Dagur - 26.06.1998, Qupperneq 5
t
ro^ir
FRÉTTIR
, ,, , ,, .y: " * *r> - A
FÖSTUDAGUR 26. JUNI 1998- S
Úrskur ð amefndin
levsir ekki vandann
Fulltrúar hjúkrunarfræöinga hafa verið boðaðir til fundar í úrskurðarnefnd-
inni klukkan 15 í dag, föstudag.
Veltur á fjárhagsleg-
uin ramma spítala.
RíkisspítáLar íhuga
gagntilhoð við kröf-
um hjúknmarfræð-
inga. Hugsanlegt lof-
orð um aukafjárveit-
ingu í hurðarliðnum.
„Úrskurðurinn sem við komum
til með að fella verður í sjálfu sér
ekki til þess fallinn að leysa
þessa deilu. Það eina sem getur
leyst hana er fjárhagslegur
rammi spítalanna og hvernig þeir
geta nýtt sér þennan úrskurð,“
segir Olafur Jón Ingólfsson odda-
maður úrskurðarnefndar.
Fulltrúar hjúkrunarfræðinga
hafa verið boðaðir til fundar í úr-
skurðarnefndinni klukkan 15 í
dag, föstudag. Ólafur Jón segir
að þá verði þráðurinn tekinn upp
að nýju frá því ákveðið var að
fresta frekari vinnu á meðan
beðið var eftir niðurstöðu Fé-
lagsdóms í máli náttúrufræð-
inga. Hann segir samningaleið-
ina enn vera fyrir hendi í nefnd-
inni, en býst við að úrskurður
muni falla eigi síðar en 3. júlí nk.
Gagntilboð
„Það er ekkert að gerast nema
hvað við reiknum og reiknum
þessar kröfur og hvort við getum
hugsanlega gert þeim eitthvert
gagntilboð,“ segir Pétur Jónsson
framkvæmdastjóri Ríkisspítala
um þá alvarlegu stöðu sem blas-
ir við þegar uppsagnir hjúkrun-
arfræðinga taka gildi í næstu
viku. Fjárhagsstaðan er þröng og
til marks um það var áætlað í
ársbyrjun að Ríkisspítalar færu
480 milljónir króna umfram
tekjur, eða 6%.
í hugsanlegu gagntilboði er yf-
irstjórn Ríkisspítala m.a. að velta
fyrir sér að þreyta vöktum og
hagræðingum sem koma á móti
hugsanlegum kauphækkunum.
A sama tíma er unnið að því að
skipuleggja neyðarstarf ef allt fer
á versta veg. Þar fyrir utan er bú-
ist \ið að ástandið verði einnig
alvarlegt í haust þótt semjist við
hjúkrunarfræðinga. Það helgast
m.a. af því uppsafnaða tapi sem
einkennt hefur reksturinn sl. ár.
Þessutan eru aðrar stéttir að
íhuga að grípa til uppsagna
vegna óánægju með kjörin. Þar á
meðal eru lyfjatæknar, læknarit-
arar, matartæknar, matarfræð-
ingar og vélamenn, eða vel á
annað hundrað starfsmenn.
Stólað áloforð
Framkvæmdastjórinn býst ekki
við að Ríkisspítalar muni fá
neina umfram peninga úr ríkis-
sjóði um mánaðamótin til lausn-
ar. Það er einna helst að þeir fái
hugsanlega loforð um einhverja
aukiifjár\'eitingu til að geta kom-
ið eitthvað til móts við Iauna-
kröfur hjúkrunarfræðinga sem
sagt hafa upp.
Hann segir launagreiðslur Rík-
isspítala til hjúkrunarfræðinga
nema 1,3 milljörðum króna á ári
og eitthvað um 900 milljónum
hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, eða
2,2 milljörðum í það heila. Sem
dæmi þá mundi 10% launa-
hækkun þýða útgjöld uppá 200
milljónir króna, 20% hækkun
400 milljónir o.s.frv. Til saman-
burðar má geta þess að Ríkisspít-
alar hafa metið Iaunakröfur
hjúkrunarfræðinga uppá 50%.
Taxtakaup hjúkrunarfræðinga er
um 100 þúsund krónur á mán-
uði en heildarlaun um 150 þús-
und og jafnvel þaðan af meira
eftir vinnutímafjölda og vöktum.
- GRH
Flugstöð Leifs: þrengt verður að
reykingamönnum, og réttur reyk-
iausra aukinn.
Reykminni
Leifsstöð
Tóbaksvarnarnefnd hefur gert
athugasemdir við hvernig lögum
um tóbaksvarnir er framfylgt í
Fiugstöð Leifs Eiríkssonar. Að
sögn Þorgríms Þráinssonar,
starfsmanns nefndarinnar, fór
hann um flugstöðina með
starfsmanni og benti á fjölmarg-
ar úrbætur sem varða rétt reyk-
lausra. Þeir sem ekki reykja hafa
orðið varir við að mikið er reykt
á barnum gegnt rennistigum þar
sem mikil umferð fólks er, einn-
ig við borð í biðsal. Þorgrímur
segir ljóst að lögum sé ekki
framíylgt í Flugstöðinni.
