Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12.MAÍ 1998 - 23
VMjur-
LÍFIÐ t LANDINU
Þax sem Katla gamla glottir
Seinni dagur heimsóknarinnar
hófst við hreppamörkin við
Blautukvísl á Mýrdalssandi í
einmuna veðurblíðu, þar sem
Katla gamla glottir við vegfar-
endum. Fyrst var haldið í Kerl-
ingardal, skammt austur af Vík.
Þar er vistheimili fyrir geðfatlað
fólk. Eftir að forseti ræddi við
starfsfólk og vistfólk þar var
haldið að húsakynnum björgun-
arsveitarinnar Víkveija og fræðst
um starfsemi hennar. Þá var
skoðað húsið Brydebúð, forn
bygging þar sem danskur kaup-
maður verslaði áður fyrri, og
verður minjasafn Víkur. Mikill
mannfjöldi var saman kominn í
Brydebúð.
Hádegisverður var snæddur í
Víkurskála. Greinilegt var á
bændum úr Mýrdal að þar fara
alvörumenn £ matvælafram-
leiðslu og eins og forsetinn hafði
bent á í ræðu kvöldið áður, þá
eru þarna miklir og góðir mögu-
leikar fyrir bændur okkar.
Eftir hádegisverð var haldið í
leikskólann Suður-Vík og hann
skoðaður, síðan í Víkurkirkju þar
sem kirkjukórinn söng. Þá voru
eldri borgarar í Hjallatúni heim-
sóttir og barnakórinn söng. Þá
voru forsetahjónin viðstödd opn-
un atvinnuvegasýningar í Leik-
skálanum og Ioks var komið við í
Ketilstaðaskóla. I heimleiðinni
var áð á Skógum og byggðasafn-
ið þar skoðað. Var forseti og
kona hans og fylgdarlið kvatt að
Skógum. Vel heppnaðri heim-
sókn, sem svo lengi hafði verið
beið eftir, var lokið.
Forsetinn ræðir við börnin i bókasafninu, - sauðburðurinn var vinsælt umræðuefni þeirra í milli.
Húsnæði óskast
Óska eftir að taka á leigu 4ra til 5 herb. íbúð
á Akureyri, helst á Brekkusvæðinu.
Leigutími ekki minni en eitt ár eða lengur.
Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Reyklaus fjölskylda.
Hafið samband í síma 461 3993
Þröstur og Arndís
LANDSPÍTALINN
... í þágu mannúðar og vísinda ...
Deildarlæknir
óskast á öldrunarlækningadeild Landspítalans nú þegar. Um er að ræða 6-12
mánaða stöðu. Umsóknir berist til Þórs Halldórssonar forstöðulæknis sem
jafnframt veitir upplýsingar í sima 560 2252 eða í kalltæki gegnum skiptiborð
sími 560 1000.
Hjúkrunarfræðingar
eða nemar í hjúkrunar- eða iæknisfræði
óskast í blóðtökudeild Blóðbankans til sumarafleysinga. Nauðsynlegt er að
nemar hafi lokið tveimur árum í námi.
Einnig er óskað eftir starfsmanni í afgreiðslu og við innköllun blóðgjafa. Upp-
lýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 2040.
Iðjuþjálfi
óskast á endurhæfingardeild Landspítalans í 80% starf frá 1. ágúst 1998.
Upplýsingar veitir Finnur Bárðarson í síma 560 1430. Umsóknir berist til end-
urhæfingardeildar fyrir 15. júní nk.
Líffræðingur / meinatæknir
óskast til rannsókna- og blóðhlutavinnslu Blóðbankans sem fyrst. Leitað er
að metnaðarfullum starfsmanni sem er reiðubúinn að taka á sig fjölþætt og
krefjandi starf. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu ásamt gæsluvöktum.
Upplýsingar veitir Björn Harðarson, deildarstjóri í síma 560 2020 / 560 2043.
Umsóknir berist fyrir 25. maí nk.
Meinatæknar og líffræðingar
óskast til sumarafleysinga á rannsóknarstofur í blóð- og meinefnafræði á
Landspítalanum. Til greina kemur að ráða einstaklinga með aðra menntun ef
þeir hafa verulega reynslu af vinnu á rannsóknastofu. Upplýsingar veitir Guð-
björg Sveinsdóttir yfirmeinatæknir í síma 560 1816.
Umsóknir berist til Jóns Jóhannesar Jónssonar forstöðulæknis rannskókna-
deildar Landspítalans.
Ritari
óskast á göngudeild augnlækningadeildar Landspítalans, Öldugötu 17, frá 1.
júní eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 75% starf. Upplýsingar veitir Frið-
bert Jónasson yfirlæknir í síma 560 2211.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Pverholti 18 og í upp-
lýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
.
BALENO
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Góður í ferðcalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Baleno Wagon GLX:
1.445.000 kr.
ALLIR
SUZUKI BÍLAR
ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS-
L0FTPÚÐUM
SUZUKl
AFLOG
ÖRVGGI
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. isafjörður: Bílagarður ehf.,
Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.