Dagur - 12.05.1998, Side 2

Dagur - 12.05.1998, Side 2
18 — ÞRIDJUDAGUR 12. MAÍ 1998 .Tkgpr LIFIÐ I LANDINU SMATT OG STORT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Páll Pétursson Svavar Gestsson. GULLKORN ,Já, Alþýðuflokk- urinn, eða full- trúar hans, urðu til þess að hægt var að opna þessa Bónusbúð í Skútuvogi. Það var atkvæði Bryndísar Schram í hafnarstjórn Reykjavíkur sem réði úrslitum um að hægt var að opna búðina hérna, hverfið er skilgreint sem hafnarsvæði.“ Það var málefnalegt Mikið hefur verið rætt um það sem margir kalla málþóf á Alþingi undanfarið. Eg vil kalla það málalengingar. Þessar málalengingar hafa að vonum pirrað Pál Pétursson félagsmálaráð- herra, enda þurfti hann að sitja undir öllum ræðunum þar sem sveitarstjórnarlagafrum- varpið er flutt af honum. Páll var eitthvað að býsnast yfir málalengingunum á dögunum en var þá spurður hvort hann væri búinn að gleyma eigin þætti í EES-samninga málinu fyrir nokkrum árum. Þá var hann í stjórnar- andstöðu og talaði allra manna oftast og lengst. „Jú, ég man vel eftir því,“ sagði Páll, „en það voru málefnalegar umræður." Alveg að brotna í sundur Fimm ára gömul stúlka sat í fanginu á afa sín- um sem hún heldur mikið uppá og ber um- hyggju fyrir. Afinn er mjög hrukkóttur i andliti og stúlkan strauk með litlu puttunum sínum mjúklega yfir hrukkurnar á afa og sagði síðan áhyggjufuíl á svip. „Afi minn, þú ert orðinn ofsalega gamall, en amma er ekki svona göm- ul.“ Afinn spurði hvers vegna hún segði þetta. „Þú ert orðinn svo sprunginn í andlitinu að þú ert alveg að brotna í sundur en amma ekki,“ sagði sú stutta. Vitinn eða vasaljósið Svavar Gestsson fór fögrum orðum i ræðu á Alþingi um afstöðu Olafs Arnar Haraldssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, til frum- varpsins um sveitarstjórnarlög. Sagði hann standa eins og vita upp úr hópi stjórnarþing- manna í málinu. Þá orti Sighvatur Björgvins- son: Ólafurfær allra hrós er að vonurn glaður. Ekki viti en vasaljós varla hærri maður. Æði miidð þrek sem þarf Það hefur ekki farið fram hjá alþjóð að litlir kærleikar eru milli þeirra Sverris Hermanns- sonar, fyrrum bankastjóra, og Finns Ingólfs- sonar viðskiptaráðherra. Auðvitað hafa hagyrð- ingar leikið sér með Sverris-mál, hjá því gat ekki farið. Mér barst nýlega í hendur vísa merkt G sem er ort í orðastað Sverris Her- mannssonar: Æði mikið þreli sem þarf, á það ég ykkur minni, að eiga bæði æru og starf undir þessum Finni. Egill Skúli Ingi- bergsson hefur unnið mikið starf síðustu 15 árin í Vinafélagi Sjúkra- húss Reykjavíkur. Spítalalíf Vinafélag Sjúkrahúss Reykjavíkur er orðið 15 ára gamalt. Brynjólf- ur Jónsson fékk hugmyndina og átti heiðurinn að stofnun þess, en hann fékk í lið með sér ýmsa þekkta menn úr borgarstarfinu og fólk úr starfsliði sjúkrahúss- ins. A meðal þeirra sem hann leitaði til var Egill Skúli Ingi- bergsson, sem þá hafði nýlega lokið störfum sem borgarstjóri. „I félaginu nú eru liðlega 300 manns og eru félagsgjöldin aðal- tekjulind félagsins,“ segir Egill Skúli. „Verkefnin eru fjölmörg og höfum við meðal annars komið upp herbergi inn af Slysadeild, þar sem hægt er að setjast niður með þeim sem þurfa að mæta al- varlegum tíðindum, en engin slík aðstaða var fyrir hendi.“ Það er ekkert að aug- lýsa sig eða sín störf, fólkið í Vinafélagi Sjúkrahúss Reykja- víkur, sem vinnur mikil sjálfboðaliða- störfí þágu sjúkra- hússins. Egill Skúli. „En stærsta tækið sem við höfum keypt er líklega aðgerðasmásjá, sem keypt var 1986 í kjölfarið á alvarlegu slysi er varð í Keflavík, þegar ung stúlka missti höndina í vinnu- slysi. Þá var til slík smásjá sem Rögnvaldur læknir var með, en hún var fremur ófullkomin með aðeins einu sjóngleri. Hann var 17 tíma að gera aðgerðina vegna þessa meðal annars, en nýja tæk- ið sem við gáfum var með tveim- ur sjónglerjum og ýmsum öðrum kostum búið. En síðan hefur ver- ið keypt enn ein aðgerðasmásjá af fullkomnari gerð.