Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 12

Dagur - 09.05.1998, Qupperneq 12
XII -LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 Andlát Auðunn K. Magnússon Skjólbraut 7a, lést á Sjúkra- húsi Akraness Iaugardaginn 25. apríl. Ágúst Vilhelm Oddsson frá Akranesi, Sjávargrund 9b, Garðabæ, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. apríl. Ami Guðgeir Sveinsson frá Barðsnesi í Norðfirði andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 4. maí. Ása Hjartardóttir lést á Sjúkrahúsi Akraness mánu- daginn 4. maí. Ásta Vestmann frá Akranesi Iést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 6. maí. Bergur Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri lést á hjúkrunarheimilinu Klaust- urhólum, IGrkjubæjar- klaustri, þriðjudaginn 5. maí. Brynjólfur Björnsson Söndergade 17, Hirtshals, Danmörku, er lálinn. Gunnlaugur Birgir Daní- elsson sölustjóri, Kötlufelli 9, lést þriðjudaginn 28. apríl. Hreína Pjetursdóttir and- aðist á Landspítalanum að- faranótt þriðjudagsins 28. apríl. Indriði Jónsson frá Patreks- firði, til heimilis að Háaleit- isbraut 16, Reykjavík, Iést að heimili sínu aðfaranótt 30. apríl. Ingólfur Gíslason Ysta- Skála, Vestur-Eyjafjalla- hreppi, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. maí. Jón Magnússon Vesturbergi 78, andaðist á Borgarsjúkra- húsinu sunnudaginn 3. maí. Pétur Gunnar Stefánsson útgerðarmaður, Fálkagötu 9, lést á Hrafnistu í Reykja- vík þriðjudaginn 5. maí. Sigurbjörn Ragnar Guð- mundsson Ránargötu 6, Reykjavík, andaðist þriðju- daginn 28. apríl. Sigurður Jónsson Hring- braut 72, Hafnarfirði, Iést á Kanaríeyjum mánudaginn 27. apríl. Sigurður Orn Bogason cand. mag. Iést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 1. apríl. Solveig Guðmundsdóttir Hvassaleiti 46, Reykjavík, lést á Hrafnistu þriðjudag- inn 5. maí. Stefán Pálsson Hafnar- braut 23, Hólmavík, lést á sjúkrahúsinu í Hólmavík þriðjudaginn 5. maí. Stefán Örn Kárason fyrr- verandi póstfulltrúi, Mel- gerði 26, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum að kvöldi föstudagsins 1. maí. Þórunn Ingibjörg Þórðar- dóttir Jöldugróf 14, Reykja- vík, lést þriðjudaginn 21. apríi. Ögmundur Guðmundsson fyrrv. yfirtollvörður, áður til heimilis í Lálandi 11, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 2. maí. MINNINGARGREINAR Elna Ólafsson Elna Ólafsson fæddist í Binds- lev í Vendsyssel á Norður-Jót- landi hinn 21. júní 1912. Hún andaðist á Landspítalanum 20. mars sl. Foreldrar hennar voru hjónin Hanna og Senius Johannes Christiansen, óðals- bóndi í Bindslev og víðar. Elna lauk venjulegu skólanámi en sótti síðan námskeið í ýmsum greinum, vann við verslunar- störf bæði heima fyrir og í Kaupmannahöfn. Hún stund- aði mikið fimleika og tók víða þátt í sýningum með fimleika- flokki sínum. Elna giftist Jóni Unnsteini Ólafssyni frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal hinn 25. september 1937, sem þá var að Ijúka námi við Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn. Ungu hjónin fluttu til Islands sumar- ið 1938 en þá hafði Unnsteinn verið skipaður skólastjóri við hinn væntanlega garðyrkju- skóla að Reykjum í Ölfusi. - Börn þeirra hjóna eru fimm: 1. Ólafur Jóhannes, f. 7. apríl 1939, d. 9. sept. 1996. Hann var kvæntur Erlu Gunnlaugs- dóttur. Þau skildu. Synir þeir- ra: a) Unnsteinn, sambýlis- kona Berglind Hilmarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Önnu Björk. b) Gunnlaugur. 