Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 12

Dagur - 11.06.1998, Qupperneq 12
1% - FIMMTUDAGUR 1 lr JÚflí, 1J9 9 8 ÍÞRÓTTIR Brasilíimtenn þiirftu sjálfs- mark til sigurs „Það er hræðileg tilfinning að tapa leiknum með þessum hætti og ég hef ekki upplifað annað eins,“ sagði Tommy Boyd, skoski varnarmaðurinn sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í opnunarleik HM, gegn Brasilíu- mönnum. „Jim varði skotið mjög vel, en ég gat ekki forðað mér frá boltanum og því fór sem fór,“ sagði Skotinn óheppni. Þetta sjálfsmark varð sigur- mark Brassanna í þessum fyrsta leik heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi, en Brassarnir sigr- uðu í leiknum með tveimur mörkum gegn einu marki Skota sem Collins skoraði úr víta- spyrnu. „Taugaveiklun einkenndi þennan Ieik eins og alla byrjun- arleiki," sagði Zagallo, þjálfari Brasilíumanna, sem var að von- um ánægður með sigur sinna manna. Craig Brown, þjálfari Skota, var að sjálfsögðu ekki eins ánægður og sagði að sitt lið hefði átt alla möguleika á að halda jöfnu. „Það hefðu verið frábær úrslit fyrir Skotland," Cesar Sampaio skoraði fyrsta markið á HM. sagði Brown. Fyrra mark Brasilíumanna og fyrsta markið á HM skoraði Ces- ar Sampaio á fimmtu mínútu leiksins. Seinni Ieiknum í gærkvöld, mili Noregs og Marokkó, lauk með jafntefli, tvö mörk gegn tveimur. o o meí Degi og íslandsflugi Nú getur þú lesið Dag í loftinu á öllum áætlunarleiðum Islandsflugs. ÍSLANDSFLUG gortr tlotrum foert uð fíjúga Möðruvöllum Tilraunastöðin á Möðruvöllum - Bústjóri Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða bústjóra að Tilraunastöðinni á Möðruvöllum I Hörgárdal frá og með 1. september 1998. Umsóknir ásamt fylgiskjölum með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist tilraunastjóra, Bjarna E. Guðleifssyni, Óseyri 2, 603 Akureyri, fyrir 10. júlí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Styrkur til háskólanáms í Japan Hér með framlengist til 25. júní nk. frestur til að skila inn umsóknum um annan af tveimur styrkjum, er japönsk stjórnvöld bjóða fram handa íslending- um til rannsóknanáms í háskóla í Japan á árinu 1999, og auglýstir voru lausir til umsóknar 17. apr- íl sl. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 9. júní 1998. Xfc^ur mmm UMFERÐ ÞRÓTTUR 1 Mark: Asmundur Haraldsson. Gul spjöld: Daði Dervic, Gunnar Gunnarsson. LEIFTUR 2 Mörk: Baldur Bragason, Rastislav Lazorik Gul spjöld: Þorvaldur Guðbjömss. Maður leiksins: Paul Kinniard, Leiftri ÍA 3 Mörk: Alexander Högnason, Sigurður R. Eyjólfsson, Pálmi Haraldsson Gul spjöld: Rcynir Leósson GRINDAVÍK 0 Gul spjöld: Sveinn Ari Guðjónss., Hjálmar Hallgrímsson. Maður leiksins: Alexander Högnason, ÍA KR 3 Mörk: Sigþór Júlíusson, Besim Haxhiajdini, Guðm. Bendiktsson. Gul spjöld: Birgir Sigfússon, David Winnie. ÍR 0 Gult spjald: Garðar Newmann. Maður leiksins: Einar Þór Daníelsson, KR KEFLAVÍK 1 Mark: Þórarinn Kristjánsson FRAM 0 Gul spjöld: Anton B. Markússon, Jón Sveinsson Maður leiksins: Bjarki Guðmundss, Keflavík ÍBV 6 Mörk: Steingr. Jóhannesson (3), Hlynur Stefánsson, Sindri Grétars- son, Ingi Sigurðsson. VALUR 1 Mark: Jón Þ. Stefánsson Gul spjöld: Daði Árnason, Ingólf- ur Ingólfsson, Grímur Garðarsson, Bjarki Stefánss., Kristinn Björnss. Maður leiksins: Steingrímur Tóhannesson, íbv Staðan eftir 5 umferðir IBV 5 3 1 1 15-6 10 Leiftur 5 3 1 1 6-4 10 Keflavík 5 3 1 1 5-5 10 KR 5 2 3 0 6-1 9 ÍA 5 1 3 1 7-6 6 Þróttur 5 1 3 1 8-8 6 Grindav. 