Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 5

Dagur - 12.05.1998, Qupperneq 5
 ÞRIÐJUDAGUR 12.MAÍ 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU ! útvarpshúsinu í Efstaleiti við upptökur á þáttunum Ein hræðileg Guðs heimsókn. Úlfar Þormóðsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir, sem er lesari með Úlfari íþáttum þessum. mynd: þök. í röð fimm útvarps- þátta greinir ÚlfarÞor- móðsson frá örlögum íslendinganna sem Tyrkirrændu hérárið 1627. Hann segir sitthvað aldrei hafa komið fram í dagljósið í málum þessum. Ein hræðileg Guðs heimsókn, er röð fimm útvarpsþátta sem hófst á Rás 1 í gær, mánudag, en þar fjallar Úlfar Þormóðsson rithöf- undur um líf og örlög þess fólks sem rænt var héðan í Tyrkjarán- inu 1627 og flutt í nauðum í Barbaríið. Úlfar hefur rannsak- að heimildir um þetta efni og farið ferðir suður til landa í þeim tilgangi. Hann kveðst hafa kannað málið með öðrum aug- um en gert hefur verið til þessa, það er með gagnrýnum augum hlaðamannsins, og náð þannig að finna á því nýja fleti. Þættir þessir eru frumfluttir á mánu- dögum og verða endurfluttir á fimmtudagskvöldum. „Þolir ekki dagsljósið vel“ „Ég tel að breitt hafi verið yfir ýmislegt í þessu máli, það sem ekki þolir dagsljósið vel. Þar á ég einkum við hlut kirkjunnar manna sem hafa keppst við það hérlendis í þúsund ár að fela á sér refshalann. Það hefur svo sem ekki verið þeim ýkja erfitt, þvf flestir annálaritarar fyrri alda voru á mála hjá henni,“ sagði Úlfar Þormóðsson í samtali við Dag. - Hann segir að leitað hafi verið eftir Iiðveislu kirkjunnar við §ársafnanir til að kaupa Is- lendingana úr ánauðinni, en í þeim efnum hafí kirkjan dregið lappirnar og sé það til vitnis um þá nísku sem einkenni og hafi einkennt kirkjuna um aldir. í bréfi sem Gísli biskup Oddsson skrifar bróður sínum, Arna lög- manni, segir hann á þá leið að vafamál að það borgi sig að safna til útlausnar fólkinu, því að þeir muni koma sér heim sjálfír sem einhver veigur sé í að fá og fyrir lausnarfé kæmu þá jafnvel hinir sem engin eftirsjá væri að. Úlfar segir að kirkjan hafí talið fólki trú um að ránsferð Tyrkjanna hingað, sem svo reyndust ekki vera Tyrkir, hafí orðið vegna synda Iandsmanna. Haft er eftir Arngrími Jónssyni lærða, varabiskupi á Hólum, að ránið hafí verið „... ein hræðileg Guðs heimsókn vorra synda vegna allra." Einsleitar heimildir Mikið hefur verið ritað um ránið og má þar nefna bókina Tyrkjaránið eftir Jón Helgason Tímaritstjóra, sem kom út fyrir um þrjátíu árum. Þá hafa um þetta efni verið rituð og sett upp leikrit; Tyrkja-Gudda eftir sr. Jakob Jónsson og Heimur Guð- ríðar eftir Steinunni Jóhannes- dóttur. Þær samtíðarheimildir sem hæst ber eru Tyrkjaránssaga Bjöms á Skarðsá og Reisubók síra Ólafs Egilssonar, prests í Ofanleiti í Vestmannaeyjum, en Ólafur var einn þeirra rúmlega þijátíu Islendinga sem sleppt var úr Barbaríinu, en 300 urðu þar eftir og komu aldrei heim. Sam- tíðarheimildir þær sem hér eru nefndar segir Úlfar að sé það sem seinni tíma sagnaritarar hafi byggt skrif sín - og séu þær frásagnir hver annarri lík. Segi þær frá illskeyttum sjóræningj- um og fólki sem á að hafa búið