Dagur - 11.06.1998, Síða 13

Dagur - 11.06.1998, Síða 13
r X^ur. ÍÞRÓTTIR í'idwMt'uDÁGÚr Í l júNÍ 1 9 98 - 13 Erfitt að fylla skorð Del Piero og Peruzzi Ítalía er þrefaldur heimsmeistari. Chile í fyrsta sinu í sextán ár með í úrslitakeppn- inni. Meiðsli há háð- uin liðunum. Ef allt verður með felldu hjá ítöl- um í dag ættu þeir ekki að eiga í vandræðum með að Ieggja Chile að velli í fyrsta leik liðanna á HM f Frakídandi. Það er bara ekki allt með felldu hjá ítölum. Aðal stjarna þeirra, Alesandro Del Piero, er meiddur og verður ekki með í dag. Þá er Fabrizzio Ravanelli með Iungnakvef og óvíst hvenær hann kemst á skrið. Ekki má heldur gleyma því að Italir misstu aðalmarkvörð sinn, Angelo Peruzzi, út vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik. Knattspyrnuþjóð eins og Italía á marga frábæra knattspyrnumenn sem koma inn fyrir þá sem meið- ast. Það eru aðeins skörð þeirra Del Piero og Peruzzi sem erfitt verður að fylla. Þeir eru báðir heimsklassa leikmenn. Hópur ítala jafn Styrkur ítalska liðsins í leiknum við Chile er hvað hópurinn er jafn. Þá hefur þessi leikmanna- hópur mikla reynslu eins og kom fram í síðasta Ieik þeirra í und- ankeppninni. Giuseppe Bergomi leikur sinn 78. landsleik, með númer 2 á bakinu, í dag. Flestir félaga hans eru klárir í slaginn og þeir hafa vissulega getuna til að klára leikinn við Chile með sóma. Miðjumenn Itala koma til með að ráða ferðinni í Ieiknum og því má ætla að ítalir leiki að- ferðina 3-5-2 þegar þeir sækja. Sú aðferð hefur reynst þeim vel þó ekki dygði það á móti Svíum á dögunum. Málið er að það er enginn í Iiðinu sem virðist geta tekið af skarið þegar á þarf að halda og knúið fram sigur. Hugs- anlega getur Inzagi látið fara mikið fyrir sér og takist það er það vatn á myllu Itala. Del Piero númer 10 Það hefur löngum þótt ákveðinn heiður að leika í peysu númer tíu. Sá heiður hefur hlotnast Ro- berto Di Baggio undanfarin ár. Nú er öldin önnur. Baggio kom inn í liðið á síðustu stundu og er ekki sá máttarstólpi sem fyrrum. Það sýnir best trúna sem þjálfar- inn, Cesar Maldini, hefur á Del Piero að hann ætlar honum að bera tíuna að þessu sinni. En Maldini hefur ekki jafn mikla trú á liði sínu ogjuventus leikmann- inum knáa. Hann spáir nefnilega Englendingum sigri á HM. Þessi spá gæti haft sálræn áhrif, slæm á ítalska liðið en góð á Chile- mennina. Cliile treystir á Zamarano Þrátt fyrir að Interleikmaðurinn, Ivan Zamarano, sem oft er kall- aður Ivan grimmi, sé meiddur á hné er það sá sem Chilemenn byggja allt sitt traust á. Zamara- no, ásamt Marcelo Zalas sem leikur með Lazio í ítölsku A- deildinni, eru vissulega leik- menn sem geta orðið stjörnur þessarar úrslitakeppni. Þeir eru báðir miklir markaskorarar og gætu orðið meðal markahæstu leikmanna keppninnar. Aðrir leikmenn Chile eru ekki mikið þekktir í Evrópu. Þeir helstu eru varnarmennirnir Christian Castanda og Javier Margas ásamt miðvallarleikmanninum Clarence Acuna. Þessir leik- menn eru allir mjög traustir og geta hæglega komið Itölum í opna skjöldu. Davíð hefur áður unnið Golíat. Hvað sem öllum vangaveltum um gengi Chile í þessari keppni líður er staðreyndin sú að liðið hefur ekki sýnt neina stórleiki á undirbúningstímanum