Dagur - 26.06.1998, Síða 2
2 - FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 19 98
FRÉTTIR
Brákarsundsbrúin eins og hún er nú. Barnfóstra Egils Skallagrímssonar, Brák, á að iiggja með stein miili herðabiaðanna í sundinu
samkvæmt sögunni. Ekki hefur heyrst um að brúarvinnuflokkurinn hafi séð til hennar. - mynd: ohr
Fyllt í Brákarsuitd
og gert við brúna
Míkil bmarvinua í gangi í
Borgamesi. Brákarsimds-
brnin og Borgarfjarðar-
brúin í gagngerri viðgerð.
I sumar stendur til að gera við gömlu
Brákarsundsbrúna í Borgarnesi. Fyrir
nokkrum árum voru uppi hugmyndir
um að fylla í sundið og leggja veg yfir
það, en þær mættu harðri andstöðu.
Því verður brúin endurbyggð í því sem
næst upprunalegri mynd. Rifið verður
ofan af gamla boganum, ný steypa
steypt utan um hann og ný yfirbygging
byggð ofan á. Til að auðvelda verkið er
FRÉTTA VIÐ TALIÐ
verið að fylla í sundið og undir brúna,
en sú fylling verður tekin burtu þegar
viðgerðum lýkur. Fjárveiting til við-
gerða á Brákarsundsbrúnni er upp á
45 milljónir króna.
Brúarviðgerðir við Borgames
I sumar hófust einnig viðgerðir á stöpl-
um Borgarfjarðarbrúar og steypt verð-
ur kápa utan á tvo af stöplum brúar-
innar í sumar. Samhliða heíjast við-
gerðir á Brákarsundsbrúnni.
„Aðalvandamálið var að hanna
steypu sem stæðist þessa raun. Þetta
er mjög sjaldgæft fyrirbrigði sem
reyndar hefur fundist í öllum steyptum
mannvirkjum sem eru við þessar að-
stæður þar sem gætir sjávarfalla," seg-
ir Ingvi Arnason tæknifræðingur á
framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í
Borgarnesi.
Verið er að smíða þurrkví sem sett
verður utan um stöpulinn og unnið
verður innan í henni þannig að allt
verður steypt á þurru. Framkvæmdir
eru hafnar og vinnuflokkur er að vinna
við að setja festingar fyrir þurrkvína á
einn af stöplum brúarinnar.
Verkið hefur verið í undirbúningi um
nokkurn tíma og var m.a. grafa að ýta
rofvarnargijóti sem stóð of hátt frá
stöplunum. Gert er ráð fyrir að auka
hraða verksins á næsta ári og taka fyr-
ir fleiri stöpla en nú. — OHR
í sumarpólitíkinni beinast
nú allra augu að alþýðu-
bandalagsmönnum og því
sem þeir aðhafast í sam-
íylMngarmálum um næstu
helgi. í pottinum var and
staða Hjörleifs til umræðu
og meint andstaða Svavars
og Steingríms - og skegg-
rætt hverju ylli. Pottverji
telur að í ráðherraliði Alþýðubandalagsins sé
mikill ótti við að líma sig of þétt við krata fýrir
næstu kosningar - flokkurinn þurfi nefnilega að
eiga leið inn í ríkisstjómarsamstarf með Sjálf-
stæðisflokknum ef Davíð ákveði að slátra fram-
sókn.
Hjörleifur
Guttormsson.
Pottveijar skeggræddu einnig hvers vegna í
ósköpunum Davíð ætti að láta framsókn róa og
kippa allaböllum uppí næsta ár. Skýringin er
einföld: margar flugur í einu höggi. Davíð ræki
endanlegan fleyg í allt vinstra samkrull og
tryggði Sjálfstæðisflokkinn inn í næstu öld;
tæki „alslemm" í flokkasamstarfi með því að ná
eina ónotaða flokknuin inn; kæmi Reykjavíkur-
listanum hugsanlega í uppnám með þvi að rugla
framsókn og allaballa rækilega. Ekki svo slæmt.
Frekari umræður urðu í
pottinum um pólitíska
hegðun Davíðs og rifjaðist
upp fyrir einum að hann er
mikill „alslemm" maður.
Áætlunin hefur alltaf verið
sú að taka borgarstjórann,
forsætisráðherrami og for-
setann - allt í röð. Djásnið í
þeirri kórónu yrði svo að hafa stýrt ríkisstjóm
með öllum helstu flokkum. Kaldhæðinn pott-
verji sem hugsaði til Svavars, Steingríms og
Hjörleifs í ríkisstjóm Davíðs heyrðist tauta:
hann gæti þá spilað „Under my tliumb" með
Rolling Stones á Bessastöðum!
