Dagur - 11.06.1998, Side 5
FIMlflTIfPAGUR ll+JÚNltXS9 8- S
Metkast hiá
Hólmaborg
FRETTIR
Hraði o*i læti ástæða
margra slysa á sjóimm
Engiim má vera að
neinu. Átaks er þörf.
Sjómenn verða að
vera meðvitaðri um
hættumar, segir LÍÚ.
„Þetta er bara hraðinn og lætin.
Það má enginn vera að neinu,
hvorki á fiskiskipum eða kaup-
skipum. I fragtinni má t.d. aldrei
stoppa og þar verða menn helst
að vera farnir áður en þeir
koma,“ segir Birgir Björgvinsson,
stjórnarmaður í Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
„Öskurapi í bruimi“
Hann segir að þetta séu m.a.
„Sjómenn verða að vera
meðvitaðir um sina hættu.“
ástæður þess að ekki hefur tekist
að fækka slysum á sjómönnum.
Sem kunnugt er þá hefur slysum
á sjómönnum farið sífjölgandi og
Iætur nærri að einn af hverjum
tíu sjómönnum slasist á hverju
ári. Birgir telur hinsvegar að
hægt sé að fækka þeim með því
að flýta sér aðeins hægar en gert
er og hætta öllu óðagoti til sjáv-
ar.
Þá sé alltof lítið um það að
menn hafi tíma til að kynna sjó-
mönnum sem koma nýir til
borðs nauðsynleg vinnubrögð og
allar aðstæður. Þess í stað ættu
menn að gefa sér tíma til að
ganga með nýliðum um skipið og
sýna þeim hvað ber að varast og
hvað ekki. Þess utan batnar það
ekki ef karlinn í brúnni er „ein-
hver öskurapi með kjaftinn alltaf
í hánorður." Þá verða menn
trekktir á taugum sem býður
hættunni heim.
Átak gegn slysum
Kristján Ragnarsson, formaður
LIÚ, er ekki sammála þessari
lýsingu Birgis. Hann er hinsveg-
ar á því að það þurfi átaks við til
að fækka slysum á sjómönnum í
samvinnu við alla hlutaðeigandi.
„Þetta mál snýr í aðalatriðum
að sjómönnum. Þeir verða að
verða meðvitaðri um sína hættu
og standa að þeim málum með
þeim hætti. Þessu verður aldrei
stjórnað með eftirliti frá Iandi,“
segir Kristján Ragnarsson. - GRH
Hólmaborg frá Eskifirði landaði
í gær 2.700 tonnum af síld, eða
fullfermi, á Eskifirði, og lauk
skipið þar með við að veiða þann
kvóta sem það fékk úr norsk-ís-
lenska síldarstofninum en síldin
er nú gengin inn í íslensku lög-
söguna, þ.e. flotinn er farinn að
veiða „Islandssíld“. Mikil áta er
enn í síldinni en hún orðin
sæmilega feit. Þrátt fyrir það fer
hún öll til bræðslu en aflaverð-
mæti þessa farms Hólmaborgar-
innar gæti numið um 21 milljón
króna. Fleiri bátar voru á land-
leið í gær eftir sjómannadaginn,
m.a. Júpíter frá Þórshöfn sem
fékk 1.100 tonn í einu kasti.
Peningalyktin fer því innan tíðar
að kitla lyktarskyn nágranna
síldarverksmiðjanna.
Þorsteinn Kristjánsson, skip-
stjóri á Hólmaborg, segir að
mikil veiði hafi verið á síldar-
miðunum á þriðjudag en hún
hafi verið minni á miðvikudag.
- GG
Falsaði naftt bróður
Liðlega fertugur karlmaður var í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmdur í 12 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að falsa
nafn bróður síns sem sjálfsskuld-
arábyrgðaraðila á skuldabréfi og
á víxil vegna bifreiðakaupa.
Maðurinn keypti þriggja millj-
ón króna bifreið í gegnum fjár-
mögnunarfyrirtækið Glitni. Út-
búið var skuldabréf sem maður-
inn falsaði nafn bróður síns á og
einnig falsaði hann nafn bróður
sína á 107 þúsund króna víxil
sem hann seldi í Islandsbanka.
Það var sjálfur bróðir mannsins
sem tilkynnti um fölsunina til
RLR, en ákærði sagðist hafa haft
heimild bróður síns til að rita
nafn hans á pappírana. Það tald-
ist ósannað. Hinn ákærði fékk
12 mánaða fangelsisdóm, en
hann var allur skilorðsbundinn í
tvö ár. Kemur fram í dómnum að
hinn ákærði hafi lent í alvarlegu
slysi 1992 og hafi ætlað að
kaupa bílinn til að stunda Ieigu-
akstur, sem ekki hafi gengið
vegna heilsuleysisins. Hann er
heimilislaus og upp á aðra kom-
inn um allt. - FÞG
Stórlaxar komu á land í Laxá í
Aðaldal í gær, fyrsta daginn sem
veiði er leyfð í sumar. Halldór
Blöndal samgönguráðherra barði
ána fyrstur samkvæmt hefð en
hafði ekki erindi sem erfiði.
