfor og flatneskjunni finn ég vorið skjóta upp kolli. Mér er kunnugt um þijú borg- firsk ljóðasöfn sem birt hafa meira og minna eftir Ingibjörgu, en auk þess er tæpast efamál að hún muni hafa átt sitt af hveiju í handritum þótt hún segði stund- um kunningjum að skáldskapur- inn væri ekki mikill að vöxtum. Það er ekki leyndarmál að ég, sem er höfundur að þessum lín- um, átti mér nú hin síðari ár það takmark að ná að færa í letur æviminningar Ingibjargar á Hofs- stöðum. Voru ýmsar ferðir farnar á löngum tíma til hljóðritunar samtala, og verð ég að telja að mikið af verðmætu efni næðist þar saman. Má álíta að sú niður- staða að ekki náðist að afla efnis í heila bók hafi fyrst og fremst orðið vegna stopulla samfunda í Ijósi þess að ekki var byrjað nógu snemma að bjarga þeim fjársjóði sem lengi fram eftir hélst óskert- ur. Já, Imma á Hofsstöðum er horfin okkur og verður nú lögð til hvílu hjá eiginmanni, syni og öðr- um kærum ættmennum í Alfta- neskirkjugarði. Frá Alftanesi sér vítt yfir land og sjó, og það var í anda Immu að sjá víðáttuna til allra átta. Fyrir nærfellt tveimur öldum dreymdi ungan mann vestur við Djúp að honum væri sýndur kirkjugarðurinn þar sem hann ætti í fyllingu tímans að bera beinin. Fluttur suður á Mýrar fann hann þennan stað, sem kom algerlega heim við draumsýnina, en það var kirkjugarðurinn á Alftanesi. Maðurinn var Úlfar Lífgjarnsson, Iangalangafi kon- unnar öldnu sem við kveðjum nú. Megi hún hvíla í friði. Kærar þakkir fyrir allt sem hún gaf. Bjarni Valtýr Guðjónsson. sem manni fannst fráleitt að hægt væri að koma í gegn reyndust bara aðeins erfiðari en hin þegar Anna var með í ráðum. Áhrif Onnu voru alltaf þessi ódrepandi áhugi, hvatning og ósérhlífni í hverju einu sem upp kom en þurfti og varð að takast á við. Um leið og við sendum fjöl- skyldunni samúðarkveðjur á erfiðri stund, þökkum við fyr- ir góð kynni og gott samstarf. Fyrir stjórn Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur, Egill Skúli Ingibergsson formaður, Reynir Ármannsson ritari. Aima G. Bjamason 4- 1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.