Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 6
22 - ÞRIDJUDAGUR 12.MAÍ 1998
ro^tr
--4-
LÍFIÐ í LANDINU
Éá
Forseti íslands ogfor-
setafrú áttu tvo dýrð-
ardaga með Vestur-
Skaftfellingum ífaðmi
stórbrotinnar náttúru.
skólastjóri fróðlega tölu um eld-
klerkinn. Síðan var haldið í
Kirkjubæjarstofu sem er rann-
sóknar- og menningarsetur
Kirkjubæjarklausturs. Helga
Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri flutti þar erindi.
Um kvöldið, að loknum há-
tíðarkvöldverði í boði héraðs-
nefndar, var komið að stóru
stundinni, samverustund for-
setahjónanna og íbúa sýslunnar
í Kirkjuhvoli, félagsheimilinu.
Ný eldfjöll í skjóli jökla
I ræðu sinni minntist forseti
þess að „sköpun heimsins er hér
enn í fullum gangi og óvíða með
slíkum glæsibrag sem í Skafta-
fellssýslu vestri," eins og Ólafur
Ragnar sagði. „Ný eldíjöll í skjóli
jökla, íshallir á svörtum sönd-
um, nýtt land við árósa og Katla
ávallt í viðbragðsstöðu, tilbúin
að kenna okkur og mannkyni
öllu þá lexíu að samanlögð
tækni og vísindi hafi enn ekki
gert manninn að herra náttúr-
unnar. Eða Skaftáreldahraunið,
hið mesta sem runnið hefur á
gervallri jörðinni síðan menn
hófu að skrá sögu sína.
Öskurykið fékk þá á akra í kon-
ungsríkinu franska, mistrið barst
í lofti um Rússland, yfir Ural-
fjöll til Asíu,“ sagði Ólafur Ragn-
ar Grímsson. Hann sagði
Skaftafellssýslu geyma Qársjóð
dæma um undraöfl sem byggju í
iðrum jarðar. Hún væri vett-
vangur sannkallaðrar heimssýn-
ingar á sköpunarkrafti náttúr-
unnar. Sagði hann Skaftfellinga
gæslumenn undrasvæða sem æ
fleiri munu vilja sækja heim á
nýrri öld.
Kraílmiklar konur við stjóm
Eftirmiðdeginum vörðu forseta-
hjónin í að heimsækja ýmsa
staði. Kirkjubæjarskóli er 100
barna skóli. Nemendur koma úr
þrem áttum úr sveitunum í
kring, en fæst þeirra búa á
Klaustri. Skólastjóri er Hanna
Hjartardóttir. Forsetahjónin
fengu gjafir, smásögur og teikn-
ingar í tugatali, sem nú eru á
Bessastöðum.
Næst þessari líflegu heimsókn
var haldið út í bæ til Klaustur-
hóla, en þar er dvalarheimili og
hjúkrunarheimili aldraðra í
sveitinni. Þar hittu hjón-
in marga dugmikla
Skaftfellinga
sem eiga efri
árin í miklu
öryggi á fal-
Iegu heimili.
Meðal
þeirra er
98 ára gam-
all kappi og
vel fram
genginn, Ei-
ríkur Björns-
son, sem er
einn af frum-
heijum rafvæð-
ingar á landi
hér. I minningar-
kapellu séra Jóns
Steingrímssonar
flutti Hanna Hjart
ardóttir
Jón Birgir
Pétursson
skrifar
„Spice Girls!“
Svarið var ein-
falt, hátt og
snjallt. Forseti
Islands, Ólafur
Ragnar Gríms-
son, var að ræða
við nemendur í
Kirkjubæjarskóla
á Kirkjubæjar-
klaustri og
spurði hvaða tónlistarfólk höfð-
aði helst til unga fólksins þar.
Hjörtun slá sumsé svipað eystra
staðar í veröld hér.
lafur spurði nánar og fékk að
vita að Emilíana Torrini væri í
mestum metum af innlendum
poppurum. Þessi orðaskipti voru
nokkuð táknræn fyrir það að
Ólafur Ragnar nær afburða
góðu sambandi við fólk á öllum
aldri. Hann getur talað við
hvern sem er um hvað sem er,
og gert það á þægilegan hátt.