„Þrengt að“ reykingamönn-
um
Omar Kristjánsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugstöðvarinnar, segir
að gert hafi verið samkomulag
við Tóbaksvarnarnefnd og á
næstunni „verði þrengt að“ reyk-
ingamönnum með ýmsum
hætti, í stöðinni og við hana.
Hann sagði að það gæti tekið
vikur eða mánuði.
japansloðnan í Rússa
Útflutningur til A-Asíu var um helmingi minni á fyrsta þriðjungi
þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þá voru farnar þangað sjávarafurð-
ir fyrir um 5 milljarða í apríllok, þar af 80% til Japan. Afurðaverð í
þessum heimshluta hefur lækkað í kjölfar gengislækkana, á sama
tíma og miklar verðhækkanir hafa orðið í Evrópu og Ameríku. Rúss-
land er einnig að verða mikilvægur markaður fyrir frysta Ioðnu, sem
áður var einungis flutt til Austur-Asíu, samkvæmt Hagvísum Þjóð-
hagsstofnunar. — HEI
Asnalegt orðalag - athugasemd
Hér á eftir fer athugasemd írá sr. Krisjáni Val Ingólfssyni: „í viðtali
við mig í biaðinu í gær, í framhaldi af svari helgisiðanefndar við
beiðni prestastefnu á síðasta ári að nefndin kanni form rituals fyrir
blessun yfir samvist samkynhneigðra hjá systurkirkjunum, þar sem
fram kom að slíkt opinbert ritual er hvergi til, er haft eftir mér að við
viljum líka fara hægt og ekki særa fólk með asnaskap. Ekki efa ég að
rétt sé eftir haft, en orðið er engu að síður afar illa valið og getur ein-
mitt valdið sárindum. Næstu skref sem við þurfum að stíga í þessu
vandasama og viðkvæma máli þurfa að vera valin af varkárni. Við
þurfum að gæta þess að spilla ekki málinu með óaðgæslu. Þetta orð
er því miður einmitt dæmi um það sem átti að forðast.“
Stærsta þráðlausa kerfið
Guðmundur Björnsson, forstjóri
Landssímans, til hægri og Úlafur
Ólafsson, forstjóri Samskipa,
undirrituðu að formlegum hætti
kaupin á einkasímstöðinni frá
Landssímanum í gærmorgun.
Samskip tóku í gær í notkun einka-
símstöð sem keypt var af Landssíma
íslands. Símstöðin er Alcatel 4400,
sett upp með 60 bæjarlínum og 300
tækjum, sem flest eru stafræn, þar
af 50 þráðlaus símtæki. Þráðlausa
kerfið er innbyggt í símstöðina og er
stærsta kerfi sinnar tegundar sem
sett hefur verið upp hjá fyrirtæki á
Islandi. Með 16 sendistöðvum þek-
ur kerfið allt athafnasvæði Sam-
skipa við Sundahöfn og skrifstofu-
byggingar auk svæðis Landflutninga
í Súðarvogi. - JBP
Ferjan Sæfari að lesta grjót á Daivík til flutnings til Grimseyjar. Eins og sjá má eru það mikil björg sem flutt
eru út í eyna.
GrjótfLutningar hafnir
i Grímseyjarhöfn
Um þúsund toim af
grjóti frá Árskógs-
sandi til Grímseyjar
til styrktar hafnar-
garðinum.
Ferjan Sæfari, sem gengur m.a.
milli Hríseyjar, Árskógsstrandar,
Dalvíkur, Grenivfkur og Grfms-
eyjar, hóf í gær að flytja grjót til
Grímseyjar sem sett verður utan
á hafnargarðinn. Flytja á um
1000 tonn af grjóti til Grímseyj-
ar, og er hver steinn um 10 tonn,
eða alls 100 steinar. Ferjan tekur
um 16 steina í hverri ferð svo
ferðirnar geta orðið um sjö tals-
ins.
Ekki þótti ráðlegt að vinna
grjót í varnargarðinn í eyjunni
sjálfri. Bæði er erfitt að vinna
það þar, það mvlst mjöt við
sprengingar, og eins fannst
eggjarskeggjum töluverð nátt-
úruspjöll hlytust af því sem ekki
væri gott fyrir ímynd Grímseyjar
sem óspilltrar ferðamannapara-
dísar yfir sumarmánuðina. Þess
má geta að fyrir nokkrum árum
hvarf brimvarnargarður sem
byggður var norðan og vestan
hafnargarðins í Grímsey í norð-
an áhlaupi. Sá garður var ekki
endurbyggður. — GG