og ólík- legt er að breyting verði þar á í sjálfri úrslitakeppninni. Italía vinnur auðveldan sigur, 3 - 1, í dag. — GÞÖ Víkingar taplausir KVA - KA 2 - 0 KVA vann sinn fyrsta sigur í 1. deild, þegar liðið fékk KA í heim- sókn til Eskifjarðar. Eitthvað voru menn pirraðir í þessum leik, þvf dómarinn þurfti sjö sinnum að lyfta gula sjaldinu í Ieiknum og einu sinni því rauða. KVA var sterkari i fyrri hálfleikn- um og hélt vel boltanum, þó ekki rataði hann í markið. I seinni hálfleik jafnaðist leikur- inn nokkuð, en heimamenn höfðu þó áfram frumkvæðið og skoruðu þeir tvö mörk. Fyrra markið skor- aði Sigurjón B. Björnsson og Veig- ar Sveinsson það seinna. BREIÐABLIK - SKALLAGRÍMUR 2 - 0 Blikarnir voru betri aðilinn í leikn- um gegn Skallagrími í Kópavog- inum og léku sterkan varnarleik allan leikinn. Bjarki Pétursson, besti maður Blikanna, fiskaði vítaspyrnu í byijun leiksins sem Sigurður Grétarsson skoraði úr og var staðan 1:0 í hálfleik. I seinni hálfleik héldu Blikarnir uppteknum hætti og bætti Atli Kristjánsson við öðru marki með skalla. STJARNAN - HK 1-0 Stjarnan var betri aðilinn í leikn- um gegn HK í Garðabænum á mánudaginn. Þeir voru miklu meira með boltann og sóttu stíft að marki HK. Þrátt fyrir það létu mörkin á sér standa, þar til í seinni hálfleik að Veigar P. Gunn- arsson komst í gegnum HK-vörn- ina og skilaði boltanum í netið. I heildina var leikurinn fremur daufur og lítið um færi og þrátt fyrir aðeins eitt mark var sigur Stjörnunnar nokkuð öruggur. VÍKINGUR - FH 2-1 Víkingar sigruðu FH-inga á Vík- ingsvellinum og eru á toppi deild- arinnar með fullt hús stiga. Leikurinn var nokkuð fjörugur og sóknarleikur í hávegum hafður hjá báðum liðum. FH-ingar léku sterkan varnarleik og voru fyrri til að skora, þegar Davíð Ólafsson skoraði með þrumuskoti. í seinni hálfleiknum voru Víking- arnir beittari í sóknarleiknum og tókst að skora í tvígang. Fyrra markið skoraði Sváfnir Gfslason með skalla og það seinna Sumar- liði Árnason, einnig með skalla. ÞÓR - FYLKIR 1 - 2 Þórsarar b\Tjuðu leikinn á móti Fylki mun betur þegar liðin mætt- ust á Akureyri í fyrradag. Þeir fengu ágætis færi í fyrri hálfleik, en tókst ekki að skora lyrr en á 40 mín. með marki Jóhanns Þórhalls- sonar. Þórsurum tókst ekki að knýja fram sigur í síðari hálfleik þó þeir væru einum fleiri á vellinum, eftir að Sigurður Sigursteinsson, Fylki fékk að líta rauða spjaldið. Þórsarar fóru illa með færin sín og gegn gangi leiksins skoruðu Fylkismenn tvö mörk í hálfleikn- um og sigruðu 1:2. I-yrra mark Fylkis skoraði Gunn- ar Þ. Pétursson og það síðara Steindór Gíslason. ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ Liðimiun hefur fjölgað um 100% PéturHrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri KKÍ. KKÍ stóð nýlega fyrír við- horfskönnun, í samvinnu við HSÍ. Niðurstaða könn- unarinnar var kynnt ný- lega og ræddi Dagur við PéturHrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóra KKÍ, um niðurstöðurhennar. - Til hvers var þessi könnun gerð? „Könnunin var gerð til að sam- böndin gætu frekar gert sér grein fyrir stöðu mála og hefðu ein- hverjar viðmiðanir til að byggja á, við frekari uppbyggingu þessara tveggja íþróttagreina." - Kontu