2. Grét- ar Jóhann, f. 5. nóvember 1941, lcvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur. Eiga þau þrjú börn. a) Fjóla, gift Helga H. Helgasyni. Börn þeirra: Ásta Karen, Lilja Dögg og Haukur Steinn. b) Kristín. Sambýlis- maður Arnar Freyr Guð- mundsson. c) Unnsteinn. 3. Reynir, f. 29. júní 1945. 4. Bjarki Aage, f. 15. desember 1947. 5. Hanna, f. 17. júní 1951, gift Eyjólfi Valdimars- syni. Böm þeirra: Steinunn Elna og Jóhann Valdimar. Unnsteinn Ólafsson andað- ist 22. nóvember 1966. Tveim- ur árum seinna fluttist Elna til Reykjavíkur og átti þar heima æ síðan. Utför hennar var gerð frá Dómkirkjunni 27. mars sl. Til hverrar sögu ber nokkuð og ástæðuna til Islandsfarar frú Elnu Ólafsson má í rauninni rekja til þess, að á Alþingi 1936 var samþykkt frumvarp um stofnun garðyrkjuskóla og mun fyrsti flutningsmaður þess hafa verið séra Sigurður Einarsson. Var svo fyrirmælt í frumvarpinu að skólanum skyldi valinn staður að Reykjum í Ölfusi en árið 1930 hafði Jónas Jónsson beitt sér fyrir því, að ríkið keypti Reykjatorfuna í Ölfusi. Lá nú næst fyrir að finna forsjármanna hinnar nýju menntastofnunar garðyrkjumanna. Ungur Vestur- Húnvetningur, Unnsteinn Ólafsson frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, hafði lokið námi við garðyrkjudeild danska Landbún- aðarháskólans vorið 1938, með framúrskarandi góðri einkunn, fyrstur Islendinga, sem lauk slíku námi. Jónas Jónsson var f sífelldri leit að ungum og efni- legum mönnum, sem hann síð- an leitaðist við að efla til áhrifa. Uti í Danmörku hafði borið saman fundum þeirra Jónasar og Unnsteins og hvatti Jónas Unn- stein eindregið til þess að sækja um skólastjórastöðu við hinn væntanlega garðyrkjuskóla. „En ég gat ekkert boðið og engu lof- að,“ sagði Jónas. Nú stóðu þau Unnsteinn og hin unga brúður hans á örlagaríkum vegamótum. Ytra átti hinn ungi garð- yrkjukandidat úr Víðidalnum ýmissa góðra kosta völ. En hvað beið hans heima? Voru líkur til þess að hann fengi notið þar menntunar sinnar og hæfileika? Var framtíðin þar ekki óráðin gáta? Og hvernig mundi hin unga kona hans una sér í nýju, óþekktu og gerólíku umhverfi? Og kannski var það stærsta spurningin? „Eg lagði þetta alveg í hennar vald,“ sagði Unnsteinn mér síðar. „Ekki veit ég hvort hún hefur með einhverjum hætti skynjað það, að mig lang- aði heim. En afstaða hennar réði úrslitum. Hún hvatti mig til þess að fara heim og takast þar á við ný verkefni og ég vissi, að þar mundi hún ekki liggja á Iiði sínu.“ Og Islandsförin var afráð- in og Unnsteini falin stjórn hins væntanlega garðjarkjuskóla. Það var svo í ársbyrjun 1939, sem þau hjón fluttu í Reyki og skól- inn var settur og tók til starfa á sumardaginn fyrsta. Og nú gerðust þau hjón land- nemar í bókstaflegum skilningi þess orðs. Fátt eitt var fyrir hendi, sem gerði það um sinn unnt að reka þarna garðyrkju- skóla, sem risið gæti undir nafni. Flest þurfti að reisa frá grunni. Þarna var t.d. aðeins eitt gamalt íbúðarhús og ekki stórt. Inn í það fluttu þau hjón