Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 3

Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 26.JÚNÍ 1998 - 3 rD^tr FRÉTTIR Keimumm er boðin allt að 10% hæklam Um 90 grunnskólakennarar á Akureyri sögdu upp stöðum sínum í vor vegna óá- nægju með launin. Myndin var tekin þegar kennararnir fjölmenntu á skrífstofu bæjarstjóra með uppsagnir sínar. Viðræðimefnd og bæj- aryfirvöld ná sam- komnlagi. Raunveru- leg launahækkun rétt- indakennara 6,1- 10%. Taepir níu tugir grunnskólakenn- ara á Akureyri íhuga nú að draga uppsagnir sínar til baka eftir að bæjaryfirvöld gerðu þeim tilboð um verulega kjarabót. Viðræðu- nefnd kennara er búin að sam- þykkja tilboð frá bænum og hafa Kristján Þór Júlíusson og Asgeir Magnússon, oddvitar stjórnarafl- anna hjá bænum, undirritað samkomulagið auk þess sem bæjarráð samþykkti tilboðið samhljóða. Samningurinn hljóðar upp á greiðslur í formi yfirvinnutíma þar sem kennarar eru flokkaðir eftir reynslu. Þeir sem hafa 10 ára starfsreynslu eða meira fá 12 tíma aukalega á mánuði. Næsti flokkur fyrir neðan 6-10 ára prófaldur fær 10 tíma en reynsluminnsti hópurinn 7 tíma. Býsna sátt Björg Dagbjartsdóttir, sem stýrt hefur viðræðunefnd kennara, segist sjálf munu snúa aftur til starfa sem kennari. Tilboðið sé ásættanlegt. „Við getum ekkert fullyrt um hvað hver og einn ger- ir, en ég er sæmilega sátt. I fyrsta lagi er þetta opinber yfirlýsing af hálfu Akureyrarbæjar á því að laun kennara eru of lág. I öðru Iagi er þetta viðurkenning á því að fagfólk vantar inn í skólana. I þriðja Iagi er í þessu fólgin yfir- lýsing um að skólamálin hafi for- gang í verkefnum bæjarins,“ seg- ir Björg. Veruleg kjarabót Kjarabótin er veruleg í prósent- um talið. Hún er 10,43% á ári fyrir þá sem fá 12 tíma á mán- uði. 8,7% í miðflokknum og 6,1% hjá nýliðunum. „Stefnan var alltaf að rétta hlut þeirra sem verst fóru út úr samningunum í haust. Það voru reynslumestu kennararnir sem maður skyldi ætla að fólk vildi helst hafa inni í skólunum," segir Björg. Kostnaöur ekki gefínn upp Asgeir Magnússon, oddviti F- listans á Akureyri og formaður bæjarráðs, sagði Iiggja fyrir hve mikinn útgjaldaauka tilboðið gæti þýtt fyrir bæinn en hann neitaði að gefa þá fjárhæð upp. „Þetta er okkar leið til að laða þetta fólk til starfa á nýjan leik. Ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi á þessu stigi málsins að upplýsa um það frekar. Þetta var erfið staða og brýnt að skólastarf gæti orðið aftur með eðlilegum hætti.“ Neyðaraögerö Ottast Ásgeir ekki að skriðan fari nú af stað? Er ekki hætta á að aðrar stéttir innan bæjarins fari af stað með auknar kröfur í Ijósi þess að uppsagnir skili árangri? „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er ekki sú leið sem menn eiga að fara við gerð kjara- samninga, enda erum við ekki að gera kjarasamning heldur eru hér staðbundnar aðstæður sem brýnt var að bregðast við. Við lít- um þannig á að við höfum verið að leiðrétta ákveðna þætti. Það var búið að leggja meira á kenn- ara hér en kjarasamningar gerðu ráð fyrir. Þetta er neyðaraðgerð." Asgeir sagðist ekki líta þannig á að yfirvöld Akureyrarbæjar hefðu á nokkurn hátt tekið fram fyrir umboð Iaunanefndar sveit- arfélaga í þessu máli og hann sagðist alls ekki eiga von á nei- kvæðum viðbrögðum úr herbúð- um launanefndar vegna sam- komulagsins. — bþ Eiríkur Jónsson: Verður að hækka laun kennara. Aldrei vantað fleiri keimara hjá horginni Aldrei hefur jafnmörgum kenn- arastöðum í Reykjavík verið óráðstafað á sama tíma, eða 40- 50. Fræðsluyfirvöld í borginni lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar stöðu og skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir lausn í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Fyrsta svarið við þessu er að hækka laun kennara,“ segir Ei- ríkur Jónsson formaður Kenn- arasambands Islands. Þetta ástand stafar m.a. af því að 70 stöðugildi hafa bæst við að viðbættum 20 stöðum sem hafa losnað vegna aldurshámarks kennara. Þessi fjölgun stöðu- gilda er ekki síst vegna þess að bekkjardeildum hefur fjölgað samfara fleiri nemendum auk þess sem skóladagurinn hefur lengst samkvæmt nýjum grunn- skólalögum. Þá hefur stöðugild- um kennara fjölgað í framhaldi af þeirri ákvörðun að úthluta skólum fleiri tímum til að auka sveigjanleika í skólastarfinu. A sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur Kennaraháskóli Is- lands ekki getað annað