Dagur - 20.05.1998, Síða 2
18 - MIDVIKUDAGUR 20. MAÍ 1998
rD^tr
LÍFIÐ Í LANDINU
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
BJÖRN
ÞORLÁKSSON
77/ hvers aö borga
pening fyrir hvala-
skoðun efhægt er að
sjá hrefnurnar ókeyp-
is á Pollinum?
„Ég les mikið af
ævisögum og mér
fannst þessi saga
vönduð og
skemmtileg — en
mér fannst hún
ekki vera um
mig.“
Sagði Erró í viðtali
við DV um eigin
ævisögu.
Óvænt samkeppni
Þeir aðilar á Norðurlandi sem nú hafa lifi-
brauð sitt af hvalaskoðun hafa nú áhyggjur af
framtíðinni. Astæðan er einkum sú að þrisvar
sinnum nú í mánuðinum hefur hvalur eða
hvalir gert sig heimakomna á Pollinum á Akur-
eyri. Hafa þeir sést leika sér og elta ætistorfur
örskammt frá Iandi sunnan við Torfunefs-
bryggju og allt suður að flugvelli. Heimsókn-
irnar hafa ætíð laðað marga áhorfendur að og
sumir kunna að spyrja: Til hvers að borga pen-
ing fyrir hvalaskoðun ef hægt er að sjá hrefn-
urnar ókeypis á Pollinum? Sumir hafa einnig
velt því fyrir sér hvort ferðaþjónustuaðilar á
Akureyri ættu ekki að fara að markaðssetja
bæinn sem hvalabyggð. Vegna framburðar
gengur það þó sennilega ekki.
Lítil pólitísk hönd
Ofanrituðum brá illilega í brún fyrir skemmstu
þegar kosningapési kom inn um dyralúguna á
heimili mínu á Akureyri. Ekki það að innihald-
ið vekti athygli heldur var það sá sem dreifði
honum. Þar var nefnilega komið barn eitt sem
í hæsta lagi var 5 ára gamal't og átti í mestu
vandræðum með að koma pésanum inn um
lúguna, þurfti m.a. að tylla sér á tær til að það
gengi. Eflaust hefur ekki verið langt í mömmu
eða pabba en blaðamanni varð samt hugsað til
slysahættu. Hvort litlar hendur gætu ekki
hæglega klemmst í þessu pólitíska útburðar-
starfi. Þetta leiddi reyndar einnig hugann að
því af hverju böm á Akureyri eru farin að hjóla
á gangstéttum niður í 3ja ára aldur.
Fundur út af klósettpappír
Sú ákvörðun grunnskólakennara á Akureyri að
segja upp í hrönnum fyrir skemmstu vegna
óánægju með kjaramál, hefur vakið athygli og
blendin viðbrögð almennings. Hægt er að
deila um tímasetninguna en hitt er ljóst að
óánægja kennara er langvarandi. Heimildar-
maður blaðsins fullyrðir t.d. að í ónefndum
skóla á Akureyri hafi ldósettpappír nýlega klár-
ast einn skóladag hjá kennurum og viðbrögð
þeirra hafi verið að auglýsa strax neyðarfund
til að taka á málinu. Hljómar ögn hjákátlega ef
rétt er, en lýsir andrúmsloftinu.
Sr. Sigurður Páls-
son hefur starfað
sem kennari og
prestur og gefið
út nokkrar bækur.
Hugsa böm um dauðaim?
„Að tala um dauðann er að tala
um lífíð,“ segir í nýútkominni
bók Sr. Sigurðar Pálssonar, sókn-
arprests í Hallgrfmskirkju, sem
jjallar um sorg og sorgarviðbrögð
barna og leiðbeinir um hvernig
taka skal á þeim málum.
Bókin Börn og sorg er skrifuð
fyrir alla þá sem þurfa að annast
börn sem eiga við einhverja sorg
að glíma. Hvort sem það er að-
standandi barns, kennari eða
einhver annar sem að barninu
kemur. Hún er ýkjulaus, ræðir
hispurslaust um margt sem lýtur
að dauða og sorg, hvernig taka
má á slíkum hlutum og gera þá
að hluta daglegs lífs.
„Þessi bók er tilkomin að hluta
vegna þeirrar reynslu okkar hjón-
anna að við misstum dóttur okk-
ar frá eiginmanni og þremur litlum drengjum og
má segja að samfylgdin við þá hafi knúið mig til
að sökkva mér svolítið ofan í þessi mál,“ segir
Sigurður Pálsson. „Svo rifjaðist það upp fyrir
mér að þegar ég var kennari, en við það starfaði
ég í 12 ár, þá missti ég 3 nemendur af slysförum
og þurfti að fást við að útskýra og styðja aðra
nemendur mína í gegnum sorgarferlið og kunni
Iítið til verka, enda lítið rætt um þessi mál á
árum áður.“
A hvetju ári látast að meðaltali 82 einstalding-
ar á aldrinum 20-44 ára og 7 börn á aldrinum
5-14 ára. Það er því allstór hópur barna sem
missir foreldra, systkini eða vini og skólafélaga,
auk barna sem missa afa og ömmur, frændur og
frænkur. Bókin á því erindi til margra.