og um árabil var það bústaður skólastjóraþöl- skyldunnar, auk þess sem starfs- fólk bjó þar einnig. - Jú, ég neita því ekki, að mér brá nokkuð í brún þegar ég sá allar aðstæður, sagði frú Elna. En þess varð samt sem áður síður en svo vart, að hin unga landnemakona setti fyrir sig þær aðstæður, sem henni voru búnar í hinum nýju heimkynnum. Frú Elna var ákaflega hlý og elskuleg kona. Hún minnti mig ávallt á sólargeisla, brosmild, hlédræg, hógvær. Hún stóð ávallt við hlið manns síns í öllu hans mikla sköpunarstarfi á Reykjum. Hún bjó fjölskyldu sinni gott og fallegt heimili og þangað þótti Unnsteini skóla- stjóra gott að hverfa að enduð- um löngum og ströngum vinnu- degi. Hlutur hennar í fram- kvæmdum og uppbyggingu á Reykjum á mótunarárum skól- ans er mikill þótt hann kunni að dyljast öðrum en nákunnugum, því „hinn fórnandi máttur er hljóður." Unnsteinn skólastjóri andaðist sem fyrr segir 22. nóvember 1966, aðeins 53 ára að aldri. Árið 1968 flutti frú Elna til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. En í raun og veru hvarf hún aldrei frá Reykjum. Sonur þeirra Unnsteins, Grétar, tók við skólastjórninni þar að föður sín- um önduðum, og hefur ríkt þar síðan. Þannig hefur unga konan, sem hingað kom til Iands frá Norður-Jótlandi fyrir 60 árum orðið einskonar guðmóðir þess merkilega menningarstarfs, sem unnið hefur verið á Reykjum. Það er óbrotgjarn minnisvarði. Magnús H. Gíslason. Aðalbjörg Vilfríðiir Karlsdóttir Fædd 29. ágúst 1925, dáin 3. mars 1998. Með henni er gengin góð kona og farsæl. Hún hefur háð harða og vonlitla baráttu við hinn mikla vágest sem herjar svo víða, og sýnt frábært hugrekki og æðru- leysi svo að vinir og vandamenn dást að. Við Aðalbjörg höfum átt sam- leið um langan aldur. Við lékum okkur fyrst saman innan við fimm ára aldur, á ytri bakkanum á Húsavík þar sem við áttum heima hlið við hlið í Dverga- steini, á heimili foreldra hennar, Karls Emils Gunnarssonar og Dagrúnar Jónsdóttur. Þau voru mikil sæmdarhjón og áttu fallegt og friðsælt heimili, þar sem mér finnst að alltaf hafi verið sólskin inn um gluggana og fagurt útsýni yfir til Kinnarljallanna í vestri. En á heimilinu bjuggu þá líka foreldrar Dagrúnar, Jón Frið- finnsson og Aðalbjörg Benedikts- dóttir, afi og amma hennar Lillu vinkonu minnar, sem voru svo skemmtileg og okkur börnunum svo hlý og góð. Jón var frá Kota- mýrum í Kinn, en hafði flutt frá Vargsnesi til Húsavíkur, svo að oft var skyggnst yfir flóann og riíjaðar upp minningar frá þess- um afskekktu bæjum. Stundum léku þau gömlu hjónin við okkur í eldhúsinu. Við sátum á gólfinu og gerðum ýmsar kúnstir, svo sem að reisa horgemling eða spyrja flösku um ýmis óræð.efni. Og Jón var hagleiks smiður, hann hafði meðal annars smíðað skauta úr hrossleggjum sem við Lilla fengum að fara með út á Höfðatún og æfa okkur þar á frosnum tjörnum og hjarni. Þetta voru góð ár og áhyggjulaus æska. Og gott var að koma heim á myndarheimilið hennar Dagrún- ar og fá heitar kleinur eða Iumm- ur eftir kaldsama leiki úti í vetr- arkuldanum. Þegar við stækkuð- um var hlaupið í París eða bolta- leiki ýmis konar. Svo var hægt að skreppa niður í Ijöruna og heim- sækja þá sem voru að stokka lín- una og fá að læra hjá þeim hand- tökin