5 1 2 2 5-7 5 ÍR 5 1 1 3 3-7 4 Valur 5 0 3 2 5-11 3 Fram 5 0 2 3 1-6 2 Barcelona best Spænska knattspyrnuliðið Barcelona er það lið sem á flesta leikmenn í heimsmeist- arakeppninni. Þrettán leik- menn frá spænska liðinu leika með landsliðum þriggja þjóða. Italska liðið Inter kemur næst á eftir með 11 leikmenn í sjö landsliðum. Leikmenn Barcelona í HM eru þessir: Abelardo, Amor, Celades, Ferrer, Luis Enriqe, Nadal, Pizzi og Sergi, allir í spænska Iandsliðinu. Hesp, Spánverjinn Amor er einn þeirra landsliðsmanna sem leikur með Barcelona. Bogarde og Reizger i því hol- lenska og í brasilíska liðinu eru Giovanni og Rivaldo. Enska úrvalsdeildin sterkust Ef marka má styrldeika knatt- spyrnudeildanna eftir fjölda leikmanna á HM er enska deildin sú sterkasta í heimi. Sjötíu og sex leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni leika með liðum á HM. ítalska A- deildin og spánska fyrsta deildin koma næstar með sjö- tíu leikmenn. Þar á eftir kem- ur þýska úrvalsdeildin með 54 leikmenn, sú franska með 50 leikmenn og hollenska deildin er þar næst með 20 Ieikmenn. Sex sterkustu deildir heimsins eru samkvæmt þessu í Evrópu. Fá mörk 1 fyrsta leik I upphafsleikjum átta síðustu heimsmeistarakeppna hafa að- eins verið skoruð fimm mörk til samans. Þar af voru tvö mörk skoruð þegar Ítalía og Búlgaría gerðu 1-1 jafntefli 1986. Svona hafa upphafsleikirnir farið til þessa: 1930 Bandaríkin-Belgía 3-0 1934 Ítalía-Bandaríkin 7-1 1938 Sviss-Þýskaland 1-1 1950 Brasilía-Mexíkó 4-0 1954 Júgóslavía-Frakkl. 1-0 1958 V-Þýskal.-Argentína 3-1 1962 Uruquay-Columbia 2-1 1966 England-Uruquay 0-0 1970 Mexíkó-Sovétríkin 0-0 1974 Brasilía-Júgóslavía 0-0 1978 V-Þýskal.-Pólland 0-0 1982 Argentína-Belgía 0-1 1986 Ítalía-Búlgaría 1-1 1990 Argentína-Kamerún 0-1 1994 Þýskaland-Bólivía 1-0 1998 Brasilía-Skotland 2-1 Gamli maðurinn og boltinn Brasilíski landsliðsþjálfarinn, Mario Jorge Lobo Zagallo, er með elstu þjálfurum heims í dag. Hann stýrir nú brasilíska Iandsliðinu í þriðja sinn á HM og hefur tækifæri til að vinna sinn fimmta heimsmeistaratit- il. Hann hefur verið með Brössunum í þau ijögur skipti Zagallo þjálfari Brasilíumanna. sem liðið hefur unnið heims- meistaratitilinn, sem leikmað- ur árin 1958 og 1962, þjálfari 1970 og aðstoðarþjálfari 1994. Að sjálfsögðu er Zagallo þjóðhetja í Brasilíu þó ekki séu allir forráðamenn fótboltans þar í landi hundrað prósent ánægðir með karlinn. Þeim þykir hann ekki fylgjast nóg með „tækninni" og settu því snillinginn Zico honum til að- stoðar óumbeðið. Hann hefur einnig sætt gagnrýni frá norska landsliðsþjálfaranum, Egil Olsen, en Iætur það sem vind um eyru þjóta enda náð meiri frama í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu en nokkur núlifandi maður. Stan „The Man“ löðrung- aði kærustuna Knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hefur löngum átt í útistöðum við samfélag sitt. Samband hans við kærustu sína, hina sænsku Ulriku Jon- son, hefur oft verið storma- samt en í fyrradag tók þó steininn úr þegar þau voru stödd á pöbb í Frakklandi, þar sem þau ætla að fylgjast með Heimsmeistarakeppninni. Þegar Ulrika var að tala við skoska knattspyrnukappann Ally McCoist, réðist kappinn á hana, lamdi, barði og sparkaði og fyrir framan á annað hundrað skoska knattspyrnuá- hugamenn sem eru mættir á HM til stuðnings landsliði sfnu. Stan Collymore. Dyraverðir voru snöggir til, gripu knattspyrnuhetjuna og hentu henni út. Collymore á nú yfir höfði sér kæru vegna árásarinnar, sem ekki er sú fyrsta á konu. Þá á hann einn- ig í erfiðleikum hjá liði sínu, Aston Villa, sem keypti hann fyrir stórfé frá Liverpool fyrir síðustu leiktíð. Þar með hefur þessi efnilegi landsliðsmaður Englendinga átt í útistöðum hjá öllum þeim félögum sem hann hefur leikið með, Nott- ingham Forrest, Liverpool og nú hjá Villa auk þess sem hann hefur ekld verið valinn í enska landsliðið í langan tíma. - GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.