Þegar dauðinu kveður dyra
„Þessi bók skiptist í þrjá meginþætti og heitir sá
fyrsti „Börn og sorg“. Þar er rætt um þegar
dauðinn kveður dyra og börn missa einhvern
nákominn," segir Sigurður. „Fyrstu viðbrögð,
kveðjustund, útför og annað og
er sá hlutinn hugsaður sem
stuðningur við aðstandendur sem
þurfa að sinna börnum.“
Ábendingar eru aftast í kaflan-
um og segja meðal annars:
Talið af hreinskilni.
Forðist óljós og ómarkviss orð.
Hjálpið barninu að skilja.
Gerið missinn raunverulegan.
Dragið úr ótta barnsins við að
það sjálft eða eftirlifandi foreldri
deyi.
Hvað getur skóliuu gert
„Annar hlutinn fjallar um það
hvernig börn skilja dauðann eftir
aldri og þroska og er það nokkuð
fræðileg umræða,“ segir Sigurður
ennfremur.
I þeim kafla segir meðal annars frá fjórtan ára
dreng sem misst hefur föður sinn og samdi eft-
irfarandi vísu sem segir svo mikið:
Ég sat f stólnum og grét,
þegar dyrabjallan hringdi.
Ég þautfram í eftirvæntingu,
en kom alltaf aftur jofn sorgmæddur.
Það var heldur ekki pabbi í þetta sinn.
„Síðasti hlutinn er svo um það hvað skólinn get-
ur gert og skiptist hann í tvennt,“ segir Sigurð-
ur. „Annars vegar um það hvernig kennarar geta
gert þessa staðreynd lífsins, það er að segja
dauðann, að eðlilegum þætti í skólastarfinu. Að
bókmenntatextar og annað sem hefur með
dauðann að gera sé ekki sniðgengið og hins veg-
ar ábending til kennara um það hvernig þeir
geta stutt við nemendur þegar þeir missa að-
standendur eða þegar nemandi eða starfsmaður
skólans deyr.“ -VS
„Þessi bók er tilkom-
in að hluta vegna
þeirrarreynslu okkar
hjónanna að við
misstum dótturokk-
arfrá þremurlitlum
drengjum, “ segir
Sigurður.
SPJflLL
FRÁ DEGI TIL DflGS
Það er engin þörf að kvarta, þegar
blessuð sólin skín.
Slefánfrá Hvitadal: VOIiSÓL.
• 1994 útskrifaðist Þórólfur Jónsson úr
Verslunarskóla Islands með hæstu eink-
unn sem gefín hafði verið á stúdents-
prófí en hún var 9.76.
• 1967 bannaði útvarpsstöðin BBC lag
Bítlanna, „A Day in the Life“ á þeim
forsendum að í texta væri vísað í eitur-
lyf.
• 1954 varð Chang Kai-shek forseti
Taiwan.
• 1932 flaug Amelia Erhart frá Ný-
fundnalandi, en hún var fyrsta konan
til að fljúga ein yfir Atlantshafíð.
• 1899 varð Jacob German í New York
fyrstur til að verða handtekinn fyrir að
aka of hratt, en hann ók leigubíl og fór
hraðar en 12 mílna hraðatakmörkin
leyfðu.
Fædd á þessum degi
• 1958 fæddist Reagan forseta Banda-
ríkjanna sonurinn Ronald Prescot
Reagan Jr.
• 1946 fæddist Sonny Bono, sá sem er
annar helmingur Sonny & Cher, söngv-
ara og Ieikara.
• 1882 fæddist Sigrid Unset í Noregi.
Hún var skáldkona og skrifaði meðal
annars verkið Kristín Lavransdóttir.
• 1901 fæddist Max Euwe í Hollandi, en
hann var heimsmeistari í skák 1935-37.
Hátíðisdagur
I Búlgaríu er dagurinn kallaður dagur
Botevs.
I Zaire er þetta dagur uppreisna og í
Kanada dagur Viktoríu.
Vísa dagsins
Ekki veit ég eftir hvern þessi vísa er, en
varla hefur þeim er hana orti litist vel á
viðkomandi.
Éftir því, sem ég hef vit,
en athugað íflýti,
hefur hann vöxt og háralit
húsbóndans í Vtti.
Afmælisbam dagsins
Sigfús Daðason skáld hefði orðið
sjötugur í dag, fæddist mánudaginn
20. maí árið 1928. í tilefni dagsins
eru lesendur hvattir til þess að ná
sér í eina af bókunum hans og lesa
a.m.k. eitt Ijóð sér tii heilsubótar.
Lesturinn gaeti reyndar valdið
þyngslum í höfði, en þau eru góð-
kynja og endast lengi.
„Þetta er mamma, nú ætla ég að kynna þig fyrir
pabba."
Tölvaní dag
Viltu vita hve margt fólk er á jörðinni í
dag? Kannski ekki nákvæmlega, en svona
nokkurn veginn? Kíktu þá á „mannfjölda-
klukkuna" á þessari netsíðu: http://
sunsite.unc.edu/lunarbin/worldpop - Það
vantar víst ca. 20 milljónir enn upp á 6
milljarðana.