Dagur - 11.06.1998, Síða 3
FIMMTUDAGUR ll.JÚNÍ 1998 - 3
FRÉTTIR
Ekkert Dagsljós hjá
RÚV næsta vetur
Konur sem nú eru á áttræðis- og
níræðisaldri hafa fyrst og fremst
unnið við heimilisstörf.
Fréttatímiim lengdur
um 5-10 míiiiítur.
Ekkert Kastljós.
Skrifstofa fram-
kvæmdastjóra fær
rúmar 20 mínútur
vikulega til dagskrár-
gerðar.
Töluverðar breytingar verða á
dagskrá Ríkissjónvarpsins í vetur
frá því sem verið hefur undanfar-
in ár. Sem dæmi verður ekkert
Dagsljós næsta vetur og ekki
heldur fréttaskýringaþátturinn
Kastljós. Þá hafa rúmlega 20
mínútur í vikulegri dagskrá sjón-
varpsins verið teknar frá undir
dagskrárgerð sem heyrir undir
framkvæmdastjóra Sjónvarpsins.
Sigurður Valgeirsson dagskrár-
stjóri innlendrar dagskárgerðar
vildi ekki tjá sig opinberlega um
þessar breytingar að svo stöddu
að öðru Ieyti en því að ekkert
Dagsljós verður næsta vetur.
Hann sagði ekki rétt að úttala sig
um þessar breytingar áður en
þær verða kynntar starfsfólki.
Áhöfn Dagsljóssþáttarins verður fjarri góðu gamni næsta vetur, í það minnsta í
þeim hlutverkum sem áhorfendur þekkja þau úr frá í fyrra.
Lengri fréttatími
Samkvæmt heimildum Dags
verður fréttatími Sjónvarps
lengdur um 5-10 mínútur. Þessi
lenging kemur í stað Kastljóss.
Þá er hugmyndin að nota tímann
frá 19.30 - 20 með ýmiskonar
þemaefni eins og t.d. menningu
og listum til að auka áhorf á
þessum tíma.
„Mér finnst auðvitað ánægju-
Iegt að fá lengri fréttatíma sem
gefur okkur rúm fyrir bæði inn-
lendar og erlendar fréttaskýring-
ar og lengri viðtöl. Þannig að því
leyti horfir þetta til bóta. Við
þurfum hinsvegar meiri tíma,“
segir Helgi H. Jónsson frétta-
stjóri.
Hann segir að fréttastofan hafi
lengi farið fram á það að fá meira
svigrúm, eða svokallað við-
bragðsrúm. Það er til þess að
geta brugðist við því sem kann
að koma upp á dagíega í fréttum.
Hann segist því ekki vera alveg
úrkula vonar um að fréttastofan
fái eitthvað af þeim tíma sem
settur hefur verið undir skrif-
stofu framkvæmdastjóra. Það
helgast m.a. af því að ekki hefur
verið ákveðið hvernig sá tími
verður nýttur. -GRH
Heimilis-
störfin
forheimsk-
andi?
Vitræn skerðing reyndist tvisvar
sinnum algengari meðal aldr-
aðra (70-85 ára) kvenna en
karla er niðurstaða rannsóknar
sem getið er um í ágripi í
Læknablaðinu (júní ‘98). Hugs-
anleg skýring á þessu er m.a.
nefnd sú „að minni menntun og
fyrri störf kvenna komi fram í
vitræna prófinu“. Fyrri störf
kvenna sem nú eru á áttræðis-
og níræðisaldri hafa verið heim-
ilisstörf fyrst og fremst og í
mörgum tilfellum eingöngu.
Onnur tilgáta er, að karlar með
skerta vitræna getu hafi kannski
fallið fyrr úr hópnum vegna
annarra sjúkdóma.
Lyflæknaþing á Aknreyri
Björn Einarsson læknir mun
skýra frá niðurstöðum þessarar
rannsóknar á þingi Félags ís-
lenskra lyflækna sem heldið
verður á Akureyri um helgina
(12. til 14. júní). — HEI
Gríðarlegt álag var um tíma á skiptiborðinu hjá RÚVAK þegar örvæntingarfullar knattspyrnubullur hringdu inn og spurðu
hvað væri um að vera. Þær Nína Þórðardóttir og Dóróthea Eyland reyndu eftir bestu getu að róa menn.
Martrö ö HM-iuinenda
Knattspymuiumendiir
fóru á taugum á Norð-
urlandi í gær þegar út-
sendingar frá HM
lentu í tvísýnu.
