Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 20.05.1998, Blaðsíða 3
Xfc^MT [ LÍFIÐ t LANDINU MIDVIKUDAGUR 20.MAÍ 1998 - 19 iiiil . . ■ .. . i: : : . .» • .■ : : ' . 111® . Funklisti ungsfólks stal senunni íísafjarð- arbæ í kosningumfyrir tveimurárum. ívorer óvenju mikið aflistum ungsfólks, en hvað er á bakvið? Fjölmörg framboð utan hins hefðbundna flokkakerfis bjóða fram í komandi sveitastjórna- kosningum. Þau heita ýmsum nöfnum og hafa ýmislegt fram að færa. Ungt fólk er sérstaklega áberandi fyrir þessar kosningar og eru framboð þeirra a.m.k. fimm talsins vítt og breitt um landið. Og nöfnin gefa til kynna að hér sé blanda af gamni og al- vöru, meira e.t.v. af gamni: Dizkólistinn, Vinsældalistinn, Tónlistinn, Bjargvætturinn, Oskalistinn. Ekkert jjríii Öll eiga þessi framboð það sam- eiginlegt að vera skipuð ungu fóíki og er meðalaldurinn í kringum 20 - 30 ár. Nýju fram- boðin eru ekki uppreisn gegn gamla flokkakerfinu, heldur vilja þau koma á framfæri sjónarmið- um ungs fólks og telja að besta leiðin til þess sé að stofna eigin flokk. En er þetta ekki bara eitt- hvert grín? Ekki aldeilis. Olafur Grétar Ragnarsson hjá Dizkólistanum á Selfossi segir fulla alvöru búa að baki. Meðal stefnumála Dizkólistans sé að ljúka við kvikmyndahúsið á Sel- fossi, byggja tölvuver fyrir al- menning og byggja nýjan grunn- skóla í stað þess að stækka þann sem fyrir er. Vissulega sé þó stutt í gamanið því þeir stefni einnig að því að fjölga sólskins- dögum! Æskulýðmál, myndastyttur, kettir. „Nei, ekkert grín,“ segir Helgi Guðjóns- son Oskalistan- um á Fáskrúðs- firði. „Við leggj- um mikla áherslu á æsku- lýðsmál, at- vinnumál, skólamál og umhverfismál. Við Iítum til framtíðar og viljum gera Fá- skrúðsljörð fýsi- legri stað til að búa á.“ Að sögn Að- alheiðar Lilju Ulfarsdóttur sem skipar 1. sæti á Vinsæld- arlistanum f Skagafirði leggur hann áherslu á byggingu nýs fé- lagsheimils á Sauðárkróld og bann við Iausagöngu katta. Þá sé stefnt að því að reisa styttu af Geirmundi Valtýssyni, poppgoði þeirra Skagfirðinga, fyrir framan Skagfirðingabúð. Bjargvættur á Hvamms- tanga vill snúa við byggða- þróuninni í landinu segir Ágúst Frímann Jakobsson Bjargvættur á Hvamms- tanga og leggur meginá- herslu á skólamál og at- vinnumál. Tónlistinn í Hafnarfirði ætlar heldur ótroðnar slóðir til að Iækka skuldir Hafnaríjarðarbæjar nái hann kjöri segir Krist- ján Hjálmarsson Tónlist- anum. Flokkurinn hyggst tvöfalda tekjur bæjarins með því að fá háhyrning- inn Keikó í Hafnarfjörð- inn. Þá á að bora eftir olíu í Hafnarfjarðarhöfn og stela henni ef hún finnst ekki þar. Loks hyggjast þeir Tónlistamenn reisa styttu af Kristjáni Arasyni, handboltakappa úr FH. Aðspurðir voru viðmælendur Dags bjartsýnir á góðan árangur. Vinsældalistinn, Dizkólistinn og Oskalistinn töldu raunhæft að fá tvo menn kjörna hver. Bjarg- vættur hyggst reyna að koma einum manni að en Tónlistinn stefnir hins vegar að hreinum meirihluta. Þar sem skoðana- kannanir eru til staðar bendir ekkert til að þessi bjartsýni sé raunhæf! Funklistiim Stjórnmálafólkið unga sagði Funklistann frá Isaíjarðarbæ ekki undirrót þess að þessir njju flokkar hafi verið stofnaðir þó vissulega sé árangur þeirra hvatning til afreka. Funklistinn fékk tvo menn kjörna í bæjar- stjórnarkosningum við samein- ingu sveitarfélga fyrir tveimur árum. Hilmar Magnússon fyrr- verandi formaður Funklistans segir að þessi reynsla hafi verið skemmtileg og lærdómsrík. „Við lofuðum fyrir kosningarnar að Iofa ekki neinu og við stóðum við það,“ segir Hilmar og hlær. Ymsar framúrstefnulegar hug- myndir voru á málefnalista Funkmanna. Ætlunin var m.a. að hita upp Onundarljörðinn, byggja vatnaskemmtigarð í Súg- andafirði og launa Dönum í Hróarskeldu jólatréð sem ár hvert er sent til Isafjarðar með því að senda þeim snjó. Hilmar segir Funklistann hafa komið því í gegn að opnunartími bæjar- skrifstofanna hafi verið rýmkað- ur en að öðru leyti hafi áhrif hans verið óbein. „Ég er ekki frá því að frambjóðendur á listun- um sem nú bjóða fram í Isa- íjarðarbæ séu heldur yngri en oft áður og þá eru þrjár konur sem skipa þijú efstu sæti Sjálf- stæðisflokksins.“ Samstarfið við hina bæjarfulltrúana segir Hilm- ar hafa gengið upp og ofan. „Þetta var frekar tíðindalítið og rólegt samstarf. Það var ekki fyrr en ég var hættur í bæjar- stjórn sem allt fór í háa loft,“ segir Hilmar og vitnar í þær deilur sem urðu um byggingu nýs skóla í Isatjarðarbæ undir Iok síðasta árs. „Ég er ánægður með að ungt fólk sé í auknum mæli að taka þátt í stjórnmál- um,“ segir Hilmar um leið og hann óskaði nýju framboðunum velfarnaðar. Hvað gerist? Að ofansögðu má ljóst vera að ungt fólk ætlar sér stóra hluti í komandi sveitastjórnakosning- um. Áhugi þess á stjórnmálum virðist fara vaxandi og eru þessi framboð skemmtileg og þörf við- bót við önnur. Hvort einhverjum þessara flokka eða öðrum tekst að feta í fótspor Funklistans skal ósagt látið en víst er að bjartsýni um gott gengi ríkir, en mismikil ástæða er til að taka þá alvar- lega. -jv „1Zið lofuðum fyrir kosningarnar að lofa ekki neinu og við stóðum við það, “ segir Hilmar Magnússon, fyrrverandi formaður Funklistans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.