Dagur - 11.06.1998, Page 2

Dagur - 11.06.1998, Page 2
 I 2 -FIMMTUDAGUR ll.JÚNí'Í99B FRÉTTIR „Það virðist eitthvað hafa hiaupið í sálina á flugvélinni, “ sagði Stefán Sigfússon. Flugvélin Páll Sveinsson á Selfossflugvelli í baksýn. mynd: -sbs. Páli varla fLogið meira í sumar Ólíklegt að fullnaðarvið- gerð á Páli Sveinssyni geti farið fram á Selfossflug- velli, en þar nauðlenti vél- in eftir að eldur kom upp í hreyfli. „Ég held að það sé alveg ljóst að flug- vélinni verður ekki flogið meira í sum- ar, viðgerð er það umfangsmikil,“ sagði Stefán H. Sigfússon hjá Landgræðsl- unni, en sem kunnugt er nauðlenti flugvél Landgræðslunnar, Páll Sveins- son, á Selfossflugvelli í fyrrakvöld eftir að eldur kom upp í hægri hreyfli vélar- innar. Mildi þykir að ekki fór verr, því aðeins eru um 50 metrar frá þeim stað 7RÉTTAVIÐ TALIÐ ''A þar sem vélin staðnæmdist og út í Ölf- usá. Enn er ekki fullljóst hversu mikil áhrif þetta mun hafa á starf Land- græðslunnar í sumar. Menn frá Rannsóknarnefnd flugslysa mættu á Selfossflugvöll í fyrrakvöld og athuguðu vélina. Ljóst þykir að skipta þurfi um mótor í vélinni og jafnframt ýmsar leiðslur sem frá honum liggja. Stefán H. Sigfússon telur ólíklegt að fullnaðarviðgerð á vélinni geti farið fram á Selfossi, og koma þurfi henni á annan flugvöll til slíks, þá væntanlega með ærinni fyrirhöfn. „En það er eng- inn botn kominn í það enn, það er mál sem við eigum eftir að ræða,“ segir Stefán. Páll Sveinsson var í 6. flugferð þriðjudagsins þegar eldurinn í vélinni kom upp. Aburðarflugið hófst á mánu- dag og þá var dreift frá Reykjavík, en vélin var á flugi frá Gunnarsholti og að Þorlákshöfn þegar eldurinn kom upp. Fljúga átti frá Gunnarsholti til áburð- ardreifingar í þijá daga, en síðan átti að fara í áburðardreifingu á Eyvindar- staða- og Auðkúluheiðum í Húnaþingi. „Það virðist eitthvað hafa hlaupið í sálina á flugvélinni,“ sagði Stefán Sig- fússon. Hann vitnaði til þess að í fyrra lenti vélin út af flugbrautinni á Eyvind- arstaðaheiði og laskaðist hjólabúnaður vélarinnar - og síðan atvikið á þriðju- dag. Að öðru leyti hefur vélin reynst Landgræðslunni afar vel í þau 26 ár sem hún hefur verið nýtt til áburðar- dreifingar og á sama hátt var hún happagripur meðan hún var í eigu Flugfélags Islands, en vélin kom upp- haflega til landsins árið 1946. -SBS Enn ræða menn Ríkisútvarpið í heita pottinum. Núna eru það breytingarnar hjá Sjónvarp- inu, en meðal þess sem stcndur til að breyta í dagskrárstefn- unni er að úthluta skrifstofu framkvæmdastjóra 20 mínút- um í dagskránni vikulega til frjálsrar ráðstöfunar. Mörgum finnst þetta ininna óþægilega mikið á „góðu gömlu dagana" þegar á skrifstofu framkvæmdastjóra sat maður að nafni Hrafn Gunnlaugsson sem skömmu áður hafði verið rekinn úr starfi dagskrárstjóra. Hrafn tók upp þann sið að úthluta skrifstofu framkvæmda- stjóra (sjálfum sér) tíma og fé í dagskránni. Var sá tími vel nýttur m.a. til að koma ungum heim- dellingum á framfæri. Hrafn Gunn- laugsson. Og emi um Sjónvarpið. í pottinum þykir það sæta tíðindum að leggja eigi niður fréttaskýr- ingaþáttinn Kastljós í sjónvarpinu og virðast bæði jafnaðarmennimir og framsóknarmenn- irnir sammála um að cnn sé verið að þrengja að andrými fréttastofunnar... Baráttan um formennsku hjá SUF er ekki talin verða mjög hörð. í pottinum er sú skýring gefin á mótframboði Reykvlk- ingsins Þorláks Traustasonar að ungir frainsóknarmenn í höfuðstaðnum telji að Árni Gunnarsson, sitjandi formað- ur, sé orðinn það mikill