Dagur - 20.05.1998, Page 1
T
!
ÞcLU hafa svo sannarlega sleg-
ið ígegn unglingamirí
Grindavík með leikritinuAllt
íplasti, en það ersýntá veg-
umfélagsmiðstöðvarinnar
Laufin og spaðamir.
Starfið í félags-
miðstöðinni í
Grindavík ein-
skorðast ekki
við þetta venju-
lega, tónlist og
borðtennis.
Unglingarnir
hafa sýnt
hvað í þeim
býr og fengið
beiðni um að
sjá um dag-
skrá 17. júní
í Grindavík
Stundum dugar *£"
minna en aðsetjafolki
net!
og emmg
hefur sjó-
m a n n a -
d a g s r á ð
samið við
þau um að setja upp út-
varpsstöð sem rekin verður sjómannadags-
helgina. Síðast en ekki síst munu þau sjá
um unglingadansleik í Festi sömu helgi.
Hrafnhildur Björgvinsdóttir er aðaldrif-
fjöðurin á bak við starfsemi Laufsins og
spaðanna, sem er félagsmiðstöð fyrir ungt
fólk í Grindavík. Hún stóð að stofnun
miðstöðvarinnar eftir lát sonar síns í fyrra,
eins og Dagur sagði frá. En hvað hefur
gerst síðan miðstöðin tók til starfa? Með-
byr er mikill. Unglingarnir stofnuðu leik-
félag innan félagsmiðstöðvarinnar, þar
starfar ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og
þau sjá um allt sem að uppsetningu lýtur,
með góðri aðstoð.
„Krakkarnir hafa sýnt þessu geysimikinn
áhuga og ekki er heldur hægt að kvarta
undan móttökum áhorfenda," segir
Hrafnhildur. „I leikritinu sem heitir „Allt í
plasti“ og er þýtt af Hafliða Arngrímssyni,
leika 14 krakkar, en svo eru önnur í því
hlutverki að selja leikskrár, vinna í sjopp-
Það er greinilega glatt á hjalla þarna!
unni og sinna sviðsstörfum. Á bak við þau
stendur svo Hilmar Knútsson, faðir kær-
ustu sonar míns heitins, og Orn Ingi
Gíslason sem er mjög Ijölhæfur. Leikstjóri
er Bergur Þór Ingólfsson."
Unglingar geta allt
„Þetta sýnir hvað ungt fólk getur gert mik-
ið fái það tækifæri til,“ segir Hrafnhildur.
„Við höfum verið að byggja upp starfsem-
ina hér og fengið eitt og annað gefins, eins
og til dæmis billiardborð sem þarfnaðist
smálagfæringa, sjónvarp og tvö borðtenn-
isborð og allt hefur þetta verið vel þegið.
Við keyptum vídeótæki og eina leikjatölvu,
þannig að smám saman hefur safnast að
okkur búnaður til afþreyingar.“
LjósmyndaMúbbiir á döfinni
Það er ýmislegt fleira í gangi í gömlu ver-
búðinni, því á dagskrá er að setja upp Ijós-
myndaklúbb og hafa krakkamir tekið frá eitt
herbergi fyrir þá starfsemi. Annars segir
Hrafnhildur leiklistina hafa tekið alla at-
hyglina upp á síðkastið, enda ekkert smá
átak að koma leikriti upp. Þau hafi sett upp
leikmynd og upphækkun fyrir áhorfenda-
palla og til að koma þessu fyrir þurfti að
taka niður borðtennsiborðin. „En áhuginn
er svo mikill að krakkarnir hafa jafnvel
sleppt vinnu til að geta verið við æfingar,'1
segir Hrafnhildur „og ég hef frétt af krökk-
um sem ætla sko ekki að láta vinnu koma í
veg fyrir að þau geti verið með næst!“
Hrafnhildur segir allt starf í félagsmið-
stöðinni vera fyrst og fremst forvarnarstarf
og bærinn greiði Iaun starfsmanns að
hluta. Hins vegar sé draumurinn sá að
hver sem stjórni bænum geri sér grein fyr-
ir mikilvægi þessa starfs fyrir unga fólkið
og styðji vel við starfið. „Eitt stjórnmála-
aflið hefur lýst yfir stuðningi við okkur og
við bíðum bara eftir því að heyra frá fleir-
um,“ segir hún. „Þetta er brautryðjenda-
starf, en það er ákaflega mikilvægt að ung-
lingar á þessum aldri hafi eitthvert afdrep,
þetta eru miklar félagsverur og hafi þau
ekkert annað en sjoppurnar og göturnar,
þá eru þau þar. En ég hef séð hvað þau
skemmta sér vel hérna og þetta starf hef-
ur verið alveg gífurlega gefandi finnst mér
og hefur hjálpað mér mikið.“ -VS
t