Dagur - 26.06.1998, Síða 1

Dagur - 26.06.1998, Síða 1
Atkvæði látin ráða á landsfundiniun Útlit fyrir dramatískt uppgjör um samfylk- ingarmálin með at- kvæðagreiðslu á landsfundi Alþvöu baudalagsins. Átök innan Alþýðubandalagsins um leiðina í samfylkingarviðræð- unum fer harðnandi fyrir auka- landsfund flokksins um aðra helgi og er útlit fyrir dramatískt uppgjör. Tekist er á um tvær leið- ir; „sameiningarsinnar" vilja að félagshyggjuflokkarnir bjóði strax saman í þingkosningunum næsta vor, en hægfara „samstarfssinn- ar“ vilja samstarfssamning til fjögurra ára með yfirlýsingu um ríkisstjórnarsamstarf. Fylkingarnar vinna nú hörðum höndum við að tryggja sinni stefnu meirihluta á landsfundin- um. Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður hafði ásamt fleirum forgöngu um að senda flokks- mönnum bréf þar sem hvatt er til sameiginlegs framboðs vorið 1999 og skrifuðu 52 flokksmenn undir bréfið, meðal annarra Jó- hann Ársælsson, Skúli Alexand- ersson, Grétar Þorsteinsson og Guðmundur Þ. Jónsson, auk fjölmargra sveitarstjórnarmanna. Bryndís segir að hópur samein- ingarsinna hafi hist reglulega undanfarið. „Eg á von á því að á landsfund- inum verði kosið um þær tvær leiðir sem tekist er á um. Það er mitt mat að 70-80% kjósenda flokksins vilji sameiginlegt fram- boð í vor og sá vilji er ríkur með- al sveitarstjórnarmanna, ungliða og í verkalýðshreyfingunni. En mér sýnist að yfirlýsingar ein- stakra þingmanna þýði að þeir muni leggja fram tillögu um leið- ina sem Steingrímur talar fyrir. Hvað klofningstal varðar vil ég benda á að eini maðurinn sem hefur talað um klofning opinber- lega er Hjörleifur Guttormsson. Það eru þeir sem tala gegn meiri- hlutaleiðinni sem kljúfa flokk- inn, en ekki forystan, sem hefur ekki gert annað en að framfylgja Bryndís: Vill láta kjósa um sam- fylkingu á landsfundi. samþykktum landsfunda til margra ára,“ segir Bryndis. I Degi í dag mælir Steingrímur J. Sigfússon fyrir áætlun um samstarfsleið í fimm Iiðum, en hann er talinn leiðtogi „sam- starfssinna". ABR vill tryggja ókloiiim flokk Á fundi Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur (ABR) í vikunni var Svavar: Á ekki von á að atkvæði verði greidd. samþykkt ályktun til forystu flokksins um að vinna að sam- fylkingarmálunum á þann hátt að flokksmenn fylki sér samein- aðir og Alþýðubandalagið þar með óklofið til þeirra verka. „Þetta er nákvæmlega það sem forysta flokksins er að reyna að gera,“ segir Margrét Frímanns- dóttir um þessa ályktun. „Það hefur aldrei verið talað um að leggja niður Alþýðubandalagið, heldur að gera samstarfstilraun í fjögur ár og sjá hvernig það kem- ur út.“ Margrét segir að landsfundur- inn muni ekki knýja kjördæmis- ráð flokksins til eins eða neins. „Kjördæmaráðin hafa úrskurðar- vald um það hvernig þau standa að sínum framboðsmálum. Nið- urstaða landsfundar verður fyrst og fremst í því formi að beina einhverju til kjördæmisráðanna." Svavar Gestsson segir ágreining- inn innan flokksins snúast „um hvort það á að fara í sameiginleg framboð eða mynda málefnalega samstöðu fyrir kosningar, t.d. um ríkisstjórnarsamning, og á þeim grundvelli bjóði flokkarnir fram í sitthvoru Iagi. Um þetta er vissulega ágreiningur. Lands- fundur mun aldrei reyna að segja kjördæmisráðunum fyrir verk- um. Þau ráða eigin framboðs- málum sínurn." Svavar segist ekki eiga von á því að á landsfundinum verði kosið milli leiðanna tveggja. Skilyrðislaus niðurstaða fáist ekki á þessum fundi. - FÞG Boltinn og hagvöxtur „Við höldum að þetta komi ekki til með að draga úr hagvexti. Ef eitthvað er þá eflir HM bara keppnisandann,11 segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Af hálfu VSÍ hefur það ekki verið kannað hversu margar vinnustundir kunna að tapast vegna áhorfs á leiki í HM í fót- bolta. Þórarinn V. segir að vissu- Iega Ieggist ekki af nein vinna nema því aðeins að viðkomandi atvinnurekandi sé því meiri áhugamaður um knattspyrnu. Hinsvegar sé nokkuð ljóst að þessi áhugi sé nokkuð staðbund- inn eftir vinnustöðum. Aftur á móti sé viðbúið að áhrif heimsmeistaramótsins á vinnustaði eigi eftir að aukast þegar úrslitakeppnin hefst í næstu viku og þá sérstaklega þegar mikilvægir leikir fara fram um miðjan dag. - grh ísland með augum gesta. Hábjargræðistíminn í ferðaþjónustunni fer í hönd og þessir farfuglar komnir til Akur- eyrar - en hvert liggur leiðin svo? mynd: brink Neyðar- aðgerð Tæpir níu tugir grunnskólakenn- ara á Akureyri íhuga nú að draga uppsagnir sínar til baka eftir að bæjaryfirvöld gerðu þeim tilboð um verulega kjarabót. Viðræðu- nefnd kennara er búin að sam- þykkja tilboð frá bænum. Kjara- bótin er veruleg í prósentum talið. Hún er 10,43% á ári fyrir þá sem fá 12 tíma á mánuði. 8,7% í miðflokknum og 6,1% hjá nýliðunum. „Við lítum þannig á að við höf- um verið að leiðrétta ákveðna þætti. Það var búið að Ieggja meira á kennara hér en kjara- samningar gerðu ráð fyrir. Þetta er neyðaraðgerð," segir formaður bæjarráðs á Akureyri, Ásgeir Magnússon. Á sama tima hefur aldrei jafn- mörgum kennarastöðum í Reykjavík verið óráðstafað, eða 40-50. - bþ Sjá bls. 3. BIAGKSlDECKER Jiandverkfæri SINDRI \ -sterkur í verki BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024 L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.