Allar línur hjá Ríkisútvarpinu á
Akureyri voru rauðglóandi um
miðjan dag í gær eftir að sendir
bilaði á Vaðlaheiði með þeim af-
leiðingum að sjónvarpsútsending
datt niður. Þetta ástand varði
nánast fram að útsendingu frá
HM í knattspyrnu sem hófst með
leik Brasilíumanna og Skota kl.
15.30 í gær. Mikil taugaveiklun
greip um sig hjá knattspyrnuá-
hugamönnum á Norðurlandi en
þeir sluppu með skrekkinn. Við-
gerð lauk rétt fyrir ldukkan 15.00
og Norðlendingar fengu sinn fót-
bolta.
„Það greip mikil skelfing um
sig og síminn stoppaði ekki. Þetta
var martröð. Sumir voru reiðir en
aðrir sögðust ætla að treysta á
guð og símann," sagði Arnar Páll
Hauksson, deildarstjóri RUV á
Norðurlandi í gær, en þar á bæ
sátu menn sveittir við að svara
fyrirspurnum fram eftir degi.
Landssíminn sér um viðhald
sendisins sem bilaði og er hann
kominn vel til ára sinna eins og
margur annar búnaður sem teng-
ist sjónvarpsútsendingum. „Fjár-
skorturinn er viðvarandi og sumt
af þessum búnaði er farið að eld-
ast verulega," segir Arnar Páll.
Ætíi að duga
Sú spurning var ofarlega í huga
margra í gær hvort viðgerðin væri
aðeins til bráðabirgða eða hvort
HM-unnendur sem aðrir áhorf-
endur gætu átt von á frekari bil-
unum sem gætu haft skelfilegar
afleiðingar í för með sér. Olafur
G. Viktorsson, rafeindavirki hjá
Landssímanum, var staddur á
Vaðlaheiði í gær. Hann sagði við-
gerð lokið og ekkert benti til ann-
ars en að allt yrði í lagi framveg-
is, en þó gerðu bilanir ekki boð á
undan sér. Um ræddi bilun í loft-
neti og komu sérhæfðir menn frá
loftnetadeild Landssímans í
Reykjavík til að gera við ásamt
heimamönnum. Bilunin náði til
alls Evjatjarðarsvæðisins, Dalvík-
ur, Olafsfjarðar, Siglufjarðar,
Húsavíkur og Mývatnssveitar svo
eitthvað sé nefnt. — BÞ
Jónas forseti bæjar-
stiómar
Á tyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar
Seyðisljarðar 8. júní sl. var Jónas A. Þ. Jóns-
son kjörinn forseti bæjarstjórnar og formaður
bæjarráðs, en Gunnþór Ingvason 1. varafor-
seti. Kosið var í nefndir og ráð en Framsókn-
arflokkur var með Sjálfstæðisflokld í þeim
kosningum. Sjálfstæðismenn fengu hreinan
meirihluta í bæjarstjórnarkosningunum 23.
maí sl.
Staða bæjarstjóra verður auglýst innan tíðar
en fráfarandi bæjarstjóri, Þorvaldur Jóhanns-
son, mun sinna starfinu fram til hausts. —GG
Órökstudd gagnrýni átaliu
Stjórn Blaðamannafélags Islands hefur samþykkt ályktun vegna um-
ræðu og gagnrýni á fréttaflutning í Ijölmiðlum í kjölfar nýafstaðinna
sveitarstjórnarkosninga. Þar segir m.a.: „Stjórn Blaðamannafélags
tslands átelur órökstudda gagnrýni á fréttaflutning vegna sveitar-
stjórnarkosninganna í maí. Slík gagnrýni getur orðið til þess að koma
í veg fyrir eðlilega umræðu í þjóðfélaginu og er sérstaklega alvarleg
þegar hún er sett fram af fulltrúum stjórnvalda sem njóta virðingar
starfa sinna vegna.Það er því krafa blaða- og fréttamanna að séu
störf þeirra gagnrýnisverð þá sé gagnrýnin sett fram með skýrum rök-
um og studd dæmum."
Bjami fór utan 7 ára
Að gefnu tilliti skal tekið fram að Bjarni
Try'ggvason geimfari bjó á íslandi til sjö ára
aldurs en í blaðinu í gær var sagt að hann hafi
aldrei til Islands komið. Með því var átt við að
eftir að Bjarni fluttist til útlanda, hefur hann
ekki sótt Island heim.
Bjarni Tryggvason,
geimfari.