þunga- vigtarmaður inni í sjálfu flokksapparatinu að varla sé hægt að telja hann eiginlegan uppreisnargjarnan ungliða lengur. Árni er sem kunnugt cr aðstoðarinaður Páls Pét- urssonar og hægri hönd ráðherrans og almennt taliim ætla í framboð tii Alþingis næsta vor... Pólití skur j árnhæll Sjálfstæðisflokks Ámi Guntmrs- son formaðurSUF og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Sambatid ungra framsókn- armanna heldur upp á 60 ára afmæli sitt um næstu helgi. Þáferjafnframtfram þing samtakanna þarsem ýmis mál verða á dagskrá. Ekkert eggjahljóð lengurhjá stjómaröflunum. - Hvernig minnist SUF tímamótanna? lyk sem veglegastan hátt. Jafnframt reyn- um við að Iáta fara frá okkur eitthvað af viti sem gæti reynst gott innlegg fyrir þá sem stjórna landinu." - Þú munt fá mótframboð sem formað- ur. Hyggstu gefa kost á þér áfram? „Ég mun gera það já. Þorlákur Traustason býður sig fram gegn mér og það Ieggst vel í mig. Pólitískt starf hefur gott af því að menn takist á.“ - Er rétt að þingið hyggist sérstaklega beina spjótum sínum að málefnum Rikis- útvarpsins? „Texti um þetta er í drögum sem verða lögð fyrir þingið. Það ákveður síðan fram- haldið, en mín persónulega skoðun er að Ríkisútvarpið búi við algjörlega óviðunandí ástand. Það er undir pólitískum járnhæl Sjálfstæðisflokksins og sú starfsaðstaða sem dagskrárgerðarfólki og fréttamönnum er boðið upp á, er óviðunandi. Við erum að leita leiða til að komast út úr þessu. Eitt af því sem okkur dettur í hug er að Ríkisút- varpinu verði breytt í almenningshlutafélag, þar sem útvarpið yrði fært þjóðinni að gjöf að hluta til eða öllu Ieyti með því að senda hlutabréfin heim til landsmanna." - Hvað áttu við þegar þú talar um pólit- ískan jámhæl? „Þá ég við að við erum með mjög pólitísk- an formann útvarpsráðs sem hefur beitt sér pólitískt hvað eftir annað. Ég á við orðsend- ingar forsætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins til fréttastofanna tveggja eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Fjölmörg dæmi rökstyðja þetta." - Þú ert ekki par ánægður með stjómar- samstarfsflokk framsóknar í þessu máli? „Sjálfstæðismenn tala og álykta á öllum sínum samkomum um þessar mundir að Ríkisútvarpið eigi að leggja niður. Aðstoðar- maður menntamálaráðherra sem jafnframt er formaður Sambands sjálfstæðismanna endar allar sínar tölur á að leggja til að Rík- isútvarpið verði Iagt niður. Á sama tíma nýta sjálfstæðismenn sér að þetta er ríkisstofnun sem þeir nota til að raða mönnum á garð- ann. Það er afar mikill tvískinnungur í þessu öllu og ég sé ekki betur en að verið sé að drepa stofnunina innan frá.“ - Titrar stjórnarsamstarfstaugin vegna yfirlýsinga forsætisráðherra í þessum efn- um? Eru sprungur að myndast milli Eramsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks? „Þetta jók a.m.k. ekki álit framsóknar- manna á forsætisráðherranum eða sam- starfsflokknum í heild. Þó væri ofmælt að segja að djúp skörð hefðu verið hoggin en það verður einhverjar breytingar að gera.“ - Einhver önnur mál en RÚV-umræðan sem munu verða ofarlega á baugi á þing- inu um næstu helgi? „Við munum leggja til nýja þjóðarsátt um sparnað til að kæla efnahagskerfið og koma í veg fyrir vaxtahækkanir. Það er tfmabært að aðilar vinnumarkaðarins setjist niður með ríkinu og semji þjóðarsátt um sparnað þar sem allir Ieggi eitthv'að af mörkum.“ - Óttastu þróunina? „Já, ég óttast að skriðan fari af stað. Það væri engum til góðs.“ — bþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.