Dagur - 26.06.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 26.06.1998, Blaðsíða 10
10 -FÖS TUDAGUR 2 é\ J Ú N j 19 9 8 FRÉTTIR „Tékkiim“ enn í íiillu fjöri Garðar kemur til hafnar á Akureyri. Garðar með síldarflök Þrátt fyrir stóraukna kortanotkim eru um 3/4 allrar greiöslu- miðluuar í laudinu ennþá í tékkum. Mikið vantar ennþá á að greiðslukortin hafi Iagt tékkann að velli í íslenskri greiðslumiðl- un, eins og oft hefði mátt ætla af orðum ákafra talsmanna kredit- og síðar debetkorta. Næstum 1.000 milljarðar króna ultu í gegn um íslenska greiðslumiðlun á síðasta ári (um 3,6 milljónir á hvert mannsbarn í landinu), samkvæmt hagtölum Seðlabank- ans. Og hátt í 3/4 hlutar þeirrar upphæðar voru greiddir með tékkum; alls 8,5 milljónum tékka. Meðaltékkinn var því yfir 80.000 krónur og hefur þannig margfaldast frá því fyrir kort. Um 260 milljarðar gegnum kortin Debetkortanotkunin hefur vaxið mjög hratt síðustu þrjú árin og komst veltan í næstum 180 millj- arða í fyrra, í rúmlega 22 millj- ónum færslna. Kreditkortin voru notuð álíka oft, en heildarvelta þeirra var samt rúmlega helm- ingi lægri, eða liðlega 80 millj- arðar. Ríflega fjórðungur greiðslumiðlunarinnar fer því um kortin. Visareikninguriim 43 þús. á mánuði Debetkortaveltan er að langstærstum hluta í bönkum og hraðbönkum, en 54 milljarðar þar fyrir utan. Kreditkortanotk- unin var stórum meiri, rösklega 82 milljarðar. I lok síðasta árs voru næstum 162 þúsund kredit- kort í notkun, þannig að meðal- greiðsla á hvert þeirra hefur ver- ið um 510.000 lu-. á árinu, þar af rúmlega 74.000 kr. í útlöndum. Debetkortin eru orðin fleiri en allir landsmenn yfir 15 ára, eða 207 þúsund. Hvert þeirra hefur miðlað um 860.000 kr. að með- altali. -HEI Viimslugetan uiii 140 tonn á sólarhring. Nótaskipið Garðar, sem Samheiji á Akureyri festi kaup á í Noregi fyrr í vor í stað Jóns Sigurðssonar sem seldur var til Færeyja, kom í fyrsta sinn til Akureyrar á mið- vikudag með síldarflök. (Ekki loðnu eins og sagt var í blaðinu í gær). Skipið hefur farið tvo síld- artúra og einn kolmunnatúr eftir að það var keypt frá Noregi. Eftir fyrri síldartúrinn var Iandað í Ála- sundi í Noregi. I áhöfn eru 29 manns, þar af 10 Islendingar, og segir Birkir Hreinsson skipstjóri að eftir 14 daga úthald séu um borð liðlega 800 tonn af síldarflökum af stórri og góðri síld að verðmæti um 60 milljónir króna sem fer á Pól- landsmarkað. Vinnslugetan í flök- un og frystingu er um 140 tonn á sólarhring. Garðar er eitt stærsta nótaskip flotans, ber um 2.200 tonn ef allar lestar eru nýttar undir gúanófisk, en skipið er búið RSV-kælitönkum sem eru nýttir meðan verið er að vinna síldina. Aðeins Hólmaborg frá Eskifirði hefur meiri burðargetu. Skipið heldur aftur á síldveiðar. — GG Bílaskipti • Bílasala Bílasala • Bílaskipti Bílaskipti • Bílasala Toyota Hilux D-C SR5 4.d ‘96 grár ek.31.þ.km m/hús stigbr brk álf 31“ V:2.080.000,- Toyota Landcruiser dísel turbo 3.d ‘88 rauður ek.124.