Olafur Ragnar Grímsson og
frú Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir unnu hug allra og hjörtu
um síðustu helgi, þegar þau
komu í heimsókn í minnstu
sýslu landsins, Vestur-Skafta-
fellssýslu, þar sem búa um þús-
und manns. Guðrún Katrín er
ekki með öllu óþekkt í sveitinni,
- hún var í sveit í sex sumur í
Hrífunesi og á þaðan ljúfar
minningar. Þeir sem muna for-
setafrúna frá þeim
sælu árum,
kalla hana
ævinlega
Búbbu,
eins og
henn
Móttökur á Sólheimssandi. myndir jpb.
sem
bestu vinir gera. Henni var
einkar vel fagnað og dáðust
margir að dugnaði hennar og
góðu útliti eftir þau erfiðu veik-
indi sem nú eru yfirstaðin.
42 ár frá síðustu
forsetaheimsókn
Forsetalestinni var fagnað vel
við Jökulsá á Sólheimasandi á
föstudagsmorgun í skínandi
góðu vorveðri. Forseti var síðast
í heimsókn í sýslunni árið 1956
og þvf ekki óeðlilegt að íbúarnir
væru spenntir fyrir heimsókn
forsetahjónanna. Hvarvetna þar
sem farið var um mátti sjá fólk
beið eftir að sjá forseta
og konu hans. Fólk veifaði
íslenskum fánum og einn
bíll á Klaustri var fánum
skrýddur á áber-
andi hátt í til-
efni dagsins.
Guðrún
Katrín hafði
óskað eftir að fá
að gera lykkju á
leiðina, beygja út af
hinum ljúfa malbik-
aða þjóðvegi eitt yfir á
veginn til Hrífuness.
Þar upplifðu margir
íslenska þjóðvegi
eins og þeir
tíðum
til
voru
skamms tíma, lausa malarvegi
og stundum holótta, sem
þyrluðu upp ryki í miklu magni.
Menn draga úr ferðahraða for-
setalestarinnar sem hefur stund-
um verið allmikill, satt best að
segja.
Fólk af mölinni lærði að
vinna
Stoppið í Hrífunesi var
skemmtilegt og Ólafur Ragnar
sagðist nú í fyrsta sinni sjá með
eigin augum sveitabæinn sem
kona sín hefði mært svo mjög í
sín eyru í mörg ár. Forsetafrúin
sagði frá sveitadvölinni meðal
ættmenna sinna í Skaftárþingi.
Hún segist hafa lært mikið á
þeirri dvöl og átt hér góða daga.
Þar Iærði fólkið af mölinni að
vinna. Fólkið var sjálfu sér nógt
um svo margt í þann tíð. Guð-
rún Katrín segir að rúmábreiður,
handklæði og annað í þeim dúr
hafi verið heimaofið. I Hrífunesi
hefur verið myndarlegur bú-
skapur á sinni tíð en hefur nú
lagst í eyði. Þar er aðeins búið í
myndarlegum bæ frá 1938 að
sumarlagi og ferðamannaþjón-
usta yfir hásumarið.
Eftir nokkra viðdvöld var ekið
áfram austur að Kirkjubæjar-
klaustri. Það bregst ekki að
Klaustur er fagurt, lítið þorp.
Snyrtimennska er íbúunum að
því er virðist eðlislæg og um-
hverfið er annálað fyrir fegurð.
Forsetahjónunum var fagnað af
sveitarstjórn við Hótel Eddu.
Þar snæddu þau Ólafur Ragnar
og Guðrún Katrín ásamt nán-
asta samstarfsfólki sínu há-
degisverð. Aðalrétturinn að
sjálfsögðu bleikja úr fersku
vatni sem framleidd er í
eldisstöðu í nágrenn-
inu. Það er óhætt að
mæla með þeim
fiski. A undan var
grafið lamb sem
kallað er, þunnar
flísar og bragð-
góðar.