þeim fjölda sem sækir um nám á hverju ári og hefur því þurft að vísa fjölda nemenda frá sem sótt hafa um inngöngu. -GRH Vífllfefl fær ekki 100 mUljónir Meirihluti fjölskipaðs Héraðs- dóms Reykjavíkur hefur sýknað bæði Framkvæmdasjóð Islands og Framsóknarflokkinn af tug- milljóna króna kröfum Vífilfells (Kók á Islandi) í skuldamáli sem spannst út frá því að Vífilfell keypti Gamla-Alafoss og Farg (dagblaðið NT) í því skyni að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Vífilfell verður samkvæmt þessu af 99 milljónum króna, en málið fer þó til Hæstaréttar til endan- legs dóms. í desember 1988 seldi Fram- sóknarflokkurinn Vífilfelli hluta- bréfin í Fargi hf. (NT) á 100 milljónir króna og sama dag keypti Vífilfell Gamla-Álafoss af Framkvæmdasjóði fyrir 133 milljónir króna. I báðum tilfell- um kom fram að forsenda fyrir kaupunum væri að skattalegur tapsfrádráttur nýttist og að til endurgreiðslu myndi koma ef eitthvað kæmi í veg fyrir þá nýt- ingu. Svo fór þó að dómstólarnir hnekktu því að Vífilfell gæti not- að keyptu hlutafélögin í þessu skyni og eftir þann úrskurð var höfðað skuldamál það sem nú var dæmt í. Dómararnir Sigurður T. Magnússon og Hjördís Hákonar- dóttir komust að þeirri niður- stöðu að samningsaðilarnir mættu vita að brugðið gæti til beggja vona um nýtingu tapfrá- dráttarins. Þau höfðu hliðsjón af því að Vífilfell myndi hagnast af því að kaupa tapið og því hvorki sanngjarnt né eðlilegt að Fram- kvæmdasjóður og Framsóknar- flokkur bæri alla áhættuna af því að samruni hlutafélaganna stæð- ist skattareglur. Þau sýknuðu því sjóðinn og flokkinn, en með- dómarinn Eggert Oskarsson skil- aði séráliti og komst að önd- verðri niðurstöðu. - FÞG 25 sóttu um Eyjafjarðarsveit Alls bárust 25 umsóknir um starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Þeir sem sóttu um eru: Arinbjörn Sigurgeirsson sölumaður, Arnar Hreinsson lögreglumaður, Bjarni Kristjánsson framkvæmdastjóri, Dóra Stefánsdóttir framkvæmda- stjóri, Friðrik Hilmarsson fræðslufulltrúi og ritstjóri, Guð- mundur Eyþórsson lögreglumað- ur, Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri, Guðmundur R. Svavarsson rekstrarfræðingur, Gunnar Jónsson sveitarstjóri, Halldóra Bjarnadóttir fram- kvæmdastjóri, Jakob Björnsson fyrrv. bæjarstjóri, Jóhann Olafur Halldórsson framkvæmdastjóri, Jón Ingi Jónsson fangavörður, Jónas Vigfússon verkfræðingur, Oddur Einarsson guðfræðingur, Ragnar Sveinsson fasteignamats- maður, Sigurður Eiríksson rekstrarfræðingur, Stefán Orn Valdimarsson skrifstofumaður, Vignir Garðarsson framkvæmda- stjóri, Þorgils Axelsson forstöðu- maður og Þröstur Óskarsson sér- fræðingur hjá HA. Fjórir drógu umsókn sína til baka. Slapjp naiuiilega í Bosníu Vegna fréttar af bílslysi í Bosníu vill utanríkisráðuneytið koma á framfæri að Viðar Magnússon, lækni í íslensku heilsugæslusveitinni í Bosníu, sakaði ekki þegar brynvarin sjúkrabifreið sem hann var far- þegi í, fór út af vegi og hvolfdi skammt frá bænum Sanski Most í Bosníu. Viðar var heppinn, því tveir menn fórust í slysinu. AUs voru sex í bílnum. Hestasóttin komin til Akureyrar Hrossasóttin er komin upp í a.m.k. einu hesthúsi á Akureyri. Sigríð- ur Björnsdóttir, sérfræðingur í hrossasjúkdómum á Hólum í Hjalta- dal, segir að sóttin hafi breiðst hratt út síðustu daga og sé að Iíkind- um á 10 bæjum í Skagafirði. Hún hvetur til varúðar. Lendingaraðstæður kannaðar fyrir Keikó Bandarískir verkfræðingar Bandaríkjahers eru væntanlegir til Vest- mannaeyja til að kanna lendingaraðstæður fyrir risaherþotuna C-17 Globemaster III. Þotan á að lenda í Eyjum í september með Keikó innanborðs. Þungi flugvélarinnar við lendingu gæti orðið nálægt 170 tonnum. Fulltrúar Flugmálastjórnar áttu símafund með bandarísk- um )rfirvöldum og var niðurstaðan sú að kanna brautina nánar, en það er regla þeirra þegar farið er í verkefni á við þetta. Fagleg niður- staða mun liggja fyrir á næstunni, en flestir telja að C-17 geti hæg- lega Ient í Eyjum á núverandi flugbraut. - JBP Sprengikúla fannst Sprengikúla fannst á bersvæði í fyrradag að Ási í Fellum á Austur- landi. Sprengisérfræðingar og hjálparsveitarmenn ætla að fínkemba svæðið um helgina en breski herinn stundaði skotæfingar þarna í seinni heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir að sprengjurnar séu orðnar tæp- lega sextíu ára eru þær enn bráðhættulegar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.