þ.km 33“á felgum x2 interc. V:980.000,- Si Vantar tjaldvagna fellihýsi og hjólhýsi á skrá og á staðinn - Góð inniaðstaða. Vantar bíla á skrá og á staðinn strax - mikil sala. _ - fRÍLASAUNNJ fflöldur ehf. B I' L A S A L A við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000 Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s. 462 6900 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Fagrasíða 11a, Akureyri, þingl. eig. Valmundur Einarsson og Elsa Pálmey Pálmadóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verka- manna og Lífeyrissjóður Norður- lands, miðvikudaginn 1. júlí 1998 kl. 10.00. Hrafnabjörg 1, Akureyri, þingl. eig. Þorsteinn H. Vignisson, gerðarbeið- endur Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar, Innheimtustofnun sveit- arfélaga, íslandsbanki hf., Kaupfé- lag Eyfirðinga og Ríkisútvarpið, miðvikudaginn 1. júlí 1998 kl. 10.30. Móasíða 1, Iðnaðarhúsnæði I, Ak- ureyri, þingl. eig. Þrb. Leikskóla Guðnýjar Onnu ehf., gerðarbeið- andi Islandsbanki hf., miðvikudag- inn 1. júlí 1998 kl. 11.00. Móasíða 1, Iðnaðarhúsnæði II, Ak- ureyri, þingl. eig. Þrb. Leikskóla Guðnýjar Onnu ehf., gerðarbeið- andi Islandsbanki hf., miðvikudag- inn 1. júlí 1998 kl. 11.15. Munkaþverárstræti 37, Akureyri, þingl. eig. Þórarinn (varsson, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkis- ins og Landsbanki íslands hf., mið- vikudaginn 1. júlí 1998 kl. 11.45. Skáldalækur, Svarfaðardal, þingl. eig. Hallur Steingrímsson, gerðar- beiðendur Flutningamiðstöð Norð- url. ehf., Landsbanki íslands hf., eign.leig., Landsbanki íslands hf. höfuðst. og Ólafur Guðmundsson, miðvikudaginn 1. júlí 1998 kl. 14.00. Skíðabraut 7a, Dalvík, þingl. eig. Ylfa Mist Helgadóttir, gerðarbeið- andi Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, miðvikudaginn 1. júlí 1998 kl. 14.30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. júní 1998. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! MÉUMFERÐAR lÍRAÐ Bjöm HaíJjór oæjarstjóri Björn Hafþór Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi (SSA) sl. 8 ár, hefur verið ráðinn bæjar- stjóri Austur-Héraðs, nýs sveit- arfélags sem varð til við samein- ingu fimm sveitarfélaga á Hér- aði. Helgi Halldórsson, sem ver- ið hefur bæjarstjóri á Egilsstöð- um, tekur aftur við starfi skóla- stjóra grunnskólans á Egilsstöð- um að nýju, en hann fékk leyfi frá því starfi á sfðasta kjörtíma- bili til að gegna starfi bæjar- stjóra. „Það bárust 14 umsóknir um starfið og þar af tvær þar sem óskað var nafnleyndar. Við odd- vitar meirihlutans og formenn flokkanna sem standa að meiri- hlutanum, þ.e. Framsóknar- flokks og Lista félagshyggju við Fljótið, ég og Jón Kr. Arnarson, kynntum okkur að sjálfsögðu innihald umsóknanna en við Iögðum þær umsóknir til hliðar eftir að hafa skoðað þær og þær umsóknir komu ekki til greina. Okkur ber ekki lagaleg skylda til þess að taka tillit til óska um- sækjenda um nafnleynd," segir Broddi Bjarnason, forseti bæjar- stjórnar. Jón Kr. Arnarson er for- maður bæjarráðs en verið er að skipa í helstu nefndir hins nýja sveitarfélags jafnframt því að unnið er að gerð nýs skipurits fyrir sveitarfélagið. — GG HEILRÆÐI NOTAK BARNIÐ ÞITT HJÁLM ÞEGAR ÞAÐ LEIKUR SÉR Á HJÓLASKA UTUM EÐA HJÓLABRETTI? SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUÐI KROSSÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.