við harðræði og knappan kost. Hinsvegar kveðst Úlfar trúa að svo hafí ekki alltaf verið. „Uppá von og ævintýr“ „Ef dæma á af til dæmis bréfum frá frönskum og spænskum mönnum sem var rænt, má draga þá ályktun að aðstæður þrælanna hafi ekki alltaf verið svo slæmar. Einsog aðstæður voru hérlendis var sjálfsagt ekki verra að vera þræll ytra en það sem átti að heita „fíjáls“ vinnu- maður á Islandi. Þrælar í Bar- baríinu áttu frístundir og gátu þeir jafnvel önglað saman fyrir frelsi sínu, einsog dæmi eru um.“ Úlfar ritnar til þess að 35 árum eftir Tyrkjaránið, hafí Brynjólfur biskup Sveinsson lagst á Synodus gegn skatt- heimtu hér á landi til að afla fjár til kaupa á herskipi til að verja landið fyrir hugsanlegum ráns- ferðum erlendra manna hingað. Hafí biskup verið mótfallinn því af þeirri ástæðu að þá gæti það hent að fólk færi að láta ræna sér „uppá von og ævintýr" einsog þá var sagt. Segir Úlfar þetta orðalag benda til þess að vistin í Barbaríinu hafi ekki ver- ið svo slæm í samanburði við líf- ið á Islandi. Lífið í landinu. Á slóðum íslendmga „A síðustu íjórum árum hef ég farið fimm ferðir í Barbaríið og kynnt mér afdrif þeirra Islend- inga sem Tyrkir tóku hér til fanga og fluttu með sér. Sumt af þessu fólki sem rænt var, til að mynda nær allir Grindvíkingarn- ir, lentu í vist í borginni Sale í Marokkó. Einmitt þar komst ég á slóð þessa fólks,“ segir Úlfar sem þó vill ekki segja nánar frá því hér. Það bíði frásagnar næstu vikna. A síðasta ári veitti Reykjavík- urborg Úlfari 50 þúsund króna styrk til þessara rannsókna á ör- lögum íslendinganna sem lentu í Tykjaráninu. Hann kveðst hafa fengið styrki víðar að, enda sé mildll áhugi á þessum atburð- um. Sá áhugi sé ekki einasta hér á landi því á götukaffihúsum suður í Marokkó kveðst hann hafa komist í kynni við fólk sem vel þekkti til íslands í þessu samhengi. Hafi þau kynni hjálp- að sér við að komast á rétta braut í leitinni að íslendingun- um í Barbaríinu. -SBS. Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður The Sound of Music eftir Richard Rodgers og Oscar Hammerstciu H, sýn. föst. 15. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. laug. 16. maí kl. 20.30 UPPSELT sýn. mið. 20. inaí kl. 20.30 sýn. fimm. 21. maíkl. 20.30 sýn. laug. 23. maí kl. 20.30 sýn. suim. 24. mai kl. 20.30 Allra síðustu sýmngar mSaltið er gott, en efsaltið missir selt- una, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt i sjalfum yður, og nald- iðfrið yðar á milli. * 9. 50. Markúsar- guðspjall Einleikur Aðalsteins Bergdal. á Renniverkstæðmu. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikmynd: Manfred Lemkc. Leikstjóm: Trausti Ólafsson. sýn. fimmt. 14. maí kl. 20.30 sýn. sunn. 17. maíkl. 17.00 síðustu sýningar á Akurcyri í Bústaðakirkju í lteykjavík 31.maíkl. 20.00 ogl.júníkl. 20.00 Gjafakort á MarkúsarguðspjaH tilvalin fermingargjöf Landsbanki íslands vcitir handhöfum gull-dcbetkorta 25%afslátt. Miðasalau er opln þriðjud.tlmmtud. kl. 13-17, fðstud.-sunnud. frain að sýniugu. Sinisvari ailan sólarhringinn. Munið pakkafcrðimar. Slrni 462 1400 er st>Tktaraðili Leikíélags Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.