Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 1

Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 1
 Keimaraskortur sj aldan verið meiri Sveitarfélög eyöa mikliLin fjármimuin í auglýsingar eftir kenuunun. Launin of lág. Eftirspum eftir kennunun hlutfalls- lega meiri. Einsetinn sköli og færri nem- endur í bekkjardeild- um. „Eg hafði það á tilfinningunni um svipað leyti í fyrra að ástand- ið yrði þá verra en árið þar á undan. Það kom á daginn og ég held að þetta eigi enn eftir að versna nema eitthvað óvænt komi upp sem snúi þessu við,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, um það hvort meiri skortur sé á kennurum um þessar mundir en oft áður. Of lág laun Mjög mikil eftirspurn er eftir kennurum við mjög marga skóla, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Um það vitna t.d. auglýsingar eftir kennurum í fjölmiðlum. Hinsvegar virðist sem réttindakennarar haldi að sér höndum um allar ráðningar í von um að fá kannski eitthvað annað og betra launað starf en þeir eiga kost á sem grunnskóla- kennarar. Formaður KÍ segir að ástandið í kennaramálunum sé einföld staðfesting á því að Iaun kennara séu ennþá of lág. Hann áréttar þá skoðun sína að sveitar- félögin vildu sitja uppi með þennan vanda við gerð síðustu samninga, enda töldu þau sig ráða mjög vel við það. Nú sé hinsvegar komið að þeim að sýna á hvern hátt þau ætla að ráða bót á þessum yfirvofandi skorti á réttindakennurum á komandi skólaári. „Maður getur spurt sjálfan sig að því hvort það sé betra fyrir sveitarfélög að eyða hundruðum Eiríkur Jónsson: „Ástandið á enn eftir að versna þúsunda í auglýsingar í stað þess að setja þessa peninga í vasa fólksins sem þau hafa í vinnu,“ segir formaður KI. Gert vel við kennara „Astandið er auðvitað slæmt ef rétt er. Ég hef hinsvegar engar nákvæmar tölfræðilegar upplýs- ingar hvort þetta sé eitthvað verra," segir Karl Björnsson, for- maður launanefndar sveitarfé- laga. Hann áréttar hinsvegar þá skoðun launanefndar að við gerð síðustu samninga hafi kennarar fengið mun meira en aðrir. Þá sé það engin ný bóla að sveitarfélög geri vel \ið ýmsar fagstéttir eins og t.d. kennara með því að bjóða þeim ýmis fríðindi með því að ráða sig í vinnu. Hinsvegar sé samningsumboð sveitarfélaga hjá launanefndinni eins og verið hefur. Formaður launanefndar bend- ir einnig á að einsetning skóla og færri nemendur í bekkjardeild- um kunni að hafa í för með sér hlutfallslega meiri eftirspurn eft- ir kennurum en ella hefði verið. Hann segist ekki geta staðfest þessa fullyrðingu sína með töl- fræðilegum staðreyndum en þessi hugsun sé áleitin um þess- ar mundir. - GRH Limosine í Hrísey Nú er búið að slátra fyrstu Limosinenautgripunum í Hrísey og í júlí munu fyrstu steikurnar af þessu dýrindis nautakjöti verða á diskum gesta veitingahússins Brekku. Tæplega þrjú ár eru liðin síðan fósturvísarnir af Limosinenaut- gripunum voru fluttir í Einangr- unarstöðina í Hrísey og eru þeir gripir sem slátrað er 26 til 28 mánaða gamlir. Ekki er leyfilegt að flytja kjötið út fyrir eyna og mun veitingahúsið Brekka seþa steikurnar, eitt veitingahúsa á Is- landi. Elís Arnason matreiðslumeist- ari sá um að handleika fyrstu bit- ana af Limosinenautakjötinu og segir hann að þeir séu ákaflega fallegir og vöðvamiklir. Að sögn Smára Thorarensen, eiganda Brekku, er ástæðan fyrir því að gestum sé ekki boðið fýrr upp á Limosine kjötið sé að kjötið þurfi að meyrna betur. - HBG Undanfarin ár hefur það verið Galloway en nú dugir ekkert minna en Limosine. Fyrsti bitinn af Limosinenauta- kjötinu handleikinn af Elís Árnasyni matreiðslumeistara á Veitingahúsinu Brekku í Hrísey. mynd: gs Jóhanna Sigurðardóttir: Þetta er stjórnunarstíll manns sem segir: Ríkið, það er ég. Bréf Davíðs lýsir hroka „I bréfi Davíðs til Sverris birtist í senn hroki hans, yfirgangur og sá einræðisstíll sem er farinn að vera mjög áberandi á síðustu mánuðum," segir Jóhanna Sig- urðardóttir alþingismaður, að- spurð um bréf Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra til Sverris Hermannssonar Landsbanka- stjóra, sem gert hefur verið opin- bert og fjallað er um í opnu Dags í dag. „Davíð er farinn að missa sig aftur niður í það sem var fyrst þegar hann var forsætisráðherra, þegar hann taldi sig enn vera borgarstjóra og ráða öllu. Sá stíll breyttist, en er að birtast aftur. Það er stjórnunarstíll manns sem segir: Ríkið, það er ég. Menn hafa tekið mjög vel eftir þessum breytingum upp á síðkastið. Hann fer yfir öll form- leg valdsvið þegar hann svo kýs og í þessu dæmi fór hann yfir á valdsvið sem spurning er hvort ekki tilheyrði Seðlabankanum eða bankamálaráðherra," segir Jóhanna. - FÞG Sjá einnig umfjöllun bls. 8-9. Týndur sjoöur? „Þetta er eitthvað sem þing- mennirnir vita en ég ekki og hélt ég mig nægilegan kunnugan þessu,“ segir Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ. Svo virðist sem einhver áhöld séu um það hvort tryggingasjóð- ur fiskiskipa sé enn við lýði eða ekld. I tillögum til úrbóta í ör- yggismálum sjómanna, sem fimm manna þingmannanefnd hefur Iagt fram, er m.a. gert ráð fyrir því að fá íjármuni úr þess- um tryggingasjóði til að efla ör- yggi sjómanna. - GRH 1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.