niðurstöðurnar ykkur á óvart og voru menn ánægðir með þær? „Könnunin var margþætt og ýmislegt f henni var mjög fróð- legt. Fólk var til dæmis spurt að því, hvort það vissi hvað deildirn- ar hétu og vissu um 36% að- spurðra um Nissan-deildina, en 23% um DHL-deildina. Körfuknattleikssambandið vildi vita, hverjir það eru sem iðka körfuknattleik í frístundum, hér og þar í íþróttasölum og hand- knattleikssambandið um það, hvaða viðhorf almenningur hefði til þess. Handknattleikssamband- ið var ánægt með niðurstöðuna við þeirri spurningu, því yfir 50% aðspurðra höfðu mjög jákvæð viðhorf til sambandsins, en að- eins 3% neikvæð. Einnig var fólk spurt um við- horf þess til leiktíma í deildun- um, en þar kom í ljós að fólk skiptist nokkuð jafnt í hópa um það, hvort það væri ánægt með þá leiktíma sem í gangi voru eða hvort það vildi breytingar. Það sýnir okkur að sá leiktími sem hentar best hreyfingunni er í Iagi samkvæmt könnuninni. Það sem mest kom á óvart í þessari könnun var sá mikli mun- ur sem er á áhuga fólks fyrir körf- unni á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Þar hefur landsbyggðin vinninginn og mun- ar þar tugum prósenta. Þessi nið- urstaða er okkur áhyggjuefni og sýnir að við þurfum að leggja í landvinninga hér á fjölbýlissvæð- inu. Að öðru leyti er það kvennakarfan sem virðist veiki punkturinn hjá okkur. Þar verður að gera stórátak." - Hyggst körfuknattleikssam- bandið þá beita sér sérstklega fyrir uppbyggingu kvennaköif- unnar? „Við erum þegar með átak í gangi sem ákveðið var að fara út í á síðasta ársþingi sambandsins. Við fórum út í þetta átak sem er kallað „Sókn í kvennakörfubolta", vegna þess að niðurstöður könn- unarinnar sýndu okkur, að þar eru málin ekki í lagi og við höfð- um af því áhyggjur. Átakið á að standa yfir í tvö ár og ráðinn verð- ur starfskraftur til að vinna að því.“ - Hafa niðurstöður könnun- arinnar gefið ykkur einhverjar aðrar vísbendingar um breyttar áherslur í starfi sambandsins? „Þessi könnun er sú fyrsta sem gerð er og nýtist okkur sem við- miðun til næstu ára, en markmið- ið er að gera slíka könnun árlega. Kostirnir eru, að menn sjá ýmsa þætti í starfinu sem betur mættu fara og gefur okkur nánari vit- neskju um stöðuna. Þannig get- um við metið okkar starf og feng- ið samanburð frá ári til árs í þeim aðgerðum sem eru í gangi, eins og átakið í kvennaboltanum. Núna sjáum við til dæmis í fyrsta skipti kynja- og aldursskipt- ingu þeirra sem eru að fylgjast með. Einnig búsetu um landið. Hvar erum við sterkir og hvar erum við veikir og skiptingu eftir atvinnu, menntun, fjölskyldu- samsetningu og svo framvegis.“ -Hvaða ályktanir dregur þú af þessari könnun? „Eg dreg þá ályktun af niður- stöðunni að það gífurlega starf sem unnið hefur verið á undan- förnum árum við uppbyggingu körfuboltans hefur skilað góðum árangri. Okkur hefur tekist að gera körfuna að einni megin íþróttagreininni hér á landi og fé- Iagsliðum hefur á átta til níu árum fjölgað um 100%. Félögin voru 24, en eru nú um 60, sem sýnir að við erum á réttri leið. Nú er það kvennakarfan sem þarf sýna athygli og þar ætla menn sér að ná settum markmiðum.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.