Davíð Oddsson.
Guðjón
Hjörleifsson
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Spjótin beinast nú mjög að
Vestmannaeyingum vegna
staðarvals Free Willy - Keíko
samtakanna. Sumirfinna vali
Eyjajlest tilforáttu. Bæjar-
stjórinn varígærá símafundi
með Bandaríkjamönnunum og
fulltrúum Flugmálastjómar
vegnaflugbrautarvandamála.
Frjáls Keikó ekkert áíall
-Yrði það ekki mikið áfall fyrir Vest-
mannaeyjar ef vtsindalegar rannsóknir
sýndu næsta vor eða sumar að óhætt væri
að sleppa Keikó á haf út. Keikó yrði
frjáls?
„Menn mundu þurfa að lifa með því. Þeir
segja að það séu meiri Iíkur en minni á að
honum verði ekki sleppt. Við lifum náttúr-
lega með því. Það er svo okkar að bregðast
rétt við ef niðurstaðan verður önnur. Ef
honum verður sleppt getur vel verið að
hann haldi sig í grennd við Eyjarnar. Hann
verður þá á heimavellinum, í okkar hverfi ef
svo má segja, og ferðamenn myndu gjarnan
vilja fara í sjóferð og reyna að berja Keikó
augum.“
- Hver er tilgangurinn með að fá Keikó
til Eyja. Er hann vísindalegur eða pen-
ingalegur?
„Auðvitað er hann fyrst og fremst vísinda-
Iegur. Náttúrlega hlýtur koma Keikós á hinn
bóginn að verða peningalegur ávinningur
fyrir byggðarlagið. Keikó hefur margfeldisá-
hrif á ýmsa hluti. Eins og fram hefur komið
þá var Rannsóknasetur Háskólans í Eyjum
sú viðbót sem Keikó-menn segja að hafi
ráðið endanlegrí ákvörðun þeirra."
- En nú skilst manni að talað sé um
áhorfendapalla við kvína og þá ef til vill
fastar sýningar þar sem hvalurinn sýnir
listir sínar. Varla er það vísindalegt?
„Ég hef ekki heyrt neitt um það. Það
koma hingað menn 8. eða 9. júlí frá Banda-
ríkjunum. Þá fer margt að skýrast. Það er
ekkert komið um þetta atriði og ekki mitt að
segja um það.“
- Gagnrýni um staðarvalið hefur komið
fram hér í hlaðinujrá Náttúrufræðistofn-
un, og jafnvel úr röðum Eyjamanna t DV
í dag. Hefur þetta ekki áhrif á fram-
kvæmdina?
„Þetta hefur engin áhrif á það sem verið
er að gera. Það er talað um hávaða, slysa-
hættu, mengun og ofsarok. Þetta er mikið
til bull sem sumir eru að halda fram, aðal-
lega til að vekja á sér athygli sýnist mér. Ég
gæti sýnt þér það á myndum að á þessum
slóðum brotnar aldan alltaf áður en hún
kemst inn á víkina. Um leið og menn sjá
myndina er málið afgreitt. En það eru marg-
ir að reyna að sá tortryggni um allt.“
- Væri ekki eðlilegt að umhverfismat
hefði farið fram áður en hvalurinn kem-
ur?
„Lögin um umhverfismat frá 1993 segja
að það þurfi ekki að fara fram. Aldrei hefur
verið sótt um slíkt mat vegna eldiskvía er
okkur sagt í ráðuneytinu."
- Er hætta á Kanamir taki sitt dót og
hverfi frá Eyjum vegna gagnrýninnar?
„Nei, það er af og frá. Þeir vinna faglega
og hlusta ekki á kjaftasögur úti í bæ.“
- Hvernig gengur að fá tbúðir fyrir
þjálfara og vísindamenn sem kotna frá
Ameríku? Eru margir að vinnu við sam-
setninguna? Er samfélagið að verða amer-
tskara t Eyjum?
„Það gengur mjög vel og verður ekkert
vandamál. Vinnan er hafin við uppsetning-
una og gengur vel. Samfélagið í Eyjum er
auðvitað einstakt og þolir prýðilega nokkra
útlendinga, það höfum við reynt áður.“
- Eyjamenn eru Itklega með annað vin-
sælasta ferðamannasvæði landsins á eftir
Mývatni. Þið stefnið á að verða stærstir
sýnist manni?
„Já, já. Við gerum það. Það er alveg á
hreinu." — JBP