eða heyra skrýtlur og sögur. Þetta var sannkallaður ævintýra- heimur fyrir börn. Síðan fylgdumst við að í barna- skóla ásamt mörgum góðum stallsystrum okkar og félögum og áttum þar góðar og lærdómsríkar stundir undir handleiðslu hinna ágætustu kennara sem þá voru á Húsavík að ógleymdum skóla- stjóranum Benedikt Björnssyni, sem áreiðanlega var einn mikil- hæfasti skólastjóri og fræðimað- ur á sínu sviði og sínum tíma. Og svo kom að hinum eftir- minnilega áfanga fermingunni hjá séra Friðrik A. Friðrikssyni, sóknarprestinum og hugsjóna- manninum, sem jafnframt var svo hlýr og skemmtilegur við okkur börnin. Margar ljúfar og góðar minningar áttum \dð frá þessum tímum sem við Lilla gát- um minnst og glaðst við á efri ár- unum. Aðalbjörg stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum. Hún var vel gefín og einkar hög til allra verka, ekki síst fim við alla fíngerða handa- vinnu. Um margra ára skeið vann hún við afgreiðslustörf í Kaupfé- lagi Þingeyinga og ávann sér traust jafnt yfirmanna sinna sem viðskiptavinanna. Hún var ein af stofnendum Kvenskátafélags Húsavíkur, sem frú Gertrud Frið- riksson stofnaði 1940, og vann í því félagi af áhuga og samvisku- semi eins og öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Síðar Iagði Aðalbjörg leið sína til Kaupmannahafnar og stund- aði nám í hannyrðum við Haand- arbejdets Fremme og lauk þaðan kennaraprófi. Þessi ferð reyndist henni heilladrjúg, því að þarna kynntist hún manni sínum, Ólafi Halldórssyni handritafræðingi. Þau giftu sig 1957 og bjuggu fyrst í nokkur ár í Kaupmanna- höfn þar sem Ólafur vann við út- gáfustörf og háskólakennslu. Þar fæddust börnin þeirra þrjú, og Aðalbjörg rækti heimilisstörfin og barnauppeldið af mikilli skyldurækni og myndarskap eins og hennar var von og vísa. Heim- ilið stóð jafnan opið öllum vinum og vandamönnum þeirra, og margir Islendingar á ferð í Höfn eða fræðimenn, sem sækja vildu fróðleik til húsbóndans, fengu þar ætíð höfðinglegar móttökur. Síðan mættust leiðir okkar Að- albjargar aftur er menn okkar unnu náið saman við íslensku handritin í Árnastofnun, en það hafa þeir nú gert um nær 40 ára skeið. Margar ánægjustundir höfum við átt saman í hópi vina og vandamanna, bæði í heima- húsum og með bekkjarfélögum frá M.A. 1946. Ólafur og Aðal- björg hafa verið glaðleg í fasi og reiðubúin að sýna sína eðlislægu gestrisni, og Ólafur með hnytti- legar kímnisögur sínar á reiðum höndum. Því munu margir minnast þeirra með þakklæti nú á þessari kveðjustund og senda Ólafi hlýjar hugsanir. Auk alls þessa höfum við Aðal- björg starfað saman við próf- gæslu í H.I. á undanförnum 10 árum. Þar kom einnig fram hin góða samviskusemi hennar og glöggskyggni. Ætíð var hún glöð og hressileg, en athugul og traust og fylgdist grannt með öllu sem fram fór, eins og til var ætlast. Margir sem með henni hafa starfað að prófgæslunni sakna hennar nú og þakka samveruna. Ólafi bekkjarbróður mínum og börnum þeirra Aðalbjargar og fjölskyldum þeirra og öðrum vandamönnum sendum við hjón- in innilegar samúðarkveðjur nú á skilnaðarstund. En minning Að- albjargar Iifir skýr og glaðleg í hugum vina hennar um ókomna daga. Sigríður Kristjánsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.