“ SPJALL Keyptu aðgerðasmásjá Félagið hefur séð um að setja upp kapellu í spít- alanum og var það verkefni unnið í samstarfi við Oddfellow regluna Þormóð Goða, sem lagði til arkitektúr og innréttingu, en Vinafélagið hins vegar annan búnað, eins og altaristöflu sem er Ikon, eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. Einnig hefur félagið séð um að útvega skemmtikrafta sem troðið hafa upp í Borgarspíalanum og á Grensásdeild við ýmis tilefni, haldið Bingó og gefið út bók sem heitir Listin að lifa með kransæðasjúkdóm og er ætluð þeim sem hafa kransæðastíflu og ættingjum þeirra svo fátt eitt sé talið. „Við höfum unnið ýmis stærri verkefni," segir Samstarf við önnur félög Stundum eru verkefnin svo stór og/eða yfirgripsmikil að Vinafé- lagið fær í lið með sér önnur félög. Þar á meðal Kvennadeild Rauða krossins sem aðstoðaði við kaup á tæki sem notað er við skurðaðgerðir, þar sem eru Iíkur á miklu blóðláti og mörg önnur dæmi eru um samvinnu við önnur félög. Starf félagsins hefur ekki farið hátt þó merki- legt sé. „Nei, segir Egill. „Við höfum ekki verið nógu dugleg að auglýsa það sem gert er, því miður kannski. Eg vil leggja áherslu á að öll störf okkar eru unnin í sjálfboðavinnu og það geta allir sem \dlja gerst félagar, árgjaldið er að- eins 1300 kr. Við höfum reynt að forðast allt sem heitir beinn rekstur, þannig að féð fari ekki í sjálft sig og það hefur tekist nokkuð vel held ég.“ -VS FRA DEGI TIL DAGS Rödd hins hreinlífa verður aldrei end- urbætt í hreinskrift. Þórbergur Þórðarson ÍSLENSKUR AÐALL. Atburðir dagsins • 1948 sagði VilheTmína drottning af sér. • 1958 giftist Liz Taylor í fjórða sinn, þá Eddie Fisher. • 1960 kom Elvis Presley fram í sérstök- um þætti Frank Sinatra. • 1978 var ákveðið að nöfn fellibylja og hvirfilvinda yrðu ekki Iengur bara kven- kyns. •• 1984 sér Nelson Mandela eiginkonu sína í fyrsta sinn á 22 árum. • 1990 lék Asgeir Sigurvinsson sinn síð- asta leik sem atvinnumaður í knatt- spyrnu. Þau fæddust í dag • 1900 fæddist Helene Weigel, leikkona og eiginkona Bertolt Brecht. • 1929 fæddist Burt Bacharach, tón- skáld. Vísa dagsins Sennilega er þessi staka ort til Páls Mel- sted, amtmanns á Möðruvöllum, en Vatnsenda-Rósa var ástfangin af honum, þó aldrei giftust þau. Vatnsenda-Rósa hét fullu nafni Rósa Guðmundsdóttir, fædd 23. desember 1795, dáin 28. september 1855. Man ég okkar fyrri fund, forn þótt dstin réni. Nú er eins og hundur liund hitti á tóugreni. Hátíðisdagur • Pankratíusmessa er í dag. Pankratíus er sagður hafa Iiðið píslarvætti fjórtán ára í Róm um 305. Hann var nokkuð dýrk- aður í Englandi frá elstu tímum og tal- inn til hinna fjórtán nauðhjálpara á síð- miðöldum. Afmælisbam dagsins Konan með lampann, sjálf Florence Nightingale fæddist 12. maí árið 1820. Hún var hjúkrunarkona í Krímstríðinu og sinnti starfi sínu af þvílíkum metnaði og alúð að síðan hefur hún verið lyrirmynd allra hjúkrunarfræðinga. Hún vann ötul- lega að endurbótum á starfsemi í sjúkrahúsum og var upphafsmann- eskja að skipulagðri fagþjálfun fyrir hjúkrunarstarfið. Hún lést níræð í London þann 13. ágúst árið 1910. Jón keypti tvo hesta en þekkti þá ekki sundur. Nágranni stakk upp á að hann klippti taglið af öðrum til aðgreining- ar, sem hann gerði. Þetta gekk vel, en svo flækti hinn hesturinn taglið í runna og sleit það af. Nágranninn ráðlagði Jóni að klippa annað eyrað af öðrum hest- inum til aðgreiningar. Svo missti hinn hesturinn eyra og enn var Jón í vandræð- um. Nú kom nágranninn með nýja tillögu. Mæla hæð hestanna. Þetta gerði Jón og var alsæll þegar hann komst að þvi að hvíti hesturinn var heilum 5 sentimetrum hærri en sá svarti. Tölvaní dag A þessu netfangi er að finna upplýsingar um nýjustu forritin, þar á meðal forrit sem eru ókeypis (shareware). http://my.excite.com/computers_and_int ernet/software/

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.