Heimamenn og eigendur árinnar
voru hins vegar heppnari og
fengu Laxmýringar 5 laxa, þar af
tvo stórlaxa. Það voru Halla
Björnsdóttir og Jón Helgi Vigfús-
son, sláturhússtjóri KÞ, sem
kræktu í þá stærstu og fögnuðu
vel. Vigfús Jónsson yngri er á
stærð við laxana stóru.
INNLENT
Atvinniileysi minnkar á
Norðurlandi vestra
Atvinnuástand hefur batnað nokkuð á Norðurlandi vestra samkvæmt
skráningu svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra. Verulega hefur
fækkað á atvinnuleysisskrá. I apríl voru um 300 einstaklingar án
vinnu í kjördæminu en um síðustu áramót hafði þeim fækkað um 50.
Eitt hundrað manns eru enn atvinnulausir í Skagafirði, 50 á Siglu-
firði, 30 á Skagaströnd og Blönduósi. Svæðisútvarp Norðurlands
greindi frá.
Stærstu iaxamir eru engin smásmíði eins og sést í samanburði við Vigfús Jónsson yngri frá Laxamýri. Heimamenn voru kátir i
gær þegar laxveiðitímabilið hófst í Laxá i Aðaidai. mynd js
Risalaxar í Aðaldal
.
10 sækja uni landlæknisstöðu
10 umsækjendur eru um stöðu landlæknis. Það eru Guðjón Magnús-
son, Haraldur Briem, Haukur Valdimarsson, Júlíus Valsson, Kristján
Oddsson, Lúðvík Ólafsson, Ólafur Hergill Oddsson, Sigurður Guð-
mundsson, Sveinn Magnússon og Þorsteinn Njálsson. Búist er við að
umfjöllun stöðunefndar liggi fyrir eftir 1-2 mánuði og er því ákvörð-
unar ráðherra um skipunina að vænta eftir 2-3 mánuði.
Aukauualeg af-
skipti Davíðs
Pétur Blöndal alþingismaður og
flokksbróðir Davíðs oddssonar,
sagði í viðtali við Stöð 2 í gærkvöld
að hann teldi afskipti forsætisráð-
herra af vaxtamálum Landsbank-
ans ankannaleg. Eins og fram hef-
ur komið ritaði Davíð Oddsson
Sverri Hermannssyni bréf fyrir
tveimur árum, þar sem hann knúði
fram vaxtalækkun. Pétur sagði
bankakerfið íslenska bjóða upp á
afskipti sem þessi vegna ríkisaðild-
arinnar að bönkunum.
Pétur Blöndal alþingismaður.
Veldur ofvirkni dópneyslu?
Talið er að athyglis-
lirestur með oívirkiii
sé ein algengasta or-
sök hegðunar- og að-
lögunarerfiðleika og
fíkniefnamisnotkunar
síðar á ævinni.
„Rannsóknir benda til að 2—5%
barna eigi við ofvirkni að stríða
og ýmislegt bendir til að athyglis-
brestur með ofvirkni sé ein al-
gengasta orsök hegðunar- og að-
Iögunarerfiðleika og fíkniefna-
misnotkunar síðar á ævinni.
Samkvæmt athugun á Islandi
virðist tíðnin vera 1% meðal 6-12
ára barna og einn fjórði þeirra
virðist eiga foreldra sem eru eða
hafa verið ofvirk.“ Þetta kemur
fram í samantekt hóps lækna,
sem mest afskipti hafa af þessum
vandamálum og komið hafa sam-
an til viðræðna um þau á vegum
landlæknisembættisins að und-
anförnu.
Þunglyndislyf algengust
Niðurstaða hópsins er sú, að of-
virkni með athyglisbresti sé álíka
algeng hér og í nágrannalöndun-
um og því líklega vangreint
ástand á Islandi. Ofvirkni sé í
langflestum tilfellum afleiðing
vefrænna truflana í heilastöðv-
um, en geti einnig stafað af rösk-
un í ytra umhverfi barna. Lyf séu
mikilsverður hluti meðferðarinn-
ar og oft forsenda þess að hægt
sé að beita öðrum meðferðarað-
ferðum. Algengast sé að nota
örvandi lyf svo sem Ritalin, en
önnur lyf svo sem þunglyndislyf
komi einnig til greina. Þekking
og reynsla af notkun þessara lyfja
hjá börnum sé orðin veruleg.
Vill víðtækt samstarf
Læknarnir segja stóran hluta of-
virkra barna eiga við margháttað-
an námsvanda að stríða. Grein-
ing á meðferð barna með ofvirkni
og athyglisbrest kalli á samvinnu
margra fagstétta; lækna, sálfræð-
inga, sérkennara, félagsráðgjafa,
sjúkra- og talþjálfara, iðjuþjálfa
og fleiri. Og Landlæknisembætt-
ið vill hafa frumvæði að því að fá
þessa aðila til samstarfs um úr-
lausn fjTÍr ofvirk börn. - HEI